Morgunblaðið - 19.01.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.01.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 31 UMRÆÐUR um húsafrið- unarmál hafa verið nokkrar að undanförnu. Þar vegast á þeir sem leggja áherslu á virka húsafriðun, þeir sem vilja skapa svigrúm til húsbygg- inga í hjarta borg- arinnar og síðan þeir sem fara með skipu- lagsmálin í borginni. Ábyrgð skipulags- yfirvalda og stjórn- enda sveitarfélaga er mikil þegar fjallað er um framkvæmdir í grónum hverfum þar sem menningarminjar eru fólgnar í húsum og manngerðu um- hverfi. Mjög athygl- isvert innlegg bættist við í þessa umræðu þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, doktorsnemi í skipulagshagfræði og fyrrum sjón- varpsfréttamaður, kvaddi sér hljóðs í Silfri Egils með athygl- isverð sjónarmið til varnar húsa- friðun. Láttu rífa gömlu húskofana Árið sem ég hóf störf sem sveit- arstjóri í Stykkishólmi kom til mín maður sem hafði einlægan áhuga á að efla atvinnulífið í bænum og skapa þar nýja bæjarmynd með „uppbyggingu“. Ráðleggingar hans til hins unga sveitarstjóra voru einfaldar: ,,Viljir þú láta til þín taka sem sveitarstjóri láttu þá rífa gömlu húskofana sem eru í niðurníðslu vegna skorts á við- haldi,“ sagði þessi ágæti athafnasami maður. Ég var mjög hugsi vegna þessara ráðlegginga. Mér var í raun mjög brugðið. Ég hafði fyrst komið til Stykkishólms sem unglingur og dáðist þá að öllum gömlu húsunum sem settu svip á staðinn og voru til marks um bygg- ingarlist, handverk og menningu liðins blómatíma. Ekki fór á milli mála að flest gömlu húsin voru ekki lengur bæjarprýði í því ástandi sem þau voru og sumum hafði verið breytt mikið frá upp- haflegri gerð. Ég ræddi þetta við samstarfsmann minn, sem var ekki síður áhugasamur um framtíð staðarins. Við vorum sammála um að mikill skaði hefði verið að því að láta rífa gamla Apótekið sem stóð á planinu upp af höfninni og var mjög áberandi. Niðurrif húsanna var ekki á dagskrá í huga okkar. Mér var mjög létt þegar ég fann síðan að verulegur áhugi var fyrir því að vernda gömlu húsin í bænum og halda þannig bæj- armyndinni sem hafði þróast allt frá því að þýskir og danskir kaup- menn settust að og hófu verslun. Gömlu húsin eru einstök Árin liðu og mörg þessara húsa í Stykkishólmi, sem mér þóttu menningarverðmæti, urðu stöðugt hrörlegri. Á þessum tíma var unn- ið að skipulagi bæjarins og end- urbótum á gatnakerfinu. Meðal fyrstu aðgerða til þess að efla húsafriðun var endurgerð Norska hússins og að bærinn festi kaup á svokölluðu Egilshúsi sem stendur núna rauðmálað og fallegt í hjarta bæjarins. Það var endurgert í samstarfi við einstaklinga sem lögðu fram vinnu sína við verkið. Í tengslum við breytingar á skipu- lagi miðbæjarins var ákveðið af bæjarstjórninni að láta vinna svo- kallaða húsakönnun. Var henni ætlaða að verða grundvöllur að friðun húsa og varðveislu gamla bæjarhlutans sem mest í óbreyttri mynd. Á þessum tíma vann Hörð- ur Ágústsson, listmálari og forn- húsafræðingur, sem ráðgjafi við endurgerð Norska hússins í Stykkishólmi sem er elsta tvílyfta timburhús landsins. Ég leitaði til Harðar með það verkefni að vinna húsakönnun fyrir Stykkishólm. Hann tók það fúslega að sér og var verkið unnið með stuðningi húsafriðunarnefndar