Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Belem. AFP. | Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hét Brasilíubúum því að hann hygðist leggja öll sín lóð á vogar- skálarnar til að tryggja verndun regnskóganna í Amazon. Regnskógasvæðið í norðurhluta Brasilíu hefur stundum verið líkt við „lungu jarðar“ sökum þess hversu mikið magn gróðurhúsa- lofttegunda það „gleypir“ en skóg- arhögg ógnar hins vegar Amazon. Heimsóknin til Amazon-svæðisins var hluti af ferðalagi Bans til ým- issa staða þar sem hvað helst má sjá áhrif loftslagsbreytinga í heiminum en Ban hefur heitið því að baráttan gegn loftslagsbreytingum verði eitt af helstu verkefnum SÞ í fram- kvæmdastjóratíð hans. Ban hyggst deila því sem hann hefur orðið vísari á ferðalagi sínu með fulltrúum á loftslagsráðstefn- unni (IPCC) í Valencia á Spáni síðar í þessari viku og síðan á ráðstefnu á Balí í desember. Heitir Brasilíumönnum meiri aðstoð við verndun Amazon AP Loftslagsáherslur Ban Ki-moon (t.v.) kannar aðstæður í Belem. LYFJAFYRIRTÆKIÐ Merck hefur samþykkt að greiða 4,85 milljarða dollara, sem svarar 290 milljörðum króna, til að ná sátt í 95% þeirra dómsmála sem höfðuð hafa verið gegn fyrirtækinu í Bandaríkjunum vegna gigt- arlyfsins Vioxx. Merck stóð frammi fyrir þúsundum dómsmála vegna lyfsins sem var tekið af markaði í september 2004 eftir að rannsókn fyrirtækisins leiddi í ljós að þeim sem tækju lyfið inn í átján mánuði eða lengur var helmingi hættara við hjartaáföllum en öðrum. Richard Clark, forstjóri og stjórnarformaður Merck í Bandaríkjunum, sagði að í sáttinni fælist ekki að fyr- irtækið viðurkenndi skaðabótaskyldu vegna aukaverkana lyfsins. Lyfjayrirtækið hyggst stofna tvo sjóði, að sögn fréttastofunnar AFP. Annar sjóðanna verður að andvirði fjögurra milljarða dollara vegna hjartasjúkdóma og hinn að andvirði 850 milljóna dollara vegna heilablóð- fallstilfella. Merck nær sátt í dómsmálum vegna gigtarlyfsins Vioxx Richard Clark, forstjóri Merck. TVEIR menn, þingmaður og bíl- stjóri, biðu bana og að minnsta kosti tíu særðust þegar sprengja sprakk við inngang byggingar neðri deildar þingsins í Manila í gær. Her Filippseyja var í við- bragðsstöðu vegna sprenging- arinnar. Lögreglustjóri Manila sagði að sprengjan hefði verið á bifhjóli ná- lægt bíl þingmannsins Wahabs Ak- bars sem beið bana ásamt bílstjóra annars þingmanns. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir þar til að myrða Akbar sem er múslími og var tvisvar sinnum hér- aðsstjóri Basilan, eyjar þar sem ísl- amska hreyfingin Abu Sayaf hefur haft bækistöðvar. Reuters Tilræði Lögreglumenn rannsaka vettvang sprengjuárásar í Manila. Þingmanni banað í Manila NOTAÐIR smokkar hafa verið endurunnir og nýttir í hárbönd í Guang- dong-héraði í suðurhluta Kína, að sögn þarlendra fjölmiðla. Þeir segja hættu á því að HIV-veiran, sem veldur alnæmi, og fleiri veirur og bakt- eríur, sem valda kynsjúkdómum, geti leynst í hárböndunum. Að sögn fjöl- miðlanna eru hárböndin ódýr og hafa selst eins og heitar lummur. Endurnýta smokka í hárbönd HUNDRUÐ rússneskra hermanna voru send til að hreinsa upp 2.000 tonn af olíu sem lak í Svartahaf úr fimm skipum sem eyðilögðust í óveðri um helgina. Yfirvöld sögðu hættu á miklum umhverfisspjöllum. Hreinsa Svartahaf VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti sagði að stórsigur bandamanna hans í þingkosningum 2. desember myndi færa honum „siðferðilegan rétt“ til að halda miklum áhrifum eftir að hann lætur af embætti. Réttur til áhrifa? FORSKOT Hillary Clinton á Bar- ack Obama hefur minnkað úr 30 prósentustigum í 19 samkvæmt nýrri könnun á fylgi þeirra sem sækjast eftir því að verða forseta- efni demókrata í Bandaríkjunum. Clinton dalar FRANZ Müntefering, varakanslari og vinnumálaráðherra Þýskalands, hefur sagt af sér vegna veikinda