Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, 14. nóvember, eru liðin 54 ár frá stofnun Blóðbankans. Minna fer fyrir fréttum af gengi þessa ágæta banka en þeirra sem höndla með fé. Blóð er ómet- anlegt til fjár, þótt vafalaust séu til leið- ir til að koma á það verði. En þar er ein- mitt komið að kjarna málsins. Vitað er að blóð er heilbrigð- iskerfinu, sjúkum og slösuðum afar mikils virði. Starfsemi Blóð- bankans er því ómet- anleg, þótt fæst hyggjum við að þeirri staðreynd í amstri daglegs lífs. Starf- semi hans hefur al- gera sérstöðu og sama er að segja um við- skiptavini hans. Blóðbankinn flutti í nýtt hús- næði skömmu fyrir alþingiskosn- ingar. Það var langþráð enda hafði hann starfað í sama húsinu frá upphafi í rúma hálfa öld. Starfsfólk hans býr yfir mikilli þolinmæði og þrautseigju. Tekið er á móti 14.000 blóðgjöfum ár hvert og unnið úr blóði og því komið til notenda á sjúkrahúsum. Flest erum við svo lánsöm að þurfa ekki á blóðgjöf að halda, en þeir sem hennar þurfa við geta fæstir án blóðs verið. Við Íslend- ingar höfum á að skipa vaskri sveit fólks, bæði karla og kvenna, sem gefur blóð án þess að ætlast til nokkurs endur- gjalds. Blóðgjafa- félag Íslands hefur átt afar gott sam- starf við Blóðbank- ann og óskar honum til hamingju með af- mælið og starfsfólk- inu, sem er grunn- urinn að öllu því mikilvæga starfi sem innt er af höndum í bankanum. Til að tryggja Blóðbankanum gott gengi er brýnt að styrkja stoðirnar og fá til liðs við blóðgjafahópinn ungt fólk. Það er næsta verkefnið. Skorað er á allt ungt og hraust fólk að ganga til liðs við bankann og gerast blóð- gjafar. Innleggið er dýrmætt og styrkir heilbrigðiskerfið á Ís- landi. Um leið kemur það í veg fyrir að blóð verði vara sem keypt er og seld. Blóðbankinn er því að sínu leyti bezti bankinn og tekur vel á móti viðskiptavinum á frábærri kaffistofu. Til hamingju með afmælið. Blóðbankinn – bezti bankinn Starfsemi Blóðbankans er ómetanleg segir Ólafur Helgi Kjartansson Ólafur Helgi Kjartansson » Blóð er ómetanlegttil fjár, þótt vafa- laust séu til leiðir til að koma á það verði. En þar er einmitt komið að kjarna málsins. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands og sýslumaður á Selfossi. ÞAÐ er mikið talað um réttmæti og nauðsyn þess að vernda gömul hús og gera það sem næst uppruna- legum stað þeirra. Um nokkurt skeið hefur verið um það rætt að reyna að bjarga húsi Benedikts Gröndals skálds en hús hans, sem liggur í krika norðan við Vesturgötu neðarlega, er á hrakhólum vegna þess að það þarf að fjarlægja. Snemma komu fram óskir um að varðveita húsið sem næst upp- runastað þess og koma því fyrir í Kvosinni. Minni vilji var til þess hjá borgaryfirvöldum að flytja það upp í Árbæ. Það ætti að vera lifandi hluti af lifandi borg í anda Gröndals. Hann var aldrei neinn safngripur. Þegar fyrrverandi borgarstjóri hafði tek- ið ákvörðun um að hús- ið yrði áfram í Kvos- inni fól hann Skipulagssviði borg- arinnar og Minjavernd að gera tillögu að nýjum stað fyrir húsið. Gera átti húsið upp og vanda til verksins eins og Minjavernd er þekkt fyrir. Húsið átti að verða prýði ekki afmán. Þar átti að fara fram starfsemi sem ekki