Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Skúli Þórðarsonvar fæddur á Akranesi 14. sept- ember 1930. Hann lést á hjúkr- unardeild Höfða á Akranesi 22. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þórður Ásmunds- son verkamaður, f. 8.1. 1899, d. 21.3. 1971, frá Belgsholt- skoti og Fellsaxl- arkoti í Skil- mannahreppi og Sigríður Hallsdóttir húsmóðir, f. 23.10. 1898, d. 12.12. 1982, frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Systkini Skúla eru: 1) Kristbjörg sjúkraliði, f. 12.8. 1926, d. 8.1. 2006, maki Hilmar Þórarinsson byggingaverkamaður. Þau eiga tvö börn. 2) Bragi bókaútgefandi, f. 24.6. 1933, maki Elín Þorvalds- dóttir, fv. verslunarstjóri. Þau eiga tvö börn. 3) Birgir deild- arstjóri, f. 30.9. 1939, maki Ása Gústavsdóttir iðnverkakona. Þau eiga tvær dætur. Skúli kvæntist 21.7. 1956 fyrri konu sinni Sjöfn Geirdal hús- móður, f. 2.3. 1935. Foreldrar hennar voru Bragi Geirdal bóndi og Helga Pálsdóttir fiskverk- unarkona. Þau Skúli og Sjöfn slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Bragi sjúkrahúsprestur, f. 28.8. 7.4. 1950, synir þeirra eru Skúli Bragi Magnússon, f. 25.9. 1992, og Árni Þórður Magnússon, f. 3.1. 1996. Skúli kvæntist 29.12. 1973 síðari konu sinni, Soffíu Alfreðsdóttur meðferðarfulltrúa, f. 16.7. 1931, d. 7.7. 1991. Foreldrar hennar voru Petra Þórðardóttir húsmóðir og Alfreð Magnússon, sjómaður. Börn Soffíu eru Hrefna Magn- úsdóttir, f. 7.5. 1953, og Skúli Ein- arsson, f. 30.4. 1956. Skúli lauk gagnfræðaprófi, en stundaði síðan sjómennsku og verkamannavinnu, m.a. hjá Sem- entsverksmiðju ríkisins. 1970 varð hann starfsmaður Verkalýðs- félags Akraness og Lífeyrissjóðs Vesturlands, en sjóðnum veitti hann forstöðu til ársins 1989, en starfaði hjá honum til 1995. Skúli var ritari og síðar vararit- ari sjómannadeildar Verkalýðs- félags Akraness. Hann var for- maður Verkalýðsfélags Akraness 1967–1980, sat í sambandsstjórn ASÍ og Verkamannasambandsins um nokkurra ára skeið, sat í samninganefndum fyrir ASÍ og Verkalýðsfélag Akraness um ára- bil og var í stjórn SAL – Sam- bands almennra lífeyrissjóða frá upphafi til starfsloka. Skúli sat í sjómannadagsráði og hafnarnefnd í mörg ár, var varabæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á Akranesi og í framboði fyrir Alþýðuflokk- inn í alþingiskosningunum 1974. Útför Skúla verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1957, maki 1 Björk Jónsdóttir, þau slitu samvistir, maki 2 Anna Þuríður Krist- björnsdóttir leik- skólastjóri, f. 28.6. 1945, dóttir þeirra er Hafdís Anna Braga- dóttir nemi, f. 22.4. 1986. Dóttir Önnu og ættleidd dóttir Braga er Sigríður Birna Bragadóttir náms- ráðgjafi, f. 1.1. 1970, sambýlismaður Sig- urjón Þorsteinsson verkstjóri. Sonur Önnu og uppeld- issonur Braga er Ámundi Steinar Ámundason viðskiptafræðingur, f. 4.3. 1975, maki Hrafnhildur Vala Grímsdóttir viðskiptafræðingur, f. 28.6. 1977, sonur þeirra er Grímur Arnar Ámundason, f. 13.1. 2003. 2) Sigríður , f. 21.11. 1958, d. 13.2. 1959. 