Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 33 ✝ Bergþóra Stef-ánsdóttir fædd- ist á Mýrum í Skrið- dal 12. september 1921. Hún lést 10. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir Stef- áns Þórarinssonar, bónda á Mýrum, f. 8. september 1871, d. 17. janúar 1951, og þriðju konu hans Ingifinnu Jóns- dóttur, f. 7. 1895, d. 10. október 1929. Fyrsta kona Stefáns var Sesselja Bjarnadóttir. Hún lést eftir stutta sambúð. Önnur kona hans var Jónína Salný Einarsdóttir, f. 4 maí 1877, d. 14. september 1917, er hún eignaðist 10. barnið. Börn Jónínu og Stef- áns voru; Einþór, Einar, Þór- arinn, Zophonías, Magnús, Metú- salem, Pálína, Sveinn, Ingibjörg og Jón. Aðeins Sveinn, f. 1913, er eftirlifandi af eldri systkinunum. Alsystkini Bergþóru eru þau Garðar, f. 1923, Svavar, f. 1926, Jón Björgvin, f. 1927 og Jónína S., f. 1928, öll á lífi. Bergþóra giftist Jóni Einari Hrólfssyni frá Hallbjarnarstöðum 29. apríl 1942. Börn þeirra eru; 1) stúlka, f. 1. janúar 1942, d. 23. febrúar 1942. 2) Þorgerður, f. 9. mars 1944, gift Sveinlaugi Björns- syni. Þeirra synir: Jón, maki Guð- rún Pétursdóttir. Björn, maki Kolbrún E. Pétursdóttir. Unnar Bergur, maki Zanda Krúze og Arnar. Barnabörn Þorgerðar og 1956, í sambúð með Hugrúnu Sveinsdóttur. Þeirra börn eru Bergþóra, í sambúð með Trausta D. Karlssyni, Sveinn Vilberg, í sambúð með Kolbrúnu E. Rík- harðsdóttur, Kristín Ingibjörg og Guðrún Birta. Barnabörn þeirra eru þrjú. 8) Hrólfur Árni, f .23. apríl 1960, í sambúð með Ástríði V. Gunnarsdóttur. Þeirra börn Jarþrúður Hólmdís, í sambúð með Ægi K. Sævarssyni, Helga Sjöfn og Jón Einar. Hrólfur og Ástríður eiga eitt barnabarn. Bergþóra var alin upp á Mýrum og tók við heimilinu þar um 15 ára aldurinn. Jón og Bergþóra hófu búskap 1941. Þau bjuggu fyrstu tvö árin í Reynihaga, síðan á Hallbjarnarstöðum frá 1943-45. Þá keyptu þau Hauga og bjuggu þar, þar til Jón lést 5. nóvember árið 1990. Eftir fráfall Jóns var Bergþóra áfram á Haugum í skjóli Stefáns sonar síns og Hug- rúnar konu hans, til ársins 1995 að hún flutti í eigin íbúð á Laga- rási 2 á Egilsstöðum. Heimilið að Haugum var oft mannmargt, líkt og æskuheimili hennar. Þar átti heimili Hrólfur tengdafaðir Berg- þóru eftir að hann hætti búskap. Þar voru öll sumur sumarbörn, og skipti hana ekki máli þó nokkur bættust við þann hóp sem fyrir var. Eftir að hún flutti í Egilsstaði eignaðist hún fjölda af nýjum kunningjum og vinum sem hún kynntist á vettvangi starfs aldr- aðra. Þar tók hún þátt í handa- vinnu, leikfimi og fleiru og fór í ferðalög innanlands og utan á meðan heilsa og þrek leyfðu. Útför Bergþóru verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Þingmúla- kirkjugarði í Skriðdal. Sveinlaugs eru fjög- ur. 3) Ingifinna, f. 26. mars 1945, gift Arnóri Benedikts- syni. Þeirra börn eru; Benedikt, kvæntur Guðrúnu Agnarsdóttur. Berg- þóra Hlín, gift Finni Magnússyni. Elín Sigríður og Jón, kvæntur Kristjönu Jónsdóttur. Barna- börn Ingifinnu og Arnórs eru níu. 4) Haukur, f. 24. apríl 1947, var kvæntur Önnu Gunn- laugsdóttur. Þeirra börn: Berg- hildur Fanney, gift Elísi Mássyni. Viðar Gunnlaugur, í sambúð með Kolbrúnu N. Magnúsdóttur. Sig- rún Jóna, í sambúð með Orra Guðjónssyni og Bjarki Freyr. Barnabörn Hauks og Önnu eru fjögur. Haukur er nú í sambúð með Ragnhildi Þórhallsdóttur. 