Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MJÖG góður samhljómur var með fundarmönnum á fundi forystu rík- isstjórnarinnar með fulltrúum aðila á vinnumarkaði og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í Ráðherrabú- staðnum í gær. Á fundinum var farið yfir efnahagsástandið og þróun þeirra mála frá því kjarasamningar voru gerðir í febrúar s.l. og síðan þessir aðilar hittust síðast á sam- ráðsfundi í júlí í fyrra. „Það hefur enginn áhuga á því að verðbólga festist hér í sessi. Við höf- um áhuga á því að geta staðið við forsendur þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í febrúar – það sem snýr að ríkisvaldinu í þeim efnum – og einhugur hér meðal manna að stefna að því að ná hér á ný þeim stöðugleika í efnahagslífinu sem nauðsynlegur er fyrir okkur öll,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra sem sat fundinn ásamt Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur utanrík- isráðherra og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Geir sagði ákveðið að halda sam- ráði aðila áfram og að á allra næstu vikum yrðu sérfræðingar settir í að greina vandann sameiginlega og gera tillögur um hvernig ætti að mæta honum. Síðan er ætlunin að halda annan fund áður en mjög langt um líður. Einörð í að stilla saman strengi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi öllum vera ljóst hve alvarlegt það væri ef verðbólgan næði að festast í sessi. „Það er sameiginlegt keppi- kefli okkar allra að stuðla að því að það verði ekki og að kjarasamning- arnir geti haldið sem gerðir hafa verið á hinum almenna vinnumark- aði. Ég tel að við munum öll fara frá þessum fundi alveg einörð í því að stilla saman strengi í því sem fram undan er.“ Ingibjörg taldi mikilvægt að horf- ast í augu við að hér hefði orðið verðbólguskot og því yrði ekki breytt. „Það sem við getum gert er að huga að því hvernig við getum varið stöðu og kjör þess fólks sem bæði er búið að fjárfesta í íbúðar- húsnæði og gera kjarasamninga þar sem verðbólgan breytir forsendun- um.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, taldi að fundurinn hefði verið mjög mikilvægur og kvaðst binda miklar vonir við framhaldið. „Við höfum kallað eftir því síðustu vikurnar að það yrði samráð þessara aðila sem hér hafa hist,“sagði Grétar. Hann sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að greina vandann. Síðan yrði að leita ráða um hvernig mætti lág- marka skaðann. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði ljóst að vandinn væri mikill og þörf á sameiginlegu átaki þjóðarinnar allrar til að kveða niður þann vágest sem verðbólgan er. Hann sagði BSRB leggja ríka áherslu á að horft yrði til innviða samfélagsins. Hvað stjórnvöld ætl- uðu að gera hvað varðar heilbrigð- iskerfið, íbúðalánasjóð og aðra slíka þætti, þá hlytu menn að horfa til þess hvernig tækist að jafna kjörin í landinu. „Auðvitað skiptir þetta sköpum þegar við erum að tala um hvort hér takist að gera einhvers konar þjóðarsátt, sem ég vona að verði,“ sagði Ögmundur. Samtakamáttur leiði til lausnar Halldóra Friðjónsdóttir, formað- ur BHM, benti á að þau væru nú í kjaraviðræðum. Ekki væri auðvelt að gera kjarasamninga meðan verð- bólgan væri eins og nú. „Ég held að það sé fyrsta skrefið að skilja betur hvernig við getum hamið verðbólg- una, ekki bara út frá kjarasamning- um heldur öðrum leiðum líka,“ sagði Halldóra. Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, kvaðst telja að þegar „umsátrinu um Ísland“ lyki yrði far- sæl lausn m.a. rakin til samtaka- máttar í þessum hópi. Með umsátr- inu átti hann við að erlent fjármagn væri hætt að koma inn í landið. „Ég vonast líka til þess að það verði sagt fljótlega eftir þennan fund að ríkið sé að taka lán og útvega fjármagn til að bæta gjaldeyrisforðann, auka traust og koma hjólum atvinnulífs- ins aftur af stað,“ sagði Þór. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði engan vilja að verðbólgan næði sér aftur á strik. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, taldi að það ætti ekki að taka langan tíma að greina ástandið. Hann sagði að menn þyrftu að átta sig á því að það að halda uppi atvinnustiginu skipti langmestu máli fyrir kjör fólksins. