Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 27 ið að skrifa,“ sagði Sverrir einu sinni, „ef engir eru lesendur.“ Honum var það hvorttveggja ánægja og uppörv- un að vita til þess, að hann átti fjöl- mennan lesendahóp. Vandaðir og vökulir rithöfundar eru sífellt að læra, auka við þekkingu sína, heyja sér orðaforða og bæta verklag sitt. Svo var það um Sverri og hann fór víða í smiðju, hvert held- ur var í lausamál Heines, biblíuna eða í aðra staði. Hann kunni ekki að- eins skil á vinnubrögðum og aðferð- um sagnfræðingsins, heldur einnig skálda og rithöfunda. Hann gekk að verki eins og byggingameistari, sem veit hvaða eigindir smíðin á að hafa til þess að hún standist þær kröfur, að hún teljist góð og gild. Hann skrif- ar í Helgafell 1953, bls. 108: „Til þess að skrifa góða essay, jafnvel þótt mjög alþýðleg sé, þarf djúptæka þekkingu á viðfangsefninu, kunnáttu í meðferð máls og stíls og síðast en ekki síst, kunnáttu í að byggja upp ritgerð svo að vel fari. Það er sann- arlega ekki nóg að kunna að spinna lopann. Það þarf að kunna að byrja og enda, kunna að raða staðreyndum og hugsunum, svo að ekki þvælist hvað fyrir öðru, en ritgerðin fái hæfi- legan stíganda og nokkra reisn.“ Það er óhætt að segja það, að Sverrir hafi náð tökum á þeim galdri, sem hann hefur hér lýst, og hann hafi skipað sér til sætis hjá snjöllustu ritgerða- höfundum Íslendinga. Í ritgerðum hans fer allt saman: söguleg yfirsýn, skarpskyggni, tilþrifamikið orðfæri, mannúðleg viðhorf og ríkur skilning- ur á hlutskipti alþýðu, sem ævinlega hefur verið höfuðsetin af höfuð- skepnum og valdastéttum. Sverrir Kristjánsson var meðal áheyrilegustu útvarpsfyrirlesara þjóðarinnar, en ríkisútvarpinu ber að þakka margt af því, sem eftir hann liggur á prenti, og á það sína sögu. Þeir hafa aldrei verið ofhaldnir og síst auðgast, sem þurft hafa að framfleyta sér á einföldum gagn- fræðaskólalaunum, og svo var því farið um Sverri, auk þess sem honum var ekki ráðdeild gefin. Eins og svo margur annar í landi yfirvinnunnar drýgði hann tekjur sínar með rit- störfum, þótt ekki geti annarrar leið- ar fátæklegri. Hann fór því snemma á fjörurnar við ríkisútvarpið með er- indi sín og varð þar tíður gestur, en sú stofnun mátti heita eini aðilinn í landinu sem keypti hugverk og galt fyrir það möglunarlaust að vísu eftir eigin gjaldskrá. Það er skemmst frá að segja, að ríkisútvarpið reyndist Sverri ekki einungis tekjulind heldur hinn áhrifamesti kennarastóll, þar sem hann gat flutt fræði sín í áheyrn alþjóðar allt frá Reykjanestá norður á Langanes. Margt hefur valdið því, að Sverrir lagði mesta rækt við ritgerðaformið. Hann hafði ekki þolinmæði til þess að sitja lengi í einu við ritstörf, en einnig komu til fjárhagsástæður og lifnaðarhættir, enda voru ritstörfin hjáverk, unnin í stopulum tómstund- um. Hann var skorpumaður við skriftir, en það merkir þó ekki, að hann hafi kastað til þeirra höndum, því að hann tók sér jafnan góðan tíma til þess að safna efnivið, brjóta hann til mergjar og móta, áður en hann lét til skarar skríða. Þegar hann loksins settist við skrifborðið, sem hann bar yfirleitt ekki við, fyrr en komið var fram um miðnætti, vann hann ósleitilega og lét sér