Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI VERÐUR AÐ TAKA AFSTÖÐU Ríkisendurskoðun er eftirlits-stofnun, sem starfar á vegumAlþingis. Í fyrradag sendi Ríkisendurskoðun frá sér athugasemd vegna ummæla, sem Árni M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, lét falla í samtali við Morgun- blaðið hinn 17. ágúst sl. vegna kaupa á Grímseyjarferjunni. Í athugasemd Ríkisendurskoðunar segir m.a.: „Af þessu tilefni þykir Ríkisendur- skoðun nauðsynlegt að taka fram, að heimild sú, sem fjármálaráðherra vitnar til er að finna í lið 7.9 í 6. gr. fjárlaga áranna 2006 og 2007. Sam- kvæmt henni er fjármálaráðherra heimilt „að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju.“ Svo sem kunnugt er hefur m/s Sæ- fari ekki enn verið seldur. Áætlað söluverðmæti ferjunnar er talið geta verið á bilinu 30 til 40 milljónir kr. Þar sem m/s Sæfari er óseldur hefur til- vitnuð fjárlagaheimild ekki enn verið nýtt að mati Ríkisendurskoðunar. Þegar af þessari ástæðu verður að telja afar vafasamt að stofna til hundraða milljóna króna útgjalda á grundvelli þessarar sölu- og ráðstöf- unarheimildar.“ Og enn segir Ríkisendurskoðun: „…samkvæmt 37. gr. fjárreiðulaga er heimilt að flytja fjárheimildir milli einstakra rekstrarverkefna hvers rík- isaðila í A-hluta … Ríkisendurskoðun hefur jafnan litið svo á, að millifærslu- heimild þessi takmarkaðist við rekstr- arverkefni, en ekki stofnkostnað.“ Þetta er hörð gagnrýni á Fjármála- ráðuneytið, sem svaraði fyrir sig og segir: „Löng hefð er fyrir því að litið hafi verið svo á, að ekki sé einungis verið að ráðstafa andvirði eldri eignarinnar til kaupanna, heldur er Alþingi jafn- framt að veita nauðsynlega lagaheim- ild til kaupa á nýrri eign í staðinn …“ Og ennfremur segir ráðuneytið: „Mörg dæmi eru um það í ríkis- rekstrinum, að stofnanir nýti ónýttar heimildir sínar til að fjármagna kostn- að vegna annarra lögbundinna verk- efni, þegar fyrir liggur lagaheimild til að stofna til kostnaðarins.“ Fjárveitingavaldið er hjá Alþingi. Ríkisendurskoðun er eftirlitsaðili þess. Alþingi hlýtur að taka þetta mál til skoðunar og bregðast við. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að eðlilegt væri að forsætisnefnd Alþingis tæki þessa deilu til umræðu. Forsætis- nefndin verður að gera meira. Hún verður að koma málinu í farveg í þinginu. Alþingi verður að taka af- stöðu. Forseti Alþingis, Sturla Böðvars- son, er aðili að máli þessu sem fyrr- verandi samgönguráðherra. Hann getur því ekki tekið þátt í afgreiðslu forsætisnefndar á því. STAÐA FANGELSISMÁLA Á ÍSLANDI Fangelsismálastofnun hefur áfimmta hundrað einstaklinga í umsjón sinni að einhverju leyti. Um helmingur þeirra er á reynslulausn, skilorði eða ákærufrestun, um 125 sitja í fangelsi og um 100 manns taka út refsingu sína með því að gegna samfélagsþjónustu. Aðeins tveir sál- fræðingar annast þennan fjölda, eins og fram kemur í frétt á forsíðu Morg- unblaðsins í dag. Eins og gefur að skilja fer tími þeirra að mestu í að sinna þeim, sem sitja í fangelsi. Anna Kristín Newton réttarsál- fræðingur er annar sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Hún segir í fréttinni að inn í fangelsin þyrfti minnst einn sálfræðing í viðbót, helst tvo. Fjárveitingar skorti hins vegar til að fjölga slíku fagfólki. Markmiðið með fangelsum er ekki að þjóðfélagið nái sér niðri á einstak- lingum, sem hafa gerst brotlegir við lög. Tilgangurinn er að hjálpa þeim að bæta sig og verða nýtir borgarar. Í fangelsisvistinni á að miða að því að auðvelda föngum að fara út í þjóðfé- lagið án þess að misstíga sig að nýju. Fangelsi eiga ekki að vera geymslur. Þau eiga að stuðla að betrun fang- anna. Sálfræðiþjónusta er þáttur í því að taka á vanda einstaklinga, sem settir eru í fangelsi. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir í samtali við Morgunblaðið í gær að hann telji ekki faglega rétt að sálfræðingar skoði alla fanga, hvort sem þeir þurfi á þjónustu að halda eða ekki og bætir við: „Þörfin fyrir sálfræðiþjónustu er mismikil hjá föngum og ég veit ekki hvað það hefur mikið upp á sig að bjóða þjónustuna ef fanginn ber sig ekki eftir henni.“ Síðar í samtalinu segir Valtýr að þörfin fyrir sálfræði- þjónustu sé mikil og hún hafi aukist hjá föngum á undanförnum árum. Getur verið að fangarnir séu ekki alltaf í bestu aðstöðu til að meta hvort þeir þurfi á aðstoð að halda eða ekki? Anna Katrín Newton segir að fang- ar séu nú fúsari til að óska eftir hjálp og margir verr staddir en áður og hafi verið lengur í neyslu: „Við verð- um til að mynda vör við að einstak- lingum með geðræn vandkvæði, á borð við ofvirkni og athyglisbrest, hefur fjölgað.“ Í október í fyrra var skipuð nefnd undir stjórn Margrétar Frímanns- dóttur og er henni ætlað að gera til- lögur um framtíðarrekstur Litla- Hrauns. Lokaskýrsla hennar er væntanleg í haust. Hvað verður lagt til þar? Það er athyglisvert að Valtýr Sig- urðsson segir í viðtalinu að í dag geti stofnunin ekki sinnt því hlutverki að reyna að hafa áhrif á að menn gerist ekki brotlegir aftur. Hvernig stendur á því að svo er komið í fangelsismál- um landsins að Fangelsismálastofn- un getur ekki lengur sinnt hlutverki sínu? Hvað hefur farið úrskeiðis? Og hvernig á að taka á vandanum? Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Rödd hins mikla ræðumanns er þögnuð. Hann vakti fljótlega athygli á því sem hann hafði fram að færa með því að koma ákveðinn fram, hika hvorki við að stinga á þeim kýlum, sem hann áleit að sköðuðu samfélagið, hvað þá honum dytti í hug að gera greinarmun á því hver átti í hlut, hvort almenningur áleit þann háan eða lágan sem hann fjallaði um. Hann gekk ótrauður fram að hætti Jóhannesar skírara, sem varð þó að gjalda hreinskilni sinnar með höfuðláti. Sem betur fer var ekki svo sótt að séra Sigurði Hauki sem við lesum um örlög Jóhannesar. Þó fór ekki hjá því að sumir kvörtuðu er þeim þótti of nærri sér gengið svo emjað var eins og stigið væri á aumar tær. En Haukur var rólegur og hélt sínu striki. Enginn annar hygg ég hafi náð eyrum jafn margra í fárra mínútna útvarpi og kallast morgunbænir sem hann. Það var beðið eftir pistli hans og það var rætt um það, sem hann hafði sagt deginum áður eða enn fyrr. Menn lögðu við eyrun og þyrsti að heyra hvað hann tæki fyrir næst og á hvað hann kysi að benda. Ekki hefur nokkur sá sem fékk þessar mínútur til umráða nýtt þær með þeim hætti sem Haukur gerði. Minntist hann þó oft á það að hann hefði verið látinn hætta fyrr en ráðgert hafði verið í upphafi og þótti miður og átti erfitt með að sætta sig við það. En þeirrar gerðar var hann að ekki hvarflaði að honum að opinbera hver eða hverjir stöðvuðu hugleiðingar hans sem RÚV hafði í uppafi óskað eftir. Slíkar voru líka ræður hans að á stun Hann var venjulega hinn hógværi maðu stórt upp í sig, hamaðist ekki og krafði En þegar hann sat og skrifaði ræður sí færi annar maður og miklu beinskeytta ur sem fólk mætti á stéttunum. Þennan beitta stíl í prédikunum sínu sér eða verið borinn með frá upphafi. H Ebbu árið sem hann sótti um fleiri brau nokkur annar umsækjandi hafði mátt s stundum við og bentum á orðaval sem g vildi heldur eiga á hættu að hljóta ekki fram með öðrum hætti en hann taldi ré kynntist. En þar kom að Sigurður Haukur hla eyingar buðu hann velkominn og mátu