Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ riðja olíukreppan er haf- in og ólíkt þeim fyrri or- sakast hún ekki af rösk- un á framboði helstu olíuvinnsluríkja, heldur gífurlegri aukningu í eftirspurn frá Asíu, einkum Kína. Allt útlit er fyrir að olíuverðið muni haldast hátt til frambúðar og á næstu tveimur til þremur árum má gera ráð fyrir að verðið á hráolíunni hækki í um 150 Bandaríkjadali tunnan, en allt að 250 dali komi til átaka á milli Ír- ana og Banda- ríkjamanna, jafn- vel meira, þó að- eins tímabundið. Þetta er mat dr. Mamdouh G. Salameh, sér- fræðings í olíu- vinnslu hjá Al- þjóðabankanum, sem segir tind- inum í olíuvinnslu heimsins þegar hafa verið náð, deilt sé um hvort miða eigi við 2004 eða 2006. Árið 2004 gaf Salameh út bókina Over a Barrel, þar sem því er haldið fram að olíubirgðir OPEC-ríkjanna séu ofmetnar um 300 milljarða tunna og séu því í raun um 519 millj- arðar tunna. Samkvæmt því hafi tindinum í olíuvinnslu verið náð árið 2004. Hann hafi verið fyrstur manna til að benda á þetta ofmat í fyrirlestri í Washington á árinu 2003. Þýskur rannsóknarhópur sem hafi notið stuðnings þarlendra stjórnvalda hafi síðan komist að svipaðri niðurstöðu. Inntur eftir því hvort samstaða sé um þetta mat meðal sérfræðinga í olíuiðnaðinum segir Salameh svo vera. Olíubirgðirnar í Íran, einu helsta OPEC-ríkinu, séu, svo dæmi sé tekið, stórlega ofmetnar. Tölur Orkuupplýsingastofnunarinnar (EIA) um 115 milljarða tunna birgð- ir séu fjarri lagi, sem og sú áætlun British Petroleum (BP) að þær séu 137,5 milljarðar tunna. Allir séu sammála um að þetta sé ofmat, nær sé að tala um 35–40 milljarða tunna í Íran. Einnig sé áætlað að í Kúveit sé að finna 99 milljarða tunna, á sama tíma og tímaritið Intelligence Weekly hafi sýnt fram á að þær séu innan við 24 milljarða tunna. Birgðirnar í raun mun minni Inntur eftir þeirri staðreynd að EIA hefur stöðugt endurmetið áætl- aðar olíubirgðir heimsins upp á við undanfarin aldarfjórðung eða svo (sjá kort), í um 1332 milljarða tunna (sjá kortið hér að ofan) í ár, segir Salameh að þessar tölur séu mjög mikið ofmat. Áætla megi að í raun séu birgð- irnar um 700 milljarðar tunna, en til að setja þessar tölur í samhengi nemur notkunin nú um 86 milljónum tunna á dag og ársnotkun því um 31 milljarður tunna. Á móti komi að að hámarki megi áætla að 6 milljónir tunna bætist við birgðastöðuna dag hvern vegna nýrra olíufunda, miðað við tölur frá árunum 1992–2006. Samkvæmt þessu má því áætla að miðað við óbreytta notkun muni ol- ían endast í aðeins nokkra áratugi. Salameh telur að ólíkt því sem á við Íran kunni birgðirnar í Írak að vera vanmetnar. Orkupplýsinga- stofnunin áætlar nú að þær séu um 115 milljarðar tunna og telur hann að sú tala kunni að vera 330 millj- arðar tunna, enda hafi aðeins um 70% af flatarmáli Íraks verið kann- að með tilliti til olíuvinnslu. Framtíð olíuvinnslu í Írak kunni að vera björt, enda kosti vinnsla tunnunnar aðeins um hálfan Banda- ríkjadal en 2,5 til 3 dali í nágranna- ríkjunum í Miðausturlöndum. Hvað Sádi-Arabíu snerti segist Salameh hafa bent á það í bók sinni að landið gæti aldrei unnið meira en sem nemur um 181 milljarði tunna (áætlun EIA gerir ráð fyrir heildar- birgðum upp á 266,751 milljarð tunna), mat sem margir sérfræð- ingar hafi síðan tekið undir. Nýjar rannsóknir bendi til að birgðir landsins séu á milli 120 og 180 milljarðar tunna. OPEC lærði af mistökunum Spurður um það markmið OPEC- ríkjanna fyrir aðeins fimm árum að halda verðinu á bilinu 22–28 dalir segir Salameh OPEC-ríkin nú gera sér að góðu ef verðið haldist um 90 Bandaríkjadali tunnan. Hann segir ástæðuna fyrir slíkum verðáætlunum eiga rætur í miklum verðlækkunum á níunda áratugnum, nokkrum árum eftir síðari olíu- kreppuna á árunum 1980–1981. „Ástæðan er mjög einföld. Kvóta- kerfið var kynnt á níunda áratugn- um af því að eftirspurnin eftir olíu var langt undir heimsvinnslunni. Kerfinu var