Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 11 FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ er brýnt að vekja atvinnubíl- stjóra til umhugsunar um ábyrgð þeirra á frágangi á farmi til að fyr- irbyggja slys að mati Signýjar Sig- urðardóttur, forstöðumanns flutn- ingasviðs SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, sem nú vinnur að gerð leiðbeinandi handbókar fyrir bíl- stjóra. Bókin er væntanleg í apríl eða maí. Segja má að hvert óhappið hafi rekið annað á liðnum misserum þar sem legið hefur við alvarlegum slys- um þegar hlöss detta af vörubíls- pöllum og hefur umferðardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu reglulega látið til sín taka til að stemma stigu við ástandinu. Síðast í fyrradag féllu mörg 800 kg þung stálrör af bíl á fjölförnum gatnamót- um í Hafnarfirði. Að sögn Signýjar hafa öryggis- stjórar flutningafyrirtækjanna Sam- skipa og Eimskipafélagsins staðið fyrir fjölmörgum úrbótum í öryggis- átt innan sinna fyrirtækja. Fyrir um ári hófst flutningasvið SVÞ handa við undirbúning öryggis- átaksins með útgáfu handbók- arinnar. Markmiðið er að setja sam- an skýrar og leiðbeinandi reglur til hagnýtra nota fyrir atvinnubílstjóra og gera stórátak í að innleiða vönduð og fagleg vinnubrögð varðandi frá- gang á farmi á meðal atvinnubíl- stjóra í landinu. Bregðast við harðri gagnrýni Aðdragandi verkefnisins var hörð gagnrýni og ítrekaðar ábendingar í blöðum um slælegan frágang á bíl- förmum og í drögum að handbókinni segir, að atvinnugreinin sé að sýna ábyrgð með því að taka málið til al- varlegrar athugunar og gera eitt- hvað í því sjálf í stað þess að bíða eft- ir regluverki að ofan. „Markmiðið er að hafa bókina not- endavæna og hún verður byggð upp með ljósmyndum af raunverulegum dæmum til að efnið geti nýst bíl- stjórum,“ segir Signý. „Texta verður haldið í lágmarki en lögð áhersla á einfaldar og skýrar leiðbeiningar.“ Í tengslum við útgáfuna var stofn- aður öryggishópur með fulltrúum víða að og hefur hann skoðað reglu- gerðarumhverfið og ýmis tilvik. Brýnasta viðfangsefni hópsins hefur verið að takast á við reglugerð- arumhverfið en tillaga um breytingu á reglugerð um frágang á farmi hef- ur verið lögð fyrir stjórnvöld. Hvert hlassið á fætur öðru hefur fallið af vörubílspöllum á undanförnum misserum Stórátak gegn lélegum frá- gangi á farmi Í hringtorgi Farmur þessarar vöruflutningabifreiðar losnaði þegar ekið var um hringtorg á Suðurlandsvegi við Breiðholtsbraut. Árvakur/Júlíus Steypumót Mildi þótti, að ekki skyldi verða stórslys við gatnamót Miklu- brautar og Grensásvegar sl. haust þegar þessi farmur féll í götuna. VERG landsframleiðsla á Íslandi er 30% yfir meðaltali Evrópusambands- ríkjanna 27. Þetta kemur fram í ár- legum verðsamanburði fyrir árið 2005 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2006. Samanburðurinn nær til Ís- lands og 36 annarra Evrópuríkja. Hlutfallslegt verðlag er einnig hæst á Íslandi, 42% yfir meðaltalinu fyrir landsframleiðsluna í heild og 64% yfir því fyrir mat og drykkjar- vörur. Niðurstöður eru afar mismun- andi milli ríkja. Landsframleiðslan er minnst í Albaníu, 21% af meðaltali ESB. Mest er landsframleiðsla á mann í Lúxemborg, 180% yfir með- altalinu og minnst í Albaníu, eða 21% af meðaltali ESB. Séu einstakar neysluvörur skoðað- ar fyrir árið 2006 kemur í ljós að áfengi hér á landi er 126% dýrara en meðalverð í ESB-ríkjunum. Mjólk, ostar og egg eru 50% dýrari hér og ávextir, grænmeti og kartöflur 53% dýrari. Föt og skór eru líka dýrari á Íslandi en meðaltalið innan ESB og munar þar 50%. Gengið skiptir máli í samanburðinum Niðurstöður samanburðarins eru gefnar út í Hagtíðindum Hagstofu Ís- lands. Guðrún R. Jónsdóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofunnar, segir að upplýsingar á borð við þessar séu teknar saman einu sinni á ári. Hún segir niðurstöðurnar sýna að Ísland sé sem fyrr í hópi þeirra ríkja þar sem landsframleiðslan er mest. „Verið er að skoða hvað karfa af vörum og þjón- ustu sem kostar að meðaltali 100 evr- ur í ESB-löndunum, kostar í hverju landi fyrir sig,“ segir hún. Gengi ís- lensku krónunnar skipti máli í þessu samhengi og því sé erfitt að gera sam- anburð á verðlaginu milli ára. Hún nefnir sem dæmi árið 2005 en það ár var gengi íslensku krónunnar mjög hátt. „Þá var Ísland 73% yfir Evrópu- meðaltali þegar kom að mat og drykk en er núna 64% yfir þessu meðaltali,“ segir hún. Vegna gengisbreytinga sé ekki hægt að útskýra þennan mun með því að verðlag á Íslandi hafi lækkað á tímabilinu. Guðrún bendir á að verðlag á Ís- landi sé ekki aðeins