5) Sigrún, f. 5. júlí 1949, gift Vigni Þorsteinssyni. Synir þeirra eru Jón Fjölnir, kvæntur Fanneyju Ingadóttur, Þorsteinn Ingi, Gunn- laugur Trausti, kvæntur Trine Vignisson, og Stefán Þór, í sam- búð með Jónu Eysteinsdóttur. Barnabörn Sigrúnar og Vignis eru tíu. 6) Jóna Björg, f. 16. nóv- ember 1953, gift Snorra Tómas- syni. Þeirra börn eru Eyrún María, í sambúð með Þórði Þór- arinssyni, Gréta Rún, gift Arturo Santoni, Heiðdís Þóra og Íris Dóra. Barnabörn Jónu og Snorra eru tvö. 7) Stefán, f. 11. apríl Það var í júlí árið 1976. Leiðin hafði legið yfir Breiðdalsheiðina í áttina að bænum Haugum í Skriðdal. Eyrún, stjúpdóttir mín, var sofandi í aftursætinu enda höfðum við farið langan veg þann daginn og komin nótt. Það var þá sem ég sá tengda- móður mína fyrst. Þarna tók hún á móti okkur á bæjarhlaðinu með sínu einstaklega hlýja brosi sem mér fannst einkenna hana alla tíð. Þegar barnið vaknaði hljóp það í fang ömmu sinnar og urðu miklir fagn- aðarfundir. Það leyndi sér ekki að þar fór barnelsk kona og komst ég fljótt að því að hún hafði mjög góða nærveru. Hvert einasta sumar síðan hafa leiðir okkar Jónu legið þangað austur en nú verður breyting á því, engin Bergþóra verður til staðar sem tekur á móti okkur brosandi. Ættmóðirin er horfin á braut. Samskipti okkar Beddu, eins og tengdamóðir mín var ævinlega köll- uð, voru með miklum ágætum alla tíð og ég bar mikla virðingu fyrir henni. Umræðusvið okkar gat verið mjög breitt. Hún fylgdist vel með mönn- um og málefnum og hafði áhuga á ótrúlegustu hlutum enda var hún mjög greind kona. Hún gat verið spaugsöm og þá leyndi kímnin sér ekki. Bedda var mjög hreinskilin og sagði alltaf meiningu sína. Þennan eiginleika í fari hennar kunni ég af- skaplega vel að meta. Nýtin var hún á alla hluti og hvers konar sóun var henni fjarri skapi enda hafði hún annast stórt heimili og þurft að nota vel það sem hún hafði á milli hand- anna. Á sumrin var oft mikið mannlíf á Haugum enda afkomendur margir og stórar ættir standa að þeim báð- um, henni og eiginmanni hennar, Jóni Hrólfssyni, sem féll frá í nóv- ember árið 1990. Um helgar voru oft margir bílar á hlaðinu og fólk sem átti leið hjá bænum ímyndaði sér að stórveisla væri í gangi þó það væri bara venjulegur sunnudagur. Já, það var oft mikið um að vera í sveitinni, heyskapur í fullum gangi, fólk að koma og fara, synir hennar að gera við vélar, fólk að biðja um veiðileyfi eða ferðamenn að fá upplýsingar. Alltaf var hægt að leita til Beddu, hún var alltaf jafn úrræðagóð, hafði augun vel opin og var fús að leysa vandamál annarra. Ég hafði t.d. gaman að því þegar synir hennar komu til hennar og spurðu hvar þeir hefðu lagt frá sér verkfærin eða um aðra hluti sem þeir þurftu að nota og það stóð ekki á svari. Hún gat yf- irleitt alltaf bent þeim á staðinn. Fyrir tólf árum flutti Bedda til Egilsstaða þar sem hún undi hag sín- um afar vel, laus frá amstrinu sem fylgdi bústörfunum. Þar var alltaf opið hús fyrir vini og ættingja eða sveitunga. Þó svo að niðjar hennar séu orðnir yfir sextíu þá fylgdist hún ætíð vel með þeim öllum. Á jóladag áttum við okkar síðasta samtal í síma. Hún var löngu búin að ákveða að halda jól heima hjá sér þrátt fyrir margra vikna legu á spít- ala og það tókst. Það var þessi sami hlýi tónn í röddinni og hugur í henni þar sem hún var í íbúð sinni í Laga- rási. Hún var samt tilbúin að taka því sem verða vildi með stakri ró. Að lokum vil ég þakka Beddu minni fyrir allar þær mörgu góðu stundir sem ég og fjölskylda mín höfum átt með henni. Blessuð sé minning hennar. Snorri Tómasson. Hinn 10. janúar fengum við frétt- irnar, elsku amma okkar hafði fengið hvíldina um nóttina. Við frænkurnar töluðum lengi saman þennan morg- un og rifjuðum upp margar minn- ingar um þessa góðu konu, en flestar okkar minningar úr barnæsku eru að einhverju leyti tengdar ömmu. Við urðum þeirra forréttinda aðnjót- andi að fá að alast upp í nánu sam- bandi við ömmu og afa á Haugum. Þegar við vorum börn var amma far- in að minnka útivinnuna og mjög oft vorum við bara þrjár saman. Amma