eiginkonu sinnar sem er með krabbamein. Líklegt er að Frank- Walter Steinmeier utanrík- isráðherra verði varakanslari. Müntefering fer frá FJÖLMIÐLAMENN á Indlandi fengu í gær að taka myndir af tveggja ára stúlku, sem fæddist með fjóra fætur og fjórar hendur, eftir að aukaútlimirnir voru fjar- lægðir í skurðaðgerð sem stóð í 27 stundir. Foreldrar stúlkunnar eru hér með henni á blaðamannafundi á sjúkrahúsi í Banglore. AP Laus við fjóra aukaútlimi Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BENAZIR Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, krafðist þess í gær að Pervez Musharraf hershöfðingi léti af embætti forseta eftir að hún var sett í stofufangelsi í annað skipti á fimm dögum. Er þetta í fyrsta skipti sem Bhutto krefst þess að Musharraf segi af sér. Bhutto sagði að ekki kæmi til greina lengur að semja um samstarf við Musharraf og kvaðst vilja mynda bandalag gegn honum með öðrum leiðtogum stjórnarandstöðunnar, þeirra á meðal Nawaz Sharif, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem hefur lengi verið erkifjandi hennar í stjórnmálunum. Hún sagði að bandalagið myndi aðeins hafa eitt markmið: að koma á lýðræði að nýju. Bhutto var haldið í stofufangelsi ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum í borginni Lahore. Yfir þús- und lögreglumenn voru á varðbergi við hús hennar, sem var girt gadda- vír, og handtóku um 100 stuðnings- menn hennar. Þúsundir vopnaðra lögreglumanna lokuðu öllum götum að hverfinu til að koma í veg fyrir að Bhutto tæki þátt í fjöldamótmælum sem hún hafði boðað. Hætti að styðja Musharraf Bhutto hvatti leiðtoga annarra ríkja til að hætta að styðja Musharr- af sem George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur litið á sem mikilvægan bandamann í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. „Musharraf hershöfðingi verður að fara frá,“ sagði Bhutto í viðtali við fréttastofuna AFP. „Hann verður að segja af sér sem forseti og sem yf- irhershöfðingi. Ég hvet alþjóðasam- félagið til að hætta að styðja hann – einræðisherra sem hefur boðið heim hættu á glundroða og upplausn í ríki sem ræður yfir kjarnavopnum.“ Bhutto hafði áður reynt að ná samkomulagi við Musharraf um að þau deildu með sér völdunum eftir þingkosningar í janúar; Musharraf sem forseti og Bhutto sem forsætis- ráðherra. Hún sagði slíkt samkomu- lag ekki lengur koma til greina þar sem hann hefði brugðist skyldum sínum sem þjóðhöfðingi með því að setja neyðarlög, afnema stjórnar- skrána, víkja dómurum hæstaréttar frá, láta handtaka stjórnarandstæð- inga og hefta frelsi fjölmiðla. „Ég myndi ekki gegna embætti forsætis- ráðherra í skjóli manns sem hefur hvað eftir annað svikið loforð sín, manns sem er einræðisherra.“ The New York Times hafði í gær eftir bandarískum embættismönn- um að Bush forseti hygðist senda hátt settan erindreka til Pakistans í því skyni að hvetja Musharraf til að aflétta neyðarlögunum fyrir þing- kosningarnar. Líklegt er að John Negroponte, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fái þetta verk- efni því skýrt var frá því í gær að hann færi til Pakistans á næstunni. Talsmaður Bush áréttaði þá af- stöðu forsetans að aflétta þyrfti neyðarlögunum til að þingkosning- arnar gætu talist frjálsar og lýðræð- islegar. Stjórn Bush hafði vonast til þess að Musharraf og Bhutto tækju höndum saman fyrir kosningarnar í þágu baráttunnar gegn íslömskum öfgahreyfingum. Bhutto krefst þess að Musharraf segi af sér Kveðst nú vera tilbúin að mynda bandalag með öðrum stjórnarandstöðuleiðtogum til að koma á lýðræði Reuters Handtekin Stuðningsmenn Benazir Bhutto í bíl sem notaður var til að handsama fólk fyrir utan hús hennar í borginni Lahore í gær. Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 06 0 08

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.