Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 53

Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 53 UMRÆÐAN Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Arnarstapi á Snæfellsnesi Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Heimili fasteignasala kynnir til sölu Lækjarbakka 10, sem er vandað 55 fm fullbúið sumarhús með tveimur svefnherbergjum og 20 fm svefnlofti. Í kringum húsið er 65 fm verönd. Húsið stendur á rólegum, fallegum stað og útsýnið er einstakt. Húsið stendur aðeins út úr sumarhúsaþyrping- unni. Á Arnarstapa er rekið veitingahús og þjónusta við ferðamenn. Ná- grenni hússins er m.a. Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul, Hellnar og Hótel Búðir, svo eitthvað sé nefnt. Þetta svæði er geysivinsæll ferðamanna- og gististaður sökum náttúrufegurðar og jákvæðra áhrifa umhverfisins. V. 13,9 millj. www.heimili.is Bogi MolbyPétursson Allar nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson lögg. fasteignasali í síma 699 3444. PERLA ÚTSÝNISLÓÐA! Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Grétar J. Stephensen lögg. fasteignasali Upplýsingar veitir Grétar J Stephensen eingöngu á skrifstofu Berg fasteignasölu. Ein allra flottasta útsýnislóð höfuðborgarsvæðisins sem er staðsett efst í suðurhlíðum Kópavogs með stórkostlegu útsýni. Á lóðinni sem er 861 fm er heimilt að byggja ca 340 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Aðeins fyrir fjársterka aðila. Tilboð óskast. Suð uhlíð ar Dig rane shei ði Digranesheiði 12 Suðurhlíðar ÞAÐ vill einhver byggja á græna útivistarsvæðinu í hverfinu mínu! Þetta er sneið af þeim 15% svæðisins sem eftir eru utan girð- inga, hafa ekki verið lögð undir eitthvert hinna 1.800 malbikuðu bílastæða eða múruð undir stein- steypu. Þetta er sneið af því litla rými sem eftir er af útivistarsvæðinu sem ég þarf ekki borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Af hverju þarf að leggja allt undir sig með arðsem- isframkvæmdum þró- unarhyggju nútíma steinaldarhugsunar? Ég kalla það steinald- arhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í huganum að hræra steypu og reisa grjót- veggi. Það hefur ekki farið hátt um væntanleg byggingaráform í aust- urhluta Laugardals enda stendur ekki til að reisa þar háhýsi. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til að ráðstafa grænu útivistarsvæði undir fjöl- býlishús. Íbúasamtök Laugardals hafa andmælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýsl- unnar. Tillagan sem nú liggur fyr- ir er sú síðari af tveimur. Þeirri fyrri var hafnað í skipulagsráði í kjölfar fjölda mótmæla íbúa hverf- isins og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur tillaga þar sem byggingamagnið var minnkað um helming og stað- setningu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað and- mæli bárust gegn síðari tillögunni og fékkst athugasemdafresti henn- ar seinkað til 30. ágúst. Það er því eng- in ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á bloggsíðu sinni að seinni tillagan væri dæmi um virkt sam- ráð milli borgaryf- irvalda og borgarbúa og óskaði Íbúa- samtökum Laugardals til hamingju með þann áfanga. Málið er að það er ekki neitt til að fagna vegna þess að samtal og samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var sem sagt til frá upphafi, tilbúin til mat- reiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðssósu yf- irklórs. Hitt málið er að hún hafði aldrei verið kynnt né rædd við íbúasamtökin. Embættismenn borgarinnar sögðu ekki frá því að hún væri nú þegar tilbúin á kynn- ingarfundi um fyrri tillöguna sem borgaryfirvöld efndu til í sum- arbyrjun. Umsækjendur um- ræddra byggingaframkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Á þeim fundi kom skýrt fram einörð afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mann- virkjagerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang skiptir engu máli. Íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem mann- eskjur geta leikið sér með flug- dreka, æft golfsveifluna og flugu- kastið eða einfaldlega sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa andrými í borgarumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgargarða til almennrar útivistar. Í ljósi þessa verða svona lítil græn frímerki sem eftir standa enn mikilvægari og dýr- mætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Grænt frímerki á válista Ólöf I. Davíðsdóttir skrifar um umhverfismál og varðveislu grænna svæða » Íbúar við Laugardalleggjast gegn frek- ari mannvirkjagerð… Ólöf I. Davíðsdóttir Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.