3) Hrafnhildur viðskipta- fræðingur, f. 27.6. 1960, maki Ólafur Jón Guðmundsson sjómað- ur, f. 19.2. 1959, sonur þeirra er Arnar Ólafsson, f. 3.8. 1995. Áður átti Hrafnhildur dótturina Söru Skúlínu Jónsdóttur nema, f. 22.4. 1982, faðir hennar var Jón Þór Bjarnason, f. 20.2. 1943, d. 9.7. 2004, sambýlismaður hennar er Arnar Már Símonarson smiður, f. 25.6. 1978. 4) Hafdís hjúkr- unarfræðingur, f. 6.10. 1962, maki Magnús Árnason húsamiður, f. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera dóttir hans Skúla Þórðar. Þegar ég var spurð hverra manna ég væri komst ég fljótt að því að það þekktu hann allir. Hann var stór maður sem gott var að leita til. Þegar hann var formaður verkalýðsfélagsins var það eðlilegasti hlutur í heimi að fara í 1. maí-göngu og hlusta á hann flytja ræðu formannsins á torginu. Þegar hann var marga daga í burtu á samn- ingafundum reyndi maður að sjá hann í svarthvíta sjónvarpinu þegar sýnt var frá fundunum og þar sem hann var svo stór skar hann sig úr. Í þá daga þekkti maður ekki marga sem sáust í sjónvarpinu. Ég hafði mjög gaman af því að heimsækja hann á skrifstofu verkalýðsfélagsins og var það löng gönguferð úr Mýrinni upp á Suðurgötu. Mér leið aldrei eins og ég væri eitthvað fyrir honum í vinnunni. Maður vandist því fljótt að aðstoða hann, með því t.d. að bera út jólablaðið Skagann, selja merki sjó- mannadagsins og síðan á skrifstofu Lífeyrissjóðs Vesturlands. Lengsta fjarveran var þegar hann slasaðist og lamaðist vinstra megin fyrir 30 árum, en honum tókst að komast á fætur. Þetta slys hafði miklar breytingar í för með sér fyrir hann. Á nokkrum árum grenntist hann, hætti að drekka og hætti að reykja. Ég dáðist oft að viljastyrk hans að takast að breyta lífsstíl sínum á þennan hátt á nokkrum árum. Hann var svo duglegur að hreyfa sig til að halda sér í formi að manni stóð ekki á sama. En það þýddi ekk- ert að biðja hann að slaka aðeins á og taka því rólega. Hreyfingin veitti honum svo mikla vellíðan. Engan þekki ég sem drakk eins mikið kaffi og hann. Einhvern tíma sagði ég við hann að það væri nú ekki hollt að drekka svona mikið kaffi en þá svar- aði hann mér að hann yrði nú að hafa eitthvað. Ekki taka kaffið frá mér. Á síðustu árum dró hann verulega úr kaffidrykkjunni líka. Matvendni var ekki til í hans huga en það besta sem hann fékk var nýtt lambakjöt, nýjar íslenskar kartöflur og ís í eftirrétt. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd barna sinna og barnabarna og var ákaflega stoltur þegar maður færði honum fréttir af góðum ein- kunnum í skóla eða verðlaunum fyrir góðan árangur í íþróttum og tóm- stundastarfi. Það sem hann kenndi mér helst var að vera jákvæður, heið- arlegur, standa við orð sín, vera traustsins verður og þakka fyrir þær gjafir og þá greiða sem manni hlotn- uðust. Aldrei að gefast upp. Þetta veganesti hefur komið að góðum not- um og er ég þakklát fyrir það. Bless- uð sé minning hans. Hafdís Skúladóttir. Skúli, bróðir minn, hefur kvatt þessa jarðvist. Ég minnist hans með söknuði. Við vorum fjögur systkinin. For- eldrar okkar ráku búskap samhliða vertíðarstörfum og verkamanna- vinnu föður okkar. Það var mikið að Skúli Þórðarson Afi minn. Þú ert búinn að vera mjög góður við mig og alla sem þú þekkir. Þú ert búinn að gefa mér og þeim gjafir. Ég mun sakna þín og ég held að þau sakni þín líka. Guð blessi þig. Arnar Ólafsson. HINSTA KVEÐJA ✝ GuðmundurEinarsson fædd- ist í Reykjavík 22. ágúst 1925. