Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 15
                                                                                !                                                               " # $# %& '             () *   +,(   () *   +,(    () *   +,(                -& (&  ## .# /  0  .  !  1, *  - -    !.   !. &!   !.   - -  23 !   ! "  -& (& .#   0  .  !  1, %  #-&(&  #  .  ! &!(&  # .  !   (               !  !    !   " ! MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 15 ÚR VERINU MEÐFYLGJANDI mynd sýnir verðþróun aflamarks og krókaafla- marks í þorski á tímabilinu 1. júní 2001–24. apríl 2007. Miðað er við hæsta verð hvern dag í viðskiptum með aflamark/krókaaflamark sem flutt er milli óskyldra aðila. Reynsl- an kennir að hæsta dagverðið lýsir verðþróuninni best. Í megindráttum sveiflaðist verð aflamarks á árunum 2001–2006 í takt við gengi krónunnar með nokkurri tímatöf. Á yfirstand- andi ári hefur verð aflamarks hins- vegar haldið áfram að hækka þrátt fyrir styrkingu krónunnar frá ára- mótum. Ástæðan er líklega hækk- andi fiskverð á heimsmarkaði. Verð krókaaflamarks í þorski hefur breyst með svipuðum hætti og verð þorskaflamarksins. Verð krókaafla- marks hefur þó verið nokkru lægra en verð aflamarks. #         $  # $ % &&'(&)&* (&       4        ! # ") #          Leiguverðið hækkar enn SÆLJÓN, félag smábátaeigenda á Akranesi, hefur sent sjávarútvegs- ráðherra áskorun um að auka veiði- heimildir í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári. Samhljóða ályktanir og áskoranir hafa nú borist frá smábáta- eigendum alls staðar af landinu. Frá þessu er greint á heimasíðu LS. Á síðunni segir svo: „Ekki er að sjá að þessar áskoranir breyti nokkr- um sköpuðum hlut. Forstjóri Hafró lýsti því t.d. yfir að ekkert mark væri á aflahrotu undanfarinna vikna tak- andi, þorskstofninn væri, hvað sem hver segði, í lélegu ástandi. Hvernig sem á því stendur hafa fjölmiðlar að- eins getið þessara áskorana í mý- flugumynd. Svo virðist sem afgreiða eigi fiskimenn sem endranær: Ekk- ert mark sé á þeim takandi – þeir vilji bara veiða frá sér vitið.“ Vilja 25.000 tonna aukningu Áskorun Sæljóns er eftirfarandi: „Stjórn Sæljóns vill að þorskkvótinn verið aukinn um a.m.k. 25 þúsund tonn. „Stjórnin bendir á að mat Hafrann- sóknastofnunarinnar á ástandi þorsk- stofnsins er víðsfjarri því sem sjó- menn eru að upplifa á miðunum hringinn í kringum landið. Hvernig á þessu stendur er mikið áhyggjuefni og spurning hvort ekki sé komið að tímamótum varðandi þá aðferðafræði sem stofnunin hefur hingað til stuðst við. Ekki síst er þetta brýnt athug- unarefni þegar ljóst er að Hafrann- sóknastofnunin hefur undanfarið ítrekað lagt til gríðarlegan niður- skurð í þorskveiðiheimildum. Myndu slíkar hugmyndir ganga eftir þarf ekki að fjölyrða um afdrif fjölmargra minni útgerða og sjávarplássa. Það hefur varla farið framhjá mörgum að traust flestra sjómanna á stofnstærð- armælingum Hafrannsóknastofnun- arinnar er algerlega í molum og vand- séð hvernig það verður byggt upp á nýjan leik. Stjórn Sæljóns vísar einn- ig til áskorana þess eðlis að gefinn verði út jafnstöðuafli í þorski til a.m.k. þriggja ára, 250 þúsund tonn á ári. Miðað við ástandið á miðunum undanfarin misseri og ár, er vandséð að um óvarkárni væri að ræða.“ Öll félög LS vilja meiri þorskkvóta VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF AFGREIÐSLUTÍMI SKRIFSTOFUNNAR ER VIRKA DAGA FRÁ KL. 8:30 - 16:00 SÍMI 411 5000 VIÐ ERUM FLUTT! SKRIFSTOFA ÍTR ER FLUTTFRÁ FRÍKIRKJUVEGI 11 AÐ BÆJARHÁLSI 1. FUNDARSTJÓRI á hluthafafundi Glitnis, sem haldinn var í gær, las í upphafi fundar upp hluta úr bréfi sem bankanum hafði borist frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Þar kom fram að í kjölfar athugunar eftirlitsins væri það mat þess að virkur eignarhlutur hefði myndast. Í fréttatilkynningu frá FME, sem fjölmiðlum barst í kjölfarið, segir að í kjölfar viðskipta með eign- arhluti þeirra Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og tengdra að- ila í bankanum hafi FME þótt ástæða til þess að kanna hvort virkur eignarhlutur hefði myndast. Kaupendur voru Jötunn Holding, Elliðatindar ehf., Sund Holding ehf., Saxbygg Invest ehf. og Glitnir banki. Í tilkynningunni segir að það sé „niðurstaða FME að þau tengsl séu milli Jötuns Holding ehf., Elliða- tinda ehf., Sunds Holding ehf. og FL Group hf. að félögin teljist í samstarfi um meðferð virks eign- arhlutar í Glitni banka hf. á grund- velli 40. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 40. gr. a. sömu laga. Þar sem framangreindir aðilar hafa ekki hlotið samþykki Fjármálaeftirlitsins til meðferðar á hinum virka eignarhlut hefur Fjár- málaeftirlitið tekið ákvörðun um að takmarka atkvæðisrétt þeirra í Glitni við að hámarki 32,99%, sbr. 45. gr. laganna. Aðkoma Saxbygg Invest ehf. að viðskiptunum er enn til skoðunar hjá FME.“ Fyrr um daginn hafði í tilkynn- ingakerfi kauphallarinnar borist til- kynning frá FL Group og Jötunn Holding þar sem fram kemur að fé- lögin hafi gert með sér hluthafa- samkomulag „sem afmarkar það samstarf sem félögin hyggjast hafa um meðferð eignarhluta sinna í Glitni banka hf. Samkomulagið fel- ur í sér að félögin munu hafa með sér samstarf um kjör stjórnar á hluthafafundum Glitnis banka hf. … Að öðru leyti eru félögin óbundin hvort öðru um meðferð hlutafjáreignar sinnar í Glitni banka hf. Þá er félögunum frjálst samkvæmt samningnum að minnka eða auka við hlut sinn í Glitni banka hf., þó þannig að samanlagð- ur eignarhlutur þeirra fari ekki yfir 39,9%.“ Morgunblaðið/RAX Fjölmennur fundur Troðið var út úr dyrum á hluthafafundi Glitnis sem fram fór í gær. Seinka þurfti fundinum um tíu mínútur vegna fjölda gesta. Fremst á myndinni má sjá þá Einar Sveinsson (t.v.) og Bjarna Ármannsson. Virkur eignarhlutur myndaðist í Glitni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.