Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 29 Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin kl. 9–16.30. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi kl. 9–11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handavinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morg- unkaffi/dagblöð, bútasaumur fótaaðgerð, sam- verustund, hádegisverður, bútasaumur, kaffi. Vorgleðin verður föstudaginn 11. maí kl. 17. Veislumatur frá Lárusi Loftssyni. Ragnar Bjarna- son og Þorgeir Ástvaldsson skemmta með söng og gríni. Þorvaldur Halldórsson sér um ballið. Verð 3.500 kr. Síðasti skráningardagur 9. maí í síma 535 2760. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan, Gullsmára 9, er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10–11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjá- bakka er opin á miðvikudögum kl. 13–14. S. 554 3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffitár kl. 13.30. Danskennsla Sigvalda, línu- dans kl. 18. Samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið- beinandi verður til hádegis. Boccia kl. 9.30. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13. Lom- ber kl. 13. Canasta kl. 13.15. Skapandi skrif kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9.05 postu- línsmálun, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handavinna. (Briddskeppni (sveitakeppni) milli eldri borgara í Kópavogi og Reykjavík í Stangarhyl), kl. 20.30 félagsvist FEBK. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustof- ur opnar kl. 9.50 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.20 kóræfing. Fimmtud. 10. maí leikhúsferð í Borgarleikhúsið, leikritið ,,Ást“, nokkrir miðar eftir. Uppl. á staðnum og s. 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9–16.30 handavinna. Kl. 10– 10.30 bænastund. Kl. 12–12.30 hádegismatur. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Ganga kl. 9.30. Gaflarakórinn kl. 10.30. Glerbræðsla kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, keramik, kortagerð og prjónaðar handstúkur. Jóga kl. 9–11, Sóley Erla. Frjáls spila- mennska kl. 13–16. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Síðasti fundur Bókmennta- hóps í vetur er miðvikudag 2. maí kl. 20. Hann er helgaður förinni að Hala í Suðursveit. Myndir og vídeó. Óvænt uppákoma. Ást sunnudag 6. maí kl. 20. Fastir liðir eins og venjulega. S. 568 3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, þriðjudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Iðjustofa, leir- mótun, postulínsmálun o.fl. kl. 9–12, handverks- og bókastofa kl. 9. Kl. 14 kemur Hjördís Geirs, ásamt fleirum og skemmtir okkur með söng og hljóðfæraleik. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir vel- komnir. Sími 552 4161. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæð- inu | Hátúni 12. Bridds í kvöld kl. 19. Allir vel- komnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30–12.30, bókband kl. 9–13, handavinnustofan opin kl. 9– 16.30, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10–11, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar frá kl. 9, glerbræðsla kl. 13–17. Frjáls spil kl. 13–16.30. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 Félagsráðgjafi (annan hvern mánudag). Kl. 13 Opni salurinn. Kl. 13.15 Leikfimi. Kl. 14 Boccia. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með morg- unsöng á Dalbraut 27, kl. 9.30 í dag. Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10–12 ára í Graf- arvogskirkju kl. 17–18. TTT fyrir 10–12 ára í Húsa- skóla kl. 17–18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.– 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja | Tíu til tólf ára starf kl. 16.30– 17.30. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20–21.30. dagbók Í dag er mánudagur 30. apríl, 120. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Hið íslenska náttúrufræði-félag býður til fræðslu-fundar í dag kl. 17.15 í stofu132 í Öskju, náttúrufræða- húsi Háskóla Íslands. Þar mun Ævar Petersen fuglafræðingur flytja fyrir- lesturinn Breytingar á lífríki Breiða- fjarðar: Vöktun sjófuglastofna. „Á Breiðafirðinum er að finna ein- stakt lífríki og mjög fjölbreytt sem skapast í sterku samspili milli lands og sjávar,“ segir Ævar sem stundað hefur rannsóknir á svæðinu undanfarna þrjá áratugi. „Einni þeirra tegunda sem ég hef hvað mest rannsakað, teistunni, fjölgaði töluvert þar til fyrir um 20 ár- um en síðan þá hefur hallað töluvert undan fæti hjá stofninum. Á síðustu fimm til sjö árum hefur staða annarra stofna einnig versnað, einkum topp- skarfs, kríu og rytu.“ Ævar og kollegar hans hafa leitað að ástæðum þessarar fækkunar: „Hvað teistuna varðar höfum við meðal ann- ars skoðað mögulega truflun af aukinni ferðamennsku í Flatey og áhrif grá- sleppuveiða, en teistan er gjörn á að lenda í veiðarfærum. Ekki var hægt að finna samband við þessa þætti. Sömu- leiðis sýna mælingar að magn eiturefna á borð við PCB og DDT hefur farið minnkandi,“ segir Ævar. „Hins vegar hafa lundalýs herjað á teistuunga, varpárangur verið lélegur, lunda hefur fjölgað og hann tekið varpholur frá teistunni. Þýðingarmestar eru þó breytingar á fæðu teistunnar í sjónum, en teistan nærist aðallega á sprettfiski sem virðist hafa fækkað mjög.