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 24. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Karólína Guð- mundsdóttir vefn- aðarkona, frá Þór- oddsstöðum í Grímsnesi, f. 29. apríl 1897, d. 31.ágúst 1981 og Einar S. Jóhannesson vélstjóri frá Eyvík í Grímsnesi, f. 20. sept- ember 1892, d. 20. júlí 1966. Fjöl- skylda Guðmundar bjó frá 1929 að Ásvallagötu 10-A, þar sem Karól- ína rak vefnaðarstofu fram til árs- ins 1972. Systkini Guðmundar eru: a) Jóhannes verkfræðingur f. 6. júlí 1929. Kona hans er Ingibjörg Ólafsdóttur, þau eiga fjögur börn. Þau hafa búið í Luxemburg frá árinu 1978. b) Uppeldissystir er Guðrún Þórðardóttir, f. 28. maí 1918. Eiginmaður Guðrúnar var Val Skowronski, d. 22. maí 1999. Þau eiga fimm börn. Guðrún býr í Reykjavík. Fyrri kona Guðmundar var Unnur Andrea Jónsdóttir, f. 1. maí 1925, d. 7. febrúar 1962. Foreldrar Unnar Andreu voru Guðlaug Friðmey Jónsdóttir og Viktor Björnsson. Dóttir Guðmundar og Lilju var Fríða barnalæknir, f. 4. september 1967, d. 20. desember 2001, gift Sævari Leifssyni húsa- smíðameistara. Börn: Birta Rún, f. 1992, Viktor, f. 1995 og Leifur, f. 1996. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík fór Guð- mundur til Bandaríkjanna og nam vélaverkfræði við Stevens Institute of Technology í New Jersey og út- skrifaðist árið 1949. Guðmundur starfaði sem verkfræðingur í New York á Manhattan í 2 ár eftir nám, ma. við byggingu húss Sameinuðu þjóðanna og Port Authority Build- ing í New York. Eftir heimkomu árið 1951 vann hann hjá Almenna byggingafélag- inu á Keflavíkurflugvelli, varð síð- ar yfirverkfræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Sameinuðum verktökum til 1957 og verklegur framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum 1957-1967. Þar bar hann ábyrgð á mörgum stærstu framkvæmdum landsins á þeim tíma eins og lagningu Keflavík- urvegarins, byggingu hafnar í Hvalfirði og ratsjárstöðva um allt land. Hinn 1. maí 1967 stofnaði hann Breiðholt hf. sem byggði 1100 íbúðir í Breiðholti og er það stærsta byggingarátak Íslandssögunnar. Nokkrum árum síðar stofnaði hann verktakafyrirtækið Aðalbraut hf og Verkfræðistofuna Gimli, sem hann rak til ársins 1995. Guð- mundur rak einnig Bókaklúbbinn Birting um árabil, sem hann helg- aði útgáfu bóka um andleg mál- efni. Fyrst eftir heimkomu frá Bandaríkjunum bjó fjölskyldan í Ytri Njarðvík og við Keflavík- urflugvöll, en flutti að Gimli v/ Álftanesveg í Garðabæ árið 1960 og bjó Guðmundur þar þangað til hann flutti í Holtsbúð árið 2002. Guðmundur var forseti Sálarrann- sóknarfélags