Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 25 AKUREYRI Hvað gerist þegar þú blandar saman erlendu láni með lágum vöxtum og íslensku láni með minni áhættu? Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „AÐ koma á fót góðum leiksýning- um í Akureyrarbæ eftir því sem kostur er og kraftar leyfa,“ var markmið Leikfélags Akureyrar þeg- ar það var stofnað 19. apríl 1917. Fé- lagið er 90 ára í dag og óhætt er að segja að markmiðið við stofnun þess sé haft að leiðarljósi í dag; félagið hefur að minnsta kosti sjaldan eða aldrei verið öflugra og sýningar þess vinsælli. Einn fyrir alla … „Félagsmenn ábyrgjast innbyrðis einn fyrir alla og allir fyrir einn, all- an þann kostnað sem leiðir af þeim leikjum sem sýndir eru,“ var sam- þykkt í upphafi, að því er fram kem- ur í bókinni Saga leiklistar á Akur- eyri eftir Harald Sigurðsson, en í fyrstu stjórn LA voru kosnir Júlíus Havstein, Sigurður E. Hlíðar og Hallgrímur Valdimarsson Þótt Leikfélag Akureyrar hafi verið formlega stofnað árið 1917, þá spannar forsagan áratugi þar á und- an. Frumherjinn í leiklist á Akureyri var Bernhard Steincke verslunar- maður sem stóð fyrir leiklistar- starfsemi í bænum allt frá árinu 1860. Hafið var að sýna leiksýningar í Samkomuhúsinu árið 1907 og tíu ár- um síðar var Leikfélagið formlega stofnað. Lungann af tuttugustu öld- inni var LA áhugaleikfélag en árið 1973 urðu vatnaskil þegar fyrstu leikararnir voru fastráðnir og það breyttist í atvinnuleikhús. Á áttunda áratugnum unnu atvinnumenn og áhugafólk reyndar hlið við hlið en hægt og bítandi þróaðist LA í fullgilt atvinnuleikhús. Leikhúsið hefur unnið marga sigra í gegnum tíðina og óhætt að fullyrða að það hafi gengið í gegnum mörg blómaskeið, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra LA. Hann segir síðustu misseri hafa verið afar farsæl hjá leikhúsinu og aðsókn aldrei verið meiri. Síðasta leikár var það aðsóknarmesta í sögu leikhússins og ljóst er að þetta leikár fylgir fast á hæla þess síðasta, að sögn Magnúsar. Á blaðamannafundi sem stjórn LA boðaði til 8. september 1973 til- kynnti þáverandi formaður, Jón Kristinsson, að brotið væri blað í sögu félagsins og átta leikarar voru fastráðnir í hálft starf. Leikararnir voru Aðalsteinn Bergdal, Arnar Jónsson, Gestur E. Jónasson, Sigur- veig Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Þráinn Karlsson, Þórhildur Þorleifs- dóttir og Þórhalla Þorsteinsdóttir. Leikhússtjóri var Magnús Jónsson. Svo skemmtilega vill til að einn fyrstu fastráðnu leikaranna, Þráinn Karlsson, starfar enn hjá félaginu og hélt upp á 50 ára leikafmæli sitt í fyrra. Kostar eina krónu! Núverandi leikhússtjóri LA er Magnús Geir Þórðarson. Stjórn LA skipa: Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður, Karl Frímannsson, Kjart- an Ólafsson, Sunna Borg og Arna Valsdóttir. Í gærkvöldi, síðasta vetrardag, var söngvaleikurinn Ævintýri á gönguför eftir Hostrup leiklesinn hjá LA í tilefni afmælisárins, en það var einmitt fyrsta verkið sem flutt var í leikhúsinu, fyrir 100 árum. Þrá- inn Karlsson leikstýrði uppsetning- unn í gærkvöldi, sem heppnaðist vel og uppselt var í húsið. Þess má geta að aðgangseyrir var ein króna – sama verð og á fyrstu sýningu Leik- félagsins á sínum tíma. Leikfélag Akur- eyrar er 90 ára Æfintýri Úr uppsetningu LA á Æfintýri á gönguför fyrir mörgum árum. Sveinn Kristinsson, Helena Eyjólfsdóttir, Sólveig Guðbjartsdóttir, Stefán Halldórsson, Þórey Guðmundsdóttir, Þráinn Karlsson og Eggert Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.