hafði ótrúlega mikla þolinmæði gagnvart okkur. Sjálfsagt hafa minningarnar dofnað í tímans rás en mikið er gaman að rifja þennan tíma upp. Við munum t.d. eftir að við fengum að klæða okkur upp í forláta peysuföt sem hún átti og hlóðum á okkur skartgripunum hennar. Eitt skiptið þegar við vorum búnar að gera okkur fínar með allskyns skarti stungum við af út og upp í tjörn. Í leiknum gerðist það að Bergþóra missti hring sem amma átti, í tjörn- ina. Við þorðum ekki fyrir nokkra muni að segja ömmu frá þessu en þegar hún fór að leita að hringnum gáfumst við upp. Hún skammaði okkur ekki en bað okkur vinsamleg- ast að fara ekki oftar með skartgrip- ina sína út. Þannig var hún alltaf sanngjörn þó svo að hún væri ekki algjörlega sátt við það sem við gerð- um. Við fengum oft að leika okkur á háaloftinu og róta í gömlum fötum sem okkur fannst miklar gersemar. Komum við oft til ömmu uppstrílað- ar eftir þessa leiki og háaloftið í rúst. Við fengum nú yfirleitt tiltal en alltaf var auðsótt að fá að fara aftur upp. Hjónarúmið þeirra ömmu og afa skipaði stóran sess í okkar barn- æsku, en það var eina rúmið í húsinu sem aldrei náði að kólna. Þar fóru fram hinir ýmsu leikir og í minning- unni finnst okkur heilu og hálfu dag- arnir hafa liðið í þessu herbergi. Við munum aldrei eftir öðru en að armar ömmu hafi staðið okkur opnir. Berg- þóra man t.d. að hún skreið oft upp í til ömmu og afa á nóttunni og alltaf var tekið vel á móti henni. Amma varðveitti alltaf barnið í sjálfri sér og oftar en ekki var hún sjálf þátttakandi í okkar leikjum. Uppáhaldsleikurinn hennar ömmu var þó hárgreiðsluleikurinn, en henni fannst fátt betra en að hlaða okkur í kringum sig og láta okkur vatnsgreiða sér. Á tyllidögum feng- um við svo að setja í hana rúllur. Þessu muna flest börn sem ein- hverntíma hafa verið á Haugum eft- ir. Eftir að við urðum fullorðnar hafa minningarnar breyst en amma breyttist kannski ekki svo mikið. Það var alltaf jafn gott að koma í Lagar- ásinn og fá kaffibolla og spjalla um daginn og veginn. Hún var mikill húmoristi og alltaf stutt í hláturinn. Amma var þó ekki hrædd við að segja sínar skoðanir og fengum við að heyra ef henni mislíkaði eitthvað í okkar fari, en bætti við að það væri nú bara hennar skoðun. Við munum vera duglegar að segja börnunum okkar sögur af henni ömmu og halda þannig minn- ingu einstakrar konu á lofti. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar og væntum- þykjuna sem þú sýndir okkur alla tíð. Leyndarmálin okkar eru vel geymd. Þínar ömmustelpur, Bergþóra Sefánsdóttir. Sigrún Jóna Hauksdóttir. Til allrar hamingju er heimurinn fullur af stórkostlegum manneskjum sem snerta við öðrum og hafa áhrif á líf annarra. Amma var svo sannar- lega slík manneskja fyrir mig og marga fleiri. Hún var þessi mann- eskja því hún var réttsýn, hlý og sönn, hún stóð með sannfæringu sinni, var hreinskiptin og heiðarleg. Tengsl mín og ömmu hófust snemma í mínu lífi. Líklega má segja að þau hafi einkennst af tengslum sem ung- barn myndar við sína nánustu umönnunaraðila því afi og amma voru lykilpersónur í mínu lífi lengi framan af. Í sveitinni hjá þeim átti ég öruggt skjól og mínar bestu stundir sem barn – enda leitar hugurinn ætíð í Skriðdalinn þegar þörf krefur að ná hugarró og næra sálina. Þess konar grunnur fyrir lífið er ómetan- legur, það er eitthvað sem maður skilur betur og betur eftir því sem tíminn líður. Við barnabörnin sem eyddum þar dýrmætum tíma saman við leik og sveitastörf gátum ætíð treyst á stuðning afa og ömmu, alveg sama á hverju bjátaði. Amma hafði hlýjan faðm, var snögg að greina að- stæður og leysti farsællega úr mál- um. Hreinskilni hennar var stórkost- leg, í senn óvægin