Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI HÓPI Pólverja sem starfar á Akur- eyri hefur verið meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Kaffi Akureyri vegna dónalegrar framkomu við kvenfólk, eins og eigandi staðarins orðar það. „Þetta hefur verið vandamál í nokkra mánuði. Það má segja að við höfum sofið á verðinum og hefðum átt að grípa inn í miklu fyrr,“ segir Birgir Torfason, annar eigenda staðarins. Birgir segir um að ræða 20 manna hóp. „Þeir eru oft dauðadrukknir og haga sér eins og ruddar; vaða í klof- ið á kvenfólki og virðast halda að all- ar stelpur sem eru einar á ferð séu tilkippilegar.“ Upp úr sauð fyrir hálfum mánuði, að sögn Birgis. „Þá brutust hér út slagsmál og þessir menn gengu m.a. í skrokk á dyra- vörðunum okkar. Þá var ákveðið að taka á málinu fyrir fullt og allt. Ákvörðunin er því endanleg.“ Birgir segir margbúið að vísa um- ræddum mönnum út af staðnum og reynt að útskýra málið en þeir ekki látið segjast. „Svona dónaleg fram- koma verður ekki liðin hér.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Dónaleg framkoma ekki liðin“ Verið úti Birgir Torfason eigandi Kaffi Akureyrar og Vélsmiðjunnar. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is EIGENDUR hússins Hafnarstræti 98, gamla Hótels Akureyrar, eru von- sviknir yfir því að menntamálaráð- herra skuli hafa ákveðið að friða ytra byrði hússins. Bæjarstjórinn á Akur- eyri er ánægður með að niðurstaða liggi fyrir og segir brýnt að koma hús- inu í notkun, en það hefur staðið autt. Athafnamenn á Akureyri keyptu Hafnarstræti 98 fyrir nokkrum miss- erum, bærinn samþykkti að rífa það og eigendurnir hugðust byggja nýtt hús á lóðinni. Húsafriðunarnefnd skarst í leikinn í sumar og lagði til við ráðherra að húsið yrði friðað, ásamt tveimur öðrum við hliðina en þau hafa þegar verið gerð sérlega fallega upp. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að fara að tillögu húsafriðunarnefndar. „Ákvörðun ráðherra veldur okkur vonbrigðum,“ sagði einn eigenda hússins, Vignir Þormóðsson, við Morgunblaðið í gær. „Sagan segir okkur vissulega að ráðherra fari ekki gegn vilja nefndarinnar en við gerð- um okkur samt von um að svo yrði nú; húsafriðunarnefnd kom mjög seint fram með tillögu sína og við vonuð- umst til þess að ráðherra myndi taka tillit til þess.“ Vignir segir enn ekki ljóst hvað framtíðin ber í skauti sér, en eigend- urnir skoði vel sín mál. „Við höfum þegar lagt í mikinn kostnað við þetta verkefni,“ segir hann og bætir við að eigendur hússins telji borðleggjandi að þeir geti farið í skaðabótamál. Hann tók fram að engum væri svo sem greiði gerður með því að fara í mál og ef til vill yrði hægt að ná við- unandi niðurstöðu án þess. Vignir tel- ur líklegt að möguleg krafa eigenda hússins verði á ríkið þar sem húsafrið- unarnefnd og síðan ráðherra hafi gripið inn á málið með þessum hætti. „Ég tel niðurstöðuna líka vonbrigði fyrir Akureyrarbæ því höfum unnið málið í góðu samstarfi við bæinn og samkvæmt skipulagi.“ Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, kveðst fegin að nið- urstaða sé fengin. „Nú getum við haf- ist handa við að vinna málið áfram. Við munum boða bæði húsafriðunar- nefnd og eigendur hússins á fund til þess að ræða hvað friðunin felur ná- kvæmlega í sér. En það sem ég tel brýnasta verkefnið nú er að koma húsinu í not á ný.