Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 24
daglegt líf 24 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ úr bæjarlífinu Ekki er lengur synt í sundlauginni í Sandgerði. Síðastliðinn laugardagur var síðasti dagur sem laugin var op- in almenningi. Það voru 6 ára börn á sundnámskeiði sem voru síðustu notendur laugarinnar. Lionsklúbbur Sandgerðis stóð fyrir því að sund- laugin var byggð á sínum tíma. Frá því að sundlaugin var tekin í notkun hefur sundkennsla farið þar fram en á fyrri hluta síðustu aldar fór hún fram í sjónum við Miðnesfjöruna og síðar í stóru sjókeri við Sandgerð- isvitann.    Á næstu dögum verður hafist handa við að fjarlægja gömlu laugina ásamt pottum og varðskýli og til- heyrandi lögnum og síðan verður hafist handa við að byggja við íþróttahúsið og byggja nýja sund- laug. Nýja laugin verður 25 metra löng en sú gamla er aðeins 16 metr- ar. Áætlað er að þessum fram- kvæmdum verði lokið fyrir næstu áramót og þá eiga bæjarbúar að geta farið í nýja og glæsilega sund- laug og þá verður kominn upp þrek- salur með tilheyrandi tækjum til lík- amsræktar.    Wilson Muuga er farinn. Í fjóra mán- uði setti þetta ágæta skip sérstakan svip á Sandgerði og nágrenni. Marg- ir bæjarbúar gátu séð skipið út um glugga heiman frá sér, í Hvals- neshverfinu gnæfði skipið yfir allt. Ekki vantaði hugmyndir um það hvað ætti að gera við skipið á meðan það stóð fast í fjörunni og hvernig ætti að fjarlægja það. En með íslensku hugviti og góðri skipulagningu tókst Árna Kópssyni og starfsmönnum að fjarlægja skipið án teljandi vandræða.    Hvað lærum við af þessu? Ég hefi rætt við nokkra skipstjórnarmenn um það hvernig það megi vera að nú- tíma skip, með öllum siglingatækj- um og tilheyrandi staðsetningarbún- aði, sigli á fullri ferð upp í fjöru á einni fjölförnustu siglingaleiðinni við landið. Það sem einu sinni hefur gerst getur alltaf gerst aftur, en við skulum vona að svona uppákoma verði ekki aftur og siglingayfirvöld þrýsti á um að skipstjórnarmenn haldi vöku sinni á siglingu við landið.    Nú er rokið notað til rannsókna. Það hefur oft verið sagt að það sé alltaf rok á Suðurnesjum en við sem hér búum vitum að vindurinn fer misjafnlega hratt og kippum okkur ekkert upp við það, að stundum fari hann bara nokkuð hratt og komi úr ýmsum áttum. Evrópskir flug- vélaframleiðendur hafa lært að meta vindinn hér. Að undanförnu hefur stærsta farþegaflugvél í heimi, Air- bus 380, verið hér við prófanir og flogið lágflug yfir Sandgerði og Reykjanesbæ. Það er tignarlegt að sjá þessa risaflugvél líða um loftið og ekki er hávaðinn frá henni til ama. SANDGERÐI Eftir Reyni Sveinsson Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Síðust Börn á sundnámskeiði voru síðustu gestir laugarinnar. dag á sama áfangastað og við tók nokkurra stunda bið á vellinum í Frankfurt. Lítið undan henni að kvarta en í fluginu um kvöldið urðu Íslendingarnir aftur fyrir barðinu á þýskri ofurnákvæmni. Af einhverjum ástæð- um var Víkverji bókað- ur á viðskiptafarrýmið, sá eini úr hópi fjöl- margra farþega um borð, og ferðafélaginn með sæti aftur í al- mennu farrými. Óskað var eftir flutningi á sæti fram í við- skiptafarrýmið, því ekki nennti Vík- verji að húka þar einn í löngu flugi. Flugliðar Lufthansa sögðu enga smugu á því, slík ósk hefði átt að liggja fyrir áður en stigið var um borð. Varð Víkverji að sitja einn í farrýminu og lét þýsku flugliðana