Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 39 ÓLAFUR Egilsson hefur kynnt hugmynd um byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vest- fjörðum. Þetta er vond hug- mynd, reyndar mjög vond. Olíuiðnaði fylgir mikil meng- un, svo mikil að víðast hvar reyna menn að koma honum sem lengst frá mannabyggð. Ekki aðeins eru efnin sem unn- in eru í verksmiðjunum stór- skaðleg heldur fylgir þeim meiri slysahætta en við þekkj- um í öðrum iðnaði hér. Til vinnslunnar er hráolía flutt til hafnar á stórum skip- um, og siglt er með efnin sem úr henni eru unnin aftur frá höfn. Lítið þarf út af að bregða til að slys verði við flutninga og eitur breiðist út um haf og strendur. Skaðinn yrði meiri en við getum látið okkur detta í hug. Vestfirðingar vilja byggja upp þá ímynd að þeir nýti auð- lindir náttúrunnar með sjálf- bærum hætti. Þeir vísa í burt stóriðju og vilja taka ábyrgð gagnvart kynslóðunum sem erfa þeirra land. Olíuiðnaður í faðmi vestfirskra fjalla snýr þessari ímynd í andhverfu sína: fiskurinn fær olíubragð, loftið mettað þungu gasi. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ég skora á vest- firska sveitarstjórnarmenn að vísa hugmyndinni um olíuiðnað til föðurhúsanna. Hún er ekki umhugsunarinnar virði. Hjálmar H. Ragnarsson Vond hugmynd Höfundur er tónskáld, borinn og barnfæddur á Ísafirði. Eftir rúmlega 1100 ára búsetu okkar, afkomendur víkinga, höfum við farið þvílíkri ránshendi um þetta fagra gróðurlendi landsins að það er aðeins tæpur helmingur eftir og hann er víða í tætlum. Ótal blómtegundir og leifarnar af kjarrskógunum eru í útrýming- arhættu vegna lausagöngu búfjár, en þann dag í dag. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er blygðunarlaust haldið áfram að rányrkja landið og gera það óvist- legra fyrir afkom- endur okkar. Erum við gjör- samlega sofandi og samviskulaus? Sigurður Þór- arinsson, sá virti nátt- úrufræðingur, sagði 1961: „Búskapur sem gengi á dýrmætasta kapital landsins, sjálfa gróðurmoldina, myndi jaðra við glæp gagnvart komandi kynslóðum og ekki er þekking- arleysið lengur til afsökunar.“ T.v.l. Síðan þetta var sagt fyrir 46 ár- um hefur frekar sigið á ógæfuhlið- ina, því landgræðslan hefur ekki undan uppblæstrinum. Enn einn vansinn er sá að allt þetta skemmda gróð- urlendi skilar koltví- sýringi út í andrúms- loftið á við allan skipaflotann okkar. Kjósendur í vor, gróðureyðingin á landinu er lang- stærsta og mest að- kallandi vandamál okkar í dag. Gefið þeim flokki sem hefur það á stefnuskrá sinni að koma hér á ræktunarbúskap og stöðva gróðureyðinguna atkvæði ykkar. Engin þeirra hefur ennþá haft kjark til að taka þetta mál, lausa- göngu búfjár, á dagskrá, af ótta við atkvæðamissi ímyndaðra hags- munaaðila. Það gæti eins verið, ef að er gáð, að bændur sjálfir væru orðnir þreyttir á landníðslu, og vildu gjarna þiggja aðstoð við að stunda nútímaræktunarbúskap, til sóma sinni stétt í sátt við landið, framtíðina og okkur hin sem eig- um það með þeim. Kjósendur! Látið ekki blekkjast af þeim sem kalla sig græna, en hafa ekki minnst á gróðurvernd- ina, eru bara með álverin á heil- anum, af því það er vinsælast í dag. Staðreyndin er sú að þau eru lítið mál á móts við það að við ger- um landið örfoka, af sinnuleysi og eigingirni og algeru tillitsleysi við þá sem erfa landið. Landið var fagurt og frítt Herdís Þorvaldsdóttir segir gróðureyðingu mesta vandamál dagsins Herdís Þorvaldsdóttir »Kjósendur. Látiðekki blekkjast af þeim sem kalla sig græna, en hafa ekki minnst á gróðurvernd- ina, eru bara með ál- verin á heilanum. Höfundur er leikkona og fv. formaður Lífs og lands. Fréttir í tölvupósti FJÁRFESTINGARBANKI Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf., kt. 621096-3039, boðar til aðalfundar, sem haldinn verður á Nordica Hótel, Suðurlands- braut 2, Reykjavík, mánudaginn 30. apríl 2007, kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf: - Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. rekstrarár. - Ársreikningur fyrir árið 2006 lagður fram til staðfestingar. - Tillaga stjórnar um ráðstöfun á hagnaði félagsins. - Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna félagsins. - Kosning í stjórn félagsins og varastjórn. - Kosning endurskoðunarfélags. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins. Gerð er tillaga um að við grein 2.1. í samþykktum félagsins verði bætt eftirfarandi málsgrein: „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé um allt að 199.117.000 krónur að nafnvirði með afhendingu allt að 199.117.000 nýrra hluta til núverandi hluthafa FSP hf., kt. 460306-1670, í tengslum við samruna VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. skv. samrunaáætlun dags. 9. mars 2007. Hluthafar skulu ekki hafa forgangs- rétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Hinir nýju hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Heimild stjórnar félagsins til hlutafjárhækkunar þessarar fellur niður þann 1. júlí 2007 að því marki sem hún er enn ónotuð.