Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 21 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Í dag kemur út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Frábært tilboð til áskrifenda Morgunblaðsins Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmtilegra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Nú býðst áskrifendum Morgunblaðsins að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. M bl 9 35 98 9 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is NÝ KÆRA vegna skipulagsbreyt- inga við parhúsið Heiðaþing 2-4 í Kópavogi hefur borist úrskurðar- nefnd skipulags- og byggingamála – rétt áður en kærufrestur rann út. Framkvæmdir hafa legið niðri við húsið síðan í september en þar sem breytingarnar hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda er ekkert því til fyrirstöðu að gefa út byggingaleyfi að nýju. Málið hófst í júní á síðasta ári þegar eigendur að Heiðaþingi 2-4 sendu skipulagsnefnd Kópavogs erindi þar sem óskað var eftir að nýta kjallara- rými sem íbúðarherbergi. Í gildandi deiliskipulagi var hins vegar gert ráð fyrir að húsin skyldu vera einnar hæðar parhús, en heimilt væri að hafa kjallara fyrir geymslur undir húsun- um að hluta. Skipulagsnefnd sam- þykkti tillöguna og síðar bæjarráð, á fundi í september á sl. ári. Ekki kynntur kæruréttur Lóðarhafar í grennd við Heiðaþing 2-4 voru ekki ánægðir með þessar lyktir málsins og skutu ákvörðuninni til Skipulagsstofnunar í maí sl. sem aftur sendi erindið til úrskurðar- nefndarinnar. Byggingaleyfi voru gefin út í mánuði áður. Kærendur vísuðu til þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra auk þess sem þeim hefði ekki verið kynntur kæruréttur – en kæran kom langt á eftir kærufresti. Úrskurðarnefndin vísaði málinu frá í september sl. þar sem breytingin hafði ekki verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Samdægurs felldi nefndin einnig úr gildi byggingaleyfi fyrir húsum að Heiðaþingi 2-4 með sömu rökum. Breytingarnar voru birtar í Stjórn- artíðindum 12. október sl. og því rann kærufrestur út 12. nóvember. Að sögn Hjalta Steinþórssonar, forstöðu- manns úrskurðarnefndarinnar, barst ný kæra fyrir liðna helgi og verður málið tekið til efnislegrar meðferðar. Hann segist ekki geta sagt til um hve- nær úrskurður liggi fyrir enda mikið álag á nefndinni. Geir Marelsson, lögmaður hjá Kópavogsbæ, gat litlu svarað um lagalega stöðu eigenda Heiðaþings 2-4 og vildi bíða niðurstöðu úrskurð- arnefndarinnar. „Það hefur ekki verið úrskurðað um það hvort þessi breyt- ing hafi talist ólögmæt og hvort hún hafi veruleg grenndaráhrif.“ Spurður út í hverjar niðurstöðurnar geti orðið, s.s. hvort rífa þurfi húsið, segir Geir að of snemmt sé til að segja um slíkt. „En húsið er ekki komið það langt í byggingu að ég telji þess gerast þörf. Framkvæmdir eru ennþá stopp.“ Geir segir eins óljóst hvort eigend- urnir eigi rétt á skaðabótum frá bæn- um vegna þess tjóns sem orðið hefur, s.s. vegna afleiðinga framkvæmda- stöðvunar. „Það er úrskurðarnefndin sem stöðvar framkvæmdirnar og það hefur ekki verið tekið á því hvar ábyrgðin liggur í því máli.“ Geta gefið út leyfi að nýju Líkt og áður segir afturkallaði úr- skurðarnefndin byggingaleyfi vegna þess að breytingarnar voru ekki aug- lýstar. Þar sem það hefur hins vegar verið gert, er ekkert því til fyrirstöðu að úthluta leyfi að nýju. „Það er raun- ar þannig að kæra frestar ekki rétt- aráhrifum, þannig að skipulags- ákvörðun sem hefur verið tekin, samþykkt og auglýst í B-deild stend- ur þó svo að við séum að fjalla um hana,“ segir Hjalti. „En ef þeir gefa út leyfi, gætu þeir sem hagsmuna eiga að gæta krafist stöðvunar og þá verðum við að taka það fyrir.“ Enn óvíst með fram- kvæmdir við parhús Morgunblaðið/Brynjar Gauti Allt stopp Framkvæmdir hafa verið stopp síðan í september síðastliðnum. Eftir Jóhönnu M. Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÍBÚAR Foss- vogsdals og Smáíbúðahverf- isins í Reykjavík eru orðnir lang- eygir eftir sund- laug innan hverf- isins. Engin sundlaug er í ná- grenninu og er því um langan veg að fara fyrir íbúana. Nú standa vonir til að mál breyt- ist því borgarráð samþykkti fyrir skömmu tillögu borgarstjóra um byggingu sundlaugar á svæðinu. Aðalatriðið er að fá sundlaug Í umræðunni um sundlaugina hefur komið fram hugmynd meðal íbúanna um „græna sundlaug“. Hjördís Guðmundsdóttir er í hópi áhugafólks um sundlaug í Fossvogi og segir aðalatriðið að fá sundlaug- ina. Tillagan um græna sundlaug sé bara ein af hugmyndunum sem komið hafi upp um eðli hennar, en sé vissulega skemmtileg. „Í hugmyndinni felst að hafa nánast engin bílastæði við laugina því fólk kæmi sér þangað á hreyf- ingu. Það myndi menga minna og koma í veg fyrir aukna umferð,“ sagði Hjördís. Hún segir vissulega vert að spyrja hvort svona fyr- irkomulag myndi ganga upp og margir hafi efast um að þetta muni vera mögulegt í íslensku veðurfari, en það sé eitthvað sem þurfi að meta. Náttúruperlan fái hlutverk Aðspurð um hvort hugmyndin yrði tekin lengra og sundlaugin starfrækt vistvænt að öðru leyti segir Hjördís það ekki hafa verið kannað, þó vissulega yrði það skemmtilegt. Hægt væri að athuga hvort notað yrði salt í stað klórs og fleira á þeim nótunum, en það færi allt eftir vilja yfirvalda. Enn hafa engar mótmælaraddir heyrst úr röðum íbúa svæðisins vegna byggingar sundlaugarinnar, enda litlar ástæður til þess að mati Hjördísar. Hún segir eina áhyggjuefni sumra íbúanna vera aukna umferð í gegnum hverfið. Staðsetning laugarinnar er enn óljós, en Hjördís telur ljóst að rask vegna umferðar yrði minnst ef hún yrði staðsett öðru hvoru megin í dalnum en ekki í honum miðjum. Hjördís telur löngu tímabært að gera eitthvað fyrir „náttúruperl- una“ eins og Fossvogsdalur sé iðu- lega kallaður. Í dalnum sé nóg pláss og gaman væri ef íbúarnir fengju stað til að hittast á, auk þess sem hún væri fín viðbót við heilsueflinguna sem fram fari í dalnum. „Fossvogsdalur er frægur fyrir veðursæld svo sundlaug byði upp á góða daga í lauginni,“ sagði Hjör- dís að lokum. Hugmyndir um græna sundlaug í Fossvogsdal Hjördís Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.