Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 23 KÆRI vin. Ég veit ekki hvar þú býrð en þyk- ist viss um að þú kaupir Moggann eins og áður. Ef ég segðist vilja trúa þér fyrir því að seinni heimsstyrjöld hefði ekki hafist þann 1. september 1939, heldur 23. ágúst sama ár myndirðu hvá og brosa yfirlætislega eins og þér er tamt. Þú myndir samt rifja upp að 23. ágúst hefði griðarsátt- máli Hitlers og Stalíns verið undirritaður og það gæti því legið eitt- hvað í slíkri fullyrð- ingu. Ef ég bætti svo við að þetta væri allt í plati, því í raun hefði seinni heimsstyrjöld hafist 1914, myndir þú og hrista höfuðið; þótt ekki sé óhugsandi að þú kinkaðir kolli. Ein- hverjir sagnfræðingar hafa bent á að í stað þess að tala um tvær heimsstyrjaldir á 20. öld væri réttara að tala um 31 árs stríðið, frá 1914-1945. Ef ég bætti svo við að jafnvel síð- asta fullyrðingin væri vanreiknuð því seinni heimsstyrjöld hefði í reynd hafist á fyrrihluta 13. aldar, um svipað leyti og Sturlungaöld hófst hér, myndirðu eins og senni- lega flestir, hrista höfuðið í for- undran og kveðja góðlátlega með áhyggjuglampa í augum. En hugs- ast getur að jafnvel þessi fullyrðing sé ekki alveg úr lausu lofti. Nei, sjálf átök styrjaldarinnar hófust vitaskuld 1. september 1939. Hins vegar má færa rök fyrir því að stríð- ið, eins og flest annað í mannheimi, eigi sér marggreina rót. Griðasáttmáli Hitlers og Stalíns var undirritaður viku áður en herir þriðja ríkisins hófu árás á pólska herstöð fyrir utan Dansig. Þá hófst fjórða skipting Póllands síðan 1772. Einhverjir sagnfræðingar hafa bent á að hinir svonefndu Versala- samningar 1919 hafi verið ávísun upp á annað stríð og því hafi milli- stríðsárin í raun verið eins konar vopnahlé og aðdragandi næsta kafla. En hvað þá með 13. öldina? Það er með ólíkindum hversu stór hluti hinnar dramatísku sögu 20. aldar hverfist um Pólland og raunar lítinn hluta þess lands sem er innan núverandi landamæra. Rétt hjá Gdansk reistu þýskir krossriddarar aðalstöðvar sínar á 13 öld. „Drang nach ost“ var það kallað, einskonar ,,alþjóðavæðing“ Þjóðverja. Þeir kristnuðu þá sem tóku við fagnaðar- erindinu en drápu hina og höfðu til þess leyfi páfa. Á þessu svæði og upp með allri austurströnd Eystra- salts og reyndar víðar í Austur- Evrópu ríktu Þjóðverjar, þótt þeir héldu ekki alltaf um alla stjórn- artauma. Það var einmitt þarna sem Hitler kaus að hefja árás að morgni 1. september 1939 og vísaði til hins arfhelga lands Þjóðverja. ,,Lebens- raum“ kallaði hann það. Það er kannski kaldhæðni sögunnar að ein- mitt þarna hófust og enduðu stríðs- átökin í Evrópu. Strax og stríði lauk tóku Pólverjar til við að byggja upp þær rústa- auðnir sem áður voru borgir. Dansigborg varð aftur pólsk og fékk sitt gamla pólska nafn Gdansk. Það er náttúrulega stór- merkilegt og algjörlega óskiljanlegt flestum þeim sem hugsa á ,,nú- tímavísu“, að þeir hafi kosið að raða saman gömlum steinum og endurreisa gömlu borg- irnar sínar eins og þær voru þegar þær voru fegurstar. Þar með hund- suðu þeir kröfu ,,nútímans“ sem holdgerðist í Stalín, að byggja þær í fúnkísstíl, í líkingu við stóra húsið fyrir miðju Aðalstræti. Það er líka skrítið að það eru einmitt þessar eftirlíkingar sem við nútímafólk elskum að heimsækja og mæra. Það var reyndar ekki þetta sem ég ætlaði að nefna við þig, kæri vin, ekki arkitektúr. Nei það er þessi einkennilega þversögn mannsins sem sækir á mig, að vilja í senn sjá stöðuga hreyfingu en jafnframt gæla við hugsunina um að stöðva tímann. Verst er hvað við erum oft gleymin á reynslu kynslóðanna á hraðferð okkar frá fortíð til fram- tíðar. Það