“ Ævar hefur fundið svipaðar skýr- ingar á fækkun toppskarfs, kríu og rytu: „Þessar tegundir lifa fyrst og fremst á sandsíli sem greinilegt er að hefur fækkað í firðinum undanfarin fimm til sjö ár,“ segir Ævar. „Sérstök ástæða er til að hafa áhyggjur af topp- skarfinum, því á meðan kría og ryta verpa um land allt er nær allur topp- skarfsstofn landsins í Breiðafirði. Fyrir um átta árum voru aðeins 8.500 topp- skarfspör á landinu en mælast nú ekki nema 2.000 sem kallar á að toppskarf- urinn verði umsvifalaust settur á vá- lista.“ Vandasamt er að finna ástæðu þess að minna er af sandsílum handa fugl- inum: „Tvær kenningar eru sennilegastar: sú fyrri að um það leyti sem sandsílum fór að fækka hófst geysimikil gengd af þorski inn í Breiðafjörð. Margt bendir til að þessi aukna þorskgengd hafi haft áhrif á lífríki botndýra sem síðan hefur áhrif upp alla fæðukeðjuna,“ segir Ævar. „Hin kenningin lýtur að áhrifum loftslagsbreytinga, en á undanförnum 10–15 árum hefur sjór á Breiðafirði hitnað um 2°C að meðaltali, sem er geysimikil hlýnun.“ Náttúra | Fyrirlestur í dag kl. 17.15 um breytingar á lífríki Breiðafjarðar Toppskarfurinn í hættu  Ævar Petersen fæddist í Reykja- vík 1948. Hann stundaði nám við HÍ, St. Andrews- og Aberdeen-há- skóla í Skotlandi þar sem hann lauk B.Sc.-gráðu í dýra- fræði 1973 og doktorsnámi í fuglafræði frá háskól- anum í Oxford 1981. Hann tók við starfi deildarstjóra dýrafræðideildar hjá Náttúrufræðistofnun 1978, síðar forstöðumaður Reykjavíkurseturs og frá árinu 2005 hefur hann gegnt sér- stakri rannsóknarstöðu. Ævar er kvæntur Sólveigu Bergs kennara og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. Tónlist Seltjarnarneskirkja | Mánakórinn og Barnakór Kórskóla Langholts- kirkju verða með tónleika í Sel- tjarnarneskirkju 1. maí kl. 16. Söfn Perlan | Sögusafnið Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóð- leiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja sög- una frá landnámi til 1550. www.sa- gamuseum.is. Sími 511-1517. Fyrirlestrar og fundir Askja, salur N-132 | Haraldur Ólafsson veðurfræðingur mun fjalla um loftslagsbreytingar, þró- un veðurfars á Íslandi og áhrif þess á gróður, í máli og myndum. Erindið hefst kl. 19.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Geðhjálp | Sjálfshjálparhópar Geð- hjálpar: Aðstandendahópur þriðju- daga kl. 18–19.30. Þunglynd- ishópur þriðjudaga kl. 20–21.30. Félagsfælnihópur miðvikudaga kl. 20–21.30. Kvíðahópur fimmtu- daga kl. 18–19.30. Geðhvarfahópur fimmtudaga kl. 20–21.30. Hótel Örk, Hveragerði | Kl. 9– 15.30. Nýjar leiðir við afplánun, önnur úrræði en fangelsi. Ráð- stefna á vegum samráðsnefndar um málefni fanga. Sjá nánar á www.fangelsi.is. ÞÓ AÐ David Beckham sé trúlega skráður knattspyrnumaður í símaskránni vekur sí- breytileg hárgreiðsla hans ekki síður at- hygli en fimi hans með knöttinn. Hér hitar Beckham upp fyrir leik Real Madrid og Athletic Bilbao, sem fram fór á dögunum, með nýja hárgreiðslu og svona líka ljóshærður. Bjarthærður Beckham Reuters FRÉTTIR EMÆTTISMENN sem og aðrir íbúar Garðabæjar létu ekki sitt eft- ir liggja þegar formleg vorhreingerning hófst í Garðabæ um helgina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, hitti bæjarfulltrúa við Hofsstaðaskóla í gær og þar hófst hreinsun Arnarneslækjar. Hreinsunarátakið í Garðabæ stendur fram til 4. maí og hafa allir Garðbæingar verið hvattir til að láta hendur standa fram úr erm- um og snyrta og fegra umhverfi sitt á næstu dögum. Morgunblaðið/ÞÖK Tóku til hendi AÐ sögn vakthafandi lækn- is á gjörgæsludeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss er maðurinn sem hrygg- brotnaði í fjórhjólaslysi í Borgarfirði aðfararnótt laugardags á batavegi. Maðurinn var fluttur á slysadeild og gekkst þar undir aðgerð á laugardag. Á batavegi eftir slys á fjórhjóli SIÐMENNT vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkyn- hneigð pör. Í fréttatilkynningu segir að Siðmennt vilji, að gefnu til- efni, ítreka þá afstöðu sína að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi. Fyrir rúmu ári sendi Siðmennt allsherjarnefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra. Í grein- argerð félagsins kom skýrt fram að Siðmennt studdi eindregið þær breytingar sem lagðar voru til á réttarstöðu samkynhneigðra sam- kvæmt lögum. Enn fremur kom fram í umsögn Siðmenntar skýr vilji til þess að lögum um hjúskap yrði breytt. Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör HAGKAUP gaf nýverið eitt ein- tak af barnabókinni Mínir einkastaðir á hvern leikskóla í landinu. Foreldrafélag nátt- úruleikskólans Hvarfs í Kópa- vogi ákvað í framhaldi af því að áhugavert væri að öll börn á leikskólanum fengju fræðslu um samskipti, mörk og líkama sinn. Ekki bara í leikskólanum heldur heima líka.Tóku fé- lagsmenn sig saman og keyptu bókina handa öllum leik- skólabörnum skólans. ,,Fá þá öll börnin jafnt tækifæri til að fá þessa dýrmætu fræðslu sem býr í bókinni, heima hjá pabba og mömmu eins og í leikskól- anum sínum,“ segir í frétta- tilkynningu. Bókagjöf handa leik- skólabörnum Ánægðar Formaður foreldra- félagsins, María Halldórsdóttir, og Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram með eintak af bók- inni í leikskólanum Hvarfi. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.