en blönduð kímni og hlýju svo ekki var annað hægt en að taka henni vel. Það var ekkert sem hét að móðgast eða reiðast enda stóð aldrei til hjá ömmu að kalla fram þannig viðbrögð. Hún sagði hlutina eins og þeir voru og lá ekki á skoðunum sínum. Ég held að ég hafi fyrst og fremst lært af ömmu minni að það eru allir jafnir. Þannig tók hún á móti fólki sem átti leið um bæj- arhlaðið á Haugum. Ég man eftir al- þingismönnum og ferðafólki, ætt- ingjum, sveitungum og vinum, sveitungum ættingja eða vinum sveitunga – allir fengu sömu hlýju móttökurnar. Amma var sönn sveitakona af sinni kynslóð í þeirri merkingu að hún átti alltaf til nokkra botna og annað góðgæti í frystinum svo upp á hvern dag var slegið upp veislu í kaffitímanum og nóg til fyrir alla sem rákust inn. Þrátt fyrir það held ég að hún hafi einnig átt sínar hugsjónir og væntingar um aðra stöðu kvenna. Þó að ég fyndi aldrei fyrir neinni pressu gaf ýmislegt til kynna að hún hafi ætlað mér að ganga menntaveginn og öðlast ann- ars konar frama en henni stóð til boða. Líklega óttaðist hún að þess konar framtíðarsýn gæti ekki ræst þegar ég varð tiltölulega ung móðir. Þökk sé breyttum tíðaranda og sam- félagsgerð að þetta tvennt er nú samræmanlegt. Elsku amma, ég þakka þér allt sem þú gafst mér og fyrir að vera þessi góða fyrirmynd. Ég er þess fullviss að heill skari góðra sálna tek- ur nú jafnvel á móti þér og þú gerðir þegar gesti bar að garði, á þeim stað sem liggur fyrir okkur öllum að heimsækja, og þar er afi að sjálf- sögðu fremstur í flokki. Minningu þinni verður ætíð haldið á lofti. Þín Eyrún María Rúnarsdóttir. Hún amma mín, Bergþóra Stef- ánsdóttir, er nú öll. En minningin um góða, heil- steypta kjarnakonu lifir. Mig langar til þess að gera orð Jóns Thoroddsen úr bókinni Kvæði að mínum, þegar ég minnist ömmu minnar hér: Hún var góð kona, guðelskandi, hóglynd og skemmtin í háttum öllum; um hagnýtni og þrif, og hússtjórn fræga, bera börn vitni og bragur hjúa. Vildi hún ávallt að af sér stæði heill og hamingja hverjum manni; bónda hún unni og börnum sínum ástríki því, sem öllu megnar. Þau voru blóm í bændastétt, sem byggðarlagið gjörðu prýða, athafna þeirra yfir blett ilminn af dyggðum lagði blíða. Ó, að við sérhvern arinstein ígildi sprytti slíkra rósa! þá mundu fækka þjóðarmein, sem þjaka grundu norðurljósa. Amma var kona sem gott væri að líkjast og vona ég að mér beri gæfa til að flytja bæði minningar og góð ráð sem hún gaf mér áfram til barna minna. En eitt sinn þurfa allir menn að deyja og því kveð ég hana ömmu mína með þakklæti og söknuði og þeim orðum sem yngri dóttir mín viðhafði brosandi er hún heyrði af andláti langömmu sinnar: „Mamma, nú getur hún langamma dansað aft- ur.“ Blessuð sé minning hennar. Berghildur Fanney Hauksdóttir, Hrísum, Vopnafirði. Bergþóra Stefánsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REBEKKA THEODÓRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. janúar kl. 15.00. Halldór Aðalsteinsson, Sveinn Ingi Halldórsson, Ásgerður Jónasdóttir, Friðrik A. Halldórsson, Hjálmfríður Bjarnadóttir, Guðmundur J. Halldórsson, Fanney Friðriksdóttir, Helga S. Halldórsdóttir, Ólafur Ólafsson, Guðrún Fjóla Halldórsdóttir, Pétur Pálsson, Tómas Halldórsson, Catherine Halldórsson, Ester Halldórsdóttir, Magnús Örn Stefánsson, Kolbrún S. Halldórsdóttir, Benjamín Friðriksson, Halldór Antonsson, Vilborg Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, áður Ránargötu 27, Akureyri, lést miðvikudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. janúar kl. 13.30. María Elínborg, Herdís, Jón Grétar, Bjarni Rafn, Áslaug Nanna og Ingvi Júlíus Ingvabörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.