“ Sigrún Björk segir að staða bæj- arins gagnvart hugsanlegum skaða- bótum verði könnuð. „Réttarstaða okkar er óljós því ekkert fordæmi er fyrir svona máli hér á landi,“ sagði hún við Morgunblaðið. Ráðherra ákveður að friða Hótel Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Friðuð Hafnarstræti 98, t.v., sem lengi hefur verið í niðurníðslu og París, bláa húsið. Næsta hús þar sunnan við, Hamborg, hefur líka verið friðað. Í HNOTSKURN »Húsin [Hafnarstræti 94, 96og 98] eru öll talin hafa mikið gildi fyrir umhverfi sitt, ýmist sem hornhús eða áber- andi kennileiti í miðbæ Ak- ureyrar, segir í tilkynningu frá ráðherra í gær þar sem greint var frá því að ákveðið hefði verið að friða ytra byrði húsanna þriggja. STARF forstöðumanns veiðistjórn- unarsviðs Umhverfisstofnunar (UST) verður lagt niður um áramót, þegar nýtt skipu- rit stofnunarinnar tekur gildi. Áki Ármann Jónsson var skipaður veiðistjóri þegar embættið var sett á laggirnar 1995, með aðsetur á Ak- ureyri. Fyrir fjór- um árum samein- aðist það Um- hverfisstofnun og „veiðistjóri“ varð þá forstöðumaður veiðistjórnunar- sviðs UST. Starfsmenn á Akureyri hafa verið fimm undanfarið og ekki er annað vitað en hinir fjórir starfi þar áfram, en Áka hefur verið boðið nýtt starf forstöðumanns fræðslu- og upplýsingasviðs, með aðsetur í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Haft er eftir Ellý Katrínu Guð- mundsdóttur, forstjóra UST, á heimasíðu stofnunarinnar að nýtt skipurit sé afrakstur yfirgripsmikill- ar stefnumótunarvinnu sem staðið hafi frá því í vor. Með breytingunum sé verið að skapa „nýjan grundvöll fyrir umræðu um framtíð stofnunar- innar og horfa fram á veginn með opnum huga og jafnframt að svara kröfum stjórnsýsluúttektar sem gerð var á stofnuninni á síðasta ári“. Samkvæmt nýja skipuritinu mun UST skiptast í tvö fagsvið; svið nátt- úru- og dýraverndar og svið holl- ustuverndar og mengunarvarna; og þrjú stoðsvið, svið lögfræði og stjórnsýslu, fjármála og rekstrar og fræðslu- og upplýsingamála. Starfið á Akureyri lagt niður Áki Ármann Jónsson Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Það er voðalega rólegt hérna, ennþá alla vega. Annars finnst mér þetta voða kósí, svona sveitastemmning í ró og næði,“ sagði Íris Ösp Sigurbjörns- dóttir, háskólanemi og íbúi á Vall- arheiði, um dvölina þar í samtali við blaðamann. Hún hafði ekkert nema gott að segja um búsetuna á gamla varnarsvæðinu, nema ef vera skyldi rokið, en öllu vinda- samara er á Vallarheiði en í öðrum hverfum Reykjanesbæjar og þykir nú samt mörgum nóg um. Gott væri líka að fá meiri þjónustu en nú er á boðstólnum. Íbúar á Vallarheiði eru rúmlega 700 manns og í byrjun næsta árs mun þeim fjölga nokkuð þegar fleiri íbúðum verður úthlutað til nýrra íbúa. Sumir hafa kosið að selja eða leigja eignir sínar og flytjast búferlum á Vallarheiði en aðrir eru að byrja að búa í fyrsta sinn. Það á við um viðmælanda Morgunblaðsins, Írisi Ösp Sig- urbjörnsdóttur háskólanema og 21 árs gamla einstæða móður sem hóf nám í félagsráðgjöf í Háskóla Ís- lands í ágúst síðastliðnum. Blaðamanni fannst skjóta eilítið skökku við að Íris Ösp skyldi flytja frá Reykjavík til Reykjanes- bæjar til þess eins að ferðast svo á hverjum degi til Reykjavíkur í skólann. „Ég gerði þetta til þess að flytja að heiman. Ég bjó hjá mömmu og manninum hennar og vildi prófa að búa ein með dóttur mína, Helgu Völu sem er 18 mán- aða. Auk þess er leiguverðið hérna grín,“ sagði Íris Ösp. Hún hefur áður búið í Reykjanesbæ og hefur góð tengsl í bænum þannig að bú- setan þar er ekki ný fyrir henni. „Mér fannst ekkert mál að koma aftur suður og mér finnst ekkert mál að keyra daglega til Reykja- víkur. Ég hef hins vegar heyrt að þeir sem ekki hafa búið hér treysti sér ekki til af koma hingað.