Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 21
Það er gömul saga og ný að fremstu sparkendur beygi tuðruna og sveigi með innanfótarspyrnum en hrein ristarspyrna af þessu tagi, þar sem boltinn rís fyrstu metrana en missir svo skyndilega hæð eins og allt loft sé úr honum, er sjaldséð. „Hvert er leyndarmálið? Það gef ég ekki upp,“ sagði Ronaldo eftir leikinn og glotti út í annað. „Ég get þó upplýst að allt veltur þetta á lík- amsstöðunni, tilhlaupinu og aðkom- unni að knettinum.“ Það skýrir ritúalið fyrir hverja spyrnu. Fjögur stór skref til baka, djúpan andardrátt og myndastyttu- leikinn. Þetta eru vísindi. Niður í svörðinn Glöggir sparkrýnendur hafa veitt því athygli að í stað þess að leggja knöttinn frá sér, líkt og flestir aukaspyrnendur, þrýstir Ronaldo honum niður í svörðinn. Þetta gerir það að verkum að þegar leikmað- urinn nálgast knöttinn mjakar þunginn frá vinstri fætinum honum lítillega upp úr grasinu sem aftur gerir Ronaldo kleift að lyfta knett- inum með þeim hægri yfir varn- arvegginn. Spyrnan fær í raun eig- inleika spyrnu sem tekin er á lofti, rís fyrst en missir svo skyndilega hæð í tæka tíð áður en knötturinn syngur í netinu. (Sjá grafík.) Þessa tækni æfir Ronaldo iðulega að loknum hefðbundnum æfingum hjá United og hefur Wayne Roo- ney, Ryan Giggs, Nani og Anderson til skrafs og ráðagerða. Og viti menn, þetta er að skila árangri. Ronaldo hefur gert sex mörk úr aukaspyrnum á ferli sínum í úrvalsdeildinni og hafa fjögur þeirra komið á undanförnum fjór- tán mánuðum. Meðan kappinn var að fínpússa tæknina voru áhorfend- ur á Old Trafford líklegri til að leita skjóls undir sætunum fremur en grípa í dauðans ofboði til mynda- vélasímanna, eins og þeir gera nú. Sé horft til tölfræðinnar stendur Ronaldo að vísu forvera sínum hjá United, David Beckham, langt að baki hvað aukaspyrnur varðar. 11% deildarmarka hans hafa komið úr slíkum spyrnum (6 af 54) en 24% hjá Beckham (15 af 63). Þetta hlut- fall gæti þó átt eftir að jafnast á komandi misserum. En það er ekki bara spyrnugetan sem gerir Ronaldo að góðum leik- manni. Knatttækni hans er vita- skuld einstök og árásareðlið með þeim hætti að hann minnir á köflum á hlébarða í antilópuhjörð. And- stæðingarnir sundrast í allar áttir. Þá er kappinn afburða skallamaður en sex af 27 mörkum sínum á yf- irstandandi leiktíð hefur hann gert með höfðinu. 27 mörk segi ég og skrifa. Og það er bara 10. febrúar. Markamet miðvellings á einu tímabili hjá United á enginn annar en George Best en hann kom tuðrunni 32 sinnum í netið fyrir réttum fjörutíu árum. Komi ekkert óvænt uppá er næsta víst að Ronaldo mun bæta þann árangur. Raunhæf- ara er að horfa til félagsmets Denis Laws sem gerði 46 mörk vet- urinn 1963-64. Næstur honum kem- ur Ruud van Nistelrooy, aldavinur Ronaldos, sem var 44 sinnum á skotskónum leiktíðina 2002-03. Báð- ir voru þeir vitaskuld miðherjar. Fá mörk gegn þeim bestu Helsti ljóður á ráði Ronaldos er, að sumra mati, rýrt markaframlag hans í leikjum gegn sterkustu lið- unum í úrvalsdeildinni, þ.e. hinum þremur „stóru“. Í níu leikjum gegn Chelsea og sjö gegn Liverpool hef- ur honum enn ekki tekist að skora. Tíu sinnum hefur Ronaldo glímt við Arsenal og gert í þeim leikjum þrjú mörk. Athygli vekur að þetta eru aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Það er gömul saga og ný að As- hley Cole og Gaël Clichy eigi í fullu tré við Ronaldo en skýtur ekki skökku við að John Arne Riise hafi verið að þvælast fyrir honum? Á móti kemur að það eru fleiri menn í vörn en vinstri-bakvörðurinn. Ronaldo til málsbóta má segja að hann var ekki keyptur til Man- chester United sem markaskorari sumarið 2003 og byrjaði í raun ekki að raða inn mörkum fyrr en á síð- ustu leiktíð. Fullyrða má að hann sé kominn fram úr öllum væntingum í vetur. „Við horfðum fyrst og fremst á eiginleika hans sem útherja, hæfi- leikann til að ráðast á varnir. Það var helsta ástæðan fyrir kaupun- um,“ sagði Sir Alex þegar hann horfði í baksýnisspegilinn á dög- unum. Mörkin eru bara uppbót. „Hann er ennþá að leika sem út- herji og gefur okkur mikla breidd. Ógnar stöðugt af kantinum. Ro- naldo er alltaf að bæta sig, ákvarð- anatakan er góð og stöðugt að batna. Svo kann hann að klára fær- in sín.“ Ronaldo er sannarlega í góðum höndum hjá manni sem sættir sig ekki við neitt nema það besta. Sir Alex heldur sínum manni líka við efnið þá sjaldan hann slær slöku við á æfingum. Gleymir sér eitt augna- blik yfir geldollum og glingri. „Heyrðu lagsi, ætlar þú ekki að verða besti knattspyrnumaður í heimi?“                              !     " # $!     %           " %  &               !&      #   '              ()%  &  $!     % #  *                 ! &     %    !    $!     # »Hann er ennþá aðleika sem útherji og gefur okkur mikla breidd. Ógnar stöðugt af kantinum. Ronaldo er alltaf að bæta sig, ákvarðanatakan er góð og stöðugt að batna. Svo kann hann að klára færin sín. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 21 FRÁBÆRT FERÐASUMAR! Bókaðu strax og tryggðu þér lægsta verðið og bestu gistinguna! Tenerife – á verði sem hefur ekki sést áður á Íslandi! Frá 38.495 Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára á Granada Park íbúðahótelinu ***, 27. maí í 2 vikur. Ótrúlegt verð! 2 vikur Bibione – ítalska strandperlan! Frá 53.595 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, Vikuferð, 25. maí, 1. júní, 31. ágúst, 7., 14. og 21. september, Planterium Village. Gisting í sérflokki 100% ánægja! Búlgaría – Golden Sands – þú færð hvergi meira frí fyrir peninginn Frá 59.995 Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í fjölskylduherbergi í viku með „öllu inniföldu“, 2. eða 30. júní, 7. eða 14. júlí eða 18. ágúst, Hotel Kristal. Frábært verð – allt innifalið Þökkum frábærar viðtökur – fyrstu brottfarir að seljast upp! Salou & Pineda – sólarperlurnar á Costa Dorada Frá 39.995 Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í viku, 23. eða 30. maí, 29. ágúst, 5., 12. eða 19. sept., Cye Holiday Center Frábært verð Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Frá 52.195 Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í fjöl- skylduherbergi í viku með „öllu inniföldu“, 26. maí eða 25. ágúst, Hotel Kristal. www.terranova.is þú getur bókað og skoðað sumarbæklinginn á netinu! E N N E M M / S IA / N M 3 19 67 Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilur sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.