iðu- lega ekki verk úr hendi falla fyrr en hnigið var að rismálum. Einu sinni var Sverrir að því spurður, hvernig hann færi að því að mæta til kennslu eftir svona langar vökustundir ýmist við skriftir eða sumbl. „Mér nægir að kasta mér niður eina til tvær stund- ir,“ svaraði hann, „og ef ég næ að raka mig, er ég sem stálsleginn“. Tími sá, sem fer í að festa efni á blað, er ekki einhlítur mælikvarði á verktíma rithöfunda. Jafnvel stutt blaðagrein sem vandað er til, getur átt sér drjúgan undirbúning, og svo hefur það verið með obbann allan af ritsmíðum Sverris. Vorið 1955 stóð landspróf yfir í Gagnfræðiskóla Vesturbæjar við Öldugötu, og litu kennarar eftir því, að það væri þreytt eftir settum reglum. Í einni stofunni sat Sverrir við kennarapúlt- ið, handlék tóbaksdósirnar og tók í nefið endrum og eins. Fyrir framan sig hafði hann tvær bækur vænar, tímaritin Skinfaxa og Rétt, sem hann las í milli þess sem hann leit upp og litaðist um. Öðru hverju reis hann úr sæti sínu og gekk um gólf. Þar sem tíminn silaðist áfram drepseint, innti ég Sverri eftir því, hvort hann þreyttist ekki á yfirsetum. Hann tók því víðs fjarri, þessar kyrrlátu stund- ir kæmu sér vel. Hann notaði þær til þess að lesa og íhuga efni, sem hann væri með á prjónunum. Ekki löngu síðar birtist grein Sverris um Jónas Jónsson frá Hriflu sjötugan, snilld- arleg rissmynd af hinum aldna stjórnmálamanni. Þegar grein þessi barst í tal, kvaðst Sverrir hafa verið dulítið feiminn við að láta lokaorðin frá sér fara, lýsinguna á pólitískri jarðaför Jónasar. Það þætti víst ekki til siðs að hafa hátt um útfarir manna á stórafmælum þeirra, þótt pólitísk- ar væru. Hvað um það, þá líkaði Jón- asi afmæliskveðjan svo vel, að hann stofnaði til góðs kunningsskapar við Sverri, hringdi til hans öðru hverju, meðan báðir lifðu, til þess að ræða um þjóðmálin, en á þeim hafði hann sívakandi áhuga, þótt langt væri um liðið, síðan pólitísk útför hans var gerð. Stundum hefur því verið fleygt, að Sverrir væri ekki til mikilla afkasta og lítið lægi eftir hann, en þessi skoð- un mun eiga sér rætur í ýmsar áttir. Ritsmíðar Sverris birtust á við og dreif í blöðum, tímaritum og bókum, svo erfitt hefur verið að fá yfirsýn yf- ir þær. Þá var alkunna, að hann gerði sér oft glaðan dag, því hann taldi að besta ráðið til þess að sigrast á freistingunum væri að falla fyrir þeim. Og hver annar en Sverrir sást tíðum á ferli um götur borgarinnar um háannatímann, þegar guðhrætt fólk og skilvíst var að vinna fyrir þjóðarbúið. Og þegar hann brá sér inn fyrir dyr á safnhúsinu við Hverf- isgötu, var hann jafnan á snöggri ferð. Þegar betur er að gætt, þá hef- ur Sverrir skilað miklu og vönduðu dagsverki og furðumiklu, ef hafðar eru í huga þær aðstæður, sem hann bjó við. Skerfur hans til almennrar fræðslu um sagnfræðilegt og bók- menntalegt efni var meiri en flestra fræðimanna, og ritsmíðar þær, sem hann samdi og lét birta, mundu fylla nokkrar meðalstórar bækur, ef tínd- ar væru saman, en auk þess átti hann ýmsan efnivið í fórum sínum, t.a.m. í sögu Dagsbrúnar. Af þessu má ljóst vera, að Sverrir hefur ekki setið auðum höndum um dagana. Annað mál er það, að menn hafa vilj- að fá meira frá honum að heyra. Þeir