Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 37 Kirkjustarf Áskirkja | Söngstund með organista kl. 14-15, kaffi á eftir. Samkirkjuleg bænastund á ensku kl. 16.30, fylgt er bænakverinu. Klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og TTT-starfið kl. 18 . Efni beggja fundanna er „Búningadagur“. Breiðholtskirkja | Trú og stjórnmál. Biblíulestur kl. 20, í umsjá dr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar kl. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12 og 6 - 9 ára starf kl. 16-17, Meme junior kl. 19.30 - 21.30. digraneskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús í safn- aðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14- 16, kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30, prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bænarkerti. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, ýmiskonar fyrirlestrar, kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10-12 ára í Víkurskóla kl. 15-16. Grensáskirkja | Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 18-19. Bænin, orð Guðs og altarisganga eru uppistaða messunnar og er töluðu máli stillt í hóf. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Háteigskirkja | Íhugað í söng, bæn og lestur Guðs orðs kl. 20. Máltíð Drott- ins er höfð um hönd, fyrirbæn og smurning, fyrir þá sem þess óska. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Vinafundur er í Setrinu kl. 14-16. Rifj- aðar upp gamlar minningar, viðhorf og skoðanir, rætt um hversdaginn, trúna og að koma auga á hið heilaga í því hversdagslega. Kristín sér um kaffið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara í kaffisal kirkjunnar kl. 15. Söngur, Guðs orð og kaffiveit- ingar. Bænastund í kaffisal kl. 20. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM verður kl. 20. Nýbygging í Vatnaskógi. Efni: Magnús I. Ingvarsson og Ólafur Sverrisson. Hugleiðing: Ragnar Schram. Kaffi eftir fundinn. Allir karl- menn eru velkomnir. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur kl. 16.15, hefst með kaffi. Gestur fundarins er Halla Jónsdóttir. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Selfosskirkja | Fundur kl 20, í Æsku- lýðsfélagi Selfosskirkju í safn- aðarheimilinu. Sr. Gunnar Björnsson. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund 22. Ath. breyttir tímar. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna, kaffi í lok stund- arinnar, biblíulestur einu sinni í mán. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9- 16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, útskurð- ur og myndlist kl. 13, Grandabíó – bíó- ferð, kl. 16, Brúðguminn, ný íslensk kvikmynd, skráning fyrir 6. febrúar. Bólstaðarhlíð 43 | Samverustund með sr. Hans Markúsi kl. 13.30. böð- un,Hárgreiðsla, jóga, almenn handa- vinna, myndlist, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Lýður og harm- onikkan kl. 14, guðsþjónusta annan hvern fimmtudag kl. 15.10. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsfundur í Félagsheimilinu Gjábakka 9. febrúar kl. 14. Á dagskrá er húsnæð- ismál aldraðra í Kópavogi, framsöguer- indi heldur Aðalsteinn Sigfússon fé- lagsmálastjóri og Jóhann Árnason framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar. Harm- onikuleikur og kaffiveitingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsfundur verður í Stangarhyl 4, laugardaginn 9. febr. kl. 14. Kynntar verða tillögur um breytingar á lögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ- kórinn æfir í KHÍ kl. 17. Nýjar raddir vel- komnar. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður í handavinnustofu, almenn leikfimi kl. 9.05 og 9.55, róleg leikfimi kl. 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.45 og dönskukennsla kl. 16 og 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna og ganga kl. 9, hádegisverður, kl. 13, handavinna, brids og jóga. Félagsstarf eldri borgara Garðabæ | Bókbandsklúbbur kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12.40, handa- vinnuhorn kl. 13, bútasaumanámskeið kl. 13, námskeið í gler- og leirlist kl. 13, karlaleikfimi kl. 13, boccía kl. 14, leik- húsmiðar á Ívanov seldir í Jónshúsi. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju kl. 10.30, umsj. sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi vinnustofur opnar. Hátíðardag- skrá í Hólabrekkuskóla kl. 14, m.a. gestir frá Laugarneskirkju og eldri borgarar af Álftanesi, kórsöngur, dans- sýning, kaffiveitingar o.fl. Sími 575- 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, aðst. við böðun, smíðar og útskurður. Samverustund með handavinnuívafi kl. 13.15. Kaffiveitingar. Hallgrímskirkja | Fundur verður 9. febrúar kl. 14. Gestir fundarins verða hjónin sr. María Ágústsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason og sýna þau myndir frá slóðum Lúthers. Í boði verður þorramatur, verð kr. 3.000. Gestir eru velkomnir. Skráning hjá Ásu, í síma 552-4713 eða 845-4648. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, handavinna og postulínsmálun kl. 9- 16.30, líkamsrækt í Árbæjarþreki kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegis- matur, félagsvist kl. 14, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl.11.20, tréskurður kl.13, bingó. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16, án leiðbeinanda, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30. 1. og 2. verðlaun, kaffi í hléi, böðun fyrir hádegi. Hádeg- isverður. Hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, fös- tud., er sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30, og Listasmiðjan opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.45, boccia karla- flokkur kl.10.30, handverks og bóka- stofa kl.13, postulínsmálun kl. 13, boccia kl.13.30, kaffiveitingar. Laugarból, Íþr.hús Ármann | Leikfimi fyrir eldri borgara mánud. kl. 12, þriðjud. kl. 11, fimmtud. kl. 11. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og handavinnustofa opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 9-12, leirlist kl. 9-12, boccia kl. 10, hugmynda- og listastofa kl. 13-16. Hár- greiðslustofa s. 588-1288. Fótaað- gerðarstofa s. 568-3838. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaað- gerðir og aðstoð v/böðun. Boccia, handavinna, spænska framhald, há- degisverður, kóræfing, leikfimi og kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband, morgunstund, boccia upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin, DVD framhaldsmyndasýning kl. 15, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga, spilað kl. 13. 90ára afmæli. Níræður er ídag, 7. febrúar, Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari og f.v. tónlistaskólastjóri, Snælandi 2, Reykjavík. Þorvaldur er að heim- an á afmælisdaginn. 70ára afmæli. Á morgun 8.febrúar verður Harpa Þor- valdsdóttir Hringbraut 46, Kefla- vík, sjötug. Af því tilefni munu Harpa og eiginmaður hennar Birgir Guðnason bjóða vinum og vandamönnum að samgleðjast sér í húsakynnum fyrirtækis þeirra í Grófinni 8 milli kl. 17 og 20 á af- mælisdaginn. Afmælisbarnið af- þakkar blóm og gjafir en þætti vænt um ef andvirði slíks myndi renna til Þroskahjálpar á Suð- urnesjum. Reikningsnúmer er 1109-05-300690, kennitala 520680- 0129. 70ára afmæli. Sjötugur er ídag 7. febrúar Ólafur Jóns- son Skipholti 15, Reykjavík. Ólaf- ur dvelur erlendis á afmælisdag- inn hjá vinafólki. Heimilisfang hans er 1228 Polaris Court, For- ked River, N.J. 08731, fax: 609-242 1506 sími: 609-242-4003. Öllum vinum og vandamönnum sem eiga leið framhjá mun verða vel fagnað laugardaginn 9. febrúar. Í dag er fimmtudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2008 Tónlist Glætan bókakaffi | Lifandi tónlist kl. 20-22, Alli og Ingunn sjá um tónlistarflutninginn. Ekkert aldurstakmark og ókeypis aðgangur. Norræna húsið | Almanaksljóð; Gerður Bolladóttir sópran, Sophie Schoonans harpa og Pamela De Senzi, flauta heldur tónleika á Myrkum Músikdögum kl. 12.15. Myndlist Norræna húsið | Ólátagarðurinn, verður opnaður almenningi á Vetrarhátíð, 7.