Íslands í 30 ár og síð- ar heiðursfélagi, var einnig virkur í Nordisk Spiritual Foundation. Hann rannsakaði andleg málefni á breiðum grunni og út frá vís- indalegri nálgun, bæði hér heima og erlendis. Guðmundur var virk- ur áhugamaður um framgang at- vinnulífsins á breiðu sviði og tók þátt í mörgum verkefnum, nefnd- um og ráðum og sat í stjórnum fé- laga, s.s. Vinnuveitendasambandi Íslands, Stjórnunarfélags Íslands og var m.a. formaður og síðar heiðursfélagi í Verkfræðinga- félagi Íslands. Hann var fenginn til ráðgjafar við ýmis verkefni og má þar m.a. nefna skákmeist- araeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spassky árið 1972. Hann sat í hreppsnefnd Garðahrepps eitt kjörtímabil. Starfaði í Rótarýklúbbi Austur- bæjar í áratugi. Guðmundur var einn af frumherjum í Hestamanna- félaginu Sörla í Hafnarfirði. Útför Guðmundar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í kirkjugarðinum að Görð- um á Garðaholti. Björnsdóttir og Jón Erlendsson. Með Unni Andreu eignaðist Guðmundur fimm börn, þau eru: a) Jón verktaki, f. 4. ágúst, 1949, býr í Reykjavík. Dóttir hans er Rakel, f. 1970. b) Einar geð- læknir, f. 28. febrúar 1953, býr í Garðabæ, kvæntur Huldu Jó- hannesdóttur hjúkr- unarfræðingi. Börn: Unnur Andrea, f. 1981, Jóhannes, f. 1984, Anna Guðrún, f. 1992 og Sól- veig, f. 1995. c) Karólína iðn- aðarverkfræðingur, f. 28. janúar 1955, býr í Garðabæ, gift Guðmundi Elíasi Níelssyni verkfræðingi. Börn: Elías Karl, f. 1990, Kristín, f. 1993 og Guðmundur Ásgeir, f. 1997. d) Guðmundur vélaverkfræð- ingur, f. 28. janúar 1955, býr í Garðabæ, kvæntur Ruth Sigurð- ardóttur hjúkrunarfræðingi. Börn: Lilja Björk, f. 1983 og Stella Andr- ea, f. 1989. e) Guðlaug hjúkr- unarfræðingur, f. 11. október 1956, býr á Álftanesi, gift Brynjólfi Sig- urðssyni verktaka. Börn: Sigurður, f. 1982, Guðmundur Bjarki, f. 1985 og Stefán, f. 1990. Seinni kona Guðmundar var Lilja Viktorsdóttir, f. 23. maí 1936, d. 11. apríl 1997. Foreldrar Lilju voru Ég kynntist Guðmundi Einarssyni haustið 1977 þegar ég fór að vera tíð- ur gestur á heimili hans, Gimli. Guð- mundur var merkur maður, einstak- lega félagslyndur og sérlega góðhjartaður. Hann reyndist mér ákaflega góður tengdafaðir, kenndi mér ýmislegt sem ég hafði lítið leitt hugann að. Hann var eins og hafsjór um andleg málefni, það var ekkert honum óviðkomandi í þeim efnum. Guðmundur var farsæll maður í starfi og einkalífi og eignaðist yndis- leg börn, þó komu skuggar í lífi hans. Hann missti konu sína Unni Andreu í blóma lífsins, frá fimm ungum börn- um. Hann hélt ótrauður áfram og hélt kærleiksríkt heimili á Gimli með dyggri aðstoð Guðlaugar tengdamóðir sinnar, móður sinni Karólínu og fleiru góðu fólki, því hann var mikið á ferð- inni erlendis. Oft hef ég heyrt systk- inin tala um hvað hann var frábær fað- ir. Ógleymanlegar eru þeim ferðir í Sundhöllina á hverjum sunnudegi og munaði ekki um að bæta við fleiri börnum úr hverfinu. Guðmundur unni hestamennsku og naut ég góðs af því, en hann