sakna þess, að honum skyldi ekki auðnast að semja sitt magnus opus, samfellt rit um tímabil Jóns Sigurðs- sonar, ennfremur Dagsbrúnarsög- una og framhaldið af mannkyns- sögubindinu um miðaldir. Í ritgerðarsafninu Ræður og riss, sem út kom 1962, telur Sverrir sig hafa birt í blöðum og tímaritum um 170 ritgerðir stórar og smáar, og síð- ar bættust fjölmargar við þetta safn. Auk fjölmargra ritgerða um Ís- landssögu og veraldarsögu skrifar Sverrir allmargar greinar um sam- tímaviðburði og þróun heimsmála í Rétt, Þjóðviljann, Tímarit MM, Helgafell og Annál erlendra tíðinda (1950). Margar greinar Sverris af þessu tagi eru frábrugðnar venjuleg- um fréttaskýringum að því leyti, að hann leitast við að bregða sögulegu og félagslegu ljósi á viðfangsefnið og setja það þannig í víðara samhengi en ella. Á fáu lesefni vinnur tönn tím- ans eins hratt og á fréttaskýringa- greinum, en enn er talsverður bógur eftir í þessum greinum Sverris. Þá eru þær og til vitnis um það, hvernig róttækur maður skilur og skýrir þá atburði, sem í kringum hann gerð- ust. Sverrir skrifaði marga ritdóma um sagnfræðirit og skáldverk. Eftir Sverri liggja fjölmargar greinar um bókmenntir. Meðal þeirra skálda og rithöfunda, sem hann fjallaði um voru: Johann Wolfgang v. Goethe, Heinrich Heine, Georg Brandes, Maxim Gorki, Stephan G. Stephans- son og Þórbergur Þórðarson. Sverr- ir lýsti ýmsum samferðamönnum sínum, þegar sérstakt tilefni var til, heilsaði upp á þá, er þeir áttu stór- afmæli, og kvaddi þá, er þeir voru allir. Á síðustu áratugum hefur Íslend- ingum bæst við ný bókmenntagrein, þar sem eru listrænar sögur og þættir af mönnum og atburðum þjóðarsögunnar. Höfundar slíkra verka nota sagnfræðilegan efnivið og leitast við að fylgja staðreyndum trúlega, en fylla í eyðurnar þegar heimildir þrýtur. Þessi efni sníða þeir listrænan búning. Jón Helgason ritstjóri hefur iðkað þessa bók- menntagrein einna lengst og verið í henni manna snjallastur. Sigurður Arnalds útgefandi fékk þá Sverri og Tómas Guðmundsson til þess að semja þjóðlífsþætti eða mannlífs- myndir handa tímariti sínu Satt. Síð- ar hóf hann að gefa út þessa þætti í bókum, sem báru heitið Íslenzkir ör- lagaþættir, og komu út 10 bækur á árunum 1964 til 1973. Í þáttum sín- um fjallar Sverrir yfirleitt um ein- staka menn, en þættirnir eru í flest- um tilvikum ekki einföld ævirakning heldur jafnframt lýsing á aldrafari og þjóðfélagsháttum. Með bestu rit- gerðum Sverris af þessu tagi eru þættir hans um Hallgrím Pétursson, Odd Sigurðsson lögmann, Jón Þor- láksson á Bægisá og Sigurð Breið- fjörð. Sverri Kristjánssyni nægði ekki að sitja í kyrrlátu sæti kennarans og fræðimannsins. Hann leit á það sem skyldu sína að vinna þjóðmálaskoð- unum sínum og þeim stjórnmála- flokki, sem hann fylgdi að málum, allt sem á hans færi var. Hann var það sem Frakkar kalla homme en- gagé, virkur borgari. Einn þátturinn í pólitísku starfi Sverris var að fara í framboð fyrir Sósíalistaflokkinn í Rangárvallasýslu í þingkosningun- um haustið 1942 og í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1946. Þeir, sem þá hirtu hinn pólitíska urtagarð, sáu skjótt, að arfi hafði komist í hann. Þegar Sverrir, þessi sonur