Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR „Fjórir menn úr Hnífsdal töldu sig hafa fengið borgaðan of lágan hlut, á bátn- um sem þeir voru há- setar. Ég tók málið að mér og það var flutt skriflega fyrir rétti. Það þokaðist áfram og lauk með því að út- gerðarmaðurinn, Páll Pálsson, var dæmdur til að greiða þeim tals- verða viðbót á fyrri hlutagreiðslur. Hann skyldi koma til fógeta ákveðinn dag á ákveðnum tíma, til að greiða mér þessa upphæð fyrir hönd hásetanna. Páll kom, og sýslumaður sagði honum að afhenda mér og nefndi upphæðina. En í stað þess að af- henda mér þetta þá kastaði hann peningunum á gólfið, semsé: ég skyldi eiga að lúta til þess að tína peningana upp af gólfinu. Ég sagði nú hart nei við slíku og óskaði eftir því við sýslumann að peningarnir væru afhentir mér á venjulegan hátt, eins og maður afhenti manni fé, þegar hann þarf að skila ein- hverju til annarra. Það gerði sýslu- maður og Páll neyddist til að tína þetta upp sjálfur og afhenda mér féð á venjulegan hátt, sem mannlegt þykir.“ Verkalýðsbarátta 20. aldar er vörðuð minningu þeirra manna sem neituðu að beygja sig fyrir auði eða öðrum brestum. Langafi minn, Helgi Hannesson, er hér til frásagn- ar. Hann fæddist 18. apríl 1907 og hefði því nýverið orðið hundrað ára gamall. Þau 91 ár sem hann lifði starfaði hann m.a. sem kennari, for- maður Alþýðusambands Íslands, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, á langri starfsævi sem öll var mörkuð heiðursmannslegri framgöngu hans í verkalýðsbaráttu. Ég þekkti hann fyrst og fremst af afrekssögum: átt- ræður þreytti hann enn tveggja kíló- metra sund daglega. Og níræður vann hann enn fyrir nafnbótinni „sjarmör aldarinnar“. En ég vík fyr- ir lýsingu samferðamanns. Árið 1944, þegar Helgi nálgast fertugt, lýsir Guðmundur Hagalín honum svo: „Haustið sem ég flutti til Ísafjarð- ar tók ég eftir ungum manni, afar hávöxnum og lítið eitt sérkennileg- um. Mér virtist svipur hans bera óvenju ljósan vott um lifandi áhuga og starfslöngun, hugsjóna- og lífs- gleði, en þó um leið varfærni og al- vöru og jafnvel lífsreynslu. Ég spurði hinn vitra mann Hans heitinn Einarsson kennara eftir þessum pilti og sagði hann mér að hann væri einn hinn skylduræknasti, drengi- legasti og duglegasti námsmaður sem hjá sér hefði lært. Það er vissa mín að Helgi Hann- esson hefur þegar frá byrjun reynst allt í senn laginn, duglegur og stjórnsamur kennari, og þó með af- brigðum vinsæll og þær námsgrein- ar sem hann hefur einkanlega kennt, reikningur og náttúrufræði, hafa orðið mjög vel þokkaðar af nemendum og þeir fengið á þeim óvenju góða þekkingu. Þá hefur hann verið eftirlitsmaður mjög um hagi og heilsufar nemendanna og kom það greinilegast í ljós á fisk- leysis- og kreppuárunum 1932–38, þá er allur þorri almennings á Ísa- Helgi Hannesson firði var mjög illa staddur fjárhagslega.“ Kennarar gegndu víða lykilhlutverkum í verkalýðsbaráttu á liðinni öld. Það var ekki aðeins að þeir bæru hag barna og menntun fyrir brjósti, eða virðingarstaða þeirra og bókvit, sem gerði þá að forsvars- mönnum í réttinda- baráttu, heldur og að, ólíkt flestum launa- mönnum til bæja, áttu þeir ekki allt sitt undir útgerðar- mönnum eða öðrum atvinnurekend- um. Æviráðning kennara hjá hinu opinbera þýddi að þeir voru ekki jafn berskjaldaðir fyrir völdum eignamanna og aðrir. Helgi rifjar sjálfur upp tímann á milli stríða: „Kaupið var skrifað inn í reikning og vörur skrifaðar út úr reikningn- um, semsé: á þessum tíma var ekki um nein peningaviðskipti að ræða. Verkafólki og sjómönnum voru skömmtuð laun af kaupmanni og út- gerðarmanni, og kaupmaður skammtaði einnig vöruverð og hann hélt þannig