og þáverandi þjóðminjavarðar Þórs Magn- ússonar. Því verki lauk árið 1978 og varð greinargerð Harðar grundvöllur skipulagsins sem gerði ráð fyrir að varðveita nær öll gömlu húsin í elsta bæjarhlut- anum upp af höfninni frá Silf- urgötu, Skólastíg, Aðalgötu, Hafn- argötu og Austurgötu. Þegar húsakönnun lá fyrir og eigendum húsanna varð ljóst að húsið þeirra var hluti af mikilvægum menning- ararfi staðarins varð hugarfars- breyting. Árangurinn má sjá í dag. Gömlu húsin í Stykkishólmi gera bæinn einstakan og í dag vildu allir Lilju kveðið hafa. Mikilvægar endurbætur á Alþingisreit Þetta rifja ég upp í tilefni þeirra deilna sem orðið hafa um verndun gamalla húsa við Laugaveginn og ekki síður vegna þess að Alþingi samþykkti nú fyrir jólin fjárveit- ingar til endurgerðar tveggja gamalla húsa sem standa á Al- þingisreitnum í miðri höfuðborg- inni okkar. Ég gat ekki hugsað mér sem forseti Alþingis að standa fyrir því að rífa Skjald- breið í andstöðu við þá sem af ein- lægni vinna að húsafriðunarmálum í borginni hvað þá að láta byggja stórt fjögurra eða fimm hæða skrifstofuhús upp að Vonarstræti 12 sem er húsið sem þau Theo- dóra og Skúli Thoroddsen byggðu og stendur fast við hið stóra Odd- fellowhús og hefði að margra mati fallið illa inn í þá mynd sem hefði orðið á Vonarstrætinu með því skipulagi. Rétt er að geta þess að borgaryfirvöld hafa samþykkt það skipulag sem gerir ráð fyrir Skjaldbreið endurbyggðri og að Skúlahús verði flutt á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Mér finnst mikilvægt að fylgja þeim ákvörðunum eftir sem sam- þykktar hafa verið af borgaryf- irvöldum og forsætisnefnd svo Al- þingisreiturinn geti byggst upp til framtíðar með virðingu fyrir for- tíðinni. Húsin á Laugavegi og skipulag þess svæðis sem deilt er um þekki ég ekki og tek því ekki afstöðu til þess hvort þau skuli endurbyggja. Það gera til þess bærir aðilar og þá helst borgaryf- irvöld sem hljóta að leiða það mál til lykta. Friðun og endurbygging húsa Sturla Böðvarsson skrifar um friðun gamalla húsa »Ég gat ekki hugsaðmér sem forseti Al- þingis að standa fyrir því að rífa Skjaldbreið í andstöðu við þá sem af einlægni vinna að húsa- friðunarmálum. Sturla Böðvarsson Höfundur er forseti Alþingis. ÞESSA daga ber- ast margar fregnir af útlendingum sem fremja glæpi á Ís- landi, ofbeldisglæpi, suma þyngri fórn- arlömbunum en tár- um tekur. Fregnir herma að hlutfalls- lega stærri hluti fanga en sem nemur búsettum séu hér í fangelsunum þótt það sé haft í þagnargildi. Þöggun er aldrei til góðs. Talað er um að þeir séu frá Austur-Evrópu. Eitt get ég sagt með sanni; ég hef verið meira í Austur-Evrópu en flestir og unnið með fólki þar. Þar er ekki verra fólk en hér, svo mikið er víst. Í þeim fjölmörgu borgum þar sem ég hef verið getur maður gengið um hvenær sem er sólarhringsins og finnur ekki til óöryggis. – En þar er misjafn sauður í mörgu fé, líkt og hér. En glæpamönnum þar, einkum þeim sem stunda ofbeldi á götunum virðist ekki búið sama ,,starfsöryggi“ og hér tíðkast. Glæpamenn, líkt og aðrir, sækja í starfsöryggi. Öryggisþörfin er grundvallarþörf mannsins. Þess vegna sækja þeir í hin góðu starfsskilyrði sem glæpamönnum eru hér búin. (Og víst ekki bara hér; Solsjenítsin undraðist ekkert