malarinnar og borgarstrætanna, réðst í framboð í Rangárvallasýslu, einu flekklausasta sveitakjördæmi landsins, sagði blað bænda, Tíminn 24. september 1942, að Sósíalistaflokkurinn hefði senni- lega sent hann þangað í framboð til þess að gleðja Klemenz Kristjánsson (bróður sinn), en piltungur þessi hefði um mörg ár verið þekktur í Kaupmannahöfn undir nafninu mest fjandmaður kornyrkjunnar á Ís- landi. Skömmu síðar, 29. september, segir sama blað í greinarstúfi með fyrirsögninni Glerbrotið á haugnum: „Til þess að svala reiði sinni [vegna greina Hermanns Jónassonar um af- rek sósíalista í dýrtíðarmálinu], hefir Þjóðviljinn fengið glerbrot eitt, sem lengi var að flækjast á sorphaugum borgarinnar við Eyrarsund, til að skrifa níðklausu í dálka sína um Her- mann Jónasson. Lætur glerbrotið allmikið yfir sér og þykist víst vera orðið eins og heil flaska síðan komm- únistar hirtu það af götu sinni og töldu það borið til mannvirðinga austan fjalls. En glerbrotið verður aldrei annað en glerbrot, og auðnu- leysingi verður jafn auðnusnauður, þótt hann leggi stund á að ófrægja sér vitrari og giftudrýgri menn.“ Þessa ófegruðu mannlýsingu hafa margir eignað Jónasi Jónssyni frá Hriflu, en dr. Aðalgeir Kristjánsson kveðst hafa það eftir Sverri og hann frá Jónasi, að Jón Eyþórsson hafi haldið þarna á penna. Pólitísk afskipti Sverris voru þó einkum fólgin í því að semja pólitísk- ar og menningarlegar ádeilugreinar og hugvekjur. Í þeim efnum haslaði hann sér ákveðinn völl, en þeystist ekki á gandreið yfir þjóðmálin. Hann greip jafnan ekki til pennans, nema honum þætti mikið við liggja í þeim stórmálum, sem efst voru á baugi hjá þjóðinni, eða honum þótti mörland- inn hafa uppi þvílíka tilburði, að þeir lágu vel við höggi og unnt var að hafa af þeim nokkra skemmtun. Í þessum greinum beitti Sverrir ýmsum tón- tegundum, í hinum fyrri var honum tamast að vanda um og hirta, í hinum síðari að hæðast og skopast, en hversu þykkjuþungur, sem hann var, varaðist hann að ergjast og hafa allt á hornum sér. Þeir Íslendingar eru ekki margir, sem iðkað hafa listræna blaðamennsku, en Sverri má vafa- laust skipa á bekk með þeim sem fremstir hafa verið á þessu sviði, Gesti Pálssyni, Jónasi Jónssyni frá Hriflu, Þórbergi Þórðarsyni, Hall- dóri Laxness, Árna Jónssyni frá Múla og Gunnari Benediktssyni. Sverrir sá um útgáfu á blaðagrein- um Jóns Sigurðssonar í tveimur bindum og Reisubók séra Ólafs Eg- ilssonar. Þá liggur talsvert af þýð- ingum eftir Sverri, bæði á ritum um þjóðfélagsmál og skáldverkum. Sverrir Kristjánsson var þrí- kvæntur. Fyrsta kona hans var Erna Einarsdóttir og áttu þau tvö börn, Einar Ragnar og Guðrúnu Vigdísi, þau skildu; önnur kona hans var Jak- obína (Bína) Tulinius, er lést fyrir nokkrum árum, og þriðja kona hans var Guðmunda Elíasdóttir. Með Björgu Sigurjónsdóttur átti Sverrir son, Sigurjón flugmann hjá Land- helgisgæslunni. Sverrir var röskur meðalmaður að hæð og þrekvaxinn, breiðleitur og hárprúður, rómurinn skýr og karlmannlegur og fasið kvik- legt. Maðurinn var hinn vörpulegasti og hafði alla burði erkibiskups í re- nesanskum stíl. Hann var jafnan léttur í lund og skrafhreifinn. Tungutak hans var frábært og gat hann mörgu til