hátt hvað varðar mat og drykk. Þegar kemur að heild- areinkaneyslu er Ísland hæst ásamt Noregi og Danmörku, eða 42% yfir Evrópusambandsmeðaltalinu. Þá eru skoðaðar allar þær vörur og öll sú þjónusta sem heimilin kaupa. Al- mennt sé verðlag hærra í gömlu Evr- ópusambandsríkjunum, EFTA-ríkj- unum og ríkjunum í Norður-Evrópu. Matur og drykkur 64% dýrari en í ESB Föt og skór 50% dýrari en meðaltal ESB JAFNVÆGISVERÐ á kvótamark- aði í Danmörku er á bilinu 1,99-2,04 danskar krónur á kíló mjólkur, með 4,36% fitu. Verðlækkun um 80 danska aura hefur því orðið síðan í nóvember, eða um 28%. Þetta kemur fram á vef- síðu Landssambands kúabænda. Sex mánuðir eru síðan kvótaverð í Danmörku var í sögulegu hámarki, 4,63 danskar krónur. Kvótaverðið er því núna um 67% af afurðaverði. Þá segir á vef Landssamtaka kúa- bænda að væntingar hafi verið uppi um að verðið myndi lækka á mark- aðnum í febrúar, þar sem umræða um niðurlagningu kvótakerfisins í fyr- irsjáanlegri framtíð sé hávær. Einnig verði landskvóti hvers af aðildarlönd- um ESB aukinn frá og með 1. apríl næstkomandi. Magnið sem komið verður í verð í febrúarmánuði sé að- eins rúmlega helmingur af því sem skipti um eigendur á febrúarmarkaði fyrir ári, 67.000 tonn á móti 127.000 tonnum fyrir ári. Á sama tíma hafi verðið lækkað um nálega 50%. Kvótaverð hríðfellur í Danmörku 28% lækkun síðan í nóvember sl. STYRKJUM var úthlutað úr Styrkt- arsjóði Baugs Group í gær. 348 um- sóknir bárust sjóðnum. Fjörutíu og sex einstaklingar og félög hlutu styrki úr sjóðnum að þessu sinni, samtals um 35,5 millj- ónir króna. Velferðarmál og kvikmyndir Styrk upp á eina milljón króna hlutu eftirtaldir: Íslandsdeild Nor- disk Forening mod börnemishand- ling og omsorgssvikt, til að halda ráðstefnu á Íslandi um Börn og van- rækslu. Sigríður Ólafsdóttir og Anna G. Júlíusdóttir til að framleiða náms- efni í íslensku sem öðru tungumáli fyrir grunnskólabörn. Áfangaheimil- ið Dyngjan, til að reka áfangaheimili fyrir konur á öllum aldri sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameð- ferð. Safnasafnið – Alþýðulistasafn Íslands hlaut styrk til kaupa á lyftu fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Þá hlaut Steinunn Birna Ragnarsdóttir sömu upphæð fyrir Reykholtshátíð 2008, alþjóðlega tónlistarhátíð í Reykholti. Karlakórinn Heimir í Skagafirði, til að setja saman dag- skrá um Stefán Íslandi. Tóney, fyrir tónlistarþjálfun fyrir blinda og sjón- skerta, svo og þjálfun fyrir ung- menni sem lent hafa í ógöngum á lífs- leiðinni. Askur og Embla ehf., til gerðar heimildarmyndar um fólk sem vill þekkja uppruna sinn. Pas- sport Kvikmyndir, til gerðar heim- ildarmyndar um mannlíf á norðan- verðum Vestfjörðum fyrir og eftir mannskæðustu snjóflóð í sögu lands- ins. Krumma Film, fyrir heimildar- mynd um réttindabaráttu homma og lesbía. Tónlist, þýðingar og tækjakaup 800.000 krónur hlaut Elíza M. Geirsdóttir Newman, til að kynna nýja sólóplötu og tónleikaferð um Bretland. Hálfrar milljónar króna styrk hlutu eftirtaldir: Söngskóli Sigurðar Demetz til kaupa á flygli í skólann. Foreldrafélag Drengjakórs Reykja- víkur, til útgáfu á hljómdiski með Drengjakór Reykjavíkur og kórferð- ar til Barcelóna. Táknmál ehf., til að gera fyrstu teiknimynd í heimi þar sem persónurnar tala táknmál. Ljós- op ehf., til gerðar heimildarmyndar um líf í sjávarþorpi á Vestfjörðum. Öldrunarheimili Akureyrar, til nám- skeiðshalds á Akureyri í Eden Al- ternative hugmyndafræði, nýrri sýn á þjónustu á öldrunarheimilum. Gunnar Kvaran sellóleikari hlaut sömu styrkupphæð til tónleikaraðar sinnar, „Töframáttur tónlistar“ sem veitir þeim sem minna mega sín tækifæri til að hlusta á tónlist í fyrsta flokks flutningi endurgjalds- laust. 300.000 krónur hlaut Sigurður Flosason, til tónleikaferðar til New York. Jóhanna Mjöll Þórmarsdóttir fékk 200.000 krónur til að þýða bók- ina Gut and Psychology Syndrome eftir dr. Natasha Campell McBride. Bókin fjallar um náttúrulega með- ferð gegn einhverfu og ofvirkni. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalar- nesi fékk 143.400 krónur til kaupa á skyndihjálparbúnaði. Árvakur/Golli Fengu styrk Fjörutíu og sex einstaklingar og félög hlutu styrki úr sjóðnum að þessu sinni. 348 umsóknir bárust. 35,5 milljónum úthlutað úr styrktarsjóði Baugs RAFMAGN fór af vesturhluta Kópavogs klukkan 17.40 í gær. Skv. upplýsingum frá OR varð bilun í há- spennustreng en rafmagni var komið á eftir öðrum leiðum klukk- an 19.12 í gærkvöldi. Bilunin varð á háannatíma, sem tafði viðgerð. Rafmagnslaust í Kópavogi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.