Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar Ýmislegt Félagsmenn MATVÍS og Rafiðnaðarsambands Íslands Til Hamingju með daginn! Tökum þátt í hátíðarhöldum dagsins og mætum síðan í 1. maí kaffi í félagsmiðstöðinn á Stórhöfða 31. Stjórnir RSÍ og MATVÍS Hvað meinar D-listinn? Í tíðum auglýsingum Sjálfstæðisflokksins segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera fólki yfir sjötugu kleift að afla sér tekna án þess að lífeyrir skerðist.” Á þetta við um allar tekjur, launa-, rekstrar-, eignaskipta- og fjármagnstekjur svo og tekjur maka? En hvað um tekjur fólks á aldrinum 67-70 ára og hvað um tekjur öryrkja yngri en 67 ára? Á þetta fólk ekki að sitja við sama borð og þau sjötugu? Ef ekki á að mismuna fólki væri ekki einlægast að segja?: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fella niður allar skerðingar á lífeyri Tryggingas- tofnun-ar ríkisins, vegna annarra tekna. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Fundir/Mannfagnaðir Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf verður haldinn í höfuðstöðvum Olís Sundagörðum 2, Bogasal 7. hæð þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 17.00. 1. Dagskrá skv. samþykktum sjóðsins 2. Tillaga stjórnar um sameiningu við aðra lífeyrissjóði 3. Önnur mál Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. 1. maí kaffi Trésmiðafélag Reykjavíkur býður félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra til 1. maí kaffis í Akoggessalnum við Sóltún að lokinni kröfugöngu og útifundi. Félagar fjölmennum í hátíðarhöld dagsins. Treystum velferðina, útrýmum fátæktinni! Stjórn TR. Lagerstarf Vantar mann til starfa á lager. Vinnutími frá kl. 8 til 17. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Morg-unblaðsins eða á box@mbl. is fyrir 6. maí merktar: ,,Lager - 19911”. Seltjarnarnesbær Kjörskrá fyrir Seltjarnarnesbæ Kjörskrá vegna alþingiskosninga á Seltjarnar- nesi þann 12. maí 2007 liggur frammi frá og með 2. maí 2007, á bæjarskrifstofunni á Sel- tjarnarnesi Austurströnd 2, 1. hæð. Bæjarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 9.45 til kl. 16.00 hvern virkan dag. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarstjórnar. Seltjarnarnesi 30. apríl 2007. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi. Tilboð/Útboð Við kveðjum nú Egil Einarsson. Ekki datt okkur í hug fyrir tæpu ári, þegar við kvödd- um Gunna pabba og Egill Einarsson ✝ Egill Einarssonfæddist í Reykjavík 24. októ- ber 1929. Hann lést á heimili sínu að- faranótt 6. mars síð- astliðins og var út- för hans gerð frá Hjallakirkju 14. mars. tengdapabba, að svo stutt yrði milli tví- burabræðranna. Þeir höfðu ávallt verið sam- rýndir og hlotið svipað hlutskipti og urðu ör- lög þeirra að kveðja þennan heim á svipað- an hátt. Elli var ávallt stór þáttur í lífi okkar á há- tíðarstundum. Það var Elli bró sem átti af- mæli þegar Gunni átti líka afmæli og voru af- mælin oft haldin sam- eiginlega og undanfarin ár á sólar- strönd. Í jólaboðum þurfti Elli ávallt að bregða sér frá einmitt á meðan jólasveinninn birtist. Barnabörnun- um þótti leitt að hann skyldi missa af því að hitta jólasveininn árlega þar til þau urðu nógu gömul til að skynja að þar væri afi þeirra á ferð með gott í poka sínum. Barnabörn hver ann- ars reyndu þeir bræður að tæla til sín með; „komdu til afa“ og runnu oft á þau tvær grímur um hvor væri af- inn. Börn okkar hafa alltaf litið á Ella sem ígildi afa og hafa notið góð- vildar hans. Tvíburabræðurnir áttu dagleg samskipti, hittust eða ræddu saman í síma, ferðuðust saman til sólarlanda og deildu ekki bara afmælisdögum heldur lífi sínu, gleði og sorgum. Er líklegt að það hafi verið mikil við- brigði fyrir Ella að missa bróður sinn og ævilangan sálufélaga í apríl á síðasta ári. Hver var nú til þess að hringja í hann og gantast með hverj- um honum hefði tekist að telja trú um að hann væri hinn bróðirinn, þar sem þeim sem ekki þekktu þá náið reyndist erfitt að þekkja bræðurna hvorn frá öðrum. Elli var að eðlisfari glaðlyndur og skemmtilegur maður sen gott var að umgangast, við minnumst hans með hlýju og söknuði. Elsku Hadda, við vottum þér okk- ar dýpstu samúð og fjölskyldu ykkar allri. Með kærri kveðju, Þór Gunnarsson og Sigrún Ása Sturludóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS SIGURJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Roðasala, Grundar og Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Helga Kristjánsdóttir, Kristján Þór Gunnarsson, Guðrún Hulda Birgis, Sigurjón Kristjánsson, Ragnhildur Sumarliðadóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Magnús Eðvald Kristjánsson, Freyja Kristjánsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Arnar Logi Kristjánsson, Júlíus Steinn Kristjánsson, Anna Lísa Rasmussen, Hörður Þ. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát pg útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU KATRÍNAR JELLE, áður Bústaðavegi 73, Reykjavík. Ásdís Elfarsdóttir, Aðalsteinn Jens Loftsson, Guðbjörn Elfarsson, Rósa Steinunn Hreinsdóttir, Kolbrún Elfarsdóttir, Ármann Hólm Skjaldarson, Ása Fanney Rögnvaldsdóttir, Svanur Baldursson, Aðalbjörg Eva, Elfar Andri, Eyþór Pétur, Bjarney, Vignir Logi, Gunnar Smári, Ísól Eir og Nathan Ari. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU LÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR hjúkrunarkonu. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Droplaugar- staða fyrir umönnun Ástu Láru. Guðmundur Stefánsson, Björn Stefánsson, Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Lárus Stefánsson, Steingrímur Stefánsson, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar og bróðir, BENEDIKT STEINÞÓRSSON, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Björk Benediktsdóttir, Hreggviður Þorsteinsson, Steinþór Benediktsson, Hildur Guðbjörnsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæra móðir, dóttir, tengdamóðir, amma og systir, BRYNDÍS SVAVARSDÓTTIR, fv. bankastarfsmaður, Efstalandi 6, Reykjavík, andaðist í Portúgal aðfaranótt laugardagsins 28. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Björk Óskarsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Haukur Óskarsson, Hulda Bjarnadóttir María Steingrímsdóttir, systkini, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.