Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞETTA var mjög árangursríkur og efnis- mikill fundur,“ segir Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, um kynningarfund um loftslagsbreytingar og orkumál á Bessastöð- um sem bandaríski öldungadeildarþingmað- urinn Barbara Boxer, formaður umhverf- isnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sat í gær. Að sögn Ólafs Ragnars er heim- sókn Boxer enn ein staðfestingin á því að áhrifaríkir aðilar í Bandaríkjunum hafi mik- inn áhuga á því að byggja ítarleg tengsl við Íslendinga á sviði hreinnar orku og loftslags- breytinga. Ólafur Ragnar átti fyrr á þessu ári fjölda funda með áhrifamönnum í stjórnmála-, við- skipta- og háskólalífi Bandaríkjanna. „Það er eindregin niðurstaða mín að loftslagsbreyt- ingarnar, krafan um hreina orku og sú tækniþekking sem Ísland hefur fram að færa skapar okkur möguleika á að þróa afar mikilvægt og arðbært samstarf við Banda- ríkin á þessu sviði,“ segir Ólafur Ragnar og tekur fram að þegar sé búið að stíga fyrstu skrefin. Bendir hann í því samhengi á að þeg- ar sé búið að leggja fram frumvörp bæði í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkja- þings um viðamikinn stuðning við jarðhita- framkvæmdir og jarðhitarannsóknir í Bandaríkjunum. Að sögn Ólafs Ragnars lýsti Barbara Box- er á fundinum þeirri skoðun sinni að orku- málin væru stóra öryggismál 21. aldarinnar. „Hún lýsti því eindregið yfir að það væri henni mjög að skapi að þegar kalda stríðinu væri lokið og ekki væri lengur þörf á dvöl bandarískra hermanna á Íslandi þá yrði þró- uð samvinna á sviði tæknilausna, vísinda hreinnar orku og baráttunnar gegn loftslags- breytingum sem væri stóra öryggismál 21. aldarinnar. Hún minnti í því sambandi á það að olían, og hve háðir Bandaríkjamenn væru innflutningi á henni frá öðrum löndum, væri stærsta öryggisvandamál Bandaríkjanna,“ segir Ólafur Ragnar. Á fundinum í gær fluttu íslenskir vísinda- menn og sérfræðingar stutt erindi, m.a. um breytingar á íslenskum jöklum, um nýtingu jarðhita, um niðurdælingu koltvísýrings í jarðlög og um íslenska vetnisverkefnið. Að þeim loknum fóru fram almennar umræður. Barbara Boxer sækir kynningarfund um loftslagsbreytingar og orkumál á Bessastöðum Morgunblaðið/Kristinn Fundað á Bessastöðum Fundinn sátu m.a. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Carol van Voorst og Barbara Boxer. Stóra öryggismál 21. aldarinnar STURLA Böðvarsson, forseti Alþingis, telur ekki eðlilegt að forsætisnefnd þingsins taki upp einstök mál sem séu uppi á borð- um hjá Ríkisendurskoðun, enda séu þau mál til með- ferðar hjá fjárlaganefnd sem hafi það hlutverk með höndum á vegum þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, sagði í Morgunblaðinu í gær að hún teldi eðlilegt að forsætisnefnd ræddi framkvæmd fjárlaga í ljósi þeirrar deilu sem upp er komin um framlög vegna Grímseyjarferju og var Sturla spurður hvort hann teldi sig vanhæfan til að koma að því máli í ljósi þess að hann var sam- gönguráðherra þar til í vor. „Hins vegar tel ég eðlilegt að Ríkisend- urskoðun geri forsætisnefnd grein fyrir þeim deilumálum sem upp hafa komið um framkvæmd fjárlaga,“ sagði Sturla og bætti við að hann sæi ekki að hann væri vanhæfur sem forseti Alþingis til að koma að umfjöll- un um þau mál almennt á vettvangi forsæt- isnefndarinnar. Hann benti einnig á að í gildi væru lög um framkvæmd fjárlaga og hugsanlega þyrftu að koma til skoðunar lagabreytingar í þeim efnum með það að markmiði að bæta samskipti löggjafarvalds- ins og framkvæmdavaldsins að þessu leyti. Fundur forsætisnefndar Alþingis hefur verið boðaður á mánudag og þriðjudag í næstu viku og verða þar til umfjöllunar þingstörfin í vetur og ýmis mál þeim tengd. Til þess fundar mæta fulltrúar Ríkisend- urskoðunar og umboðsmaður Alþingis eins og venja er á þessum tíma árs. Telur sig ekki vanhæfan Sturla Böðvarsson KRISTJÁN L. Möller samgönguráðherra seg- ist ekki geta séð að Einar Hermannsson sitji undir ærusviptingu vegna sinna orða, en útilokar þó ekki viðbrögð af sinni hálfu ef fjárlaganefnd tekur þátt Einars í ferju- málinu til skoðunar og metur ábyrgð