Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI EIN FERÐ á flutningabíl slítur vegi álíka mikið og níu þúsund ferðir á fólksbíl. Sé flutningabíllinn með tengivagn mætti aka fólksbifreið 12 þúsund sinnum og slíta vegi jafn- mikið og í einni ferð trukksins. Þetta kemur fram í skriflegu svari samgönguráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks. Þennan mikla mun má sam- kvæmt svarinu rekja til þess að við ákveðin þyngdarmörk margfaldast áhrifin á burðarþol vegarins. Þetta getur þó verið mismunandi eftir bæði vegum og búnaði ökutækja. Trukkur slítur vegum á við 9 þúsund bíla Morgunblaðið/Júlíus Slit Trukkarnir eru slítandi. FARIÐ er að óskum fjármálafyr- irtækja en gengið gegn óskum verkalýðshreyfingarinnar með frumvarpi um skattabreytingar, segja þingmenn Vinstri grænna í efnahags- og skattanefnd. Meiri- hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt en það felur m.a. í sér að söluhagnaður af hlutabréfum verður skattfrjáls. Með fjármála- fyrirtækjum ELLILÍFEYRISÞEGAR sem ekki fá eftirlaun úr lífeyrissjóðum munu fá sérstaka uppbót ef frumvarp sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram verður að lögum. Uppbótin getur numið allt að 25 þúsund krón- um á mánuði en gert er ráð fyrir að um fimm þúsund einstaklingar fái uppbót á sín eftirlaun. Eldri borg- arar fá uppbót EKKI kemur til greina að rík- issjóður greiði kostnað við gerð umhverfismats vegna mögulegrar olíuhreinsunarstöðvar á Vest- fjörðum. Þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, iðn- aðarráðherra, við fyrirspurn Álf- heiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Álfheiður fagnaði svarinu og áréttaði einnig að það hlyti að vera kominn tími til að framkvæma um- hverfismat enda bærust endalaus gylliboð um byggingu olíu- hreinsunarstöðvar. „Hér er um gríðarlega dýrt verkefni að ræða. Það er líka eðli máls samkvæmt mjög flókið og ég fagna því að ríkið ætlar ekki að borga þetta fyrir framkvæmdaaðilann, sem ekki einu sinni er vitað hver er,“ sagði Álf- heiður og minnti á að umhverf- ismat fyrir Kárahnjúkavirkjun hefði kostað a.m.k. 300 milljónir. Össur sagði iðnaðarráðuneytið hafa fimm milljónir króna til ráð- stöfunar til að kanna staðarval fyr- ir mögulega olíuhreinsunarstöð og að auk þess hefði verið staðið við áður gefin loforð um að greiða nið- ur ferðakostnað fyrir menn sem fóru að skoða slíka starfsemi. Sá kostnaður hafi verið um 1,8 millj- ónir. Borga ekki umhverfismat fyrir olíuhreinsunarstöð Morgunblaðið/Golli Í takt Álfheiður Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson eru sammála um að ríkið eigi ekki að greiða umhverfismat fyrir mögulega olíuhreinsunarstöð. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FASTEIGNAMARKAÐURINN er ekki eins helfrosinn og margir vilja vera láta og útlán úr Íbúðalánasjóði hafa verið mjög sambærileg fyrstu mánuði þessa árs og síðasta árs. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráðherra, við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Birkir sagði algera stöðnun vera á fasteignamarkaði og fasteignasala vera nær verkefna- lausa. „Við skulum ekki gleyma því að hér er verið að tala um grundvall- armannréttindi fólks að fá þak yfir höfuðið,“ sagði Birkir og kallaði eftir aðgerðum stjórnvalda. Bankarnir ollu þenslunni Jóhanna hafði efasemdir um að stjórnvöld ættu að örva fasteigna- markaðinn núna þar sem það gæti leitt til þenslu og verðbólgu en sagði að gripið yrði til aðgerða eins fljótt og auðið væri. Hún sagðist þó hafa miklar áhyggjur af því ef spá Seðla- bankans um 30% lækkun á fast- eignaverði gengi eftir. „Ég held að það hafi verið mjög óskynsamlegt af Seðlbankanum að tala niður fast- eignaverð með þeim hætti sem hann gerði,“ sagði Jóhanna og áréttaði einnig þá skoðun sína að það hefði fyrst og fremst verið innkoma bank- anna á fasteignamarkaðinn sem olli þenslu á honum. Margir teldu þó líka að farið hefði verið offari með því að bjóða í kjölfarið upp á 90% lán hjá Íbúðalánasjóði. Fasteignamarkaðurinn er ekki helfrosinn Óskynsamlegt af Seðlabankanum að tala verðið niður Beðið eftir frumvörpum Þingfundi lauk kl. 16:30 í gær sem kom talsvert á óvart enda styttist óð- um í þinglok og venjulega er gert ráð fyrir möguleika á kvöldfundi á þriðju- dögum. Inni í nefndum eru stór og viðamikil mál og þar að auki hafa ekki öll boð- uð frumvörp verið lögð fram. Þar