Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 84

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 84
„Note to self: Ekki drekka rakspíra áður en maður fer í rauðvínspartí í menntamála- ráðuneytinu“ … 86 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is P latan sem um ræðir er afrakstur vinnu sem hefur farið fram í New York á undanförnum árum. Hljómsveitin Free Range Overground (skamm- stafað FROG) er skipuð Gunnari Bjarna Ragnarssyni og þeim Karól- ínu Helgu Eggertsdóttur (söngur) og Eddu Tegeder Óskarsdóttur (gítar). Tónlistin ber sterk höfund- areinkenni Gunnars Bjarna en lögin eru leidd áfram af fallegri, draum- kenndri röddu Karólínu, sem jafnan er kölluð Karó. Gunnar Bjarni er annars kunnastur fyrir að vera höf- uðlagasmiður Jet Black Joe. „Platan er ekki komin í búðirnar og það er ekki alveg búið að leggja línurnar með þetta,“ segir Gunnar. „Það er erfitt að sig á því hversu rosalega stórt þetta er … þetta er svo svakalegt batterí þarna úti. Platan er tekin upp í Manhattan, í dýrasta og flottasta umhverfi sem hægt er að komast í.“ Plata þessi á sér afar langan að- draganda. Gunnar Bjarni og Karól- ína byrjuðu að vinna saman árið 1999 og fluttu til Madrid í eitt ár þar sem þau unnu saman að tónlist. Þau fluttu svo aftur heim og héldu áfram að vinna að demóum. Svo gerist það að Pétur heitinn Krist- jánsson vill gefa út efnið, og gerist þar með velgjörðarmaður Gunnars í annað sinn en það var Pétur sem átti veg og vanda af því að Jet Black Joe komst á framfæri á sín- um tíma. Jet Black Joe gældi á sín- um tíma við frægð í útlöndum og voru komnir býsna langt í þeim efn- um þegar allt sprakk í loft upp. „Þetta er eins og slönguspil,“ segir Gunnar. „Maður fer í hæstu hæðir og svo þarf að byrja á öllu aftur. Maður er aftur kominn inn í bílskúrinn, slyppur og snauður þannig.“ Axel Einarsson (sem var m.a. í Icecross) reyndist nú þeim Gunnari og Karólínu vel en þau fengu frí afnot af hljóðveri hans, Stöðinni, á þessum tíma auk annars viðurgernings. Toppar Demódiskur með Gunnari Bjarna og Karó slysast síðan til Bandaríkj- anna og þar kræktu þau fljótlega í samning. „Þetta var svona framleiðslu- samningur („production deal“) við fyrirtæki sem heitir Iguana Re- cords sem er til húsa á Manhattan. Og í hönd fór mikið ferli. Við tókum upp fjögur lög og fengum strax plötusamning á borðið, frá sjálfum Richard Branson, sem gekk þar er- inda V2 Records. Við vorum á miklu flakki á milli Manhattan og Íslands í kjölfarið. Ég var kominn til EMI og farinn að semja um höf- undarréttarsamning og það voru einhverjar milljónir í boði þar. Þetta var sem í draumi.“ Gunnar segist strax hafa fundið fyrir því að topparnir þarna úti voru frekir á að ráða gangi lista- mannanna – og þar með tónlistar- innar. „Það er einfalt að tala um listræn heilindi en þegar þú stendur frammi fyrir ákveðnu tilboði verður þetta flóknara. Og það er alls ekk- ert víst að þú fáir viðlíka tilboð frá öðrum risa. Og þá situr maður uppi með þessa ákvörðun. Og þeir báðu mig um að búa til það sem þeir kölluðu „sophisticated female pop“. Og það var nú alls ekki það sem ég og Karó ætluðum að gera, tónlistin okkar var mun súrrealískari yfir það heila, en þeir voru hrifnastir af þessum grípandi lögum mínum.“ Gunnar Bjarni var á þessum tíma að því er virtist kominn í miðpunkt tónlistarbransans á Manhattan. Hann fékk tilboð um að vinna fyrir BMG sem „A&R“-maður (maður sem leitar uppi nýjar hljómsveitir og kemur þeim svo á framfæri við útgáfuna) og átti að aðstoða finnsku hljómsveitina HIM og fleiri sveitir. „Það var allt að gerast og Karó vakti mikla hrifningu þarna úti. En það sem gerðist svo, í ársbyrjun 2001, er að það varð umbylting á bransanum. AOL sameinaðist Time Warner og í gang fór klassísk at- burðarás sem margir tónlistarmenn sem eru að reyna að koma sér áfram kannast við. Yfirmenn voru linnulaust færðir til sem varð til þess að ekki náðist að loka þessum samningum. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem hlutirnir springa svona hjá mér þegar allt er komið.“ Gunnar Bjarni segist nánast hafa gefist upp við þetta. Áhugi „En við ákváðum að gera það ekki,“ segir hann ákveðinn. „Við héldum áfram að fara til Manhattan og reyndum að halda við ein- hverjum af þessum samböndum okkar. Við vorum beðin að spila fyrir Warner árið 2002 og þar hlýddi á okkur maður sem gerði samning við Macy Gray. Þetta var valdamikill maður en svo er allt morandi í svona litlum „skátum“. Það var eiginlega þessi áhugi frá Warner sem hélt okkur gangandi. Við höfðum það samt ekki … (þögn) ... það þarf bara að hafa allt á hreinu …“ Gunnar fann engu að síður að áhuginn fyrir tónlist hans og Karó lá þarna úti í Bandaríkjunum. Og loks náðist að landa samningi, og það var við Wrong Records (sem er tengt Sony Records), útgefanda Free Range Overground. Þetta var í lok árs 2002. „Og þá hófst undirbúningsferli. Við leigðum okkur íbúð á Manhatt- an, og við tóku ótal ferðir til og frá New York. Svo byrjuðum við að taka upp og okkur var gefinn mjög langur tími til að taka upp plötuna. Hljóðverið sem við fengum til af- nota var í „penthouse“ (þakíbúð) á Manhattan og maður hafði aldrei séð annað eins. Það var bókstaflega með öllu. Ég fékk sendan tölvupóst um hvað það væri sem mig vantaði, og ég bað um ýmsa vandfundna gít- ara, magnara og svoleiðis. Þegar ég kom síðan út aftur var þetta allt saman klárt.“ Gunnar og Karó unnu þarna með fólki sem á að baki býsna mikil af- rek í rokkheimum og unnu þau t.d. með Jeff Tomei, sem var vélamaður á Siamese Dream, meistaraverki Smashing Pumpkins. Ron Saint Germain hljóðblandaði plötu FROG, en hann hefur unnið með nöfnum á borð við Tool, Jimi Hend- rix, Cat Stevens, Soundgarden, Kraftwerk og fleiri risa. Daniel Wise tók þá upp og upptökustýrði en hann hefur unnið með t.d. Scis- sor Sisters, My Chemical Romance og Secret Machines. „Ég gaf yfirmönnum Wrong Re- cords leyfi til að velja úr þeim lög- um sem ég hef samið í gegnum tíð- ina. Ég sé þannig séð ekkert mikinn mun á þessum lögum mín- um í dag og þeim sem ég samdi um 1990 og eitthvað. Ég veit ekki hvað það er … kannski þýðir það að maður flýr ekkert sjálfan sig. En þeir voru a.m.k. mjög hrifnir af þessum lögum og það var ákveðið að kalla ekki inn neina aðra laga- smiði. Þegar ég var að vinna með Iguana Records réð upptökustjór- inn öllu og dró verkefnið út í þetta stelpupopp sem ég lýsti áðan. Ég fékk ekki við neitt ráðið þar sem hann var stjórinn samkvæmt samn- ingi. Þetta var bara illt, þegar ég hugsa til baka. Ég lét setja mig inn sem meðupptökustjórnanda í þetta skiptið, enda illa brenndur eftir þessa fyrri reynslu. Og það gekk allt saman upp þannig séð.“ Staðan í dag Gunnar Bjarni lýsir vinnunni við tónlistina engu að síður sem erfiðu máli, þetta sé hálfgert „dilemma“, eins og það er kallað. „Þetta er útvarpið annars vegar og gagnrýnendur hins vegar. Gagn- rýnendurnir verða fúlir ef broddinn vantar en hann er sniðinn af til að þóknast útvarpinu. Og það er skilj- anlegt að menn sem eyða tugum milljóna í einhver verkefni vilji klæða þau í einhvern sölubúning. Það var á þessu stigi málsins sem ég var farinn að tala annað tungu- mál en þeir.“ Þetta var árið 2003, og þegar Gunnar og samstarfsmenn voru að hljóðblanda síðasta lagið fór raf- „Fyrst tökum við Manhattan …“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rússíbanaferð Gunnar Bjarni hefur gengið í gegnum súrt á sætt á tónlistarferlinum. Kill your Idol, plata hljómsveitarinnar Free Range Overground, kom út fyrir stuttu … en samt ekki. Gunnar Bjarni Ragnarsson stendur að baki hljóm- sveitinni og útskýrði hann þetta sérkenni- lega mál fyrir blaða- manni. Söngfljóð Edda og Karo hafa unn- ið með Gunnari Bjarna upp á síð- kastið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.