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar funduðu með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga í gær Morgunblaðið/Kristinn Samráð Fundarmenn voru á einu máli um að samhugur ríkti um að ráðast gegn vandanum sem nú blasir við. Einhugur um að ná stöðug- leika á ný Forsætisráðherra segir að samráði þeirra sem hittust í gær verði haldið áfram. Sérfræðingar verða fengnir til að greina efnahagsvandann sem nú blasir við og koma með tillögur um leiðir út úr honum. gudni@ mbl.is FÍKNIEFNI fundust á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir síðustu helgi. Í íbúð í Hafnarfirði var lagt hald á 300 grömm af marijúana og 11 kannabisplöntur. Í húsi í Reykjavík fundust 60 grömm af am- fetamíni en á sama stað lagði lög- reglan hald á 200 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Fjórir karlar voru handteknir vegna rannsóknar málanna. Í því síðar- talda naut lögreglan á höfuðborgar- svæðinu aðstoðar nýs fíkniefnaleit- arhunds frá lögreglunni í Vest- mannaeyjum en sá ferfætti var í heimsókn í borginni. Óhætt er að segja að fíkniefnaleitarhundur þeirra Eyjamanna sé mjög efnilegur og lofi góðu, segir í tilkynningu. Fjórir karlar handteknir KENNARAR í grunnskólum Akra- ness, Grundaskóla og Brekkubæj- arskóla, hafa sett á yfirvinnubann vegna deilu við bæjaryfirvöld um greiðslu vegna aukins álags. Í grunnskólunum eru yfir þúsund nemendur og um 90 kennarar. Meirihluti bæjarráðs Akraness samþykkti í gær að standa við fyrri afstöðu sína um að bjóða kennurum eingreiðslu upp á 60 þúsund krónur sem er háð því skilyrði að þeir sam- þykki nýgerðan kjarasamning. Fulltrúi minnihlutans bókaði að hann vildi að rætt yrði áfram við kennarana og aflað upplýsinga um hvað greitt hefði verið vegna álags kennara í Reykjavík og nágrenni, að sögn Gísla S. Einarssonar, bæj- arstjóra. Hann taldi víst að málið yrði rætt frekar í bæjarstjórn. Óskyld mál tengd saman Elís Þór Sigurðsson, trún- aðarmaður kennara í Grundaskóla, sagði kennara á Akranesi fyrst hafa sent bæjarráði skriflega ósk um álagsgreiðslu 27. febrúar s.l. Því bréfi hefði ekki verið svarað og því send ítrekun í mars. Fulltrúar kenn- ara mættu síðan á fund bæjarráðs 23. apríl og fóru þar fram á álags- greiðslu líkt og mörg önnur sveit- arfélög hafa greitt kennurum sínum. Bæjarráð Akraness samþykkti svo 28. apríl að greiða kennurunum 60.000 króna eingreiðslu, miðað við fullt starf og í hlutfalli af stöðugildi eftir því sem við á, þegar kjarasamn- ingar kennara og Launanefndar sveitarfélaga hefðu verið undirrit- aðir og samþykktir. Þá samþykkti bæjarráðið að greiða öðrum starfs- mönnum kaupstaðarins jafnháa ein- greiðslu þegar þeirra kjarasamn- ingar hafa verið undirritaðir að loknu núverandi samningstímabili. Elís Þór sagði kennarana vera mjög ósátta við að greiðslan til þeirra væri bundin því að þeir sam- þykktu kjarasamninginn. Telja þeir að þarna sé blandað saman alls óskyldum málum. Elís Þór sagði að eftir samþykkt bæjarráðs hefðu kennarar tilkynnt að þeir væru hættir að vinna ófyrirséða yfirvinnu. Engin forfallakennsla „Við vinnum þá yfirvinnu sem við skrifuðum undir samkvæmt vinnu- skýrslu síðastliðið haust, en enga aðra,“ sagði Elís Þór. Þær skólaferð- ir sem þá hafði verið samið um verða farnar, en aðrar ferðir, t.d. vorferðir, eru í uppnámi. Ef kennarar forfall- ast nú er enginn til að leysa þá af. Elís Þór sagði þetta einnig koma niður á aukakennslu vegna sam- ræmdra prófa o.fl. Hann taldi líklegt að kennarar mundu endurskoða af- stöðu sína féllu bæjaryfirvöld frá kröfu um samþykkt kjarasamnings. Gísli bæjarstjóri sagði bæjarráð hafa talið sig vera að rétta út sátt- arhönd til kennara með eingreiðsl- unni. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því að sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu hefðu leitt þessar greiðslur og þær væru greiddar með mismunandi hætti. Víða á landinu væru álagsgreiðslur ekki greiddar. Kennarar á Akranesi í yfirvinnubanni Morgunblaðið/ÞÖK Álagsþóknun Eingreiðslan er háð samþykkt kennara á kjarasamningi. ÁHRIFAVALDAR á Íslandi bera meira traust til fjöl- miðla en til stjórnvalda og viðskiptalífsins. Í nýrri könn- un Capacent Gallup mældist traust til fjölmiðla 69%, til stjórnvalda 67% og til viðskiptalífsins 60%. Í sambæri- legri könnun Capacent Gallup í fyrra reyndust flestir treysta ríkisstjórninni/stjórnvöldum betur en viðskipta- lífinu og fjölmiðlum. Þessar niðurstöður verða meðal þess sem kynnt verð- ur á morgunverðarfundi sem haldinn verður á vegum AP almannatengsla, Viðskiptaráðs og Capacent Gallup á Hilton Reykjavík Nordica á morgun, fimmtudag. Yfir- skrift fundarins er Traust á umbrotatímum. Á fundinum mun Jere Sullivan, aðstoðarforstjóri almannatengslafyr- irtækisins Edelman í Evrópu, einnig kynna niðurstöður úr níundu árlegu könnun Edelman meðal skilgreindra áhrifavalda í 18 löndum og fjalla um hvernig fyrirtæki, þjóðir og stofnanir geti nýtt niðurstöðurnar við að byggja upp traust og trúverðugleika. Treysta fjölmiðlum best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.