var hávaða- söm eða truflandi fyrir umhverfið. Skemmst er frá því að segja að það sem á eftir fór var ótrúlegt. Það upphófst dæmalaus eltingarleikur við að finna því framtíðarstað. Þá kom greinilega í ljós hve nágranna- fælnin er ríkjandi og jaðrar við að vera sjúkleg. Mér þótti rétt að segja þessa fágætu sögu, húsfriðunarfólki til ánægjuauka. Mjóstrætið Fyrst var ákveðið að koma húsinu fyrir á auðri lóð við Mjóstræti/ Fischersund sem áður hafði verið byggð, enda eðlilegur hluti bygginga þorpsins. Lóðin er rúmgóð, liggur vel við, er í eigu borgarinnar og hentar prýðilega undir Gröndalshús. Hún myndar eyðu í Grjótaþorpið og er áberandi lýti. Hún var því fyrsta val. Ekki kom í ljós nein veruleg al- menn andstaða hjá íbú- um við þessi áform fyrr en rithöfundur nokkur, sem býr þar eigi all- fjarri, fór skyndilega hamförum gegn þess- um áformum og kvað þeim flest til foráttu. Hér giltu ekki rök, heldur, eins og Birgir Dýrfjörð sagði einu sinni af öðru tilefni, fór mænustarfsemin á fullt. Þegar borg- arstjóranum fyrrver- andi var tjáð þetta, sagðist hann ekki nenna að eiga orðaskak við rithöf- undinn og bað um að fundinn yrði annar staður. Túngatan Aftur var bent á auða lóð á horni Túngötu og Garðastrætis í eigu borgarinnar. Þar er nú minning- arskúlptúr sem er gjöf frá Lettum til Íslendinga í þakklæti fyrir aðstoð í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Við fyr- irspurn töldu Lettar enga annmarka á því að finna þessari gjöf annan góðan stað. Þeir sem í þessu stóðu töldu því að þar með væri málinu lokið. Staðurinn fundinn og hann einnig mjög góður. Það skyldi þó aldrei vera, að þeg- ar þetta spurðist út hafi fín frú í næsta húsi komið því til skila til vina sinna í skipulagsráði að þetta mætti aldrei gerast. Þessa lóð mætti ekki byggja því þótt Gröndalshúsið væri lágreist hús kynni það að skyggja á húsið hennar. Nágranna vildi hún enga hafa. Skyldi þetta hafa dugað? Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem komið var í veg fyrir breytingar í ná- grenni hennar. Því var komið til skila að ofan að við nánari athugun hefði komið í ljós að þessi staður hentaði ekki. Þegar sagt var frá já- kvæðri afstöðu Lettanna og spurt af hverju þessi lóð hentaði ekki, var fátt um svör annað en, af því bara! Það skyldi þó aldrei vera að … ? Grjótagatan Þegar hér var komið sögu var far- ið að fækka auðum lóðum í Kvosinni sem hentuðu undir Gröndalshús. Engu að síður var enn farið á stúf- ana. Við Grjótagötuna er lóð sem nýtt hefur verið sem eins konar leik- völlur fyrir börn í hverfinu. Þetta var greinilega sísti kosturinn, en engu að síður nýtilegur. Þegar það spurðist út að til gæti staðið að flytja Gröndalshús þangað upphófst draugagangur að nýju. Þekktur söngvari, sem býr í Grjótaþorpi og það meira að segja í flutningshúsi, hóf upp raust sína og endurtók söng rithöfundarins og fínu frúarinnar, þótt röddin væri heyranlega fegurri en hinna beggja. Flutningur hússins í hans nágrenni væri glapræði sem ekki mætti henda. Finna yrði húsinu annan stað. Þarna er þetta mál statt í dag. Eftirmáli Hvað segir okkur þessi stutta saga? Jú, hún segir að einn ein- staklingur geti stöðvað tilfærslu á gömlu