Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 24
Ég ætla að vona að Guð gefiokkur það að við þurfumaldrei að flytja héðan, þvíokkur líður svo vel í þessu húsi. Garðurinn er mjög stór og eyk- ur lífsgæði okkar en við erum búnir að láta hjarta okkar og ótal handtök í að gera hann að paradís bæði fyrir börn og fullorðna. Við eigum frá- bæra nágranna hér allt í kring sem koma gjarnan í garðinn á sumrin til okkar og setjast niður með okkur og drekka kaffi eða njóta grillveislna,“ segir Guðbergur Garðarsson eða Beggi, en hann býr í hundrað ára timburhúsi í Hafnarfirði ásamt sam- býlismanni sínum Inacio Pacas. Alexandra Mjöll dóttir Begga á ung- lingsaldri býr einnig hjá þeim auk þess sem Róbert Máni átta ára sonur hans býr þar aðra hverja viku. Húsið var ekki ásjálegt þegar þeir keyptu það fyrir fjórum árum, en þá stóð það autt og enginn hafði búið þar lengi. „Hér var gegnumkalt og allt hrátt en við fundum samt strax að við vildum eiga heima hérna. Við höfum verið að dunda okkur við að gera hús- ið upp smátt og smátt, brotið niður veggi og opnað rými, dregið nýtt raf- magn og fleira og gerum þetta allt sjálfir. Við viljum láta sem flest halda sér og gólffjalirnar eru upprunalegar en við pússuðum þær upp af því að við vildum hafa þær ljósar en ekki dökk- ar. Síðan stendur til að taka eldhúsið alveg í gegn og gjörbreyta skipulag- inu þar.“ Húsið er á þremur hæðum og Alexandra Mjöll býr á neðstu hæð- inni. Á miðhæðinni sem er aðalhæðin, eru stofa, eldhús, borðstofa og baðherbergi. Uppi er rúmgott svefn- herbergi og einnig kvistherbergi fyrir yngsta soninn. Þegar komið er inn í forstofuna tekur næstum mannhæðarhá stytta af konu á móti gestum. „Hún hét Tómasína þegar hún bjó á Hótel Borg, en þegar handleggurinn á henni brotnaði átti að henda henni en ég fékk að hirða hana og núna heitir hún Lilja eftir kærri vinkonu minni,“ segir Beggi en áberandi er að strax í forstofu sem og í allri íbúðinni logar á ótal kertum og englar í öllum stærð- um og gerðum eru út um allt. „Okkur finnst það notalegt og skapa góða stemningu. Við sönkum að okkur gömlum hlutum, bæði hér heima og erlendis því þeir hafa sál og anda frá sér sögu. Við viljum að fólki líði vel þegar það kemur til okkar.“ Litríkar myndir prýða veggina en þær hefur Pacas málað og margar þeirra eru af hestum en líka fólki. Pacas er frá Brasilíu en hefur búið á Íslandi í fimmtán ár og er með íslenskan rík- isborgararétt og lítur á sig sem Ís- lending, þó hann hafi að sjálfsögðu sterkar taugar til heimalandsins sem þeir Beggi heimsækja reglulega enda á hann þar tvær dætur. Beggi er andlega þenkjandi og sér ýmislegt sem aðrir ekki sjá. Hann segir að óróleg ung stúlka hafi verið á sveimi í borðstofunni fyrst eftir að þeir fluttu inn. „Hún var bara ellefu ára og afskaplega leitandi og svolítið hrekkjandi til að byrja með en mjög góð stúlka. Ég þurfti að hjálpa henni og það tók svolítinn tíma að hreinsa út ójafnvægið sem fylgdi henni og fá hana til að finna rétta ljósið. Ég sé líka stundum mann uppi á lofti sem á það til að rölta fram og til baka á ganginum þegar við liggjum uppi í rúmi og horfum á sjónvarið. En hann hættir því er ég bið hann um það.“ khk@mbl.is Hjartað í húsinu Eldhús og borðstofa er helsti samverustaðurinn. Ævintýri Þeir hafa byggt palla, hlaðið grjóti, gert gosbrunn og plantað 1.000 jurtum í garðinn. Erum ekki fyrir sótthreinsaða naumhyggju Notalegt og persónulegt er það sem þeir leggja áherslu á. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti hjartahlýja sambýlismenn í Hafnarfirðinum. Bræðurnir Guðmundur og Einar frá Krísuvík byggðu húsið og það heitir Nýi bær. Þegar þeir bjuggu hér rétt upp úr aldamótunum 1900 voru heimilismeð- limir sjö og það hlýtur að hafa verið þröngt. Antik Húsgögnin eru gömul og með sögu og andrúmsloftið hlýlegt. Ótal smáhlutir, englar og málverk setja persónulegan svip á stofuna. Viljandi stílbrot Þeir vildu hafa baðherbergið módern og glitrandi. Húslegir Begga og Pacas líður vel heima hjá sér og þeir vilja að svo sé einnig um gesti þeirra. Skenkurinn á bak við þá er sá eini sinnar tegundar hér á landi en efri partinn af skenknum nota þeir sem hillur í eldhúsinu. lifun 24 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.