Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 46

Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 46
46 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG vil þakka fyrir frábært mál- þing sem var haldið í Heiðarskóla laugardaginn 24. febrúar. Eiga þeir kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk skólans heiður skilið fyr- ir þetta stórtæka framtak. Á mál- þinginu voru þrjár málstofur með 15 áhugaverðum erindum um skólamál. Það var erfitt að velja á milli málstofa því þrír fyrirlestrar voru í gangi á sama tíma svo mað- ur varð að velja úr það sem manni fannst áhugaverðast. Ég hlustaði á erindi um nýjungar í námsmati sem var mjög áhugavert, þarna kom fram að námsmat í skólum er orðið fjölbreytt og vandað, ekki bara eitt lokapróf sem mælir stöðu nemandans alla önnina heldur margþætt námsmat sem sýnir þar af leiðandi betur stöðu nemandans gagnvart náminu. Þá var næsta er- indi sem fjallaði um jákvæða styrk- ingu innan skólaveggja. Þarna er unnið áhugavert starf innan veggja Heiðarskóla þar sem nemendur með skerta sjálfsmynd fá stuðning við að styrkja sjálfsmynd sína og félagsfærni. Síðasta erindið fyrir hádegishlé var um samstarf kenn- ara og samkennslu í árgöngum, þar sem heilum árgangi er kennt saman og eru þrír kennarar sem kenna hópnum. Þá kom hádegishlé og buðu þau í Heiðarskóla gestum sínum uppá samlokur, gos, kleinur og kaffi. Eftir hádegishlé var svo erindi um skimun í skóla, þar sem fjallað var um þau mörgu þroska- próf og lesskimunarpróf sem lögð eru fyrir hina ýmsu árganga í skól- um bæjarins. Svo í lokin var erind- ið List og listsköpun í skólastarfi þar sem meginspurningin var „Hver er tilgangurinn?“ Þarna var verið að velta upp þeirri spurningu hvers vegna er verið að kenna list- greinar í skólum. Þar sem ég er textílkennari fannst mér þetta áhugaverðar vangaveltur og ekki stóð á skilgreiningum sem settar voru fram á „Power point“ glærum með mikilfenglegri tónlist í bak- grunni. Listgreinakennurum finnst oft sem listgreinarnarnar mynd- mennt, textílmennt, hönnun og smíði sé ekki líkt að jöfnu á við bóklegar greinar. Þarna kom fram að listir hafa fylgt manninum frá örófi alda og með listiðkun getur maðurinn mótað umhverfi sitt, fundið tilfinningum sínum og hug- myndum farveg. Í okkar nútíma samfélagi er mikil vöntun á hand- verksfólki. Þó eru listir mikilvæg atvinnugrein sem tengjast tísku og hönnun að miklu leyti og fjöldi fólks á sér ævistarf og framfæri af iðkun listgreina. Svo til hvers að kenna nemendum listgreinar? Því er svarað með því að nemandinn fær útrás fyrir sköpunargáfu sína, þar sem hinar ýmsu hugmyndir koma fram og færnisþættir svo sem þjálfun á huga og hönd eru efldar. Þeir nemendur sem ekki eru sterkir bóklega eru oft mjög flinkir í listgreinum. Nemandi fær efnivið í hendurnar og kynnist ferl- inu frá hugmynd að fullunnum hlut þar sem hann sjálfur hefur átt all- an heiðurinn að því að skapa, sem þar af leiðandi eflir og styrkir sjálfsmynd hans. Í lokin komu allir málþingsgestir saman í salnum og gátu lagt fram fyrirspurnir þar sem skólastjóri Heiðarskóla, skóla- stjóri Fjölbrautarskóla Suðurnesja og fræðslustjóri Reykjanesbæjar sátu fyrir svörum. Þar kom fram að engan hefði órað fyrir því hversu miklar framfarir í skóla- starfi hafa átt sér stað á tíu árum, hvað þá heldur að menn gætu spá um næstu tíu ár. Ég vil enn og aftur þakka þeim í Heiðarskóla fyrir frábært málþing og að veita okkur hinum innsýn inn í það metnaðarfulla og faglega starf sem þar er unnið. Miklar breytingar hafa orðið í grunnskóla- málum á undanförnum árum og sýndi þetta málþing að mikið metnaðarfullt og faglegt starf er unnið í grunnskólum Reykjanes- bæjar. Það eina sem ég saknaði að sjá voru hinir fjölmörgu foreldrar barna í skólum bæjarins, en þeir mæta örugglega á næsta málþing sem ég vona svo sannalega að verði árviss