“ Íris Ösp lætur vel að dvölinni á Vallarheiði. Hún er ánægð með íbúðina, enda fylgdu henni öll heimilistæki sem hentar vel þegar byrjað er að búa í fyrsta sinn. „Þetta eru lúxusíbúðir með allt til alls. Það eina sem ég þurfti að gera var að sanka að mér hús- gögnum héðan og þaðan. Að vísu líkaði Helgu Völu sérherbergið ekkert of vel en er núna mjög sátt.“ Íris Ösp sagði líka góðan kost að hafa þvottaaðstöðu inni í íbúðunum. Rútuferðirnar lagaðar Þegar litið er út um einn gluggann á íbúðinni er ekki mikið líf að sjá, enda sagði Íris Ösp að ekki væri komin samfélagsmynd á hverfið enn og lítið um að vera fyrir utan starfsemina hjá Keili. Hins vegar líkar henni þetta vel og hún hefur eignast fullt af vinum. „Þannig er að margir hér í hverf- inu eru með mér á fyrsta ári í fé- lagsráðgjöf í Háskóla Íslands þannig að ég hef kynnst mörgum. Mér finnst ég mjög heppin með það.“ Íris Ösp hefur nýtt sér rútuferð- ir Reykjanes Express sem Sérleyf- isbifreiðar Keflavíkur byrjuðu að bjóða upp á fyrir háskólanema á höfuðborgarsvæðinu frá sam- göngumiðstöð við Grænás í haust. Ferðirnar stemmdu hins vegar ekki við kennsluna í fyrstu og þá tók Íris Ösp til sinna ráða. „Þann- ig var að ég gat ekki nýtt mér eina einustu ferð af þeim ferðum sem SBK bauð upp á til og frá Reykja- vík. Þær stemmdu enga veginn við skóladaginn hjá mér. Ég skrifaði því Runólfi Ágústssyni, fram- kvæmdastjóra Keilis, bréf og þessu var kippt í lag. Ég veit líka um fleiri sem sendu honum ábend- ingar þannig að rútuferðirnar voru lagaðar eftir þörfum háskólanem- anna, bæði fjölgaði ferðum og áætlunin breyttist. Mér fannst þetta mjög flott hjá honum.“ Aðra þjónustu hefur Íris Ösp ekki notað á Vallarheiði þar sem ekkert laust pláss var fyrir Helgu Völu hjá dagmömmu á svæðinu. Íris Ösp keyrir hana því á Heið- arbólsróluvöllinn á hverjum morgni og telur það ekki eftir sér, enda stúlkan alsæl hjá dagmömm- unni. Íris Ösp sagði Helgu Völu þó fara á leikskóla á Vallarheiði þegar hún kæmist inn. Þegar blaðamaður spyr Írisi Ösp í lokin hvaða þjónustu hún myndi vilja fá til viðbótar á Vall- arheiði er hún fljót til svars. „Ég myndi vilja að það væri svona eins og eitt kaffihús hérna. Það vantar stað til að hittast á. Svo verður gott þegar sundlaugin verður opn- uð. Mér skilst að það sé ekki langt í það.“ Líkar vel við rólegheitin og sveitastemmninguna á Vallarheiði Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ánægðar Írisi Ösp Sigurbjörnsdóttur líkar lífið á Vallarheiði en vildi hafa minna rok. Helga Vala Írisardóttir er ánægð með að hafa sér herbergi. Háskólaneminn Íris Ösp flutti að heiman í haust ásamt dóttur sinni og þær hófu bú- skap á Vallarheiði Í HNOTSKURN »Líf komst að nýju í íbúðar-hverfi varnarliðssvæðisins á Keflavíkurflugvelli þegar Keilir leigði stúdentum liðlega 300 íbúðir. Þar búa nú um 700 manns. »Hverfið nefnist nú Vall-arheiði. Íbúum mun fjölga í byrjun næsta árs þegar farið verður að úthluta fleiri íbúð- um. » Íris Ösp Sigurbjörnsdóttirfinnst vanta kaffihús á Vallarheiði svo hægt sé að hitta aðra utan heimilisins. LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.