meir á Vesturlöndum en glæpa- mannadekrið). Og ég get fullvissað alla um að ótíndir götuglæpamenn sem réðust að laganna vörðum við skyldustörf í Lettlandi eða Lithá- en yrðu ekki öfundsverðir. – Ég get ekki farið út í það í löngu máli, en mig langar að benda mönnum á góða, en illa dæmda, bók Þráins Bertelssonar nú um jólin. Umburðarlyndi má sem sé ekki misskiljast. Umburðarlyndi felst sem sé ekki í að búa glæpa- mönnum skilyrði til að koma illu til leiðar. Það mættu hinir ágætu menn, en oft svo undarlegu dóm- arar Hæstaréttar Íslands svo sannarlega hugleiða. Og ekki síður trúboðar Evrópu- samsamrunans. Þeir segja: ,,Ef við erum ekki vega- bréfalausir Schengen- menn, þá fáum við ekki Schengen- upplýsingarnar“! Gott fólk, breytum Schen- gen; höldum upplýs- ingunum, tökum vega- bréfin aftur upp, gerum glæpamönn- unum skilyrðin erf- iðari. Höldum því sem gott er, en köstum hinu fyrir róða. Berj- umst fyrir þessu með fjármunum okkar, ekki aukinni þátttöku í einni spillt- ustu stofnun heimsins. Ég hvet til þess að utanrík- isstefna Íslands á komandi árum beinist fyrst gegn skipulögðum glæpum. Loftslagsmálin standa öðrum nær, miklu nær. Áhuga annarra þjóða á baráttu gegn glæpastarfsemi virðist skorta af einhverjum sökum. Og ég skal segja þetta að lokum við áhang- endur tískumálefnisins (mansals) sem hér hefur líklegast enga þýð- ingu: Ef við komum böndum á eit- urlyfjaframleiðendur og eitur- lyfjasmyglara er úti um meginorsök vændis á Vest- urlöndum. Glæpir og útlendingar Tökum vegabréfin aftur upp, gerum glæpamönnunum skilyrðin erfiðari, segir Einar S. Hálfdánarson » Solsjenítsin undr-aðist ekkert meir á Vesturlöndum en glæpamannadekrið. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. ÞEGAR þú varst nýkjörinn þing- maður Vestfirðinga fyrir hartnær tuttugu árum átti ég við þig fund. Erindi mitt var að afla, eða öllu heldur staðfesta stuðning þinn við andóf mitt og um hundrað annarra bænda gegn stjórna- háttum í landbúnaði. Taldi ég þig hauk í horni þar sem and- staða þín við sams- konar áþján í sjávar- útvegi hafði þá fleytt þér inn á Alþingi. Fundur okkar var góður og kveðjuorð þín minnisstæð, en þau voru: „Þú átt mig að í þessu máli.“ En, enginn má við marg- num og þrátt fyrir öflug rök mætustu fræðimanna fengust lögmenn ekki til að reyna að fá ósóm- anum hnekkt. Eftir um tíu ára andóf við stjórnkerfi landbún- aðarins gerðu ég og félagar mínir hlé þar á. Nú hafa þau tíðindi gerst að mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur kom- ist að þeirri nið- urstöðu að íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi sem slíkt sé mannréttindabrot. Það kemur fáum á óvart, enda ljóst að með því var sjávarauðlindinni stolið frá þjóðinni og hún afhent útgerðum landsins til fullrar eignar sem erfist og hægt er að braska með fyrir stórfé. Sama var gert við landbúnaðinn, nema hvað þar var ekki sjálfri auð- lindinni skipt, heldur aðgengi bænda að mörkuðum og fjármagni í formi ríkisstyrkja. Í báðum til- vikum völdu ráðherrar viðmið- unarár fyrir skömmtunina og hjökkuðu svo á þessu regluverki þar til þeim virtist kvótarnir komn- ir í réttar hendur. Þá var öllu læst og ekki gefinn kostur á neinu að- gengi nema með því að kaupa þýfið af hinum nýju eigendum. Af þessu