Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 20
ferðalög 20 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þó að við hjónin séum sögðstanda að rekstrinum í eig-in nafni stöndum við svosannarlega ekki ein. Þetta er öllu heldur stórt fjölskyldufyr- irtæki enda eru allir okkar nánustu boðnir og búnir að koma hingað á sumrin og hjálpa til. Þetta er al- gjörlega magnað og við höfum stund- um verið að grínast með að Bjarni hefði örugglega ekki getað fengið betri heimanmund með mér en fjöl- skylduna mína því það eru ófáar stundirnar sem þau hafa eytt í þræla- búðunum hér fyrir norðan. Ég sendi bara út verkefnalista fyrir hverja hvítasunnu og geta menn þá bara val- ið sér verkefni gegn mat, drykk og góðum félagsskap,“ segir Elsa Björk Skúladóttir, sem ásamt manni sínum Bjarna Páli Vilhjálmssyni rekur ferðaþjónustu í Saltvík rétt hjá Húsa- vík. Þau hjónin gera út á hestaferðir undir merkjum Íshesta og reka auk þess hestaleigu og reiðskóla fyrir börn. Vel þjálfuð og járnuð hross Yfir háannatímann á sumrin eru 120 hross í Saltvík, þar af eiga Salt- víkurbændur áttatíu hross sjálfir og fá lánuð fjörutíu hross til viðbótar af nágrannabændum. „Þeir sjá sér hag í því að lána okkur hrossin sín því þeir fá til baka vel þjálfaða og járnaða hesta að hausti,“ segir Elsa. Þrettán ár eru nú liðin síðan Bjarni Páll fór að bjóða upp á hestaferðir frá Saltvík, en upphafið má rekja til þess að foreldrar Bjarna, þau Védís Bjarnadóttir og Vilhjálmur Pálsson, tóku Saltvíkurjörðina á leigu af ríkinu fyrir hestana sína. Æ síðan hefur Saltvík verið einn af nokkrum sam- starfsaðilum Íshesta, sem sér alfarið um sölu- og markaðsmál. Húsavík- urbær á nú jörðina, en Saltvík- urbændur hafa keypt húsakost og byggt upp enda var hann í mikilli nið- urníðslu hér áður fyrr. „Við tökum við ferðahópunum á Akureyrarflugvelli og miðum við að hafa ekki fleiri en 21 í hóp sem mark- ast af svefnrými íbúðarhússins. Við erum að bjóða upp á tvær fastar fimm daga ferðir, annars vegar Northern Exposure-ferðina og hinsvegar Dia- mond Circle-ferðina, en segja má að eini munurinn á þessum tveimur ferðum sé að gist er í uppbúnum rúm- um í Diamond Circle-ferðinni, en í svefnpokaplássi í hinni. Allar ferð- irnar okkar byrja og enda í Saltvík. Hóparnir fá þjóðlegar móttökur og kjarngott meðlæti á meðan far- arstjóri gengur um og kannar reið- getu gestanna til að geta valið hest við hæfi, en miðað er við tæplega þrjá hesta á hvern gest. Fyrsti reiðdagur er fremur stuttur, en eftir það eru 30 til 50 km lagðir að baki á hverjum degi. Miklar nátt- úruperlur eru hér allt í kring sem við förum um. Nefna má Mývatn, Lax- árdal, Þeistareyki, Aðaldalinn, Bárð- ardalinn, Reykjahverfi. Níu daga sérferð var svo sett upp hjá Saltvíkurbændum til að bjóða upp á fjölbreytni fyrir þá gesti, sem lang- aði að koma aftur og upplifa fleiri hes- taævintýri með þessum líflegu hrossabændum. „Í ferðinni er haldið frá Saltvík að Laugum og inn að Illugastöðum, það- an inn í Bárðardal og svo er rétt heils- að upp á það besta af Sprengisand- inum í tvo daga og komið til baka um Mývatnssveit. Hingað til hefur verið farin ein slík ferð að sumri, en í sumar eru þær tvær vegna fjölda fyr- irspurna enda má segja að aðsókn í hestaferðirnar hafi aldrei verið meiri en einmitt nú.