tjaldað, stálminni, lit- ríku orðfæri, raddbrigðum og lát- bragði og ekki síst sjón til þess að sjá fleiri litbrigði veraldarinnar en flest- um er auðið. Hann var alþýðlegur í viðmóti og stirðnaði aldrei í stífum kraga embættismennsku og lær- dóms. Þess vegna leituðu margir hjá honum ráða, rithöfundar og fræði- menn, og þeir komu ekki að tómum kofanum, því að hann var ævinlega reiðubúinn að fræða, örva og veita holl ráð, en efling íslenskra bók- mennta í víðustu merkingu var hon- um hugfólgin. Ef eitthvað er til, sem kallað er borgaraleg meðalhegðun, þá hirti Sverrir ekki um hana. Hann naut þess, sem lífið hafði að bjóða, hreifst eins og Lúther af föngulegum kon- um, ljúfum veigum og góðum skáld- skap. Hann var ekki þess sinnis að slá hendi á móti að gera sér glaðan dag og gerði sér engan mannamun, en þjóraði og gladdist jafnt með ráð- herrum sem rónum, listamönnum sem landhlaupurum, því að á slíkum stundum voru allir guðsútvaldir. Sverrir var ekkert áfjáður að teljast til hinna syndlausu og öðrum kom heldur ekki í hug að bendla hann við þá, en fyrir bragðið komst hann ekki í sama flokk og marhnúturinn, sem Benedikt Gröndal telur með öllu syndlausan. Þótt aldurinn færðist yf- ir Sverri, hvarf hann aldrei langt frá sínum uppruna, strákurinn var æv- inlega ríkjandi í honum. Veröldin lét ekki ávallt blítt við Sverri, því að ýmislegt reyndist hon- um andstreymt, sonarmissir, lang- varandi veikindi miðkonunnar og embættisstarf sem honum var óljúft. Og á ýmsu gekk í þjóðmálum og heimsmálum, sumt sem vakti honum gleði, annað vonbrigði. En hvernig sem veltist, lét hann ekki deigan síga og var alltaf staðfastur í þjóðmála- skoðun sinni, en í þeim efnum var hann hvorki hverfull né auðunninn. Í ritsmíðum sínum skoðaði og lýsti Sverrir vegferð mannsins sem mik- ilfenglegu drama fullu af þversögn- um, en í eigin lífi lét hann oftast eins og tilveran væri gáskafullur leikur, þrunginn kátbroslegum tiltækjum og meinlegum tilvikum, fullur af ábyrgðarlausum unaðssemdum og ljúfum kræsingum, en hefði svona til mótvægis dálítið ívaf af jarðnesku galli og mannlegum breyskleika. Líf- ið var honum þannig áþekkt þeim gleðileikjum, sem settir eru á svið á fjölum leikhúsanna. Í þessum gam- ansama leik tók Sverrir fullan þátt og naut flestum mönnum fremur, en hvernig sem frammistaðan er, fær enginn umflúið einn góðan veðurdag að leika lokaþáttinn. Röðin hefur þegar komið að Sverri og hann er genginn út af sviðinu, en hin mann- lega kómedía heldur áfram, þótt snillingur hverfi bak við tjaldið. Jón Guðnason, prófessor í sagnfræði (Greinin, sem er örlítið stytt, birtist upphaflega í Sögu, tímariti Sögufélagsins, XIV. 1976) Árið 1975 var Pétur Pét- ursson þulur spyrill í þætt- inum „Maður er nefndur“- Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur . Lögbann var sett á sjónvarpsþáttinn en því var aflétt eftir að það fór fyrir dómstóla. Örlygur Sigurðsson teiknaði fræga mynd þar sem fjórir íslenskir kráargestir á árum áður teyga ölið. „Gleði sem löngu er liðið/lifnar í sálu minni“ .... Hangir myndin á Hvids- Vinstue í Kaupmannahöfn, Ís- lendingum sem þangað koma til mikillar ánægju og yndisauka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.