leiddi að fjölmargir starfandi bændur og sjómenn lentu að meira eða minna leyti utan kerfis. Nið- urstaðan í mörgum tilfellum: Ný- byggð eyðibýli í sveitum og hljóð sjávarþorp. Ekki koma á óvart hrokafull við- brögð forystu LÍÚ sem kallar snuprur SÞ í garð ís- lenskra stjórnvalda lögfræðiálit sem ís- lensk stjórnvöld séu óbundin af og segir hreint út að það skuli hundsa af því að kvóta- kerfið sé forsenda arð- vænlegra veiða og verndunar fiskistofna. Lögfræðielíta SÞ hafi ekkert vit þar á. Samtök útgerð- armanna og bænda hvöttu stjórnvöld til að ganga sem harðast fram í þessum af- brotum og eiga það sammerkt að kæra sig kollótt um hvort þau sjálf eða stjórnvöld brjóta mannréttindi á félagsmönnum sínum, En nú er runnin upp mikil tíð því svo vel vill til að þú, and- spyrnumaður kvóta- kerfanna, ert orðinn ráðherra þeirra beggja. Engin rök eða hagsmunir geta réttlætt kvótakerfi sem brýtur gegn mannréttindum. Því er ljóst að nú skortir þig hvorki vopn né vilja. Nú þarf að ná saman einvala liði góðra manna til að yfirfara stöðuna og brjóta nýjar brautir með það markmið að sameiginlegum auð- lindum þjóðarinnar til sjós og lands verði komið til hennar aftur. Þetta er mikið og vandasamt verk ef vel á að takast og við hæfi að ég kveðji þig nú með orðum þínum forðum: „Þú átt mig að í þessu máli.“ Vertu sæll, Einar. Þinn tími er kominn Opið bréf til Einars K. Guðfinnssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, frá Ámunda Loftssyni Ámundi Loftsson » Samtök út-gerðar- manna og bænda hvöttu stjórnvöld til að ganga sem harðast fram í þessum af- brotum. Höfundur er fyrrum sjómaður, bóndi og formaður Rastar, samtaka um eflingu byggðar á Íslandi. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEIR eru víða, biðlistarnir í heil- brigðiskerfinu. Félagsmálaráðherra hefur boðað auknar fjárveitingar til að stytta biðlistana á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Það mun vera full þörf á, en kostar sitt fyrir ríkið (skattborgarana). Einhverjar milljónir nefndar í því samhengi. Heilbrigðisráðherra kann miklu árangursríkari, fljótvirkari og „ódýrari“ leið til að stytta biðlista. Eftir að flestir talmeinafræðingar landsins sögðu sig frá samningi við Tryggingastofnun ríkisins vegna samstarfsörðugleika við stofnunina, hefur ráðherra gefið út reglugerð um styrk til handa þeim sem nú verða sjálfir að greiða fyrir tal- þjálfun fyrir sjálfa sig eða börn sín. Eitt af því sem þessi reglugerð hefur til síns „ágætis“ er það, að ríkið hefur minnkað greiðslur vegna talþjálfunar um u.þ.b. helm- ing. Nú er það staðreynd að lang- flestir sem þurfa á talþjálfun að halda eru börn og ungmenni. Ekki veit ég hvort „þessi aðgerð er í anda áherslu ríkisstjórnarinnar að bæta þjónustuna við börn og ung- menni“ eins og heilbrigðisráðherra hefur orðað svo fallega í fjölmiðlum undanfarið, en hitt veit ég að þar sem fjölmargir hafa ekki lengur efni á að nýta sér þjónustu tal- meinafræðinga, þótt þeir eða börn þeirra þurfi sárlega á henni að halda, munu biðlistar í talþjálfun styttast fljótt og örugglega. ANNA JÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR, Bjarkarheiði 19, Hveragerði Að stytta biðlista Frá Önnu Jórunni Stefánsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.