Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 11
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is JÓNAS Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins (FME), segir að um- mæli Bjarna Ármannssonar, for- manns Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), á aðalfundi þeirra fyrir helgi, sem og ummæli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra í kjölfarið, séu ánægjuleg og staðfesti þann aukna skilning sem starfsmenn FME hafi fundið fyrir á hlutverki eftirlitsins, enda sé það mikilvægur hlekkur í keðju íslensks fjármálamarkaðar. Í því sambandi megi benda á að út- rás íslenskra fjármálafyrirtækja byggist á þeim starfsleyfum sem FME veitir. „Fjármálaeftirlitið hefur bent á, bæði á síðustu aðalfundum og í rekstraráætlunum, að stofnunin þarf að eflast samhliða vexti markaðarins. Þessu hafa bæði viðskiptaráðherra og Alþingi sýnt skilning, en miðað við þróun síðustu mánaða eru umsvif á fjármálamarkaði enn meiri en gert var ráð fyrir og þá ekki síst erlendis og mikið framundan eins og formað- ur Samtaka fjármálafyrirtækja bendir á,“ segir Jónas. Hann segir þá sem til þekkja vita að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá FME síðustu 18 mánuði. Fyrir liggi skýr stefna og skilgreindir hafi verið mælikvarðar fyrir þau mark- mið sem stofnunin hafi sett sér. „Í samræmi við upplýsingatækni- stefnu FME eru öll skýrsluskil eftir- litsskyldra aðila orðin rafræn og ver- ið er að fullvinna úrvinnslukerfi sem mun greina helstu kennitölur og áhættuþætti úr gagnagrunnum stofnunarinnar og veita okkur tíman- lega upplýsingar um stöðu einstakra fyrirtækja og mögulega veikleika. Þá hefur FME markað stefnu sem snýr að auknum umsvifum íslenskra fjármálafyrirtækja erlendis og verð- ur hún kynnt á næstunni. Alþjóðleg samskipti eru orðin lykilþáttur í starfsemi FME. Þar er fyrst og fremst um að ræða samskipti við er- lendar systurstofnanir, einkum í þeim löndum þar sem íslensku fyrir- tækin starfa. Einnig eru töluverð samskipti við alþjóðastofnanir, láns- hæfismatsfyrirtæki, erlenda grein- ingaraðila og blaðamenn,“ segir Jón- as ennfremur. Kynningarstarf að skila sér Hann bendir á að í fyrra hafi verið haldnir um 60 kynningarfundir með erlendum aðilum og áhuginn virðist síst minni í ár. Þetta kynningastarf sé þannig orðið veigamikill þáttur í starfsemi FME. „Ég leyfi mér að fullyrða að þetta kynningarstarf var mikilvægur þátt- ur í því að umræðan um íslenska fjár- málakerfið snerist eins hratt og raun bar vitni. Það kemur skýrt fram í skýrslum og bréfum þessara aðila að þeir eru ánægðir með þær upplýs- ingar sem þeir hafa fengið hjá FME og telja eftirlitsþáttinn á Íslandi vera traustan,“ segir Jónas. FME þarf að eflast samhliða markaðnum FME Jónas Fr. Jónsson fagnar um- mælum SFF og viðskiptaráðherra. Fagnar ummælum formanns SFF og viðskiptaráðherra Í HNOTSKURN »Bjarni Ármannsson, for-maður SFF, sagði á aðal- fundi samtakanna fyrir helgi að stórefla þyrfti Fjármálaeft- irlitið til að ráða við þensluna í fjármálageiranum. »Jón Sigurðsson viðskipta-ráðherra tók undir sjónar- mið Bjarna og sagði ráðu- neytið oft hafa gert tillögur um aukið umfang Fjármála- eftirlitsins. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 11 FRÉTTIR STARFSMENN Nýherja gerðu sér glaðan dag nýverið í Listasafni Reykjavíkur er haldið var upp á 15 ára afmæli fyrirtækisins. Þeir gátu einnig fagnað ágætri byrjun á rekstri þessa árs þar sem veltan hefur aukist um fjórðung frá sama tíma í fyrra. Nýherji hóf rekstur 2. apríl árið 1992 eftir samruna IBM á Íslandi hf. og Skrifstofuvéla-Sunds hf. Hafði IBM frumkvæði að því að stofna fyrirtækið, ásamt Vogun, Fjárfestingasjóðnum Draupni, sem þá var starfandi, Óla Kr. Sigurðs- syni í Olís, og nokkrum af yfir- mönnum IBM á Íslandi. Í upphafi voru starfsmenn Ný- herja 92 og eru um 30 þeirra enn starfandi hjá félaginu í dag. Tekjur félagsins fyrsta starfsárið voru 732 milljónir króna en innan Nýherja- samstæðunnar var veltan ríflega 8,6 milljarðar króna á síðasta ári. Á þessum 15 árum hefur veltan því ellefufaldast hjá fyrirtækinu. Innan Nýherjasamstæðunnar eru 13 félög, m.a. AppliCon á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, ParX og SimDex. Nýlega keypti Nýherji einnig félagið Link, sem er m.a. með umboð fyrir vörur Sony og Panasonic hér á landi. Nýherji fagnaði 15 árum Afmæli Gamla IBM-fartölvan sem Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, af- henti Þórði Sverrissyni, forstjóra Nýherja, í afmælishófinu er tveggja manna tak og þætti ekki ýkja nytsamur gripur í dag, margfalt hæggengari en nútíma fartölvur, svo ekki sé minnst á útlitið og þyngdina. Morgunblaðið/Sverrir ACTAVIS hefur fengið samþykki bandarísku Mat- væla- og lyfjastofn- unarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpi- dem Tartrate á Bandaríkjamarkað. Lyfið verður markaðssett þar í sam- vinnu við Carlsbad Technology og hefst dreifing lyfsins nú þegar. Sala Zolpidem Tartrate taflna í Bandaríkjunum nam um 2,2 millj- örðum bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði um 142 milljarða króna. Í tilkynningu kemur fram að Acta- vis geri ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar á árinu 2007 nemi um 1,6 milljörðum evra, og að um þriðj- ungur þeirra komi frá Bandaríkjun- um. Actavis í Bandaríkjunum lagði inn 38 skráningar til þarlendra yfir- valda á síðasta ári og gerir ráð fyrir að leggja inn 40-45 slíkar skráningar á þessu ári. Zolpidem er fimmta samheitalyfið sem Actavis setur á markað á árinu í Bandaríkjunum en alls er áætlað að sett verði á markað 18-20 ný lyf á árinu 2007. Starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum er í New Jersey, Maryland, North Carolina, og Florida. Svefnlyf frá Actavis á markað vestra Þriðjungur tekna frá Bandaríkjunum HRÓKURINN og Skákfélag Vinjar fagna sumri á viðeigandi hátt með því að hylla töffarann Morgan Kane í dag kl. 13. Ekki má minna vera því Alistair McLean hefur fengið sitt mót og nú er komið að Kane, segir í fréttatilkynningu um mótið. Þeir feðgar Bragi og Ari Gísli í bókaversluninni Bókinni við Klapp- arstíg gáfu Vin lagerinn af Morgan Kane bókum sínum. Tefldar verða 5 umferðir þar sem umhugsunartíminn er 7 mín- útur. „Allir þátttakendur fá auðvit- að Morgan Kane bók og 5 efstu fá aukavinninga með. Kaffi og meðlæti að afloknu móti. Þátttaka er ókeypis og öllum opin.“ Vin er eitt athvarfa Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir og er staðsett að Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Síminn er 561–2612. Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti æfingum og kennslu í Vin sl. 3 ár og saman hafa félögin sett upp marga keppnina. Skák í Vin Myndin er frá afmælismóti til heiðurs Guðfríði Lilju Grétars- dóttur, forseta skáksambandsins, sem var í Vin fyrr á árinu. Morgan Kane-skákmót í Vin KRÖFUGANGA verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Iðnnemasambands Ís- lands, 1. maí leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.30. Forseti ASÍ flytur ræðu á útifundi á Ingólfstorgi Safnast verður saman við Hlemm kl. 13. Gengið verður niður Lauga- veg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svan- ur