Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÆTTI AÐ ELDA EITTHVAÐ Í KVÖLD... SVONA FYRST ÉG ER BÚINN AÐ SETJA Á MIG HATTINN MJÖG GÓÐ RÖKHUGSUN BLAA! KLÓR! PABBI, VEISTU HVAÐ? ÉG OG HOBBES FÓRUM TIL MARS Í DAG! ER ÞAÐ? JÁ, VIÐ ÆTLUÐUM AÐ FLYTJA TIL MARS VEGNA ÞESS AÐ JÖRÐIN ER ORÐIN SVO MENGUÐ. EN ÞEGAR VIÐ KOMUMST AÐ ÞVÍ AÐ MARSBÚAR BÚA Á MARS ÞÁ FÓRUM VIÐ HEIM ER ÞÉR ILLA VIÐ MARSBÚA? NEI, ÞEIM VAR ILLA VIÐ OKKUR. ÞEIR HAFA HALDIÐ AÐ VIÐ ÆTLUÐ- UM AÐ MENGA MARS EINS OG JÖRÐINA AF HVERJU LYKTAR FÍNA SKJALA- TASKAN MÍN EINS OG TÚNFISKUR? PABBI! VIÐ FÓRUM ALLA LEIÐ TIL MARS OG HOBBES GLEYMDI MYNDAVÉL- INNI HEIMA! ÞAÐ ER ALLTAF VISS TENGING MILLI MÓÐUR OG DÓTTUR... SEM ENGINN KARL- MAÐUR GETUR SKILIÐ SÚ TENGING ER: „AÐ ELSKA AÐ VERSLA“! ATLI, VIÐ ERUM KOMNIR Á NORÐURPÓLINN! GRÍMUR, ERTU VISS? ANNAÐ HVORT ÞAÐ EÐA VIÐ ERUM Í AUGLÝSINGU FYRIR ÞYKKVABÆ LALLI, ÞÚ ERT ANSI GÓÐUR MEÐ BASSANN. ÞÚ GETUR SPILAÐ MEÐ OKKUR TIL REYNSLU... ÞAÐ VÆRI FRÁBÆRT! ÉG BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ KOMAST INN ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞIÐ ÆFIÐ MIKIÐ... EN ÉG Á FYRIRTÆKI OG ÞAÐ VERÐUR ALLTAF AÐ GANGA FYRIR HJÁ MÉR ÉG ER BARÞJÓNN OG MAGGI SLÆR GRAS SJÁUMST KLUKKAN EITT Á MORGUN MEIRA AÐ SEGJA ÞEGAR ALLT GENGUR VEL HJÁ MÉR ÞÁ SAKNA ÉG M.J. KANNSKI ER ÞETTA HÚN PETER? BINGÓ! LALLI, VIÐ SKILJUM ÞAÐ VEL. VIÐ ERUM ALLIR Í VINNU dagbók|velvakandi Verslunarhættir Íslendinga ÉG er alltaf jafn hissa á verslunar- háttum landa minna. Ekki nóg með að það þurfi að vera opið alla daga ársins, það þarf helst að vera opið allan sólarhringinn. Ekki veit ég hvað þarf svo nauð- synlega að fólk þurfi að fara klukkan fjögur á nóttunni í búð. En nóg með það í bili. Fólk er kvartandi og kveinandi yfir háu matarverði á Ís- landi. Ekki er það skrítið þegar starfsfólk verslana þarf að vinna alla daga ársins. Seinustu vígin eru stórhátíðardagarnir: Jóladagur, föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur. Það er svo langt gengið að verslunarfólk fær frekar frí 1. maí en á frídegi verslunar- manna sem er dálítið skrítið. Ég er ekki átakanlega gömul en ég man þá tíð þegar verslanir voru lokaðar á frídögum og á sunnudögum. Ég legg til á eigendur verslana taki það til at- hugunar að hafa lokað á sunnudög- um. Ég held að Íslendingar séu ekki svo illa haldnir að þeir geti ekki sleppt því að fara í búð einn dag í viku. Og reynið að versla til fleiri en eins dags. Það er alveg ótrúlegt að nenna að fara í búð á hverjum degi til að kaupa örfáa hluti. Það getur ekki verið svo skemmtilegt. Eins á hátíðisdögum, að það sé ekki eitt- hvað skárra að finna sér að gera með fjölskyldunni enn að fara í búð. Kæru samlandar, hugsið um þetta. Starfsmenn verslana þurfa líka að hvíla sig eftir erfiða vinnuviku eins og þið. Um daginn las ég pistil frá konu sem var reið út í sendibílastöðvarnar fyrir að vera ekki í vinnunni á sunnudegi til að þjónusta hana við að fjarlægja ruslið úr garðinum sínum. Kannski voru þessir menn í sínum eigin garði að taka til. Hugsaðirðu ekki um það áður en þú kvartaðir? Þetta segir það allt. Ein áhyggjufull. Snúður er týndur SNÚÐUR Bai- leys, sem er 6 ára, týndist laugar- daginn 21. apríl sl. frá Álftröð 5 í Kópavogi (við hliðina á Mennta- skólanum í Kópa- vogi). Hans er sárt saknað. Snúður er merkt- ur, bæði með ól og eyrnamerktur O3G146. Hann er mjög blíður og góður kisustrákur og svarar yfirleitt kalli. Ef einhver hefur orðið hans var, þá bið ég þann hinn sama að láta mig vita í síma 564-1975 eða 822- 3739. Edda. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MARGIR eru duglegir við að safna dósum og flöskum fyrir Endurvinnsl- una. Þetta dósafjall beið sendibíls við Grettisgötuna. Búast má við að eig- andi þess fái dágóða upphæð að launum. Morgunblaðið/G.Rúnar Dósafjall FRÉTTIR Húsavík | Menningarsjóður Glitnis og Hvalasafnið á Húsavík hafa gert með sér samstarfs- og styrktarsamning og var hann undirritaður í Hvalasafninu fyrir skömmu. Það voru þeir Örn Björnsson úti- bússtjóri Glitnis á Húsavík og Ás- björn Björgvinsson forstöðumaður Hvalasafnsins sem undirrituðu samninginn að viðstöddum fjörutíu starfsmönnum Glitnis sem voru í fundarferð á Húsavík. Að því loknu afhenti Lilja Rögnvaldsdóttir nýr- áðin aðstoðarútibússtjóri Glitnis á Húsavík Ásbirni styrkinn. Ásbjörn sagði, um leið og hann þakkaði starfsmönnum og stjórn Menningarsjóðs Glitnis fyrir þenn- an frábæra stuðning, samninginn vera Hvalasafninu afar mikil- vægan. Hann gildir til þriggja ára og tryggir enn frekar rekstrar- grundvöll og uppbyggingu safnsins sem tók á móti rúmlega tuttugu þúsund gestum í fyrra. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Samstarf Örn Björnsson (t.v.) og Ásbjörn Björgvinsson við undirritun. Menningarsjóður Glitnis styrkir Hvalasafnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.