Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 116. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is BÆTUM KJÖRIN – BURT MEÐ FÁTÆKT kynntu þér málið á www.vg.is SUMAR- OG SÓDÓMU- BRAGUR Á KRÚTTLANDI FLUGA Á FERÐ Á HEITUM SUMARDEGI >> 32 FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is DULIN hótunin um ofbeldi nægir yfir- leitt til að þolandinn velur að láta undan nauðgara. En nútíminn gefur glæpamönn- um færi á að beita nýjum aðferðum: slæva fórnarlambið tímabundið með lyfjum. Mörg dæmi munu vera um það hérlendis að kon- um hafi verið gefið svefnlyfið Rohypnol eða svipuð lyf en sönnunarbyrðin er erfið. Svefnlyfið Rohypnol virkar róandi, er oft notað sem svonefnt „kæruleysislyf“ og enn er vísað á það hérlendis með ákveðnum skilyrðum Landlæknisembættisins um svo- nefnda eftirritun. Sé liðinn sólarhringur er yfirleitt of seint að mæla, svo hratt eyðast lyfin í líkaman- um. Þeim er gjarnan laumað í drykk hjá fórnarlambinu, auðvelt er að koma því við ef áfengi er haft um hönd og fólk ekki á varðbergi. Rohypnol og svipuð lyf hafa þau áhrif að fólk verður sljótt og ófært um að verjast. Og þegar áhrifin eru horfin er sú eða sá sem nauðgað var yfirleitt ekki fær um að rifja upp atburðarásina, lyfið þurrk- ar að mestu út minnið meðan það virkar. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stíga- mótum sögðust 11 konur sem leituðu til samtakanna í fyrra telja að þeim hefði verið nauðgað eftir að hafa verið byrlað lyf af ein- hverju tagi. Lymskufullt ofbeldi af þessu tagi setur þolandann í skelfilega stöðu. Margar konur berjast í kjölfarið við óvissu og sjálfsásakanir sem geta valdið skaða ef þær leita sér ekki meðferðar. Koma flestar of seint Á hverju ári koma að jafnaði fimm til sjö konur á Landspítalann vegna gruns um að þeim hafi verið byrluð einhver ólyfjan, seg- ir Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri Neyðar- móttöku vegna nauðgunar. Þá eru ávallt tekin blóð- og þvagsýni, jafnvel þótt tveir eða þrír sólarhringar séu liðnir frá meintu broti. „Því miður koma þær flestar of seint til þess að mögulegt sé að finna leifar af lyf- inu,“ segir Eyrún. Greining af þessu tagi kostar tugi þúsunda og jafnvel yfir 100 þús- und krónur ef gerð er umfangsmikil leit að efnunum. Heimildarmenn segja kostnaðinn eiga sinn þátt í að starfsfólk neyðarmóttök- unnar sendi ekki sýnin í slíka rannsókn nema mjög öflugar vísbendingar séu um að brot hafi verið framið. Lymsku- vopn nauðgara Svefnlyfi laumað í drykk til að slæva fórnarlambið Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is MOKFISKIRÍ hefur verið við Þorláks- höfn undanfarna daga. Hvanney SF frá Hornafirði fékk þar um 170 tonn af góðum þorski í netin á aðeins fjórum dögum. „Við komum á miðin við Hafnarnesið klukkan sex að morgni til og lögðum 11 trossur. Við byrjuðum að draga eftir tæpa fjóra tíma og fengum 50 tonn. Svo lögðum við tross- urnar allar aftur og drógum daginn eftir. Eftir átta trossur vorum við búnir að fylla bátinn og urðum að draga þrjár trossur seinna um daginn og alls fengum við þá 75 tonn,“ sagði Þorsteinn Guðmundsson skipstjóri þegar Morgunblaðið náði tali af honum á hafnarvoginni í Þorlákshöfn. „Það er óhætt að segja að þetta hafi ver- ið mjög gott hjá okkur. Með því kröftugra sem maður hefur séð. Við vorum að koma úr netaralli og þar sem páskastoppið fyrir austan er seinna en hér vestur frá ákváðum við að fara hingað til að gera eitt- hvað. Ég hef aldrei verið með net hér áð- ur, svo þetta kemur skemmtilega á óvart. Við drógum sjö trossur í dag og vorum með 19 tonn af slægðum fiski, svo það er heldur að minnka. Þetta er fínasti fiskur, sjö til átta kíló að meðaltali, svo það eru bara um 120 fiskar í tonninu og við höfum því fengið 1.200 til 1.300 fiska í trossu.“ Hvanneyin, sem hét áður Happasæll, er kannski þekktari fyrir humarveiðar en þorskveiðar í net, en Þorsteinn segir að það hafi verið ágætis veiði fyrir austan í vetur. „Við erum venjulega byrjaðir á humri á þessum árstíma. Útgerðin, Skinney-Þinga- nes, er með þrjá aðra báta á humrinum og þeir hafa mokfiskað svo það hefur ekki ver- ið þörf fyrir okkur ennþá. Það er vinnslan sem takmarkar aflann hjá þeim og þeir hafa ekki þurft að hafa mikið fyrir því að sjá henni fyrir verkum. Ég geri svo ráð fyr- ir því að við förum á humarinn fljótlega.“ Stór „Þetta er fín- asti fiskur, 7–8 kíló að meðaltali.“ 170 tonn á fjórum dögum STARFSFÓLK Gallerís Foldar með offset-þrykk Andys Warhols, Liz, frá 1965, sem seldist á 750 þús- und krónur á uppboði listmunasöl- unnar í Súlnasal Sögu í gærkvöldi. Hæsta verðið fékkst fyrir olíu- málverkið Blómauppstillingu eftir Jón Stefánsson, 3,9 milljónir, en vel á annan tug verka fór á milljón krónur eða meira. Boðnir voru upp 150 listmunir alls og um 300 manns mættu á staðinn. | 2 Morgunblaðið/ÞÖK Meira en tugur verka á yfir milljón HÉR VANTAR ALVEG TRÉ OG ÞAÐ ER FULL- HVASST, SEGJA ROBERT OG TOM >> 15 VÆNTINGARNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.