Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Sandgerði | Kol- brún Vídalín opnar í dag myndlistarsýn- ingu í Fræðasetr- inu í Sandgerði. Sýningin er í nýj- um en ófull- gerðum sal á jarðhæð Fræða- setursins en sal- urinn er kallaður „Gamli frystiklefinn“ með vísan til fyrri notkunar húsnæðisins. Landslagsmyndir eru þema sýn- ingar Kolbrúnar. Sýningin hennar er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 og um helgar frá 13 til 17. Sýn- ingin stendur til 31. maí. Kolbrún er fædd í Hafnarfirði á árinu 1958 og býr í Sandgerði. Hún hefur sótt fjölda myndlist- arnámskeiða á undanförnum 25 ár- um, meðal annars í Baðstofunni í Keflavík og Myndlistarskólum Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga, ekki síst í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Sýning í „Gamla frystiklefanum“ Kolbrún Vídalín Bylgja Dís hefur lokið við að syngja hlutverk Laurette í Gianni Schicchi eftir Puccini en uppfærslan var samstarfsverkefni skólans og Skosku óperunnar. Fékk hún góða dóma í blöðunum fyrir framlag sitt. Þessa dagana er hún að undirbúa sig fyrir hlutverk Donnu Önnu í óperu Mozarts, Don Giovanni, sem sett verður upp á vegum skólans. Í beinu framhaldi af því syngur hún hlut- verkið í átta sýningum á vegum Clonter-óperuhússins á Englandi. Lautarferð og óperusýning Clonter er úti í sveit, í Cheshire sem er suður af Manchester. Bylgja Dís segir að Englendingar fari gjarnan í lautarferð og í óperuna á eftir. Þangað komi umboðsmenn og fólk úr stóru óperuhúsunum til að leita að söngvurum framtíðarinnar. „Það tekur vonandi einhver eftir mér þarna,“ segir hún. Tvær sýningar Clonter verða í London. Þegar skólanum lýkur mun Bylgja Dís halda áfram að syngja fyrir sem víðast og reyna að koma sér á fram- færi. „Svo verður að sjá hvað kemur Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Bylgju Dís Gunnarsdótt- ur sópransöngkonu úr Keflavík hef- ur verið boðið að syngja hlutverk Donnu Önnu í óperunni Don Giov- anni við lítið óperuhús á Englandi í sumar og haust. Hún er að ljúka mastersnámi í óperusöng við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow í Skotlandi. Bylgja Dís lýkur í sumar tveggja ára námi við skólann. Hún er ánægð með þennan tíma. Segist hafa lært mikið og fengið mikla reynslu. Nám- ið hefur gengið vel eins og sést á því að Bylgja fékk Chevron-verðlaunin fyrir framúrskarandi námsárangur en það er samnefnt bandarískt fyr- irtæki sem gefur verðlaunin. Tók hún við þeim við athöfn í Drum-kast- ala í Aberdeen. úr úr þessu. Síðan ætla ég að reyna að taka þátt í sem flestum keppnum, árangur á þeim vettvangi getur kom- ið manni á kortið,“ segir hún. Bylgja Dís stjórnaði Barnakór Keflavíkurkirkju áður en hún fór til Glasgow og starfaði sem einsöngv- ari. Hún stefnir að því að flytja heim með fjölskylduna að námi loknu en reiknar með því að vera áfram mikið erlendis til þess að reyna fyrir sér í hinum harða heimi óperunnar. Vonandi tekur einhver eftir mér Bylgja Dís Gunn- arsdóttir syngur í ensku óperuhúsi Árangur Bylgja Dís Gunnarsdóttir með skál til minningar um Chevron- verðlaunin sem hún fékk fyrir framúrskarandi námsárangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.