er ekki víða sem þetta kristallast jafn vel og á vegferð Pól- lands á 20. öld og fram á þá 21. Ör- lögin höguðu því svo að landið varð hluti af austurblokkinni. En þjóð þessa alþýðulýðveldis komst ekki aðeins upp með að raða saman múr- steinum til að reisa ,,gamlar“ borgir sem, nota bene, flestar voru upp- haflega byggðar af Þjóðverjum, heldur komust þeir upp með að halda fast í kaþólskuna. En þar með er ekki sagan öll. Fyrstu brestirnir sem boðuðu hrun alþýðulýðvelda Evrópu, allrar austurblokkarinnar, heyrðust í Póllandi, frá Gdansk, þessari undurfögru Hansaborg. Þar komu fyrstu sprungur í ,,múrinn“ á milli austurs og vesturs, og það voru einmitt verkamenn sem fóru á und- an með sleggjur á lofti. Það var semsagt alþýðan sjálf sem kaus að koma ,,alþýðulýðveldinu“ fyrir katt- arnef. Með brotthvarfi ,,alþýðu- lýðveldanna“ af sviði samtímans var kalda stríðið sjálfdautt. Eða hvað? Það er kannski til marks um hreyf- ingu sögunnar og hæfni mannfólks- ins að gleyma arfi fortíðar að það eru einmitt pólsk stjórnvöld sem ganga nú í takt við Bandaríkja- stjórn í átt til þess kalda stríðs sem aldrei átti að deyja og aldrei mátti deyja. Kæri Kormákur. Kannski botn- arðu ekkert í hvað ég er að fara. Ef svo er vil ég gera það sem sennilega hefur ekki áður verið gert í opnu bréfi í Morgunblaðinu, að bjóða þér í ferð með mér um söguslóðir Pól- lands; um þetta heillandi land með litríka menningu, gestrisið fólk og kraumandi sögu. Okkar ferð hefst með námskeiði Mímis miðvikudag- inn 13. febrúar. Evrópa á breytingaskeiði Þorleifur Friðriksson skrifar opið bréf til „vinar“ síns Kormáks Hugasonar »Ef ég segðist vilja trúa þér fyrir því að seinni heimsstyrjöld hefði ekki hafist þann 1. september 1939, heldur 23. ágúst sama ár mynd- irðu hvá Þorleifur Friðriksson Höfundur er sagnfræðingur. MARGIR hafa haft opinbera skoðun á Spaugstofuþætti laug- ardaginn 26. janúar þar sem gert var gys að nýjum borgarstjóra og hann sýndur sem fársjúkur mað- ur í spítalaslopp. Meðal þeirra sem komið hafa þættinum til varnar er grínistinn, uppistand- arinn og rithöfundurinn, eins og Þorsteinn Guðmundsson kynnti sig í Fréttablaðinu 1. febrúar sl. Í grein hans, sem bar heitið „Út í kú kú“, er að finna nánast allan þann misskilning sem í málinu felst frá sjónarhóli geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Þessa grein ber því að skoða sem svar við grein Þorsteins og til margra landa okkar sem hafa látið í sér heyra á opinberum vettvangi. Þorsteinn gerir ekki grein- armun á því að skopast að ráða- mönnum og að skopast að sjúk- lingum. Okkar vegna mega grínarar landsins skopast að ráðamönnum, en öðru máli gegn- ir um sjúklinga og sjúkdóma. Ekki er ýkja langt síðan gys var gert að fötluðu fólki og þroska- heftu, bæði opinberlega og prí- vat. Hermt var eftir því og stríðni var svo að segja daglegt brauð. Með samstilltu átaki aðstandenda og heilbrigðisstétta tókst á skammri stundu að koma þjóð- inni til nokkurs manns hvað þetta varðar. Ef grínistum fyndist sæmilegt að herma eftir til- greindum krabbameinssjúklingi eða tilgreindum blindum manni, svo dæmi séu tekin, þá yrði ekki hlegið að slíku. Málið snýst ekki um ráðamenn landsins heldur veikindi. Því miður er það enn svo að geðsjúkdómar og þeir sem geð- sjúkir eru sæta miklum for- dómum víðast hvar, einnig í Bandaríkjunum eins og sjá má í þarlendum sjónvarpsgrínþáttum. Vanþekkingin er oft mikil og lýs- ir sér kannski best í því að dregin er upp mynd af stórhættulegu fólki, þótt sannleikurinn sé hins vegar sá að þeir sem geðsjúkir eru fremja færri glæpi hlutfalls- lega en þeir sem heilbrigðir