húsi sem verið er að reyna að bjarga. Ástæðan þarf ekki að vera merkilegri en svo að viðkomandi vilji ekki fá nágranna „ofan í sig,“ eða „rennirí“ í nágrennið. Meirihlutinn er ekki einu sinni spurður. En sagan segir líka að stjórn- málamenn verða að hafa kjark til að standa í fæturna. Þeir eru kjörnir til að stjórna, ekki til að láta stjórna sér. Lítil saga um húsvernd Þröstur Ólafsson skrifar um færslu Gröndalshúss » Ástæðan þarf ekki aðvera merkilegri en svo að viðkomandi vilji ekki fá nágranna „ofan í sig,“ eða „rennerí“ í ná- grennið. Þröstur Ólafsson Höfundur er formaður Minjaverndar hf. Á FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚS- INU í Neskaupstað (FSN) er mið- stöð sérhæfðrar læknisþjónustu á Austurlandi. Þar er veitt sér- fræðiþjónusta í lyflækningum og skurðlækningum, ásamt því að þangað koma gestasérfræð- ingar á fjölbreyttum sviðum. Þar er einnig eina fæðingardeild Austurlands, og tekið er á móti slösuðum og bráðveikum. Sjúkling- arnir eru í flestum til- fellum meðhöndlaðir á sjúkrahúsinu, en stundum eru þeir sendir á stærra sjúkrahús eftir að hafa fengið viðeigandi bráðameðferð í Neskaupstað. Með tilkomu tölvusneiðmynda- tækis á FSN fyrir tveimur árum hefur vinnuaðstaða og þjónusta sjúkrahússins við íbúa fjórðungs- ins gjörbreyst til hins betra, og er hægt að fullyrða að sjúkrahúsið hafi tekið stórt stökk inn í nú- tímann. Sneiðmyndatækið er ómissandi í klínískri vinnu, hvort sem um er að ræða rannsóknir á veikum eða slösuðum. Fyrir tíma tækisins þurfti iðulega að senda sjúklinga suður eða norður í sneiðmyndatöku, oftar en ekki með bráðu sjúkraflugi. Þannig sparast nú bæði tími og peningar, og uppvinnsla og meðferð sjúk- linga er markvissari og öruggari en áður. En það sem gerði sjúkra- húsinu kleift að eignast þetta sjálfsagða tæki var ekki rík- isvaldið, sem fannst óþarft að hafa slíkan búnaði á landsbyggðinni, heldur fyrirtæki, einstaklingar og líknarfélög á Austur- landi fyrir tilstilli Hollvinasamtaka FSN. Samþykki þá- verandi heilbrigð- isráðherra, Jóns Kristjánssonar, þurfti til að sjúkrahúsið fengi að þiggja gjöf- ina, enda var nauð- synlegt að gera breyt- ingar á húsnæðinu til að hægt væri að koma tækinu fyrir. Fljótlega eftir þetta var keypt sneið- myndatæki á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði, einnig fyrir gjafafé. Sneiðmyndatækið er ekki eina tækið sem sjúkrahúsinu hefur ver- ið gefið. Frá því ég hóf störf hér fyrir tæpum 6 árum hefur sjúkra- húsið eignast fyrir gjafafé tvö óm- skoðunartæki, speglanatæki fyrir maga og ristil, kviðsjá fyrir skurð- aðgerðir, svefnrannsóknartæki, fullkomið öndunarmælingartæki, nokkur sjúkrarúm og margt, margt fleira, fyrir stórfé. Allt er þetta þó búnaður sem ríkisvaldið ætti að láta sjúkrahúsinu í té, enda ekki hægt að reka sjúkrahús án tækja. Það er því óhætt að segja að FSN og íbúar Austur- lands standa í gríðarlegri þakk- arskuld við velunnara sjúkrahúss- ins, sem væri nánast óstarfhæft nema fyrir tilstilli þeirra. Það er óskandi að þessum mikla velvilji verði við haldið. Til að sjúkrahúsið geti svo nýst betur öllum íbúum Austurlands er afgerandi að samgöngur innan fjórðungsins verði bættar með fleiri