leika fyrir göngu. Útifundur hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10. Ávörp flytja Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands, og Hjördís Rós Egilsdóttir, formaður Iðnnema- sambands Íslands. Fundarstjóri verður Rannveig Sigurðardóttir, stjórnarmaður VR. Hljómsveitin Baggalútur leikur og félagar úr Gospelkór Reykjavík- ur syngja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kröfuganga og útifundur MATÍS hefur ákveðið að efla rannsókna- og frumkvöðlastarf sitt á Vest- fjörðum með því að fjölga sérfræðistörfum þar um helming, úr þremur störfum í sex. Með nýju starfsfólki er stefnt að því að skapa aðstöðu og vettvang til aukins samstarfs við atvinnulíf og stuðla að frekari verðmæta- sköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. Þátttaka í rannsóknum og efling starfseminnar Í frétt frá Matís kemur fram að félagið óskar eftir að ráða verkefna- stjóra hjá Aflakaupabanka en markmiðið með slíkri starfsemi er að bæta nýtingu og sölu á meðafla og vannýttum tegundum, bæði innanlands og til útflutnings. Þá hyggst Matís ráða sérfræðing sem mun hafa umsjón með sértækum mælingum fyrir rannsóknir í matvælaiðnaði og fiskeldi. Einnig felst starfið í þátttöku í rannsóknaverkefnum og undirbúningi þeirra. Þá ætlar Matís að ráða verkefnastjóra í vinnslutækni. Honum er ætlað að efla starfsemi Matís á sviði vinnslutækni, eldistækni og þróa ný atvinnutækifæri. Matís fjölgar sérfræðistörfum ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin hlutist þegar í stað til um opinbera rannsókn á þeim alvarlegu ásökunum sem fram hafa komið í fréttum undan- farna daga „um vítaverða van- rækslu af hálfu Impregilo á vinnu- svæðinu við Kárahnjúkavirkjun“, eins og segir í frétt frá þing- flokknum Sem kunnugt er veiktist fjöldi verkamanna vegna eiturmengunar í aðrennslisgöngum og enn fleiri vegna matareitrunar. Þingflokkur VG vill að í rannsókninni verði ít- arlega kannað hvað varð þess valdandi að fjöldi verkamanna þurfti að leita lækninga og leggj- ast inn á sjúkrahús vegna eitur- mengunar og matareitrunar. „Rannsökuð verði atburðarás undangenginna vikna og sérstak- lega hvers vegna svo lengi dróst að grípa til viðeigandi og full- nægjandi ráðstafana eftir að bera fór á veikindum.“ Krefjast opinberr- ar rannsóknar FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist 40,6% í skoðanakönnun sem Frétta- blaðið birtir í gær. Samkvæmt því fengi flokkurinn 27 þingmenn kjörna í kosningum, skv. frásögn blaðsins. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 22,5% og fengi flokkurinn 15 þingmenn. Fylgi VG mælist 18% sem þýðir 12 þingmenn, Framsókn- arflokkur er með 10,1% og sex þingmenn samkvæmt könnuninni og Frjálslyndi flokkurinn fær 5,4% og þrjá þingmenn, allt jöfnunar- menn. Hringt var í 3.600 manns 23.–28. apríl. 61,4% tóku afstöðu. Fylgissveiflur VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● EYFIRÐINGUR ehf., félag í eigu Baldurs Guðna- sonar, forstjóra Eimskipafélags- ins, hefur keypt 67,6 milljónir hluta í félaginu á genginu 37,76. Kaupverð er því rúmir 2,5 millj- arðar króna. Í flöggun til kauphallar- innar kemur fram að kaupin séu sölutryggð af Eimskipafélaginu til þriggja ára frá viðskiptum og á sama gengi. Einnig hefur Hf. Eimskipafélag Íslands gengið frá samningi við Bald- ur um að hann starfi hjá félaginu næstu þrjú árin. Með þessu er verið að samtvinna enn frekar hagsmuni Baldurs og hluthafa félagsins, segir í tilkynningunni til kauphallar OMX. Kaupir í Eimskipa- félaginu fyrir 2,5 milljarða Baldur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.