telj- ast. Eitt er einnig alveg ábyggi- legt: geðsjúkdómar eru ekkert grín. Hvorki geðsjúkum né að- standendum þeirra finnast þeir góðir, hvað þá fyndnir. Við biðj- um þá sem hafa grín að atvinnu að virða sjónarmið okkar og muna að taka ávallt meiri hags- muni fram yfir minni. Þetta snýst ekki um rétt, heldur tillitssemi. Grínarar og aðrir tapa engu á því að gera ekki gys að geð- sjúkdómum; hinir geðsjúku og aðstandendur þeirra hafa hins vegar allt að vinna og taka með þökkum í allar framréttar hjálp- arhendur. Við viljum koma veiku fólki út úr „kú-kú“-stimplinum og inn til ykkar hinna. Svo einfalt er það. Út úr kú-kú Auður Styrkársdóttir, Eva G. Sig- urðardóttir, Herdís Styrk- ársdóttir, Klara Þorsteinsdóttir, Rannveig Guðnadóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Stella Ólafsdóttir allar í aðstandendahópi Geð- hjálpar MARGSKONAR fár hafa dunið yfir blessaða ættjörðina okkar í tím- anna rás. Hunda- og kattafár, Am- eríkufár, sauð- fjárveikifár og hersetufár, Lúk- asarfár svonefnt og einnig hin síðustu misseri barnaheim- ilafár. Hinum tveim síðastnefndu svipar um margt saman. Í báðum tilfellum eru einstaklingar bornir verulega al- varlegum sökum, án þess að marktækar sannanir séu fyrir hendi eða þeirra kraf- ist. Mér hefur alltaf skilist að slíkur áburður án sannana heiti meiðyrði. En kannski er það ekki réttur skilningur hjá mér. Í grein í Morgunblaðinu þann 30. des. síðastliðinn segir Rósa Ólöf Ólafíudóttir frá hrollvekjandi (að hennar dómi) vist sinni á barnaheim- ilinu Reykjahlíð fyrir um það bil fjörutíu árum. Meðal þess sem er slegið fram er að yngri telpurnar á heimilinu hafi iðulega að skipun þeirra eldri stolið „brennivíni og síg- arettum“ eins og það er látið heita, frá starfsstúlkum. Svo er að heyra að þar hafi aldrei verið nein þurrð á þessari munaðarvöru. Ég undirrituð er fyrr- verandi starfsstúlka í Reykjahlíð og ég vil nú og framvegis frábiðja mér slíkar staðhæfingar. Enginn hefur stolið víni eða tóbaki frá mér þann tíma sem ég starfaði í Reykjahlíð vegna þess að ég hef aldrei notað það, enda varla byrjað á því á vinnustað. Svo veit ég að var um fleiri stúlkn- anna. En hafi einhver ein- hverntíma verið að pukrast með vín – hvernig vissu þá telpurnar hvar það var? Voru þær oft að grúska í herbergjum starfsstúlkna? Hvar gátu þær drukkið það án þess að upp kæmist? Allt sýnist þetta nokkuð flókið. Það er eðlilegt að börn sem alast upp hjá vandalausum láti sig dreyma um hinar afar fátíðu heimsóknir til ættingjanna, sem voru enn fátíðari en heimsóknir ættingjanna á barna- heimilin. En bæri svo við að barn færi í slíka heimsókn mun dvölin oft ekki hafa staðið undir væntingum. Ég held að ég viti nokkurn veginn eins vel og aðrir hvað fram fór í Reykjahlíð á þessum tíma. Ég veit vel um unglingsstúlkuna sem hræddi litlu telpurnar með allskonar hryllingssögum, m.a. um manninn, sem átti að stunda mansal með börn. Sagan um misnotkun fylgdi þá ekki með, enda augljóst að vörn gegn slíku fengist síst með því að binda sig við rúmið. Að sjálfsögðu var reynt að fá stúlkuna ofan af þessum hryllingsáróðri en það var hægara sagt en gert, því litlu telpurnar eltu hana eins og skugginn hennar og gleyptu í sig hvað sem henni datt í hug að segja þeim. Eftir að hún flutti í burtu breyttist þetta sem betur fór. Sigríður forstöðukona í Reykja- hlíð var „skaphörð nokkuð“ eins og Njála segir um Bergþóru, og gat verið byrst. En hún var ákaflega raungóð og sum af Reykjahlíð- arbörnunum heimsækja hana enn í dag. Að leggja hendur á barn þekkt- ist ekki í Reykjahlíð, enda Sigríður kennari að mennt. Matur var góður og starfsandi