á málum að menn fengju yfirleitt ekki hærra kaup en svo að það næði úttekt kannski, og þó var það ekki alltaf. Alloft urðu menn stórskuldugir, því að úttektin varð meiri en innleggið, miðað við tekj- urnar sem kaupmaðurinn ætlaði fólki sínu. Þetta átti mikinn þátt í fátækt ýmissa þorpa. Það var ekki fyrr en með stofnun verkalýðsfélaga sem á þessu fékkst breyting. Vinnutími verkafólks var frá því klukkan sex á morgnana til sjö á kvöldin og jafnvel átta, þegar svo bar undir. Engin yf- irvinna var greidd hærra kaupi en dagkaupið var. Þegar fólk spurði: „Og hvað borgarðu í laun?“ var svar- að „Ja, ég gef nú þetta og þetta marga aura“ – greiðsla til fólksins á launum var gjöf frá kaupmanninum að hans skilningi.“ Helgi var mótfallinn áfengis- drykkju, líkt og baráttumenn víða um Evrópu, enda væru engir sigrar vinnandi undir áhrifum. Sem stúku- maður bragðaði hann aldrei áfengi, þó „gæti verið kannski í einhverjum meðölum sem ég hef tekið, ég veit ekkert um það.“ Í veislum Helga drakk fólk mjólk, kaffi og heima- lagað súkkulaði frá konu hans, Tótu. Þá ræddi Helgi pólitík við karl- mennina á meðan Tóta bar fólkinu veitingar. Þó að verkaskipting á heimili hans væri þannig með hefð- bundnu sniði og einkalíf Helga ein- kenndist af hefðbundnum hugmynd- um um karlmennsku, takmarkaðist pólitísk réttlætiskennd hans ekki við kyn. „Þegar skipað var út þurrkuðum saltfiski var eitt skippund vigtað á börur, þ.e. 160 kíló. Þetta var borið af tveimur niður fjöruna, kambinn, fram búkka, fram litla bryggju og sturtað í stærri báta sem fluttu þetta til skipanna sem biðu á höfn- inni og myndu sigla til erlendra kaupenda. Þetta voru sögð verk sterkustu karlmanna en móðir mín vann þetta. Hún bar á móti karl- manni, en fékk ekki nema 12 eða 15 aura á tímann. Karlmaðurinn fékk 25. Þetta óréttlæti kom mjög við mig sem barn og ungling.“ Meðal verka Helga síðar meir var stofnun deilda fyrir kvennastéttir, innan verkalýðsfélagsins Baldurs: Sjafnar, deildar starfsstúlkna á sjúkrahúsum og Dyngju, sem var deild saumastúlkna. Eftir stofnun Dyngju átti hann raunar í vandræð- um með að fá saumuð á sig jakkaföt, er vinnuveitendur stúlknanna hugs- uðu honum ekki bara þegjandi þörf- ina. En furðu litla óvild virðist Helgi þó hafa skapað sér með verkum sín- um. 20. öldin, öld langafa míns, færði Íslendingum rétt sem alþýða manna hafði ekki áður þekkt. Bylting nam hér land, eftir langa siglingu, sú hugmynd að allir menn væru bornir til fullveldis og reisnar. Það er auð- velt að missa sjónar á sigrunum, á dögum sem gera sjálfselsku að sið- ferðilegu skylduboði, máttarstólpa samfélags. Sá trúboði sem hefði far- ið um hafnir landsins á miðri síðustu öld til að kenna þessa dyggð hefði hugsanlega hlotið óblíðar móttökur. Baráttan sem var háð í nafni frelsis, jafnréttis og bræðralags, skildi eftir sig skólakerfi, heilsuvernd, heil- brigðis- og atvinnutryggingakerfi, lífeyrissjóði, svo ekki sé minnst á húshitun, réttinn til svefns, helgarfrí og sumarfrí. Án þessarar baráttu væru það Íslendingar sem veiktust við ellefu tíma vaktir í gangagerð, án salernis og vaska. En baráttan var einmitt barátta. Slagur. Hún snerist ekki um miskunnsemi hinna lán- sömu í garð „þeirra sem minna mega sín“ eins og nú er haft á orði – hún var ekki „mjúkt mál“, heldur vatt fram með átökum og brann bæði í orðum og á skrokkum þeirra sem háðu hana. Menn sem deildu innbyrðis um aðferðir og uppáhalds bækur, stóðu þó reifir saman á víg- línu: „Við þurftum að grípa til verkfalla til að ná viðunandi samningum og kom þá stundum til harðra átaka. Í einu slíku verkfalli urðu átök milli Baldursfélaga og stuðningsmanna atvinnurekanda. Þá kom norskur maður á vettvang, Gabriel Siri, sem stuðningsmaður atvinnurekenda. Hann var þrekvaxinn og kraftaleg- ur. Og honum lendir saman við verkamann, sem virtist nú ekki neinn kraftajötunn. Þessi maður hét Sigurður. Ekki höfðu átökin staðið lengi þegar Sigurður skellti Sira niður í aurbleytuna er þeir stóðu á og sýndi honum í tvo heimana. Er Sigurður hafði sleppt höndum af Sira var hann fljótur að skunda brott en verkfallsfólk hyllti Sigurð með fagnandi húrrahrópum. Eftir þennan atburð var Sigurður ávallt kallaður Siggi Sirafellir.