hans minni en yfirlýsingar ráðherrans í fjölmiðlum hafa gefið í skyn. Hann hafi aldrei lýst ábyrgð- inni á hendur Einari. Einar, sem er skipaverkfræðingur og ráðgjafi, ritaði fulltrúum í fjárlaganefnd ný- lega bréf þar sem hann krafðist þess að ábyrgð hans í málinu yrði skoðuð nánar. Vildi ráðherra ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu en sagði það sitt helsta um- hugsunarefni að klára mál Grímseyjarferju far- sællega. Ferjumálið er erfðagóss „Þetta mál er auðvitað erfðagóss sem kom til mín frá fyrri tíma. Það sem ég er mest upptek- inn við núna er að sigla málinu í höfn og gera úr ferjunni nothæft og gott skip með hagsmuni Grímseyinga og ríkissjóðs að leiðarljósi,“ segir Kristján. Ráðstafanir samgönguráðherra í kjölfar margumræddrar skýrslu ríkisendurskoðunar eru nú komnar til framkvæmda, en verkefna- hópur sem hann fól Vegagerðinni að mynda eft- ir að skýrslan kom út fundaði í fyrsta sinn í gær. Á fundinum var rætt um nýja verkáætlun og nýja kostnaðaráætlun fyrir það sem eftir er af verkinu. Þá er stjórnsýsluúttekt Ríkisendur- skoðunar á Vegagerðinni að sögn einnig að komast í gang. Situr ekki undir ærusviptingu Kristján L. Möller Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is SÉRSTÖK matsnefnd um verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúka- virkjunar úrskurðaði í gær að Lands- virkjun bæri að greiða vatnsréttar- höfum rúma 1,6 milljarða króna vegna eignarnáms réttindanna. Lög- maður eins landeigendahópsins segir niðurstöðuna koma sér á óvart en segir ákveðinn sigur felast í sérat- kvæði eins nefndarmanna. Landeigendur höfðu talið eðlileg- ast að réttindin yrðu metin á um 60 milljarða króna og miðuðu við verð sem vatnsréttarhafar hafa fengið á markaði vegna smávirkjana. Úr- skurðarnefndin taldi hins vegar að miða ætti bæturnar við ákveðið hlut- fall af stofnkostnaði Kárahnjúka- virkjunar, með svipuðum hætti og gert var með Blönduvirkjun. Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður nokkurra landeigenda, segir þessa aðferða- fræði furðulega. „Blönduvirkjun var reist í allt öðru viðskipta- og lagaum- hverfi og þá lá ekki fyrir orkusölu- samningur […]. Við höfum nú fullt af dæmum þar sem vatnsréttarhafar hafa fengið miklu meira fyrir vatns- réttindi sín í tengslum við litlar virkj- anir. Þetta er stór virkjun og þá þurfa vatnsréttarhafar að bera samfélags- legan kostnað af framkvæmdinni.“ Hilmar bendir á að öll virkjanleg vatnsréttindi á landinu séu 11,7 millj- arða króna virði, standist mat nefnd- arinnar, því þarna sé um að ræða 13,6 prósent af virkjanlegu vatnsafli á Ís- landi. „Ég yrði ekki hissa ef sam- keppnisaðilar Landsvirkjunar héldu því fram að verið væri að afhenda fyr- irtækinu orkugjafa á undirverði.“ Landsvirkjun hafði metið réttindin á 150-375 milljónir króna en Þórður Bogason, lögmaður Landsvirkjunar, bendir á að matsnefndin hafi fallist á ýmis mikilvæg sjónarmið sem Lands- virkjun hélt fram. Því sé t.a.m. hafnað að samningar vegna smávirkjana séu sambærilegir við Kárahnjúkavirkjun. „Þeir líta til þess að þarna var samið við einn stóran raforkukaupanda í stað þess að miða við hinn almenna markað, hvort svo sem það er hér- lendis eða erlendis,“ segir Þórður. Spurður hvað valdi því að nefndin meti réttindin miklu verðmætari en Landsvirkjun gerði segir Þórður að þar komi nokkur atriði til, m.a. að ein- greiðsla bótanna komi ekki til lækk- unar, og að stærð virkjunarinnar eigi ekki að leiða til lægri bóta. Farið verði yfir niðurstöðuna á næstu dögum. Réttindin metin á 1,6 milljarða Í HNOTSKURN »Landsvirkjun hafði metiðvatnsréttindin á 150-375 milljónir. »Sérstök matsnefnd meturþau nú á rúmar 1.600 millj- ónir. » Íslenska ríkið er stærstivatnsréttarhafinn sam- kvæmt úrskurði óbyggða- nefndar frá því í sumar og á 70% réttindanna.  Landeigendur vildu miða við verð sem vatnsréttarhafar hafa fengið á markaði vegna smávirkjana  Ríkið á 70% réttindanna eftir úrskurðinn  Lögmaður segir aðferðafræðina furðulega Morgunblaðið/ÞÖK Markaðsvirði Matsnefnd um verðmæti vatnsréttinda úrskurðaði í gær.  Engin sátt | Miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.