Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svona, þetta er ekkert til að óttast, púdda mín, þetta er bara æfing. Úlfar Þór B Aspar | 30. apríl Siðmennt vill (ég vil) Ég er í ágætis sam- bandi við guð minn og ekki er ég sí hoppandi í kirkjunni, ég þarf ekk- ert að vera það. Þar sem tveir eða fleiri eru samankomnir í mínu nafni þá er ég mitt á meðal. Í guð- anna bænum farið að skilja þetta gott fólk, kirkjan er bara steypt hús og íbúð mín er líka steypt hús og í húsi föður míns eru margar vist- arverur. Ekki var nú Móse í kirkju [...]. Meira: ulli.blog.is Borgar Þór Einarsson | 29. apríl Kosningabarátta fyrir stjórnmálaskýrendur Egill Helgason lýsti því yfir í þætti sínum í dag að Sjálfstæð- isflokkurinn ræki hundleiðinlega kosn- ingabaráttu. Sjálfstæðismenn ættu eiginlega að skammast sín fyrir að valda Agli slíkum vonbrigðum. Kosningabaráttan á auðvitað að vera skemmtiefni fyrir stjórnmálaskýr- endur – það blasir við. Meira: borgar.blog.is Fararstjórinn | 30. apríl Spænskar prinsessur Þá eru komnar tvær spænskar erfiprins- essur, en eldri dóttir þeirra Felipe og Leti- ziu mun erfa krúnuna eftir föður sinn. Til þess að svo mætti verða, þurfti að breyta aldagömlum lögum á Spáni, sem kváðu á um að aðeins drengir gætu erft krúnuna. [...] Felipe á tvær eldri systur, þær Elenu og Cristinu, en þær gátu skv. spænsku stjórnarskránni ekki erft konungdæmið. Meira: fararstjorinn.blog.is Bjarki Tryggvason | 30. apríl „Tennurnar mínar eru þarna!“ Eitt sinn er ég var á gangi um miðborg Bergen í Noregi kom ég auga á fætur sem stóðu upp úr niðurfalli á götunni. Ég hljóp til og dró í fæturna og náði manninum upp. Það var ekki sjón að sjá hann, því hann hafði greinilega lent með höfuðið í vatni og leðju. Ég var mjög glaður að hafa komið manninum til bjargar, en hann virt- ist hins vegar ekki jafn feginn björg- uninni því hann gerði sig strax lík- legan til að stinga sér aftur á kaf. Aðspurður hvers vegna hann væri að hætta lífi sínu á þennan hátt, svaraði hann ósköp smámæltur: „Tennurnar mínar eru þarna!“ Ég hef oft brosað að þessu atviki, en það hefur líka fengið mig til að hugleiða hluti. Stundum erum við mennirnir nefnilega svo uppteknir af verald- legum hlutum að við gleymum lífinu sjálfu. Jesús spurði okkur áleitinnar spurningar þegar hann sagði: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni? Meira: bjarkitryggva.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 30. apríl Siðmenntuð afstaða Siðmennt vill að trú- félög fái heimild til að gefa saman samkyn- hneigð pör. Þeir hafa gefið út fréttatilkynn- ingu þar sem þeir ítreka þá afstöðu sína. Mér finnst þetta ofur flott hjá þeim en ég sé ekki alveg hverju þetta breytir varðandi hjóna- band samkynhneigðra innan þjóð- kirkjunnar. Annars er það sama við hvern maður talar þessa dagana, allir eru æfir yfir niðurstöðu kirkjuþings. Það er sorglegt þegar kirkjan sem við fæðumst inn í er á skjön við vilja stórs hluta þjóðarinnar. Það er ekki til neins að skrifa og tala meira um þennan ógjörning á s.l. kirkjuþingi. Það eina sem við getum gert til að lýsa vanþóknun okkar á þessum mannréttinda- brotum er að ganga úr kirkjunni [...]. Meira: jenfo.blog.is VEÐUR Það vakti nokkra athygli í Noregiþegar um 100 stjórnmálamenn frá sveitarfélögum, fylkjum og þingi landsins gerðust bændur í einn dag, eins og getið er um í Bændablaðinu.     Þeir fengu meðal annars að takaað sér störf í fjósinu og gripa- húsum og keyra traktor, en með því vildu bændur sýna stjórn- málamönnunum hvernig búið er á nútímabæjum.     Getur verið aðsú gjá hafi myndast í sam- félagi nútímans, firringin sé orðin slík, að jafnvel stjórnmálamenn þekki ekki lífið í sveitum landsins?     Á það kannski líka við í örríkinuÍslandi?     Auðvitað er ekki lengur sjálfgefiðað fólk sem elst upp í borg- arsamfélagi fái tækifæri til að kynnast störfum í sveitinni.     Við lifum á tímum þar sem gerðareru heimildarmyndir um það eitt að aka út fyrir mörk höf- uðborgarinnar.     Þá stoppaði ég,“ sagði kona ísveitinni fyrir norðan um lestur bókar Andra Snæs Magnasonar Draumalandsins, en þá kom hún að eftirfarandi orðum: „Það má byrja á að spyrja sig: Hvað heitir frægasti bóndi á Íslandi? Þegar ég spurði fólk þessarar spurningar var svarið oftast á eina leið: „Gísli á Upp- sölum.“ Það er athyglisvert að táknmynd helstu atvinnugreinar á Íslandi skuli vera Gísli á Upp- sölum.“     Er ekki ástæða til að breytaáherslum í menntakerfinu áður en gjáin verður óbrúanleg? STAKSTEINAR Lífið í sveitum landsins SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    !  "  "      # $"          :  *$;< %%                     !     "   #    $%    &'    *! $$ ; *! & ' (%"  %' %" #  "  )  =2 =! =2 =! =2 & #"(  %*  + ,%-$  .           =7  / % % ""' % $   "% # $"%% ++% $  0% %  %.  %   1  + 2%3  %% %%  0%" + %  2 =   &'  %  %", %$ %  0  %4 %% %   + 2 5#  + %' 2   &'  % %", %$ % % +0% %4 % $    +  "%% ')+2%3  %!% %%  2 6 %%77 "% %8 $%*  + 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A 2 0 0 2 !2        2 2 2 2  2 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0! 0 0 0 0            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.