Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 1

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 115. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR SKUGGAR Í S-AFRÍKU LÖGFRÆÐINGUR Á HÁLUM ÍS LÍFSHLAUP >> 28 FYRST MANHATTAN GUNNAR BJARNI – SÚRT OG SÆTT RÚSSÍBANAFERÐ >> 85 GALDRAR OG HASAR SUMARMYNDIR KYNNTAR LOKS SIMPSON >> 36 BÓNDI á örreytiskotinu Búðar- árbakka á Hrunamannaafrétti fær ævisögu sína skrifaða rúmum þrem- ur öldum eftir sinn tíma. Þó eru engar skrifaðar heimildir til um ein- setumanninn, sem hét Þorkell, utan ein setning í Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalín frá 1703. Þar er þess getið að hann hafi búið á þessum stað um miðja sautjándu öld. Ævisagan er byggð á rannsókn í fornleifafræði sem er doktorsverk- efni Kristjáns Mímissonar og var rannsóknin kynnt á ráðstefnu um fornleifafræði sem fram fór í Þjóð- minjasafni Íslands í gær. „Það eru til litlar sem engar rit- heimildir um karlinn aðrar en þess- ar línur í Jarðabókinni,“ segir Krist- ján. „En hann hefur skilið eftir sig mikið af fornminjum, bæði þetta bæjarstæði og einnig Búðarártungu rétt hinumegin við Búðará. Mark- miðið hjá mér er að rannsaka þess- ar efnisminjar, alla þá gripi sem við finnum, ásamt bæjarhúsunum og staðsetningu þeirra í landslaginu, til þess að skrifa einhverskonar brot af ævisögu þessa manns. Þetta er það sem kallað hefur verið á íslensku einsöguleg rannsóknarnálgun.“ Hann segir að sagnfræðingar hafi gert mikið af því að rýna í ævi manna út frá bréfum og dagbókum. „Nú er ég að breyta til og rýna í þær efnisminjar sem fólk hefur skilið eftir.“ – Og hvernig náungi var þetta? „Við erum enn að vinna að þessu, en hann bjó þarna og hefur sjálfsagt stundað lítinn landbúnað, enda ekki beint svæði til þess. En hann hefur kannski verið með eina kusu og tvær til þrjár rollur. Hann var stein- smiður og hefur búið til stein- eða fiskisleggjur, sem mynda lang- stærstan hluta af þeim gripum sem við finnum á þessum stað. Sjálfsagt hefur hann verslað með þessar steinsleggjur við sveitunga sína og aflað sér þannig viðurværis.“ | 4 Ævisaga kotbónda í efnisminjum Kristján Mímisson rannsakar fornminjar frá 17. öld í Hrunamannahreppi BETUR fór en á horfðist þegar tengivagn olíubifreiðar valt á Öxna- dalsheiði í gærmorgun. Engan sak- aði og svo virðist sem olíumengun hafi ekki orðið mikil. Nokkur þúsund lítrar voru í vagn- inum. Tilkynning barst um óhappið laust fyrir klukkan níu, slökkvilið og lögregla á Akureyri brugðust skjótt við, voru komin á staðinn innan við hálftíma síðar og fljótlega var byrjað að dæla upp þeirri olíu sem lekið hafði. Eitthvað lak í vegarkantinn en lítið sem ekkert virðist hafa farið í jarðveg. Mengun virðist því í algjöru lágmarki. Ekki er vitað hvers vegna óhappið varð en ljóst að tengivagninn hefur rásað mikið, rúmlega 400 metra, áð- ur en hann valt á hliðina. Vagninn lá þvert yfir veginn og var heiðin lokuð umferð í nokkrar klukkustundir. Skömmu fyrir klukkan eitt var búið að tæma tanka tengivagnsins; um 6000 lítrum var dælt í bíl frá Skelj- ungi sem kom á staðinn. Tengivagn- inn var síðan hífður upp á vörubíls- pall og þjóðvegurinn opnaður á ný. Nokkur þúsund olíulítrum dælt úr tengivagni sem valt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Slys Tengivagn með olíu frá Skeljungi valt á Öxnadalsheiði. Lá hann þvert á veginum og lokaði honum. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is RÉTTINDASTOFA Eddu útgáfu hefur, frá því hún var sett á fót árið 2000, gengið frá samn- ingum fyrir íslenska höfunda forlagsins um út- gáfu á skáldverkum þeirra erlendis fyrir upp- hæð sem nemur hundruðum milljóna króna. Um er að ræða um 700 samninga, í rúmlega 40 lönd- um – og sex heimsálfum, fyrir hátt á fjórða tug höfunda. Á síðustu 12 mánuðum gekk Réttinda- stofa Eddu frá liðlega 90 samningum fyrir á þriðja tug höfunda vegna sölu á um 40 titlum. Íslenska útrásin fer því fram á fleiri vígstöðv- um en fjármálamarkaði en samningum um út- gáfu íslenskra bóka erlendis hefur líka fjölgað verulega hjá öðru helsta forlagi landsins, JPV. Opinber stuðningur í mýflugumynd Útgefendur eru ekki í vafa um að þarna liggi mikil sóknarfæri. Árni Einarsson, forstjóri Eddu, segir að Réttindastofan sé orðin ein af meginstoðum Eddu. „Á undanförnum sex til sjö árum hefur farið fram alveg ótrúlegur útflutn- ingur á íslenskri bókmenningu,“ segir Árni. Árni og Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, segja þetta hafa gerst þrátt fyrir en ekki vegna stuðnings hins opinbera. „Sá stuðningur hefur verið í mýflugumynd. Útgefendur hafa sjálfir borið hitann og þungann af þessum út- flutningi,“ segir Sigurður og Árni bætir við að eitt til tvö stöðugildi hjá Eddu hafi á fáum árum skilað margföldum árangri Bókmenntakynning- arsjóðs. „Því miður er sá ágæti sjóður svo lítill að helmingur fjárins sem hann hefur til ráðstöf- unar hefur farið í að reka sjóðinn sjálfan.“ Í úttekt á bókaútgáfu á Íslandi í Morgunblað- inu í dag kemur fram að þrátt fyrir velgengni er- lendis eigi útgáfa heldur á brattann að sækja. Lítið má út af bera til að skipið fari á hliðina, eins og Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV, orðar það. Útgefendur eru á einu máli um að hér verði enginn ríkur af útgáfu enda hvetji fyrst og fremst ástríðan til góðra verka. | 10 700 erlendir útgáfusamningar  Réttindastofa Eddu hefur samið um útgáfu fyrir á fjórða tug höfunda í 40 löndum  Erlendum samn- ingum fjölgar verulega hjá JPV  Þrátt fyrir velgengni á brattann að sækja í íslenskri bókaútgáfu ABDULLAH Gul er tilvonandi for- sætisráðherra Tyrklands, en mörg- um þykir á skjön við veraldlegt stjórnskipulag landsins að kona hans, Hayunrisa, beri höfuðklút. Upplausn út af höfuðklúti YAO Ming er eini Kínverjinn á mála í bandarískum körfubolta. Hæð hans er engin tilviljun. Kommúnistaflokk- urinn leiddi saman foreldra hans, tvo hávaxna körfuboltamenn. Frami og erfðir Yaos Mings HLUTHÖFUM The New York Tim- es er skipt í tvo flokka. Ochs-Sulz- berger-fjölskyldan ræður í krafti reglna um vægi hlutabréfa og í vik- unni hratt hún tilraun til að fá væg- inu breytt. Eigendur New York Times deila VIKUSPEGILL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.