Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 17
nám fjölbreytt við allra hæfi I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Þeir nemendur sem lokið hafa eða stunda nám á starfsmenntabrautum geta bætt við sig námi sem leiðir til stúdentsprófs af starfsmenntabrautum/ tæknistúdentspróf. Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda- virkjun Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu í forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting Ekki er tekið inn á Fataiðnabraut og Gull- og silfursmíði á vorönn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðla- braut • Tækniteiknun • Margmiðlunar- skólinn – en ekki er tekið inn í hann á 1. önn. Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. Í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is alm ennt svið h önnunarsv ið rafiðnasvi ð fjarnám sérdeildasvið by ggingasvið tö lvusviðu pp lý si n ga - o g m ar g m ið lun arsvið Innritun stendur yfir og lýkur 25. nóvember nk. Innritun er rafræn og eru allar upplýsingar á vef skólans www.ir.is og á skólavef menntamálararáðuneytisins www.menntagatt.is Aðstoð við innritun verður í skólanum 20. og 21. nóvember frá kl. 12:30–16:00. Rafræn innritun í fjarnám og kvöldskólann hefst 20. nóvember og eru allar nánari upplýsingar á vef skólans www.ir.is og á skrifstofu í síma 522 6500. Áfram vonbrigði Leiðtogi jafnaðarmanna, Helle Thorning- Schmidt, ræddi við blaðamenn eftir að hafa greitt atkvæði. AP Nældi sér í nammi Anders Fogh Rasmussen var léttur í skapi á kjörstað í gærmorgun, fann kannski á sér hvert stefndi. Mistókst ætlunarverkið Naser Khader og flokkur hans léku lykilhlutverk í kosningabaráttunni allt fram á síðasta dag. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is UM tíma leit út fyrir að danski for- sætisráðherrann Anders Fogh Ras- mussen hefði gert hrapalleg mistök þegar hann ákvað að boða til kosn- inga í Danmörku, fimmtán mánuðum fyrir tímann. Staða ríkisstjórnar mið- og hægri flokkanna var að vísu mjög sterk þegar Fogh rauf þing, 24. októ- ber sl., efnahagsástand var gott og at- vinnuleysi með minnsta móti, en þeg- ar á leið sýndu kannanir að engan veginn var víst að stjórnin héldi velli. Seint í gær var þó ljóst að stjórnin hafði náð að tryggja sér áfram meiri- hluta á þingi, að vísu naumasta mögu- lega meirihlutann en vilji Fogh hafa tryggari stuðning á danska þinginu hefur hann Naser Khader, leiðtoga nýs flokks sem fékk fimm þingsæti, í bakhöndinni því að Khader hafði lýst því yfir að hann styddi Fogh til áframhaldandi setu á forsætisráð- herrastóli. Venstre, flokkur Fogh, fékk 46 þingmenn kjörna, tapaði sex en er áfram stærsti stjórnmálaflokkurinn. Íhaldsflokkurinn, sem einnig á aðild að stjórninni, fékk átján þingmenn en Danski þjóðarflokkurinn, sem styður stjórnina án þess þó að eiga aðild að henni, fékk 25 þingmenn kjörna. Þeg- ar það er talið með að annar þeirra fulltrúa sem Færeyingar kjósa á danska þingið er stuðningsmaður rík- isstjórnarinnar þá fleytir það Fogh yfir 90 þingsæta markið sem er meirihluti, en 179 sitja á danska þinginu. Spennandi kosningar Kosningarnar voru afskaplega spennandi, allt fram undir miðnætti í gærkvöldi var óljóst hvort rík- isstjórnin næði áfram hreinum meiri- hluta eða hvort hún þyrfti að halla sér að Naser Khader. Sigurvegari kosninganna er auð- vitað Fogh sjálfur jafnvel þó að Venstre hafi tapað sex þingsætum. Fogh bar sig líka vel þegar hann hitti stuðningsmenn sína, sagði það sögu- leg tíðindi að í þriðju kosningunum í röð bæru borgaralegu öflin sigurorð af vinstri blokkinni. Fogh bætti því við að hann vildi gjarnan fá alla þá flokka til liðs við sig sem höfðu lýst yfir stuðningi við hann sem forsætisráðherra og var Fogh þar auðsýnilega að vísa til Nasers Khader. Khader er þó ekki í þeirri lykilstöðu sem fyrirfram virtist hugs- anlegt að hann yrði. Kannanir höfðu ekki bent til að ríkisstjórnin kæmist yfir 90 þingsæta meirihlutann ein og sér en við þær aðstæður hefði Khader verið í sterkri stöðu til að krefjast þeirra breytinga á innflytjendastefnu stjórnarinnar sem hann hafði lýst sig óánægðan með. Sem fyrr segir styður Danski þjóð- arflokkurinn ríkisstjórn Foghs en Pia Kjærsgaard, leiðtogi flokksins, hefur haft mikil áhrif í þá veru að danska stjórnin hefur allt frá 2001, er hún komst til valda, haft hörðustu inn- flytjendastefnuna í gervallri Evrópu. Hvort Fogh tekst að laða Khader og flokk hans til liðs við sig er því óljóst, einkum í ljósi þess að hann virðist ekki bráðnauðsynlega þurfa á því að halda að láta undan kröfum Khaders um breytingar. Málamiðlun milli Kjærsgaard og Khaders væri ekki auðfundin. En þeir eru fleiri, sigurvegararnir í þessum kosningum. Engum blandast til dæmis hugur um að Sósíalíski þjóðarflokkurinn er stærsti sigurveg- arinn því þó að flokkurinn muni þurfa að sitja í stjórnarandstöðu áfram þá bætti hann tólf þingmönnum við sig. Thorning-Schmidt situr áfram Niðurstöður kosninganna eru á hinn bóginn mikil vonbrigði fyrir danska jafnaðarmenn sem fengu 45 menn kjörna. Eftir sem áður þykir Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi flokksins, hafa staðið sig vel í þessari kosningabaráttu og hún sagðist í gærkvöldi ekki sjá að menn þyrftu að velta vöngum yfir því hvort hún héldi áfram sem formaður. „Ég held áfram og næst mun ég hafa betur en Anders Fogh,“ sagði hún. Stjórn Foghs hélt velli í Danmörku 1 && * . M  && !   &&   4& =2N  +  C 2 && F &  DE )   +   && "   +N   =2N  7      +   $   4 5  678J 79J 697:J ;7;J ;76J 7:J #7<J ;7;J 697J 7J 87#J    .0#J .0/J #0 0,J .0            =$  " # MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 17 ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.