Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 29
áhugasömum. Verk frá Afríku og Eyjaálfu fóru að vekja athygli lista- manna í Evrópu um og eftir aldamót- in 1900 og höfðu mikil áhrif á mód- ernismann og öll þau umbrot og byltingar sem urðu í leitinni að frjáls- ari tjáningarmáta og nýjum leiðum. Hver á menningararf Afríku? Það hefur orðið mikil umræða og margvíslegar spurningar vaknað um hið nýja safn Branly. Þar er vissu- lega rætt um hvort fjármunum sé rétt varið og skipulag þess sé heilla- vænlegt, hönnunin sé góð eða hvort árangurinn sé í samræmi við það sem lagt er upp með. Síðan er einnig umræða og vel heit um það hver sé eignarréttur ný- lenduveldanna og safna hinna ríku þjóða á Vesturlöndum á ýmsum þjóð- argersemum fyrrverandi nýlendna. Margt af því er ránsfengur og sumt er keypt fyrir lítið þar sem eigna- réttur þeirra sem afhentu eða seldu gat líka verið mjög vafasamur. Sú umræða er ekki ný af nálinni en hlýtur að verða áleitin nú. Flestir þegnar margra þeirra ríkja t.d. í Afr- íku sem eiga þarna menningararf hafa ekki aðgang að honum jafnvel þeir sem vildu leggja land undir fót í því skyni. Hin evrópsku landamæri eru lokuð, bannaður aðgangur! En við verðum að vona að þessi vettvangur, sem vekur mikla athygli með kynningu á listum og menningu fjarlægra svæða, leiði til aukinnar samkenndar og skilnings. Skipulagður leyndardómur Arkitektinn Jean Nouvel hannaði Branly-safnið og lýsir því markmiði að skapa ramma sem hæfi fjölbreytni menningarheima því þar dugi engin hefðbundin Parísarbygging. Það er vart hægt annað en hrífast í heimsókn á þetta safn bæði af því úr- vali listaverka sem þar er á sýningu og hvernig þau eru fram sett. Hönn- un safnsins er ævintýraleg og dul- úðugt yfirbragð víða enda er list heimsins dularfullt ævintýri. Fjöl- breytnin ríkir eins og í lífinu sjálfu: Litir, form, gróður, ljós og skuggar skiptast á, úti tengist inni. Skipulag byggingarinnar er flókið og á að vera það segir arkitektinn Jean Nouvel. Það á að undirstrika leyndardóminn. Garðurinn er mikilvægur hluti af verkinu og tengist víða því sem inni er. Að vekja skilning og færa nær Hlutverk Branly-safnsins er bæði að halda utan um og miðla listaverk- um frá fyrri tímum sem nú eru í eigu safnsins og svo að vera vettvangur fyrir samtímalist og samskipti menn- ingarheima. Frakkland sem ný- lenduveldi ber þar mikla ábyrgð enda er greinilega knýjandi umræða þar um áhrif nýlendustefnunnar og ekki síst á síðustu árum. Stórar sýningar á samtímalist frá Afríku hafa verið fjölsóttar í stór- borgum Evrópu á síðustu árum, t.d. Afríka Remix í Pompidou-safninu 2005. Vissir listamenn frá Afríku sem fjalla um samfélagsmál í verkum sín- um hafa vakið athygli í Evrópu og eru þá áhrif nýlendustefnu og ras- isma oft ofarlega á baugi. Meðal þeirra sýninga sem Branly-safnið setti upp á þessum fyrstu starfsárum er innsetning eftir Romuald Ha- zoume frá Benin sem ber heitið „Munnur konungsins“. Þar leikur Hazoume sér með tilvísun í hefðir grímunnar og segist einnig vilja þar minna á ásælni Evrópubúa í grímur frá Afríku (og allan útflutninginn á listmunum þaðan) og vilja senda neyslusamfélaginu skilaboð í efni sem sé við hæfi, það er bensínbrúsar úr plasti. Hann hefur notað bensínbrúsana talsvert í verk sín á síðustu árum og