viðburður. Takk fyrir mig. MARGRÉT SIGRÚN ÞÓR- ÓLFSdÓTTIR, leikskólakennari og textílkennari. Málþing í Heiðarskóla í Reykjanesbæ Frá Margréti S. Þórólfsdóttur Fréttir í tölvupósti www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar HOFTEIGUR 36 Opið hús sunnudaginn 15. apríl milli kl. 15.00 og 17.00 Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Björt og góð 3ja her- bergja. Um er að ræða 81 fm íbúð í kjallara sem er lítið niðurgrafin. Komið er inn á hol með flísum á gólfi, skápum og góðri vinnuaðstöðu fyrir tölvu. Björt stofa með parketi á gólfi og hátt til lofts. Eldhús með parketi á gólfi með fallegri innrétt- ingu. Baðherbergi með flísum, baðkari og glugga. Rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Verð 18,3 millj. Eiríkur og Kristín taka á móti gestum - Verið velkomin             !"# $$% &"' (  )*+, * -./0 ./1 (2 " /!"" ./((    -0 3! 4 # 5 * 60"  ( + '&( .73"&( 0(' . 53& 5 5. 53&*   3-. - '3 5 '3 7 7./ ' ""8 " 5 . & * 0.  ( 7- 9!/ ""8 "& 5 3-.&( # ( ./#:* ;75 0.  """ -0* 60"   :/  "( <75 0. 5   3-. * !(.  - /* + (/ -.  & - -./1 #.( 0 !(.&* =0.7&  - 0."&* !3 !3.5" &3& 0   !3>(2*. ="". * &3& 0   "".>(2*. ;'"" ?'"..5" * * 3. ".  : 0. -  ( /* %@ % Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús – Kleppsvegur 60 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Einstakt tækifæri – Mikið endurnýjuð og falleg 52 fm íbúð á 2 hæð í fjölbýlishúsi. Stofa er björt og með fallegu útsýni. Svefnherbergi með fataskápum. Þvottahús er í íbúð. Nýtt parket á gólfum. Verð 14,4 millj. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Björn Daníelsson í s. 849 4477. Í dag sunnudag frá kl. 14.00 – 15.00 sýnum við mjög fallega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð á 2. hæð á góðum stað við Kleppsveg. Bjalla merkt Þorsteinn. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. faste ignasal i Flúðasel - Tvær íbúðir Opið hús í dag milli kl. 18-19 Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Fallegt 215,4 fm parhús á 2 hæðum með sér 2ja herb. íbúð í kjallara. Hæðin skiptist í eldhús, snyrtingu, borðstofu, stofu og svalir. Flísar og parket á gólfum. Á efri hæð er hjónaherb., 3 barnaherb. ásamt bað- herb. sem hægt væri að setja þvottavél í. Íbúð í kjallara er með sérinngangi, forstofu, nýl. eldhúsi, stofu, baðherb., svefnherb. og geymslum ásamt sam.þvottahúsi. Parketdúkur á gólfum. Fallegt og bjart hús með fallegri skjólgirðingu og fallegu útsýni. Getur losnað fljótlega! Verð 39,9 millj. Opið hús er í dag, mánudag, milli kl. 18 og 19. Salahverfi - sérhæð - laus Skemmtileg 112,4 fm 4ra herb. efri hæð í fjórbýli í Salahverfi í Kópavogi. Falleg eign sem skiptist í forstofu, 3 góð herb. m/skáp- um, rúmgott flísalagt baðherb. með sturtu- klefa og baðkeri, þvottahús m/glugga innan íbúðar, bjarta stofu og eldhús með útsýni til suðurs, svölum og bogadregnu lofti. Mjög falleg og rúmgóð íbúð m/góðu skápaplássi. Verð 28,5 millj. Grafarholt - lyfta/útsýni Glæsileg 86,8 fm 3ja herb. endaíbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Parket á gólfum, fallegar samstæðar innréttingar. Opið eldhús inn í borðstofu/stofu. Bjartar svalir og skemmti- legt útsýni (Esjan og uppá Skaga). Rúmgott flísalagt baðherbergi með baðkeri og sturt- uaðstöðu. Lítið herbergi/geymsla með glug- ga innan íbúðar sem í dag er nýtt sem tölvuherbergi. Góður skápur í anddyri og báðum svefnherbergjum. Opin og skemmtileg íbúð í nýlegu lyftuhúsi með stæði í lokaðri bílgeymslu. Geymsla á 1. hæð. Mjög falleg eign. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Kaldakinn - Hf. - Einb./tvíb. Nýkomið í einkasölu sérlega skemmtilegt einbýlishús með auka íbúð og bíl- skúr, samtals 170 fm. Hús í góðu standi, talsvert endurnýjað. Frábær staðsetning í þessu góða hverfi. Verð 37 millj. Hagstæð lán áhvílandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.