“ Hafi langafi sjálfur skellt nokkr- um manni í jörðina var það sjálfsagt kurteis skellur og mjúk lending. Hann var vandvirkur og þolinmóður en harður og staðfastur sósíal- demókrati, innan vinstrihreyfingar sem barðist ekki um sneið af köku, heldur gerði tilkall til fullveldis og þátttökuréttar alls fólks í siðuðu samfélagi. Þegar aldur og viðhald á skrokki kölluðu eftir reglufestu starfaði hann sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun og kennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur, ásamt því að sinna endurskoðun. Það var í því starfi sem Helgi kynntist Sverri nokkrum Haukssyni. Í endurminn- ingum Helga, sem ég hef undir höndum, birtist mikill hlýhugur til þessa manns, sem fylgdi Helga í erf- iða skurðaðgerð árið 1983. Þetta er vert að minnast á: „Hann sýndi mér þá vináttu og miklu umhyggju að fara með okkur til Cleveland og dvelja þar í nokkra daga til að fylgj- ast með líðan minni og fór hann ekki heim aftur til Boston fyrr en hann hafði fullvissað sig um að aðgerðin hefði heppnast. Þetta var okkur Tótu afar mikils virði og er mér óhætt að fullyrða að ég hafi hvorki fyrr eða síðar mætt slíkri umhyggju af mér vandalausum manni, sem Sverrir sýndi mér þarna.“ Í Clevel- and braggaðist Helgi vel við strand- ferðir og lifði, eftir aðgerðina, í fimmtán ár, öldina nærfellt á enda. Nú, þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu Helga Hannessonar, stend ég og hneigi mig fyrir honum og minningu annarra þeirra sem börð- ust á 20. öld fyrir þá hugsjón að eng- in manneskja sé fædd til að skríða. Við búum enn við ylinn af þeim eldi. Haukur Már Helgason. ALDARMINNING Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matthías Jochumsson) Þrátt fyrir að þjáningum Mar- grétar eða Möggu, eins og hún var oftast kölluð, sé lokið, er sann- arlega erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hún sé horfin á braut; farin héðan alfarin til æðra lífs. Breytingarnar verða miklar, hún skipti svo miklu máli í lífi margra, ekki bara innan fjölskyld- unnar heldur einnig meðal vina og vandamanna. Möggu hitti ég fyrst fyrir rúm- lega þrjátíu árum, þegar maðurinn minn kynnti mig fyrir henni, en nokkrum árum áður höfðu þau eignast saman hann Reyni Ólaf. Þannig tengdumst við. Ég man eftir þessu augnabliki og að það fyrsta sem ég hugsaði var, hvað þetta væri falleg kona, með þessi dimmbrúnu augu. Ég man það líka að þessi fyrstu kynni okkar voru ekki á nokkurn hátt vandræðaleg og raunar fannst mér eins og við hefðum alltaf þekkst. Þannig var Magga. Fyrir nokkrum mánuðum áttum við saman einlægt og gott samtal, þegar okkur var falið það hlutverk að passa annað sameiginlega barnabarnið okkar. Hún vissi um sinn sjúkdóm og hvað beið hennar. Í spjalli okkar kom fram að hún óttaðist ekki dauðann; bað um það eitt að fá að eiga sársaukalausa daga. Að hitta manneskju, sem horfir svo æðru- laust mót hörðum örlögum sínum er þroskandi og kennir manni að horfa óttalaust á brotthvarf úr þessu lífi. „Já, þetta er bara svona,“ sagði hún. Já, hún var búin að vera heppin að eigin mati í þessu lífi; búin að ala upp börnin og þau komin