má nefna frumvarp heilbrigðisráðherra um Sjúkratryggingastofnun en emb- ætti forstjóra hennar hefur þegar ver- ið auglýst. Árni M. Mathiesen sagði jafnframt í gær að hann hefði gjarnan viljað leggja fram frumvarp um hús- næðissparnaðarreikninga á þessu þingi. Áhyggjur af Frökkum Steingrímur J. Sigfússon, VG, hefur áhyggjur af því að kostnaður við æfingar og loftrýmisgæslu er- lendra herja hér á landi fari fram úr áætlun, m.a. þar sem franska sveitin verður hér í sex vikur í stað 2-3 vikna. Steingrímur vildi svör frá utanríkisráðherra á þingi í gær um hver réttarstaða frönsku sveitarinnar væriutan íslenskrar lofthelgi, sem er aðeins 12 mílur, ætlaði hún sér að stöðva óæskilega flugumferð við landið. Þá vildi Steingrímur vita hvort settar hefðu verið reglur um vopna- burð frönsku flugvélanna. Eins og Bandaríkin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði ekki gert ráð fyrir að kostnaður yrði meiri en 200 millj- ónir og benti á að Steingrímur ætti frekar að beina spurningu sinni um reglur um vopnaburð til dómsmálaráð- herra. „Ég geri ekki ráð fyrir því að ein- hverjar aðrar reglur gildi um Frakka en Bandaríkjamenn sem hafa verið hér í áratugi og sinnt þessu eftirliti,“ sagði Ingibjörg. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst á hádegi í dag og á dagskrá eru fimmtán fyrirspurnir auk utandagskrárumræðu um almanna- tryggingabætur. ÞETTA HELST... Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir MEÐALLESTUR á fríblaðinu 24 stundum er nú kominn yfir 50% sam- kvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Reyndist lestur 24 stunda vera 50,4% á síðasta könnun- artímabilili, frá 1. febrúar til 30. apríl 2008. Hafði meðallesturinn á 24 stundum aukist um 4,6 prósentustig frá síðustu könnun sem stóð frá nóv- ember 2007 og út janúar 2008. Með- allestur fríblaðsins Fréttablaðsins mældist vera 64,9% nú en var 61,8% í síðustu könnun þar á undan. Meðal- lestur áskriftarblaðsins Morgun- blaðsins var 41,6% nú eða því sem næst sá sami og í síðustu könnun þegar hann var 41,7%. Þá leiddi könnunin í ljós að 90% svarenda höfðu lesið eitthvað í Fréttablaðinu í vikunni, 74,8% höfðu eitthvað lesið 24 stundir og 67,1% höfðu eitthvað lesið Morgunblaðið. mbl.is styrkir stöðu sína Könnun á notkun netmiðla sýndi að 76,6% þátttakenda höfðu heimsótt netmiðilinn mbl.is í hverri viku með- an könnunin var gerð. Á sama tíma höfðu 56,1% heimsótt visir.is. Þá heimsóttu 54,7% þáttakenda netmið- ilinn mbl.is daglega og hafði dagleg- um heimsóknum þangað fjölgað um 2,8 prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tímabili heimsóttu 33,0% net- miðilinn visir.is á hverjum degi en það gerðu 28,5% í síðustu könnun. Samfellda dagblaða- og netmiðla- mælingin sem hér er greint frá stóð frá 1. febrúar til 30. apríl 2008. Í úr- takinu voru 4.300 Íslendingar á aldr- inum 12-80 ára og voru þeir valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Endanlegt úrtak var 4.127 manns og fjöldi svara 2.542. Nettó svarhlutfall var því 61,6%.                                ! "                                   #                           $      !  "  # $ %        &  &  ''  ()  $     )*  * +),    )*  * +), #   + - .  )/ Meðallestur 24 stunda yfir 50% markið Meðallestur Morgunblaðsins stendur í staðÓLAFUR F. Magnússon borgar-stjóri hefur boðað verulegar útlits- breytingar á horni Austurstrætis og Lækjargötu og Laugavegi 4-6 eftir næsta vetur að undangengnum framkvæmdum við þessa staði og raunar víðar. Umræður um mið- borgarmál í borgarstjórn stóðu enn yfir þegar klukkan nálgaðist mið- nætti í gær. Borgarstjóri sagði að umræddir staðir hefðu sérstaka táknræna þýð- ingu fyrir átak í uppbyggingu í mið- borginni. Framkvæmdir við staðina yrðu komnir það langt á næsta ári að útlit þeirra og nærliggjandi svæða yrði verulega breytt frá því sem nú er. „Það er ekkert nýtt að fólki finn- ist að ástand miðborgarinnar gæti verið betra,“ sagði Ólafur. Hann sagði að áhugi Íslendinga á miðborg- inni endurspeglaðist í því að komnar væru fram 230 ábendingar á vefnum 1,2 og Reykjavík um hvað mætti bet- ur fara. „Langflestar ábendingarnar snúa að því að bæta megi hreinsun og hverskonar umhirðu í bænum. Borgaryfirvöld hafa brugðist við þessum ábendingum með því að taka til hendinni í miðborginni.“ Boðar veru- legar útlits- breytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.