átt mest um tuttugu hesta og var kappkostað að taka sem flesta gesti með í fjörlega reiðtúra. Ég hef aldrei kynnst eins góðu og velviljuðu fólki og börnum Guðmund- ar og er það mikið að þakka hversu góð fyrirmynd faðir þeirra var. Það var oft mikið fjör á Gimli og gestir ætíð velkomnir, stórveislur Lilju og Guðmundar eru mér ógleymanlegar. Á brúðkaupsdaginn minn endaði hann ræðu sína með því að minna okk- ur hjónin á að „hamingja er ákvörð- un“. Ég hef oft hugleitt þessi orð hans og er sannfærð að þau eru rétt. Fyrir mörgum árum dvaldi ég á sjúkrahúsi í langan tíma eftir alvar- legt bílslys. Oft var tíminn lengi að líða og ég oft óttaslegin. Guðmundur kom til mín á hverjum degi og tók um iljarnar á mér með sínum traustu höndum, hélt takinu í dágóða stund og sagði hughreystandi orð við mig. Ég fann straum um fæturna, varð rólegri og fann styrk minn aukast, þessu beið ég eftir á hverjum degi. Þetta var mér ómetanlegt. Guðmundur sagði að við ættum aldrei að kalla okkur sjúklinga né öryrkja, ef við hugsum okkur heil þá upplifum við okkur heil. Missir Lilju var honum mikið áfall. Fimm árum síðar var óbætanlegt skarð höggvið í fjölskylduna frá Gimli þegar sólargeislinn hans, Fríða, deyr frá þremur yndislegum börnum og manni sínum Sævari, aðeins 34 ára gömul. Ætlun Guðmundar var að ferðast og sinna áhugamálum sínum á efri ár- um. Það hefur verið erfitt að horfa á þennan mikla mann glíma við hrak- andi heilsu síðari árin og geta ekki tjáð sig vegna heilabilunar. Það eru blendnar tilfinningar að finna fyrir létti við fráfall hans, að sál hans sé nú frjáls og svo hinsvegar söknuðurinn við fráfall ástvinar. Nú líður honum vel og tekst á við ný verkefni, en þegar hann var í essinu sínu hér áður fyrr var ekkert verkefni honum of stórt. Ég votta börnunum hans Jóni, Ein- ari, Guðmundi, Karólínu og Guðlaugu og systkinunum Jóhannesi og Guð- rúnu og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Guð blessi þig Guðmundur, takk fyrir allt. Ruth Sigurðardóttir. Tengdafaðir minn var enginn venjulegur maður. Lífshlaup hans var stórt í sniðum og langt utan og ofan allra þeirra vikmarka sem umlykja hugtakið meðalmennsku. Á það jafnt við um störf hans, áhugamál og einka- líf. Hann kom ótrúlega víða við, fékk miklu áorkað á viðburðaríkri ævi og sinnti efnislegum og andlegum hugð- arefnum, sem snertu fjölmörg svið mannlegrar tilveru. Að afloknu verkfræðinámi og störf- um í Bandaríkjunum tók Guðmundur þátt í og veitti forystu mörgum helstu verkefnum á sviði mannvirkjagerðar hér á landi s.s. lagningu Keflavíkur- vegar, uppbyggingu Breiðholts, bygg- ingu ratsjárstöðva víða um land og fjölmargra annarra mannvirkja fyrir Varnarliðið. Mörg þessara verkefna voru stærri og flóknari úrlausnar en áður hafði þekkst hérlendis og kröfð- ust innleiðingar nýrrar hugsunar, tækni, stjórnunaraðferða og verk- þekkingar. Guðmundur var leiðtogi og höfðingi í eðli sínu, sem setti mark á samtíma Guðmundur Einarsson Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.