Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÚSIÐ Austurstræti 22, sem brann í gær, er elsta húsið við Austur- stræti, byggt árið 1801 eða 1802. Húsið kom talsvert við sögu þegar Jörundur hundadagakonungur réð ríkjum hér á landi. Ísleifur Einarsson dómari við Landsyfirréttinn, lét byggja húsið en hann seldi Trampe greifa húsið árið 1805. Við söluna var gerð lýsing á húsinu sem er góð heimild um hvernig það leit út í upphafi. Trampe gerði endurbætur á húsinu að utan og innan og setti m.a. skrautlegan búnað á framdyr hússins, en slíkur búnaður fór ekki að tíðkast á timb- urhúsum hér á landi fyrr en um miðja öldina. Trampe lét einnig setja nýja eldstó í húsið sem er enn í því. Fangelsi og Prestaskóli Í bókinni Kvosin eftir Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur, borg- arminjavörð og Hjörleif Stefánsson arkitekt, segir að þetta hús hafi ver- ið „vandaðra en flest önnur hús bæj- arins á þessum tíma og skrautlegast þeirra allra“. Þegar Jörundur hundadagakon- ungur steypti stjórn landsins sum- arið 1809 var Trampe greifi hand- tekinn í húsinu og Jörundur settist þar að þann stutta tíma sem hann réð ríkjum á Íslandi. Á árunum á eftir bjó stift- amtmaður í húsinu, en 1820 var Landsyfirréttur fluttur í húsið. Einnig bjó annar lögregluþjónn Reykjavíkur í húsinu. Uppi á lofti hússins var komið fyrir fangaklefum og sá hluti hússins notaður sem fangelsi. Danski herflokkurinn sem sendur var til Íslands vegna Þjóð- fundarins árið 1851 hafði vetursetu í húsinu og stóð þá vopnaður vörður við húsið dag og nótt. Þegar Landsyfirréttur flutti úr húsinu 1871 fékk Prestaskólinn hús- ið og var þar með starfsemi í 40 ár eða þar til Háskóli Íslands var stofn- aður árið 1911. Árið 1915 keypti Haraldur Árna- son kaupmaður og rak þar Harald- arbúð, sem var ein helsta vefn- aðarvöruverslun bæjarins um langt skeið. Haraldur lét gera breytingar á húsinu. Gluggar á framhlið voru stækkaðir og settur kvistur á húsið. Hann byggði einnig útbyggingar við vesturenda hússins og skúra til suð- urs inn á lóðina. Síðustu ár hafa ver- ið reknir veitingastaðir í húsinu, síð- ast veitingastaðurinn Pravda. Elsta húsið við Austurstræti varð æstum eldinum að bráð Eymundssonarhornið Horn Austurstrætis og Lækjargötu er ein elsta varðveitta götumynd borgarinnar og lengi eitt helsta kennileiti hennar. Austurstræti 22 er elsta hús götunnar, byggt 1801 eða 1802. Jörundur hundadagakonungur handtók Trampe greifa í húsinu og settist þar að HÚSIÐ Lækjargata 2 var lengi í eigu Sigfúsar Eymundssonar ljós- myndara sem rak þar bæði ljós- myndastofu og bókaverslun. Þetta er líkast til fyrsta hús sem byggt var í Reykjavík sem hornhús. Lækj- argata 2 og Austurstræti 22 eru ein elsta varðveitta götumynd borg- arinnar og eitt helsta kennileiti hennar um langan aldur. Í húsakönnunarskýrslu Árbæj- arsafns frá 2004 kemur fram að lóðin Lækjargata 2 sé sögufræg vegna þess að þetta sé fyrsta lóðin sem seld var í Reykjavík. Lóðin kostaði á sínum tíma 60 ríkisdali. Húsið sem brann í gær var reist 1852 fyrir P.C. Knudtzon kaup- mann. Þetta er líklega fyrsta hús í Reykjavík sem byggt var beinlínis sem hornhús. Það var upphaflega á einni hæð og fylgdi þakið göt- unni þannig að þakinu hallaði frá báðum götum. Árið 1856 keypti Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur húsið. Var þá húsið oft nefnt „Prófastshúsið“. Á þessum tíma var Lækjargata af sumum stundum kölluð Heilags- andastræti vegna þess að dóm- kirkjupresturinn bjó í Lækjargötu 2 og biskupinn í Lækjargötu 4. Árið 1871 eignaðist Sigfús Ey- mundsson ljósmyndari húsið og rak þar ljósmyndastofu og bóka- verslun. Húsið var kennt við hann og gatnamót Austurstrætis og Lækjargötu oft kölluð Eymunds- sonarhornið. Sigfús stækkaði hús- ið allmikið og lét fljótlega byggja tvílyfta viðbyggingu til suðurs. Síðar byggði hann einnig hæð of- an á norðurhlutann. Eftir að Sigfús dó 1911 var bókaverslunin áfram rekin í hús- inu, en hún var síðan flutt í Aust- urstræti 18 þar sem enn er rekin bókabúð sem ber nafnið Ey- mundsson. Eftir að bókaverslunin fór úr húsinu rak Stúdentaráð þar um tíma matsölu. Haraldur Árnason kaupmaður eignaðist síðar húsið. Skömmu fyrir 