Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 37. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Lík í óskilum >> 41 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu FRUMLEGT FÓLK EKKI BÚNINGA ÚT ÚR BÚÐ SÖGÐU ÞÆR STÖLL- UR OG SETTUST SÍÐAN VIÐ SAUMANA >> 19 FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SAMA hlutfall ýsu fór óunnið utan í gám- um fyrstu fjóra mánuði þessa fiskveiðiárs og fiskveiðiárið þar á undan. Hlutfall þorsks í gámafiskinum hefur á hinn bóginn aukizt. Ljóst er að útflutningur á óunnum fiski hefur aukizt í magni fyrstu fjóra mán- uði þessa fiskveiðiárs, september til desem- ber. Sé miðað við tölur Fiskistofu kemur í ljós að þessi útflutningur hefur aukizt um 1.514 tonn, farið úr 14.069 tonnum 2006 í 15.583 tonn 2007. Það eru tæp 11%. Þegar útflutningur á þorski og ýsu er skoðaður, kemur í ljós að aukning í þorski er ríflega 13% en um 32% aukning í ýsu. Útflutningur á þorski fór úr 1.609 tonn- um í 1.824 á umræddum tímabilum. Aukn- ingin er 215 tonn. Útflutningur á ýsu fór úr 4.316 tonnum í 5.684. Aukningin er 1.368 tonn. Þegar þessar tölur eru skoðaðar er nauðsynlegt að huga að afla þessara fisk- tegunda á sama tíma. Þá kemur í ljós að þorskafli hefur dregizt saman um þriðjung, farið úr 60.190 tonnum í 40.345 tonn. Það er í samræmi við niðurskurð þorskkvótans á sama tíma. Fyrstu fjóra mánuði fisk- veiðiársins 2006/2007 var hlutfall útflutts óunnins þorsks 2,7% en var komið í 4,5% á sama tíma þessa fiskveiðiárs, þótt aukning í útfluttu magni væri aðeins 215 tonn. Það skýrist af þriðjungi minni afla vegna nið- urskurðar á kvótanum. Hlutfallslega meira fer því óunnið utan af þorskinum nú. 32% aukning ýsuafla Sé litið á ýsuna kemur í ljós að hlutfall út- fluttrar óunninnar ýsu á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins 2006/2007 var 14,8%. Á sama tíma þessa fiskveiðiárs er hlutfallið 14,9%. Ýsuaflinn á umræddu tímabili á síðasta fiskveiðiári var 29.256 tonn og fóru af því 4.316 tonn utan óunnin. Á þessu fiskveiðiári er ýsuaflinn fyrstu fjóra mánuðina 38.249 tonn. Af því fóru óunnin utan 5.684 tonn. Hlutfallið er hið sama. Þótt útflutningur á óunninni ýsu hafi aukizt um 32% mælt í magni, hefur sá útflutningur ekki vaxið sem hlutfall af afla. Vegna minnkandi framboðs af þorski til vinnslu innanlands hefði mátt ætla að hlut- fallslega meira af ýsunni skilaði sér til vinnslunnar. Svo hefur ekki verið, en aukn- ing í ýsuvinnslu innan lands nemur engu að síður um 3.300 tonnum eða um 11%. Árvakur/Hjörtur Gíslason Ýsa Mikil ýsuveiði leiðir til vaxandi út- flutning, bæði á unninni og óunninni. Sama hlut- fall ýsu óunnið út Hlutfall þorsks hefur hins vegar aukizt Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EF rekstrarformi heilsugæslustöðva höfuð- borgarsvæðisins yrði breytt mætti spara allt að 390 milljónir króna í árlegum rekstri þeirra og auka afköst verulega um leið. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu sem unnin var í heilbrigð- isráðuneytinu í október 2007. Hin endanlega gerð skýrslunnar hefur ekki verið birt, en rann- sóknin sem drögin lýsa bar rekstrarkostnað og afköst í Heilsugæslu Salahverfis í Kópavogi saman við hliðstæða þætti hjá öðrum heilsu- gæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. heilbrigðisráðuneytið frá því í maí árið 2003. Verð til notenda þjónustunnar er hið sama þar og annars staðar en stöðin fær greitt frá ríkinu eftir því hversu margir eru skráðir viðskiptavin- ir hennar og fyrir hverja komu sjúklings. Þak er þó sett á komufjöldann sem ríkið greiðir fyrir. Hefði ríkið greitt öllum stöðvum á höfuðborg- arsvæðinu með þessum hætti árið 2006 hefðu sparast allt að 13,32% rekstrarfjár, eða 390 milljónir. Einnig segir í skýrsludrögunum að í ársverki læknis á stöðinni í Salahverfi séu allt að 60% meiri afköst en í meðalársverki á öðrum stöðvum, með tilliti til þess hversu mörgum skjólstæðingum hann tók á móti. Spara má 390 milljónir og auka afköst mikið um leið  Breytt rekstrarform heilsugæslustöðva gæti skilað miklu  Einkarekin stöð í Kópavogi kemur betur út í samanburði  60% meiri afköst þar á hvern lækni Einkahlutafélagið Salus ehf. rekur Heilsu- gæsluna í Salahverfi. Félagið er í eigu Nýsis ehf. og læknanna Böðvars Arnars Sigurjóns- sonar og Hauks Valdimarssonar. Reksturinn hófst árið 2004 og byggistá útboðssamningi við Í HNOTSKURN »Þjónustukönnun ráðuneytisins frá 2006sýndi mikla ánægju notenda heilsugæsl- unnar í Salahverfi. »Markmið eigenda er að tryggja gott að-gengi að læknum og samfellu í þjónustu. FULLHLAÐINN steypubíll frá BM-Vallá endaði úti í sjó við Grundartanga um sexleytið í gær- kvöldi. Engan sakaði, en að sögn lögreglunnar í Borgarnesi vó bíll- inn nærri 25 tonn með farminum. Bílstjóri ók veg milli álversins og járnblendiverksmiðjunnar þegar hemlabúnaður bílsins gaf sig. Þetta gerðist þar sem hann ók niður brekku í átt að gatnamót- um. Steypubíllinn rann þá út af veginum, rauf girðingu og fór áleiðis niður í fjöru og út í Hval- fjörðinn. Bílstjórinn komst upp á þak bílsins en hjálpsamt fólk kom til aðstoðar og lagði viðarplanka til hans svo að hann kæmist í land. Bílstjórinn bar sig að sögn lög- reglu ágætlega eftir atvikið, þótt brugðið væri. Reyna á að ná bílnum upp í há- deginu í dag þegar fjarað hefur undan honum að miklu leyti. Ljósmynd/Hörður Björgvinsson Endaði úti í Hvalfirði Bremsur biluðu í fullhlöðnum steypubíl á Grundartanga HOLLENDINGUR á fimmtugsaldri var gripinn með 1,2 kg af meintu kókaíni í Leifsstöð í fyrradag og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi lögreglu- og tollstjórans á Suð- urnesjum, segir að maðurinn hafi verið að koma frá Amsterdam og við hefðbundna tollleit hafi tollverðir fundið kókaínið, sem hafi ver- ið haganlega fyrir komið í farangri. Meira magn af kókaíni hefur fundist í Leifsstöð en engu að síður er þetta umtalsvert magn og má ætla að söluandvirðið á götunni sé að minnsta kosti 15 milljónir króna miðað við hreint efni. Í fyrrasumar fundu tollverðir í Leifs- stöð um tvö kíló af kókaíni og 2006 lögðu þeir hald á um þrjú kíló af kókaíni. Stærsta sending sem náðst hefur vó fjögur kíló en henni var smyglað með pallbíl frá Cuxhaven í Þýskalandi í nóvember 2006. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði Hollendinginn í fjögurra vikna gæsluvarðhald og eru nú sjö manns í gæsluvarðhaldi á Suð- urnesjum vegna smygls á fíkniefnum. Málið er í rannsókn. Tekinn með 1,2 kg af kókaíni í Leifsstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.