því komið á til að tryggja OPEC-ríkjunum gott verð fyrir olíuna“ Salameh rifjar upp að á þessum árum hafi OPEC-ríkin fjárfest mik- ið í innviðum fyrir olíuvinnslu með aukinni vinnslugetu og þau því „lært sína lexíu“ þegar verðið fór í kjölfar- ið niður í 10 Bandaríkjadali tunnan (nokkur OPEC-ríkjanna juku vinnslu umfram kvótann sem fólst í áðurnefndu kerfi sem komið var á formlega árið 1983). Salameh heldur áfram: „Síðan þá hafa margir þættir bæst við jöfnuna. Nú hafa menn meiri trú á kenningunni um olíu- tindinn og um ójafnvægi í heims- birgðastöðunni og heimseftirspurn- inni. Þetta bil fer breikkandi eftir því sem eftirspurnin eykst stöðugt. Samkvæmt kenningunni um olíu- tindinn hefur hefðbundin olíuvinnsla þegar náð hámarki. Óhefðbundin olíuvinnsla, svo sem úr tjörusandi í Kanada og úr seigfljótandi hráolíu í Venesúela (e. extra heavy oil) bæt- ast við vinnsluna en mun ekki breyta því að í heildina fer heims- vinnslan á olíu með hefðbundnum aðferðum minnkandi. Þess vegna fer bilið á milli heimsvinnslunnar og heimseftirspurnarinnar breikk- andi.“ Taka ber tölum EIA með miklum fyrirvara Inntur nánar eftir spám Orkuupplýsingastofnunarinnar um stöðuga aukningu í birgðastöðunni segir Salameh að taka beri tölum stofnunarinnar með miklum fyr- irvara. „Orkuupplýsingastofnunin hjá Al- þjóðaorkustofnuninni (IEA) er fulltrúi neytandans. Bandaríkin eru stærsti neytandinn og stundum hef- urverið áætlað að þessar upplýs- ingar hefðu neikvæð áhrif á olíu- verðið. Þeir halda því alltaf fram að framboðið sé meira en sem nemur eftirspurninni. En hvernig réttlæt- irðu þá hækkandi olíuverð?“ Spurður um nýlegan olíufund í Brasilíu upp á sem svarar 30 millj- örðum tunna segist Salameh fullur efasemda um að það mat sé rétt og bendir á að fyrir nokkrum árum hafi verið fullyrt að Azadegan-olíulindin á landamærum Írans og Íraks myndi gefa um 25 milljarða tunna. Rannsóknir hafi síðan leitt í ljós að nær væri að tala um 3–5 milljarða tunna vinnslu úr lindinni. Þriðja olíukreppan komin til að vera Sérfræðingur telur að olíutunnan fari senn í 150 Bandaríkjadali Ofmat? Salameh telur tölur EIA sem þetta graf byggir á vera mikið ofmat.                   ! "               Í HNOTSKURN »OPEC-ríkin eru í stafrófsröðAlsír, Angóla, Ekvador, Indó- nesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbýa, Nígería, Katar, Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæm- in og Venesúela. »OPEC-samtökin voru stofnuðá Bagdad-ráðstefnunni sem fram fór dagana 10.–14. septem- ber 1960 og voru stofnríkin Íran, Írak, Kúveit, Sádi-Arabía og Venesúela. »OPEC-ríkin ráða yfir 77% afáætluðum heimsbirgðum af olíu (tölur frá 2006). Mamdouh G. Salameh Mjódd, sími 557 5900 m bl 1 00 10 73 Vordagar í fullum gangi Hörfatnaður frá JENSEN og SHARE Pils buxur og jakkar Munið 15% afsláttinn af öllum vörum frá ESPRIT á vordögum Verið velkomnar Ársfundur Sameina›a lífeyrissjó›sins ver›ur haldinn mi›vikudaginn 14. maí nk., kl. 16.00, á Hilton Reykjavík Nordica, Su›urlandsbraut 2, Reykjavík. Árssk‡rslu og dagskrá ársfundarins má nálgast á skrifstofu sjó›sins og á www.lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2008 Borgartún 30, 105 Reykjavík S. 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjó›félagar og rétthafar séreignarsparna›ar rétt til setu á fundinum. Reykjavík, 5. maí 2008. Stjórn Sameina›a lífeyrissjó›sins Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Sk‡rsla stjórnar Starfsendurhæfing: Gu›jón Baldursson, trúna›arlæknir fjallar um starf trúna›arlæknis og helstu endurhæfingarúrræ›i Kynning á samkomulagi Sameina›a lífeyrissjó›sins og sjúkrasjó›a 3. Erindi Hannesar G. Sigur›ssonar, a›sto›arframkvæmdastjóra SA, um n‡jan endurhæfingarsjó›, markmi› og næstu skref Kaffihlé 4. Almenn ársfundarstörf 5. Önnur mál löglega upp borin Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný buxnasending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.