-9. febrúar. Samsýning 7 listamanna sem allir hafa grunn í graffiti. Sýnd verða hefðbundin málverk á striga, ljósmyndir, skúlptúrar og ýmsar uppstillingar. Opið kl. 12-17. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Ólafur Hjálmarsson heldur fyrirlestur um vinnu í opnu rými sem hann nefnir: Samspil hljóðhönnunar og menning- ar á vinnustað. Fyrirlesturinn er í boði Rann- sóknastofu í vinnuvernd og fer fram kl. 12.15-13.15, í Odda v/Sturlugötu, stofu 101. Ólafur er verkfræðingur hjá Trivium ráðgjöf ehf og varaform. Vinnuvistfræðifélagsins VinnÍs. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Fjarðarkaup kl. 13-17. Útivist og íþróttir Íþróttahúsið v/Strandgötu | Hnefa- leikamót verður haldið 9. febrúar kl. 21. Mót- ið er haldið til styrktar íslenskum kepp- endum sem keppa á Ólympíuleikunum í Peking. Miðaverð er 1.000 kr og rennur ágóðinn til liðsins. árnað heilla ritstjorn@mbl.isdagbók Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Asíusetur Íslands býður til fyr-irlestrar í dag kl. 16.30, í stofu220 í Aðalbyggingu HÍ. Þarmun dr. Kerry Brown, sér- fræðingur við Asíudeild Chatham House flytja erindið Er nýjunga að vænta frá nýrri forystu Kína? „Á þremur áratugum hefur Kína þróast úr efnahagslegri einangrun yfir í að vera í lykilhlutverki á heimsmarkaði. Kína var áður lokað og dularfullt ríki en nú teygja áhrif þess sig um allan heim, hvort heldur á sviði umhverfismála, efnahagsmála eða stjórnmála,“ útskýrir Kerry. „Þrátt fyrir þessa umfangsmiklu og hröðu þróun á flestum sviðum hefur lítil þróun orðið á stjórnarfari landsins, sem er í reynd undir stjórn eins flokks sem bæði viðheldur einokun á völdum og gerir leiðtogum flokksins kleift að taka stórvægilegar ákvarðanir – sem bæði hafa áhrif innan og utan Kína – án þess að hafa til þess raunverulegt lýð- ræðislegt umboð.“ Í fyrirlestrinum fjallar Kerry um hvernig elítu-stjórnmál Kína ganga fyrir sig, auk þess að lýsa helstu leiðtogum kínverska kommúnistaflokksins og segja frá mögulegum breytingum innan flokksins: „Á 17. flokksþingi Komm- únistaflokksins gafst tækifæri til að sjá framtíðarleiðtoga hans, sem taka munu við stjórnvelinum þegar núverandi stjórn Hu Jintao og Wen Jiabao stígur af stalli á næsta flokksþingi, árið 2012,“ segir Kerry. „Þeir Xi Jinping og Li Kegiang, sem voru valdir í æðstu yf- irstjórn flokksins í október síðastliðnum, eru fulltrúar mjög ólíkra hópa Komm- únistaflokksins, og geta verið til marks um aukinn klofning innan flokksins nú þegar hann heldur inn í 21. öldina.“ Að sögn Kerry standa stjórnvöld í Kína frammi fyrir miklum áskorunum, sem m.a. hljótast af misræmi milli efna- hagslegrar og pólitískrar þróunar: „Spurningin er hvort leiðtogum landsins tekst að innleiða framfarir í pólitíska kerfinu áður en t.d. efnahagsleg nið- ursveifla eða ytri áhrif verða til þess að þeir missa tökin. Í gegnum söguna hafa byltingar úr grasrótinni velt úr sessi fyrri valdstjórnum Kína og engin ástæða til að ætla að núverandi stjórn- völd geti forðast sömu örlög. Að sama skapi er fátt sem bendir til að ráðamenn í Kína hafi, eins og stendur, þann kjark sem þarf til að koma í gegn þeim umbót- um sem þörf er á.“ Stjórnmál | Fyrirlestur um þróun stjórnmála í Kína í dag kl. 16.30 Eru breytingar framundan?  Kerry Brown fæddist í Lund- únum 1967. Hann lauk MA-gráðu frá Cambridgeháskóla 1989 og dokt- orsgráðu frá Há- skólanum í Leeds 2004. Kerry á að baki langan feril hjá bresku utanríkisþjónustunni, m.a. við breska sendiráðið í Peking. Hann er nú sérfræðingur við Chatham House (Royal Institute of Int- ernational Affairs) í Lundúnum. S P O K E K L U K K A N E R K O M I N Opið alla daga vikunnar Askalind 1, Kópavogur. Sími 568 9700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.