Morgunblaðið - 02.09.2007, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 02.09.2007, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 53 UMRÆÐAN Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Arnarstapi á Snæfellsnesi Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Heimili fasteignasala kynnir til sölu Lækjarbakka 10, sem er vandað 55 fm fullbúið sumarhús með tveimur svefnherbergjum og 20 fm svefnlofti. Í kringum húsið er 65 fm verönd. Húsið stendur á rólegum, fallegum stað og útsýnið er einstakt. Húsið stendur aðeins út úr sumarhúsaþyrping- unni. Á Arnarstapa er rekið veitingahús og þjónusta við ferðamenn. Ná- grenni hússins er m.a. Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul, Hellnar og Hótel Búðir, svo eitthvað sé nefnt. Þetta svæði er geysivinsæll ferðamanna- og gististaður sökum náttúrufegurðar og jákvæðra áhrifa umhverfisins. V. 13,9 millj. www.heimili.is Bogi MolbyPétursson Allar nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson lögg. fasteignasali í síma 699 3444. PERLA ÚTSÝNISLÓÐA! Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Grétar J. Stephensen lögg. fasteignasali Upplýsingar veitir Grétar J Stephensen eingöngu á skrifstofu Berg fasteignasölu. Ein allra flottasta útsýnislóð höfuðborgarsvæðisins sem er staðsett efst í suðurhlíðum Kópavogs með stórkostlegu útsýni. Á lóðinni sem er 861 fm er heimilt að byggja ca 340 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Aðeins fyrir fjársterka aðila. Tilboð óskast. Suð uhlíð ar Dig rane shei ði Digranesheiði 12 Suðurhlíðar ÞAÐ vill einhver byggja á græna útivistarsvæðinu í hverfinu mínu! Þetta er sneið af þeim 15% svæðisins sem eftir eru utan girð- inga, hafa ekki verið lögð undir eitthvert hinna 1.800 malbikuðu bílastæða eða múruð undir stein- steypu. Þetta er sneið af því litla rými sem eftir er af útivistarsvæðinu sem ég þarf ekki borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Af hverju þarf að leggja allt undir sig með arðsem- isframkvæmdum þró- unarhyggju nútíma steinaldarhugsunar? Ég kalla það steinald- arhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í huganum að hræra steypu og reisa grjót- veggi. Það hefur ekki farið hátt um væntanleg byggingaráform í aust- urhluta Laugardals enda stendur ekki til að reisa þar háhýsi. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til að ráðstafa grænu útivistarsvæði undir fjöl- býlishús. Íbúasamtök Laugardals hafa andmælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýsl- unnar. Tillagan sem nú liggur fyr- ir er sú síðari af tveimur. Þeirri fyrri var hafnað í skipulagsráði í kjölfar fjölda mótmæla íbúa hverf- isins og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur tillaga þar sem byggingamagnið var minnkað um helming og stað- setningu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað and- mæli bárust gegn síðari tillögunni og fékkst athugasemdafresti henn- ar seinkað til 30. ágúst. Það er því eng- in ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á bloggsíðu sinni að seinni tillagan væri dæmi um virkt sam- ráð milli borgaryf- irvalda og borgarbúa og óskaði Íbúa- samtökum Laugardals til hamingju með þann áfanga. Málið er að það er ekki neitt til að fagna vegna þess að samtal og samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var sem sagt til frá upphafi, tilbúin til mat- reiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðssósu yf- irklórs. Hitt málið er að hún hafði aldrei verið kynnt né rædd við íbúasamtökin. Embættismenn borgarinnar sögðu ekki frá því að hún væri nú þegar tilbúin á kynn- ingarfundi um fyrri tillöguna sem borgaryfirvöld efndu til í sum- arbyrjun. Umsækjendur um- ræddra byggingaframkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Á þeim fundi kom skýrt fram einörð afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mann- virkjagerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang skiptir engu máli. Íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem mann- eskjur geta leikið sér með flug- dreka, æft golfsveifluna og flugu- kastið eða einfaldlega sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa andrými í borgarumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgargarða til almennrar útivistar. Í ljósi þessa verða svona lítil græn frímerki sem eftir standa enn mikilvægari og dýr- mætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Grænt frímerki á válista Ólöf I. Davíðsdóttir skrifar um umhverfismál og varðveislu grænna svæða » Íbúar við Laugardalleggjast gegn frek- ari mannvirkjagerð… Ólöf I. Davíðsdóttir Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.