Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 13 fyrirtækið var stofnað á sínum tíma voru áform um að færa út kvíarnar, hugðist það m.a. hasla sér völl á sviði margmiðlunar og í plötuútgáfu. Hlaut meira að segja í upphafi nafn- ið Edda – miðlun og útgáfa. Árni Einarsson segir að fljótt hafi komið í ljós að þessi rekstur fór ekki saman og því sneri Edda sér alfarið aftur að bókaútgáfu. Öll hliðarútgáfa var lögð af sem og smásöluverslunin og bókabúðir Máls og menningar seld- ar. „Þetta voru í raun bara nokkrar einingar í eigu sama fyrirtækisins, reknar við sama húsnúmerið. Menn sáu aldrei nein samlegðaráhrif,“ segir Árni. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, segir þetta hafa verið skyn- samlega ráðstöfun. „Eftir stendur stórt bókaútgáfufyrirtæki sem á að vera í stakk búið að takast á við framtíðina. Við höfum aftur snúið okkur að því sem við kunnum best, að gefa út bækur, og það er heil- margt þar að gera. Það eru að opn- ast ýmis tækifæri sem við ætlum að grípa, nefni ég þar kortaútgáfuna sem varð að afli í okkar starfsemi þegar Íslandsatlasinn kom út. Sam- lagningin á klúbbastarfsemi fyr- irtækisins hefur líka verið mjög vel heppnuð. Við erum með um 40.000 félaga í áskrift. Þá hefur staða Edd- unnar alltaf verið sterk á sviði fag- urbókmennta og þeirri stöðu ætlum við að halda.“ Þegar Eddumenn eru spurðir hvort þessi útvíkkun starfseminnar árið 2000 hafi verið mistök svarar Árni: „Þetta var dýr lexía.“ Hann upplýsir að nú sé unnið að því að skjóta styrkari fjárhags- stoðum undir rekstur Eddu útgáfu. „Það er ekkert leyndarmál að laga þarf fjárhag þessa fyrirtækis og að því verkefni vinna eigendur og starfsfólk hörðum höndum um þess- ar mundir.“ Varla rými fyrir fleiri stór forlög Vegna smæðar markaðarins hafa íslenskir rithöfundar ekki í mörg hús að venda. Frá þeirra sjónarhóli þyrftu útgefendur að vera fleiri. Það myndi skapa fleiri tækifæri og tryggja meiri fjölbreytni. Þessu samsinna Jóhann Páll, Snæbjörn, Árni og Sigurður. Þeir hafa aftur á móti efasemdir um að rými sé fyrir fleiri stór forlög á þessum litla mark- aði. „Það þarf mikla þolinmæði til að koma á fót bókaútgáfu á Íslandi og það er stutt á milli lífs og dauða,“ segir Snæbjörn. Á móti kemur að bókaútgáfa er orðin auðveldari fyrir almenning í dag en hún var fyrir tuttugu árum þar sem framleiðslukostnaður hefur lækkað. Prenta má bók með til- tölulega litlum tilkostnaði hér heima eða erlendis. Þá er til þess að gera einfalt að dreifa bók á Íslandi. Þetta hafa margir fært sér í nyt. „Það sem fjarað hefur undan viðskiptalegri bókaútgáfu hefur verið bætt upp með einkaframtaki sem oft og tíðum er annaðhvort áhugamál eða greiði við einhvern nákominn. Maður vill kannski gefa út ljóðabók ömmu sinn- ar eða fluguhnýtingabók eftir vin sinn. Þessi útgáfa er orðin auðveld- ari en hún var,“ segir Árni. Flestir gefa þó aðeins út eina eða í mesta lagi tvær bækur. Árni bendir á að samkeppnisyf- irvöld hafi alltaf komist réttilega að þeirri niðurstöðu að stóru fyrirtækin Kristján B. Jónasson Sigurður Svavarsson Árni Einarsson Jóhann Páll Valdimarsson Snæbjörn Arngrímsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.