Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 1
Leiguverð hækkar ört FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is LEIGUVERÐ hefur hækkað meira á þessu ári en fjögur ár þar á undan. Hækkunin í ár er 8,9%, en verðbólgan á tíma- bilinu er 4,8%. Í fyrra hækkaði leiga um 8% og um 6% árið 2005. Skortur er á leiguhúsnæði og oft- ast nær nokkrir um hverja íbúð sem losnar. Fjölgun útlendinga hefur aukið þörfina fyrir leigu- húsnæði. Það hefur oft verið haft á orði að á Íslandi hafi aldrei náðst að þróast alvöru leigumarkaður. Ým- islegt hefur þó orðið til að bæta stöðuna. Með húsaleigubótum var komið á hvata fyrir fólk til að gefa upp leigu, en áður hafði þessi markaður að stórum hluta verið neðanjarðar, þ.e. leiga var ekki gefin upp til skatts. Fjármagnstekjuskattur stuðl- aði einnig að þessu, en nú er 10% skattur á leigu- tekjum en ekki tæplega 40% skattur eins og áður. Stjórnvöld ákváðu árið 2002 að gera sérstakt átak í því að fjölga leiguíbúðum og var Íbúðalána- sjóði veitt heimild til að lána til byggingar leigu- íbúðarhúsnæðis. Sjóðurinn lánar á niðurgreiddum vöxtum til félagslegs húsnæðis og einnig til bygg- inga almennra leiguíbúða. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að vöxt- ur hafi verið í þessum lánum á þessu ári, en árin á undan hafi sjóðurinn ekki alltaf nýtt heimildir sín- ar til útlána. Eftirspurnin hafi ekki verið næg. Út- lán sjóðsins til bygginga leiguíbúða eru núna 58 milljarðar. Á undanförnum árum hafa nokkur fyrirtæki verið stofnuð sem byggja eða kaupa húsnæði til að leigja á almennum markaði. Lækkun hámarksláns og hækkun vaxta gera þessum fyrirtækjum erfitt fyrir eins og öðrum sem byggja íbúðir. Þá hefur hátt fasteignaverð haft neikvæð áhrif á framboð af leiguíbúðum. T.d. hefur eitthvað verið um að fyr- irtæki sem fengið hafa lán til að byggja leigu- húsnæði hafi selt íbúðirnar til að hagnast. Þeim er heimilt að gera það ef þau greiða upp lánin. Nú eiga margir von á að hækkun vaxta leiði til minni eftirspurnar eftir húsnæði og það gæti leitt til þess að framboð á leiguhúsnæði ykist, a.m.k. tímabundið.  Framboð á leiguíbúðum er ekki nægilegt og yfirleitt sækjast nokkrir eftir þeim íbúðum sem í boði eru  Fjölgun útlendinga hefur aukið þörfina fyrir leiguhúsnæði STOFNAÐ 1913 311. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Örfá sæti laus >> 44 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 FÉKK EKKI NÓBEL ASTRID LINDGREN SKRIFAÐI ÞÓ ÓDAUÐLEGAR SÖGUR OG ALLIR ÞEKKJA EINHVERJA ÞEIRRA >> 48 „Það hefur orðið jákvæð þróun á leigumark- aðinum og þeir voru að hverfa þessir gömlu raft- ar sem reyndu að svíða leigjendur. Nú sýnist manni að þeir séu að koma aftur að einhverju leyti. Þetta eru menn sem henda 20 Pólverjum inn í eina íbúð og verða svo hissa ef það verða læti í íbúðinni,“ segir Sigurður Helgi Guð- jónsson, formaður Húseigendafélagsins. Víðtæk könnun sem gerð var fyrir þremur ár- um benti til að samskipti leigjenda og leigusala væru allgóð og flestir leigjendur væru sáttir. Sigurður segir að hækkandi leiguverð og vond framkoma einstakra leigusala séu merki um aft- urför á þessum markaði. Á Leigulistanum.is má sjá að leiga fyrir 2 herbergja íbúð er um 2.000 kr. á fermetra í 101 Reykjavík. Afturför á markaðinum                      !          " # $   ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, fagnaði sigri með stuðningsmönnum Ven- stre-flokksins í gærkvöldi eftir að niðurstöður þingkosninga í landinu lágu fyrir en þær bentu til að rík- isstjórn Venstre og Íhaldsflokksins með stuðningi Danska þjóð- arflokksins gæti starfað áfram. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafði játað sig sigraða en sagðist ætla að sitja áfram sem formaður Jafn- aðarmannaflokksins og hafa betur en Fogh í næstu kosningum. Fogh sagði það söguleg tíðindi að ríkisstjórn undir forystu Venstre hefði sigrað í þriðju kosningunum í röð. „Ég ætla að leggja hart að mér til að standa undir því trausti sem okkur var sýnt,“ sagði Fogh. | 17 Anders Fogh Rasmussen verður áfram forsætisráðherra í Danmörku AP Fagnar sögulegum sigri Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is RANNVEIG Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segist ekki vera sammála skoðun forstjóra Orkuveitu Reykja- víkur þess efnis að fyrirvari um orkusölu frá Landsvirkjun losi OR undan skuldbindingum gagnvart Alcan enda hafi Alcan fullan hug á að nýta þá orku sem samið hafi verið um. Í gær kom fram í frétt á vef OR að Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR, hefði dregið þá ályktun að forsendur orkusölusamnings til Alcan í Straumsvík væru brostnar. Vísaði hann til þess að einsýnt væri að ekki yrði byggt nýtt álver í Straumsvík og Orkuveitan gæti ekki ein og sér út- vegað fyrirtækinu næga orku í ann- að álver. Undanfarna mánuði hefði OR átt í viðræðum við marga aðila um orkusölu og þar af væru sjö sem hefðu hug á starfsemi sem krefðist ekki losunarkvóta. Á meðal þeirra væru kísilhreinsun, pappírsgerð og gagnavistun. Möguleikar skoðaðir Samningur OR og Alcan hljóðar upp á 200 MW og á að ganga frá ýmsum fyrirvörum fyrir næstkom- andi áramót. Rannveig Rist segir að Alcan skoði um þessar mundir ýms- ar leiðir til áframhaldandi starfsemi á Íslandi og telji samninginn við Orkuveituna einfaldlega í fullu gildi. „Við veltum bæði fyrir okkur aukinni framleiðslu í Straumsvík með því að auka þar strauminn í núverandi ker- skálum og skoðum jafnframt mögu- leika á byggingu nýs álvers í Þor- lákshöfn eða á Keilisnesi,“ segir hún. „Við treystum því auðvitað að Orku- veitan standi við gerða samninga og jafnframt að Landsvirkjun muni selja okkur orku til aukinna umsvifa í Straumsvík.“ Upplýsinga óskað Á fundi borgarráðs í gær var sam- þykkt að fela borgarstjóra að kalla eftir upplýsingum á fyrirhuguðum eigendafundi OR um fyrirætlanir OR, virkjanir, stöðu allra fram- kvæmda, allra viljayfirlýsinga og samninga, auk yfirlits yfir þá aðila sem hafa óskað eftir viðræðum um orkukaup. Alcan vill að OR standi við gerða samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.