jarðgöngum, til að sjúkra- húsið færist nær þeim íbúum sem fjærst búa. Þá verða vonandi deil- ur um staðsetningu þess úr sög- unni. Ég vil að lokum hvetja íbúa á öllu Austurlandi til að skrá sig í Hollvinasamtökin. Þannig er hægt að stuðla með beinum hætti að áframhaldandi uppbyggingu Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað. Þakkir til velunnara Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað Jón H. H. Sen segir frá uppbyggingu og tækjakosti Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað » Fyrir tíma tækisinsþurfti iðulega að senda sjúklinga suður eða norður í sneið- myndatöku, oftar en ekki með bráðu sjúkra- flugi. Jón H. H. Sen Höfundur er yfirlæknir hand- lækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. SÍÐASTI lands- fundur Sjálfstæð- isflokksins bar, eins og alltaf, vott um frelsi mannsins í ályktunum. Ein grundvallarályktun stóð þar framar. Þessi ályktun sneri að því að treysta fólki. Rödd Sjálf- stæðisflokksins heyrðist í þessari ályktun og hún sagði að fólki væri treyst- andi fyrir svo lítilli ákvörðun sem hvort það vildi kaupa rauð- vínið í 10–11 eða ÁTVR. Nú er svo ástatt að margir sterkustu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gerst meðflutn- ingsmenn á bak við Sigurð Kára sem sýndi það hugrekki að brýna þetta mál fyrir okkur sjálfstæð- ismönnum enn eina ferðina. Fyrir okkur sjálfstæðismönnum sem vörðum tíma í þennan landsfund. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn reynir að berjast fyrir frelsi á þessu sviði og alls ekki lands- fundur! Hæstvirtur heilbrigð- isráðherra Guðlaugur Þór hefur löngum reynt að koma þessu máli í gegn. Án árangurs. Venjulegu frumvarpi fyrir venjulegt fólk hef- ur verið synjað áframgöngu á þingi nokkur ár í röð. Auðvitað horfum við fram á andstöðu þing- manna Vinstri grænna sem sáu sér einnig fært að vera á móti einkavæðingu bankanna, grund- vallarskrefi í framþróun þjóð- arinnar. En það mætti víta Vinstri græna fyrir fleira en að hindra framþróun sem snýr að fjárhagslegri velsæld og verðmæta- sköpun. Það mætti víta þá fyrir að mis- treysta sinni eigin þjóð fyrir auknu vali. Þetta frumvarp snýst um að hér, eins og annars staðar í Evr- ópu, njóti fólk sömu réttinda. Fólk njóti hér sama vals og ann- ars staðar. Það sorg- lega er að ekki allir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins eru sam- mála meginþorra sjálfstæðismanna og einungis fáir samfylk- ingarmenn sjá sér fært að fylgja for- dæmi varaformanns síns sem er einmitt meðflutningsmaður þessa frelsisfrumvarps. Eitt verð- ur þó að segjast sem allir fulltrúar þjóðarinnar skulu gera sér ljóst. Þegar landsfundur Sjálfstæð- isflokksins ályktaði um frelsi í þetta sinn var það ekki rödd fjár- málamanna um óvinsæla einka- væðingu. Það var heldur ekki ein- ungis rödd sjálfstæðismanna. Í þetta sinn var það rödd unga fólksins í landinu. Frelsis- frumvarpið Guðmundur Egill Árnason skrifar um frelsi til áfeng- iskaupa í matvöruverslunum Guðmundur Egill Árnason » Venjulegufrumvarpi fyrir venjulegt fólk hefur verið synjað áfram- göngu á þingi nokkur ár í röð. Höfundur er nýr gjaldkeri Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.