á beinu brautina. Jú, eru það ekki börnin sem skipta mestu máli. Allt annað eru dauðir hlutir. Þar með var tilganginum með lífi hennar náð. Okkar góðu kynni héldust óbreytt allt þar til yfir lauk. Ég fékk að vera Amma-Gurrún og alltaf sýndi hún áhuga börnum okkar Þráins og systkinum Reyn- is, þeim Jóni Halldóri og Hrefnu, rétt eins og þau væri hluti af hennar fjölskyldu. Fyrir það og allt annað þakka ég henni. Við fjölskyldan að Fannafold 47, Þráinn, Guðrún, Hrefna og Jón Halldór kveðjum Margréti með söknuði og sendum Reyni Ólafi og fjölskyldu og eiginmanni Mar- grétar, Guðmundi Jónssyni, börn- um þeirra Lilju og Jóni Valgeiri og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum ástvinum, okkar innilegustu sam- úðarkveðju. Blessuð sé minning Margrétar Reynisdóttur. Guðrún Jónsdóttir. Í annað sinn á rúmum tveimur árum er það hlutskipti okkar, vina- hópsins, að kveðja kæra vinkonu. Okkur finnst óskiljanlegt að aft- ur skuli vera höggvið svo stórt skarð í þennan hóp sem búinn er að standa saman í yfir 30 ár. Ragnhildur vinkona okkar kvaddi 1. janúar 2005 og nú féll Magga, eins og við kölluðum hana alltaf, fyrir sama sjúkdómi 29. mars sl. Pálína Margrét Reynisdóttir ✝ Pálína MargrétReynisdóttir fæddist á Grund í Njarðvík 28. sept- ember 1949. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 29. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Grinda- víkurkirkju 7. apríl Minningarnar um Möggu eru allar ljúf- ar. Við minnumst hennar með mikilli virðingu. Magga setti alltaf aðra í forgang. Þess nutu allir sem hana umgengust, bæði fjölskylda og vinir. Það eru ófáar ferðirnar sem við er- um búin að fara sam- an í gegnum árin. Þeim fjölgaði mikið eftir að hún og Gvendur keyptu sér húsbílinn því þau höfðu mjög mikla ánægju af að ferðast í hon- um. Það var aldrei lognmolla í kringum þau hjónin, lífsgleðinni sem alltaf einkenndi þau kynnist maður ekki oft á lífsleiðinni. Í vetur ákváðum við vinahóp- urinn að endurvekja okkar árlegu þorrablót sem höfðu fallið niður sl. tvö ár. Magga mætti að sjálfsögðu, þó að hún væri þá orðin fársjúk en húmorinn var í lagi eins og alltaf. Var það okkur öllum mikils virði og til mikillar ánægju að hittast þessa kvöldstund. Baráttan var búin að standa lengi en aldrei bug- aðist hún og aldrei heyrðum við hana kvarta. Elsku Magga, við kveðjum þig með miklum söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú varst okkur. Sofðu rótt og Guð geymi þig. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Elsku Gvendur og fjölskylda. Okkar dýpstu samúðarkveðjur. Stefanía Björg og Ólafur Þór, Elísabet og Daníel. Skarð hefur verið höggvið í hóp starfsmanna við Grunnskólann í Grindavík. Pálína Margrét Reyn- isdóttir var starfsmaður við skól- ann til margra ára, þar til fyrir einu og hálfu ári að hún lét af störfum vegna veikinda. Í starfi sínu við skólann sem skólaliði reyndi mikið á þá þætti sem henni voru í blóð bornir, dugnað og hæfi- leika í samskiptum við starfsfólk og ekki síst við nemendur sem sjá á bak umhyggjusamri konu sem ætíð var tilbúin til þess að leysa allan vanda. Það eru eðlisþættir starfsmanns sem gerir hvern skóla betri. Við í Grunnskólanum í Grindavík geymum dýrmætar minningar um konu sem sem með framgöngu sinni hafði jákvæð áhrif á umhverfi sitt, konu sem gaman var að gleðjast með og konu sem féll betur að hugsa fyrst um aðra, en síðar um sig sjálfa. Góður starfsmaður hefur verið kvaddur með þökk fyrir samfylgd- ina. Eftirlifandi eiginmanni, börn- um og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna Grunn- skólans í Grindavík, Gunnlaugur Dan Ólafsson. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.