ágætur. Sigríður var sanngjarn og góður yfirmaður. Ég veit að það er ekki auðvelt fyr- ir barn að alast upp án fjölskyldu og það geti í mörgum tilfellum skilið eftir ör á sálinni. En bætir það eitt- hvað að reyna að finna sökudólg í hverju horni? Rósa segir að það hafi sært hana að Sigríður talaði ónær- gætnislega um móður hennar. Það er fallegt og dótturlegt af Rósu. En hvað er hún – og fleiri – nú sjálf að gera? Flest allt það fólk sem hún út- hrópar í fjölmiðlum á líka börn og barnabörn sem án efa sárnar að sjá mannorð sinna nánustu miskunn- arlaust sett í tætarann. Ekki þýðir að mótmæla þegar slíkt ofviðri sem barnaheimilisfárið er í gangi, til þess er almenningssefjunin allt of sterk. Að hinu leytinu er það rétt hjá Rósu að stjórnvöld stóðu sig slælega í rekstri þessara heimila. Sigríður í Reykjahlíð þurfti t.d. að standa í miklu stímabraki til þess að fá í gegn nauðsynlegar viðgerðir á húsinu. Lengi vel komu umsjónaraðilar sér hjá því að fata börnin, svo var látið heita að ættingjar skyldu gera það. Á þessu vildi hinsvegar verða mikill misbrestur, einhverra hluta vegna, og börnin gengu iðulega í fötum sem löngu voru útslitin. Þetta var auðvit- að óviðunandi. Þegar ég var í Reykjahlíð var stúlka í hálfu starfi alla daga við að gera við föt sem varla héldu bótum. Fyrir mörgum árum skrifaði ég sögu sem heitir Barnaheimilið og Skjaldborg gaf út. Sú saga byggist á mannlífinu í Reykjahlíð. Gamlir Reykhlíðingar hefðu e.t.v. gaman af að líta í hana. Ég get þessa hér til gamans, því auðvitað er þetta að mestu leyti skáldskapur en ekki heimildir. Ég leyfi mér þó að segja að ég hafi nokkurn veginn náð and- anum sem þarna sveif yfir. Vona ég svo að barnaheimilafárið gangi yfir eins og hvers konar fár jafnan gerir. Um hin ýmsu fár Íslandsbyggðar R. Steinunn Eyjólfsdóttir segir frá vinnu sinni á barnaheim- ilinu í Reykjahlíð »Ég undirrituð er fyrrverandi starfs- stúlka í Reykjahlíð og ég vil nú og framvegis frábiðja mér slíkar stað- hæfingar. Höfundur er rithöfundur. R. Steinunn Eyjólfsdóttir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG OG fjölskylda mín viljum með bréfi þessu þakka háttvirtum heil- brigðisráðherra, Guðlaugi Þór, sér- staklega vel fyrir skilning, áhuga og stuðning í verki. Þannig er málum háttað að tveir heyrnarlausir synir mínir þurfa á stöðugri talkennslu að halda. Á haustmánuðum sögðu talmeinafræð- ingar sig frá samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins, allir nema einn. TR var því óheimilt að taka þátt í kostnaði við talþjáfun drengjanna minna en … auðvitað brást heil- brigðisráðuneytið við, seint og um síðir, og setti reglugerð nr. 1166/ 2007 sem heimilaði TR að greiða fjölskyldunni styrk kr. 2000 fyrir hvern tíma, sem kostar frá og með 1. febrúar kr. 6.720. Drengirnir fá vikulegan tíma þannig að okkar kostnaður í febrúar verður til dæmis kr. 53.760 en TR borgar okkur styrk kr. 16.000, eftir verður bara 37.760 sem er u.þ.b. tvö- falt það sem við greiddum árlega þegar samningur talmeinafræðinga var í gildi. Það er ómetanlegt fyrir okkur for- eldra fatlaðra sjúkratryggðra barna að mæta svo miklum skilningi og fagmennsku þegar um er að ræða nauðsynlega endurhæfingu barnanna okkar. Það hlýtur að vera skoðun ráð- herra að eðlileg kostnaðarþátttaka foreldra fatlaðra barn sé mörg hundruð þúsund á hverju ári. Metn- aðurinn sem lagður hefur verið í reglugerð nr. 1166/2007 gefur það a.m.k. til kynna. Takk kærlega fyrir okkur. ANDREA GUÐNADÓTTIR, móðir tveggja heyrnarlausra drengja Takk fyrir okkur, Guðlaugur Þór Frá Andreu Guðnadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.