bjó á Hálsi í Fnjóskadal og vakti strax einnig á túnum og hlöðum fólks. Hann aldrei datt honum í hug að víkja sér un bauð ævinlega fram allt það sem hann ekki lítið. Hann hafði alist upp í sveit o og hafði vit á því öllu. Við fögnuðum því, vinirnir er hann fæ kom til höfuðborgarinnar og var þar af sem áttum verksvið í Reykjavík. Hann Langholtinu og tók þar upp þjónustu v Séra Sigurður Haukur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Hver og einn á sinn Jónas, það eiga allirsína mynd af honum, og ég vildi náfram broti af þessum mörgu mynd-um hans. Jónas var líka svo marg- brotinn, svo miklu meira en skáld,“ segir Þór- arinn Blöndal um sýninguna Skyldi’ ég vera þetta sjálfur! sem verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri á laugardaginn. Þar sýnir tuttugu og einn myndlistarmaður verk sem eru öll innblásin af ævi og starfi Jón- asar Hallgrímssonar. „Hugmyndin að þessari sýningu kom upp hjá mér í fyrra vegna komandi 200 ára fæðingaraf- mælis Jónasar. Ég hugsaði að það yrði gaman að fá myndlistarmenn til að túlka sinn Jónas, og þá er ég ekki að tala um sýningu um Jónas heldur sýningu honum til heiðurs þar sem listamenn- irnir eiga samtal við hann.“ Ekki hefðbundið Þórarinn segir að það hafi verið mjög auðvelt að fá listamennina til samstarfs. Spurður hvers vegna þessi stóri hópur varð fyrir valinu segist hann hafa viljað fá sem breiðasta mynd af Jón- asi. „Listamennirnir hafa allir tengingu við Jón- as, hver á sinn hátt, og mér finnst þeir líka hafa tilfinningu fyrir því mannlega eins og Jónas. Þeir eru samt ólíkir og á öllum aldri, þetta eru málarar, vídeólistamenn og skúlptúristar, öll flóran, þannig að búast má við mjög fjölbreyttri og spennandi sýningu sem er alls ekki hefðbund- in. Þarna má sjá allt frá landslagsmálverkum til vídeólistar, það eru skúlptúrar, lágmyndir, ljós- myndir og ljóð. Megas samdi m.a. ljóð ásamt fleirum. Í tilefni sýningarinnar er gefin út bók og í henni fékk hver listamaður eina opnu til að vinna með. Þau fyrirmæli fylgdu þar að einungis mætti nota skriffæri og það kemur mjög skemmtilega út, menn sömdu ljóð til Jónasar og skrifuðu honum bréf. Margt er mjög fallegt.“ Jónas á mikið í okkur Að sögn Þórarins leituðu listamennirnir inn- blásturs á mismunandi hátt í lífi og list Jónasar. „Ég get ekki sagt að það sé nein ein lína í gegn- um sýninguna en auðvitað eru menn að vinna með ljóð hans og persónu og að eiga við hann samtal.“ Þórarinn segir sýninguna í sjálfu sér ekki segja neitt nýtt um Jónas enda sé hún ekki fræðileg úttekt á honum heldur segi hún okkur frekar hvað hann á í rauninni mikið í okkur og við mikið í honum. „Jónas er svo samofinn okkar sögu og margt í okkar hversdaglega lífi kemur frá honum. Þótt ekkert leyndarmál verði afhjúp- að um Jónas á sýningunni vona ég að það verði eitthvað sem kemur á óvart, hvernig samræður listamennirnir eiga við hann,“ sagði Þórarinn sem var á fullu við að setja sýninguna upp í Ket- ilhúsinu þegar blaðamaður náði tali af honum. „Við erum að reisa ansi mikil mannvirki þarna inni, klæða af veggi og búa til nýja enda stór hópur sem sýnir og púsl að koma þessu saman.“ Skyldi’ ég vera þetta sjálfur! verður opnuð næstkomandi laugardag kl. 14 í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri og stendur til 23. sept- ember. Hver og einn á Sýning til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni opnuð í K Án titils Samræða Ragnars Kjartanssonar við Jónas Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Stjórinn Þórarinn Blöndal er sýningarstjóri Skyldi’ég vera þetta sjálfur! Innb Birg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.