“ Í fyrra var svo efnt til þriggja daga Drottningaferðar með dekurívafi undir fararstjórn Unnar Steinsson. Önnur slík ferð var á dagskrá í vor undir fararstjórn Lilju Bolladóttur og sú þriðja er á teikniborðinu í haust. Barnagaman Reiðskóli er rekinn í Saltvík fyrir sex ára og eldri. Á ferð Aðsóknarmet hefur verið slegið í Saltvíkurferðunum í sumar. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Saltvíkurbændur Hjónin Elsa Björk Skúladóttir og Bjarni Páll Vilhjálmsson hafa haft í nógu að snúast í sumar. Fólk er yfirkomið af náttúrunni Hestaferðir, hestaleiga og reiðskóli er meðal þess sem starfsemin í Saltvík snýst um. Jóhanna Ingv- arsdóttir fór í heimsókn til húsráðenda. Þetta stúss er ægilega skemmtilegt, en brjáluð vinna. Maður leggur allt í þetta, bæði vinnuna og sálina SIGLINGAR um heimsins höf með skemmtiferðaskipi er ferðamáti sem Íslendingar hafa ekki gert mikið af að nýta sér til þessa, þó að auðvitað skeri alltaf einhverjir sig frá fjöldanum. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn er þessa dagana að taka við umboði fyrir ítalska skipafélagið Silversea, sem á og rekur 4 glæsileg skemmtiferðaskip og sérhæfir sig í lúxusferðum um heimsins höf. Eitt af skipum félagsins, Silver Wind, lá við bryggju við Reykjavík- urhöfn nú í vikunni og gafst blaða- manni tækifæra á að líta á aðstöð- una um borð sem er öll hin glæsi- legasta. Silversea hefur enda verið valið besta skipafélagið af ferða- tímaritinu Condé Nast Traveller, í flokki skipa sem sigla með hámark 400 manns – 9 ár í röð. „Íslendingar eru fyrst og fremst spenntir fyrir hlýrri slóðum og áfangastöðum sem eru langt í burtu. Og Silversea er með sigl- ingar út um allan heim, úti fyrir Afríku, Asíu, í Suður-Indlandshafi, Miðjaðarhafinu,“ segir Guðrún Sig- urgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá Úrvali-Útsýn. „Svo eru þeir að sjálfsögðu líka í Karíbahafinu, þar sem flestir sigla, en þessar fram- andi slóðir eru virkilega spennandi. Þeir bjóða svo einnig upp á sér- stakar golfferðir og það er eitthvað sem golfdeildin okkar kemur til með að ræða við þá um á næst- unni.“ Siglt um Indlandshaf Fyrsta ferðin sem Úrval-Útsýn býður upp á með Silversea er 6 stjörnu lúxussigling um Indlands- haf, sem farin verður dagana 4.-20. febrúar. Siglt verður með skipinu Silver Cloud frá Mombasa í Kenýa og yfir til Mahe á Seychelles- eyjum. Siglingin sjálf er í lúxus- klassa, enda allt er innifalið og við- komustaðirnir, Kenýa, Zanzibar, Mayotte og Seychelle-eyjar flestum framandi, Komið er við í Dubai á útleið og dvalið í tvær nætur í Mahé áður en flogið er til baka. Um borð í skipum Silversea er boðið upp á leiksýningar, klassíska tónleika, spilavíti, sundlaug, leik- fimisali og heilsulind, auk þriggja veitingastaða sem leggja mikið upp úr veislumat og drykk. Allar vist- arverur falla þá í flokk svo nefndra svíta og eru að lágmarki 27 m². Lúxusferðir um heimsins höf Á siglingu Boðið er upp á ferðir um framandi slóðir sem og kunnuglegri. Ein af svítunum Vistarverur í Silversea-skipunum eru rúmgóðar. Við laugina Góð aðstaða er til að slappa af um borð í skipunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.