aldeilis finna fyrir fýlu sinni. Þessi tilvik sem önnur í milli- landaflugi hafa fært Víkverja sönnur á að þjónustan og maturinn hjá Ice- landair sé á heimsmælikvarða, í samanburði við önnur flugfélög. Eft- ir að hafa þvælst í tengiflugi með hinum og þessum félögum er gott að komast í íslenska vél síðasta spölinn heim í heiðarbólið hlýja og góða. Víkverji vonar að númuni forstjóri Lufthansa sperra eyr- un, eða aðrir honum tengdir. Málið er að Víkverji er afar óhress með þetta þýska félag eftir nýlega lífs- reynslu, og getur vart mælt með því við nokk- urn mann að fljúga með Lufthansa. Var Víkverji ásamt ferða- félaga sínum ein- hverjum örfáum mín- útum of seinn að hliðinu í Frankfurt, þaðan sem beið þeirra tengiflug til næsta áfangastaðar. Stutt var liðið frá flugi með Icelandair og fara þurfti í gegn- um öryggistékk á tveimur stöðum. Hinir íslensku ferðalangar voru ekki seinni fyrir en það að fyrir utan hlið- ið beið ennþá rúta til að aka með far- þegana út í vél. En það varð engu tauti við starfsfólk Lufthansa komið. Það fyrtist við öllum mótmælum frá þessum annars dagfarsprúðu Ís- lendingum. Það átti ekki að hleypa þeim í gegn þó rútan væri ekki farin af stað. Aldrei hafði heyrst útkall í kallkerfi flugstöðvarinnar og þessi framkoma var öll hin undarlegasta. Það reyndist lán í óláni að önnur vél með Lufthansa var bókuð þennan           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Þetta er frábært tækifæri tilað víkka sjóndeildarhring-inn, kynnast ólíkum lönd-um, ólíkri menningu og skemmtilegu fólki. Tækifæri til að búa tímabundið með alls konar fólki, skiptast á skoðunum og vinna með því. Þetta er í raun frábær skóli,“ segja þær Elín Sigríður Sævarsdóttir og Lilja Rún Tuma- dóttir sem fóru í fyrrasumar til Litháens og tóku þátt í ungmenna- skiptum á vegum SEEDS-Iceland, sem eru íslensk samtök sem snúast um samvinnu á heimsvísu og vernd- un jarðarinnar. „Við vorum fimm sem fórum héðan frá Íslandi í ung- mennaskipti til Litháens, þar sem við tókum þátt í verkefni um nýt- ingu sorps. Allir komu með sjón- armið frá sínu landi og saman bjuggum við til kennsluefni fyrir grunnskólakrakka um verndun um- hverfisins. Við ferðuðumst líka um og vorum með kvöldvökur.“ Elín og Lilja segja að SEEDS stuðli að menningarlegum skilningi í gegnum vinnu, en einnig sé hægt að fara á ráðstefnur og í ung- mennaskipti. „Við tökum á móti út- lendingum í verkefni hér á Íslandi og við sendum líka Íslendinga utan til að sinna verkefnum þar. Í fyrra fóru fimmtán manns héðan en við tókum á móti 160 erlendum sjálf- boðaliðum sem komu hingað til lands og tóku þátt í alls konar verk- efnum. Til dæmis við að undirbúa Fiskidaginn mikla á Dalvík, Reykjavíkurmaraþon og Menning- arnótt. Einnig voru lagfærðir göngustígar í Þórsmörk og í Land- mannalaugum.“ Seeds-samtökin voru stofnuð fyr- ir einu og hálfu ári af þremur ung- um mönnum sem allir höfðu reynslu af sjálfboðastörfum, þeim Viktori Þórissyni, Oscari-Mauricio Uscategui og Héctor Angarita. „Fólk á öllum aldri getur tekið þátt í verkefnum á vegum SEEDS en þó eru flestir 18–26 ára. Vinsæl- ast er að fara til framandi landa, eins og Indlands eða Brasilíu. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt, til dæmis var hægt að starfa í far- andsirkus eða fæla apa með flug- eldum frá ökrum í Japan. Þeir sem taka þátt í verkefnum þurfa aðeins að borga fargjaldið en þeim er séð fyrir fæði og húsnæði. Þeir sem fara á ráðstefnu eða ungmenna- skipti fá greidd 70% af ferðakostn- aðinum frá Evrópusambandinu,“ segja þær Elín og Lilja sem báðar eru í stjórn hjá SEEDS. „Þetta árið stendur íslenskum ungmennum til boða að taka þátt í sjálfboðavinnu í yfir 80 löndum víðsvegar um heiminn og verkefnin sem hægt er að velja um eru rúm- lega þrjú þúsund. Þetta eru alls konar verkefni sem tengjast ekki endilega öll umhverfismálum þó sum þeirra geri það. Til dæmis koma tólf erlendir einstaklingar hingað til lands í maí og þeir munu m.a. hjálpa til við undirbúning Listahátíðar í Reykjavík. Hjá SEEDS-samtökunum er í boði að gera göngustíga í þjóðgarði á Ítalíu og koma að byggingu skóla fyrir börn á hálendi Kenía, svo eitthvað sé nefnt. Við erum ákveðnar í að fara aftur utan í sumar til að taka þátt, það er engin spurning. Eina vandamálið er að velja úr öllum þessum spennandi verkefnum.“ Að fæla apa frá ökr- um eða starfa í sirkus Kátar í sandinum Lilja og Elín bjuggu í litlum húsum niðri við strönd í Litháen meðan þær unnu að verkefni með ungmennum frá öðrum löndum. Strandlíf Nokkrir af þeim kátu krökkum sem tóku þátt í verkefn- inu með stelpunum í Litháen. Þær eru rétt að byrja í því að leggja sitt af mörk- um til að gera heiminn betri og upplifa ævintýri í leiðinni. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvær ungar konur sem hafa tekið þátt í sjálfboðastarfi úti í heimi. www.seedsiceland.org Áhugasamir hafi samband við skrifstofu SEEDS í síma 845-6178 Bilið á milli heilsu þeirrabest og verst launuðubreikkar er eftir-launaaldri er náð, sam- kvæmt nýrri rannsókn sem birt var í fagtímaritinu British Medical Journal. Þannig er líkamlegur aldur mann- eskju sem hefur verið á lágum launum allan sinn starfsaldur átta árum hærri en þeirra vel laun- uðu. Rannsóknin tók til rúmlega 10.000 breskra ríkisstarfs- manna á aldr- inum 35-55 ára og náði yfir tuttugu ára tímabil. Líkamleg heilsa versnaði með aldr- inum hjá öllum hópum, en lang- hraðast hjá verst launuðu starfs- mönn- unum. Starfs- mennirnir unnu í 20 ólíkum deildum, komu úr öll- um starfsstéttum og voru rannsakaðir fimm sinnum á ára- bilinu 1985-2004. Er eftirlaunaaldri var náð breikkaði heilsubilið síðan milli hópanna enn frekar. Meðalheilsa 70 ára einstaklings úr hópi þeirra vel launuðu mældist t.d. samsvarandi og launa- lágs ríkisstarfsmanns sem var átta árum yngri. Um miðjan aldur hafði heilsubilið hins vegar aðeins verið 4,5 ár. Þá virtist eftirlaunaaldurinn bæta geð- og líkamsheilsu þeirra vel launuðu en engin samsvar- andi svörun mældist meðal hinna launa- lægri. Og þótt rann- sóknin hafi að mestu náð til starfsfólks í skrifstofu- og þjón- ustustörfum telja vísindamennirnir sama gilda um aðrar starfs- stéttir. „Það hef- ur alltaf verið geng- ið út frá því sem vísu að heilsubil- ið milli starfs- stétta minnkaði er eft- irlauna- aldri væri náð, hefur vefmiðill BBC eftir Tarani Chan- dola, hjá Uni- versity College London, sem fór fyrir rannsókninni. „Eftirlaunaaldurinn virðist hins vegar ekki minnka bilið. Ójafnvægið í heilbrigð- ismálum eykst þess í stað.“ Sagði Chandola daglegar venjur og mat- aræði vera meðal þess sem þarna gæti átt þátt að máli. Hærri tekjur gætu t.d. þannig átt sinn þátt í því að sá hópur elli- lífeyrisþega gat lifað virk- ara félagslífi og neytt holl- ari fæðu. Heilsubilið breiðast á eftir- launaaldrinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.