1980 voru gerðar umfangsmiklar endurbætur á því. Síðustu ár hafa verið reknir veit- ingastaðir í húsinu. Fyrsta hornhúsið í Reykjavík var reist á Lækjargötu 2 MAGNÚS Skúla- son, forstöðu- maður húsfrið- unarnefndar ríkisins, segir að mikill missir sé að húsunum tveimur sem brunnu í gær því þau eigi sér mjög merkilega sögu. Húsið Aust- urstræti 22, elsta húsið við götuna, er friðað en horn- húsið Lækjargata 2 hafði hins vegar ekki verið friðað fyrir eldsvoðann í gær. Magnús Skúlason sagði í samtali við Morgunblaðið að húsin tvö sem brunnu teldust ekki vernduð götu- mynd. Spurður hvers vegna horn- húsið Lækjargata 2 var ekki friðað sagði hann að Reykjavíkurborg hefði lagt til að það yrði gert. „Hús sem byggð voru fyrir árið 1850 voru aldursfriðuð og húsið Lækjargata 2 var byggt 1852 og ekki hafði enn verið gengið frá friðuninni.“ Magnús bætti við að töluvert væri um að ekki hefði verið gengið frá friðun húsa sem samkvæmt skipu- lagi Reykjavíkurborgar ættu að vera friðuð eða það hefði verið lagt til. Magnús sagði að ef húsið Austur- stræti 22 teldist ónýtt dytti friðunin einfaldlega niður. „Þá er spurning hvernig staðið yrði að því að end- urbyggja húsið en ég þori ekkert um það að segja. Þegar gömul hús hafa verið endurbyggð hefur verið reynt að gera það þannig að þau verði sem næst upprunalegri mynd.“ Hafði verið breytt mikið Magnús sagði að húsinu Austur- stræti 22 hefði verið breytt mikið frá því það var reist árið 1801 eða 1802 og áður en það var friðað. „Húsið var ekki friðað með lögum fyrr en árið 1990. Þá höfðu þegar verið gerðar miklar breytingar á því. Eftir frið- unina hefur húsinu lítið verið breytt nema að innan. Inni í húsinu er gam- alt eldstæði sem fannst fyrir nokkr- um árum og það verður væntanlega heilt eftir brunann, líklega eitt af því fáa sem verður eftir.“ Magnús sagði að hornhúsinu Lækjargötu 2 hefði verið breytt minna og því væri mikil eftirsjá að því. „Þau tilheyra auðvitað bygging- ararfleifð okkar og það er mikill missir að þessum húsum.“ Hornhús- ið ekki friðað Magnús Skúlason Mikill missir að húsunum tveimur FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ELDSVOÐINN í húsunum Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 í gær er sá mesti sem orðið hefur í miðbæ Reykjavíkur frá árinu 1967 þegar þrjú timburhús brunnu til grunna. Stórhýsi Iðnaðarbanka Ís- lands og fjórða timburhúsið stór- skemmdust þá einnig. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur telur að bruninn fyrir 40 ár- um hafi verið meiri en eldsvoðinn í gær. „Fleiri hús brunnu þá til kaldra kola og þetta voru líka stór hús.“ Í eldsvoðanum 1967 misstu sautján manns heimili sitt. Tveim- ur börnum og aldraðri konu var bjargað á síðustu stundu fyrir snarræði björgunarmanna. Mikill eldsvoði varð einnig árið 1944 þeg- ar Hótel Ísland brann til kaldra kola. Hótelið var þá annað stærsta gistihús Reykjavíkur og stærsta timburhúsið. Einn maður fórst í brunanum en nær 50 manns björguðust. Þótti það ganga kraftaverki næst að fleiri skyldu ekki hafa orðið eldhaf- inu að bráð. Stærsti bruninn árið 1915 Annar eldsvoði varð árið 1915 og er hann sá langstærsti sem orðið hefur í bænum, að sögn Guðjóns Friðrikssonar. „Tólf hús brunnu þá til kaldra kola, þar af nokkur stór. Segja má að miðbærinn hafi nán- ast verið í rúst eftir þann bruna.“ Tveir menn fórust í miðbæjar- brunanum mikla sem kom upp í Hótel Reykjavík aðfaranótt sunnu- dags 25. apríl 1915 þegar síðustu gestir í brúðkaupsveislu voru að búa sig til heimferðar. Í Öldinni okkar segir að eldhafið hafi verið svo óskaplegt að húsin hafi fuðrað upp á tæpri einni og hálfri klukku- stund. Bæjarbruninn mikli 1915 hjó stór skörð í byggðina við Austur- stræti og Hafnarstræti. Miðbærinn var nær fullbyggður á þessum tíma en eldsvoðinn varð til þess að göt- urnar tvær voru endurbyggðar að miklu leyti. Bruninn varð til þess að lagðar voru miklar hömlur á byggingu timburhúsa í Reykjavík og þess vegna voru nýbyggingar í miðbænum gerðar úr steinsteypu eftir þetta, að því er fram kemur í „Kvosinni“, byggingarsögu mið- bæjar Reykjavíkur. Mesti bruni í mið- bænum í fjörutíu ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.