náð þar oft að tjá bæði íróníu og al- vöru. Í „Munni konungsins“ setur hann upp röð af hausum eða grímum í ölduhreyfingu eins og röð af þræl- um á skipi (e.k. galeiðu). Fremst í flokki eru svo tvær grímur með kór- ónur, önnur hvít og hin svört. Þar eru komnir konungurinn í Dahomey (Dahomey er nú Benin) og sá hvíti sem kallaðist „undirkonungurinn í Oudiah“ en hann sá um þrælaverslun Portúgala á svæðinu sem nú er Ben- in („The Viceroy of Oudiah“ er at- hyglisverð bók Bruce Chatwin um það efni). En Hazoume spyr: Hvern- ig er þrælaverslun og þrælahald nú- tímans? Skrúðgarður ástarinnar – fransk-afrískur? Önnur sýning Branly-safnsins um þetta heita efni, þrælaverslun og stéttaskiptingu, var í sumar. Það var sýning Yinka Shonibare sem er lista- maður ættaður frá Nígeríu og lifir nú og starfar í London. Shonibare hefur vakið mikla at- hygli í hinum svokallaða vestræna heimi síðasta áratuginn. Í verkum hans er beinskeytt ádeila á kyn- þáttahyggju og stéttaskiptingu oft með mikilli íroníu. Í innsetningu Shonibare, „Garði ástarinnar“, má sjá pör klædd að sið 18. aldar yfirstéttar í skrúðgarði í frönskum stíl í ýmiss konar leik og daðri. Þessi pör voru unnin úr höf- uðlausum gínum og klædd íburð- armiklum fatnaði. Þegar nánar er að gáð þá er klæðið í fatnaðinum það sérstaka litríka, munstraða efni sem kennt er við Vestur-Afríku því það er svo vinsælt þar og notað óspart bæði af konum og körlum sem og víðar í Afríku. Tilvísanir Shonibare eru margvíslegar. Þetta fataefni er alls ekki framleitt í Afríku heldur hefur það verið hannað í Evrópu, unnið í Asíu og í upphafi markaðssett af hol- lenskum kaupmönnum. Hvað kemur hvaðan, hvað er afrískt, eða franskt? Shonibare vinnur innsetningu sína út frá málverkaseríu eftir Fragonard sem var vinsæll franskur málari á 18. öld. Hann var þekktur fyrir frjáls- lega unnin málverk er lýsa lúxuslífi og nautnahyggju yfirstéttar sem lifir í óhófi og vellystingum. Shonibare vísar þar í hugsanir um hvaðan hin mikla velmegun er komin á tímum þrælaverslunar og þrælahalds. Vinna afrískra þræla á plantekrum suður í heimi skilaði vissum ríkjum Evrópu og N-Ameríku miklum auði. Afleiðingar af því og kynþáttahyggj- unni sem fylgdi þrælahaldinu eru langt í frá útrætt mál og mjög of- arlega á baugi í vestrænum heims- borgum og þá auðvitað ekki síður í Afríku. Garður ástarinnar Úr innsetningunni Garður ástarinnar eftir Yinka Shonibare frá Nígeríu. Þar fjallar hann um fáránleika lífs í óhófi er byggir á þrældómi annarra. Ljósmynd/Antonin Borgeaud Munnur konungsins Innsetningin Munnur konungsins eftir Romuald Ha- zoume frá Benin. Afrískar grímur úr bensínbrúsum notaðar til umfjöllunar um þrælahald fyrr og nú. Fjölbreytni Úr sýningarsal á Branly-safninu. Verk í eigu safnsins eru kynnt á ýmsa vegu en lögð er áhersla á fjölbreytni. Sumt blasir við en ann- að þarf að skoða í dularfullu skoti. »Hin stóra veröld heimsviðburða virð- ist óneitanlega nálæg þegar farið er um borg eins og París og þá við- burða bæði í nútíð og úr fortíð Höfundur er myndlistarkona Ljósmynd/Patrick Gries MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 29 Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-18 sunnudag 11-17Opið 30-70% afsláttur Útsala Útsala
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.