“ Samrunaáætlun vegna samruna VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. var birt í Lögbirtingarblaði þann 26. mars 2007 og hafa samrunagögn legið frammi hjá báðum félögunum frá þeim tíma, auk þess sem þau hafa birst í fréttakerfi Kauphallar Íslands. 3. Tillaga um samþykki á samruna við FSP hf. samkv. samrunaáætlun dags. 9. mars 2007. Samruninn er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins. 4. Önnur mál. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á fundar- stað á fundardegi frá kl. 15:00 til 16:00. Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. og stjórn FSP hf. boða til hluthafafundar á Nordica Hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, mánudaginn 30. apríl 2007, í sameinuðu félagi, enda hafi samruni félaganna áður verið samþykktur á hluthafafundi FSP hf. og hluthafafundur VBS fjárfestingarbanka hf., samþykkt samrunann og heimild til nauðsynlegrar hlutafjárhækkunar vegna samrunans. Samruninn er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins. Hluthafafundur í sameinuðu félagi hefst strax að afloknum áðurnefndum fundum. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 2. Kosning stjórnar. 3. Kosning endurskoðunarfélags. 4. Laun stjórnar fyrir yfirstandandi starfsár að því gefnu að tillaga um breytingu á samþykktum varðandi kjör stjórnar verði samþykkt skv. lið 1. 5. Önnur mál löglega fram borin. Á fundinum verða lagðar fram eftirfarandi tillögur um breytingar á samþykktum: - Gerð er tillaga um að við samþykktir félagsins verði bætt eftirfarandi grein sem verður grein 2.1.1: „Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé þess um allt að 100.000.000 kr. að nafnverði, með áskrift allt að 100.000.000 nýrra hluta. Þar af hefur stjórn félagsins heimild til þess að ráðstafa allt að 30.000.000 kr. að nafnverði til starfsmanna félagsins og 20.000.000 kr. að nafnverði á frjálsum markaði og falla hluthafar frá forkaupsrétti sínum skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög varðandi þetta hlutafé, samtals allt að fjárhæð 50.000.000 kr. að nafnverði. Þessir nýju hlutir, samtals allt að fjárhæð 100.000.000 kr. að nafnverði, skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Þeir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Stjórn félagsins er falið að ákveða nánari útfærslu á hækkun þessari m.t.t. verðs og greiðsluskilmála. Heimild þessi gildir til 1. júní 2010. Stjórn félagsins er heimilt að ákveða að áskrifendur greiði fyrir hina nýju hluti að hluta eða öllu leyti með öðru en reiðufé.“ - Gerð er tillaga um að grein 3.5.4. í samþykktum félagsins verði breytt og verði svohljóðandi: „Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna félagsins til næsta aðalfundar.“ - Gerð er tillaga um að við samþykktir félagsins verði bætt eftirfarandi grein sem verður grein 4.1.1: „Framboðum til stjórnar félagsins skal skilað skriflega á skrifstofu félagsins a.m.k. 3 virkum dögum áður en aðalfundur er fyrirhugaður. Framboðum skulu fylgja þær staðfestingar um hæfi sem krafist er af stjórnarmönnum í fjármálafyrirtækjum á hverjum tíma skv. lögum og reglum um fjármálafyrirtæki.“ Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á fundarstað á fundardegi við upphaf fundar. Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. Stjórn FSP hf. Stjórn FSP hf., kt. 510400-2670, boðar til aðalfundar, sem verður haldinn á Nordica Hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, mánudaginn 30. apríl 2007, kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf: - Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári. - Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins til staðfestingar. - Stjórn félagsins kjörin og endurskoðandi eða endurskoðunarfélag. - Tekin ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á reikningsárinu og um arð og framlög í varasjóð. - Ákvörðun tekin um greiðslur til stjórnar og endurskoðanda/endurskoðunar- félags fyrir störf þeirra á starfsárinu. - Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 2. Tillaga um samruna FSP hf. við VBS fjárfestingarbanka hf., á þann veg að FSP hf. verði sameinað VBS fjárfestingarbanka hf. með yfirtöku eigna og skulda. Samanlagt útgefið heildarhlutafé hins sameinaða félags skal eftir sameiningu nema að nafnverði allt að 414.827.000 kr. eða 414.827.000 hlutir. Hluthafar í FSP hf. skulu fá hlutafé að nafnverði 199.117.000 kr. eða 199.117.000 hluti í sameinuðu félagi. Samrunaáætlun var birt í Lögbirtingarblaði þann 26. mars 2007 og hafa samrunagögn legið frammi hjá báðum félögunum frá þeim tíma, auk þess sem þau hafa birst í fréttakerfi Kauphallar Íslands. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á fundar- stað á fundardegi frá kl. 15:00 til 16:00. Stjórn FSP hf. Aðalfundur Hluthafafundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.