Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Geir Sig-urgeirsson, sjó- maður og síðar starfsmaður hjá Ísal, fæddist í Hafn- arfirði 3. júlí 1925. Hann andaðist að morgni 27. apríl sl. á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urgeir Ólafsson, sjómaður í Borg- arnesi og síðar Hafnarfirði, f. 19. september 1895 á Hamri í Borg- arhreppi, d. 31. janúar 1979, og Arnfríður Kristín Pétursdóttir, húsmóðir, f. 31. janúar 1892 í Staðarhraunssókn á Mýrum, d. 1. september 1949. Þau eignuðust þrjú börn, sem auk Ólafs voru systurnar Ingibjörg og Helga, er báðar eru látnar. Einnig ólu þau Sigurgeir og Kristín upp einn fósturson, Sigurð Stefánsson (lát- inn 1968). Hinn 16. nóvember 1946 kvænt- ist Ólafur Salvöru Sumarliðadótt- ur, húsmóður í Hafnarfirði, f. 6. nóvember 1923, en hún lifir mann sinn og býr nú á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Salvör er fædd í Stykkishólmi og alin upp hjá for- eldrum sínum, þeim Sumarliða Einarssyni, f. 25. júlí 1889, d. 18. september 1972 í Dalbæ í Garða- hreppi, og Guðrúnu Randalín Sig- urðardóttur, f. 12. júlí 1880, d. 28. janúar 1952 í Hafnarfirði. Þau Ólafur og Salvör eignuðust átta börn, sem eru: 1) Ingibjörg, f. 31. mars 1945 í Hafnarfirði. Ingibjörg var gift Elíasi Hjörleifssyni (d. 2001), matreiðslumanni í Kaup- mannahöfn. Sonur þeirra er Ólaf- ur. 2) Bára, f. 20. ágúst 1946. Eig- inmaður hennar er Elías Andri Karlsson í Hafnarfirði. Dætur Báru frá fyrra hjónabandi með Lars Rosenlind eru: Helena og Susanna. 3) Arnfríður Kristín, f. 3. júní 1950. Eiginmaður Arn- fríðar er Steingrímur Viktorsson, börn þeirra eru: Viktor, Ævar Eftir að þau Ólafur og Salvör höfðu stofnað heimili hætti Ólafur á sjónum og hóf þá störf hjá Vél- smiðju Hafnarfjarðar, þar sem hann starfaði í meira en áratug. Þá lá leiðin aftur á sjóinn um 1960, en áður hafði Ólafur hlotið mótoristaréttindi. Árið 1967 hætti Ólafur alfarið á sjónum og hóf störf hjá Áhaldahúsi Hafn- arfjarðar. Árið 1977 hóf hann svo störf hjá Ísal í álverinu í Straums- vík og starfaði þar til ársins 1993. Ólafur var mikill félagsmála- maður. Hann var mikill jafn- aðarmaður og tók virkan þátt í pólitísku starfi með Alþýðu- flokknum í Hafnarfirði. Hann var einnig virkur í stéttabaráttunni og átti m.a. sæti í stjórn Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar á ár- unum 1969-1975. Hann var einnig fulltrúi félagsins í stjórn sjó- mannadagsráðs og beitti sér m.a. fyrir uppbyggingu orlofshúsa í Hraunborgum og uppbyggingu Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir þau störf var hann heiðraður með orðu sjómannadagsráðs árið 1995. Ólafur var félagi í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar og gegndi þar jafn- framt ýmsum trúnaðarstörfum. Var formaður klúbbsins 1989-’90 og sæmdur æðstu viðurkenningu Lions, Melvin Jones, árið 1995. Ólafur var alla tíð eldheitur Haukamaður og fylgdist vel með öllu starfi félagsins. Það varð til þess að leitað var til hans um að setjast í stjórn knattspyrnudeildar félagsins og á árunum 1976-’78 var hann formaður deildarinnar. Á þeim tíma var mikill uppgangur hjá knattspyrnuderildinni og Haukar unnu þá m.a. sæti í efstu deild árið 1978. Hann varð aftur formaður knattspyrnudeildar árið 1982. Síðustu æviárin lét Ólafur sig sjaldan vanta á kappleiki fé- lagsins í handbolta og í vetur var hann sérstakur heiðursgestur á leik Hauka gegn Akureyringum í efstu deild handboltans á Ásvöll- um. Ólafur var líka mikill áhuga- maður um bridge og keppti í ára- tugi fyrir Bridgefélag Hafnarfjarðar og einnig með keppnisliði Ísal. Útför Ólafs Geirs verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 7. maí, og hefst athöfnin kl. 13. Geir (d. 2. júní 1984) og Margeir. 4) Sig- rún, f. 7. maí 1954, d. 11. september 1954 í Hafnarfirði. 5) Sól- rún, f. 7. maí 1954, d. 12. september 1954 í Hafnarfirði. 6) Sig- urgeir, f. 7. maí 1961. Eiginkona hans er Oddný Hrafnsdóttir, börn þeirra eru: Kristjana Helga og Ólafur. 7) Hilmar Már, f. 25. desember 1964. Eig- inkona hans er Eygló Sigurjóns- dóttir, börn þeirra eru: Sigurjón og Hafdís. 8) Guðbjörn, f. 1. apríl 1967. Eiginkona hans er Áslaug Eyfjörð, börn þeirra eru: Andri Freyr, Arna Salvör og Nökkvi Þór. Sonur Guðbjörns frá fyrri sambúð með Rakel Þóru Finn- bogadóttur er Þórður Geir. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum á Linnetstíg 13 í Hafnarfirði, en á unglingsárunum dvaldi hann á sumrin í sveit hjá föðurafa sínum á Hamri í Borgarhreppi og einnig á næstu bæjum. Hann stundaði nám við Barnaskóla Hafn- arfjarðar og byrjaði ungur að starfa hjá Jóni Ásmundssyni pípu- lagningameistara. Eins og margir ungir menn á þeim árum fór hann að stunda sjómennsku og var nokkur sumur við síldveiðar en í pípulögnunum hjá Jóni á veturna. Þau Ólafur og Salvör hófu búskap á Linnetstíg 13, á neðri hæð æsku- heimilis Ólafs – hús sem faðir hans byggði. Þar bjuggu þau í sex ár en gerðust svo frumbyggjar á Holtinu árið 1950, þegar þau fluttu í nýja íbúð í „Rauðu myll- unni“, eins og Hafnfirðingar köll- uðu húsið sem nú er Suðurbraut. Þar bjuggu þau til ársins 1964 en keyptu þá húsið við Brekkugötu 10. Þar bjuggu þau til ársins 1971 en þá fluttu þau aftur á Holtið að Móabarði 26b. Síðustu þrjú æviár- in dvaldi Ólafur ásamt Salvöru eiginkonu sinni á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Látinn er tengdafaðir minn Ólafur Sigurgeirsson eða Óli Siggó eins og hann var oftast kallaður. Óli var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð fyrir utan síðustu ár- in en þá dvaldi hann ásamt eigin- konu sinni Salvöru Sumarliðadóttur á Ási, dvalarheimili aldraðra í Hveragerði. Ég var sautján ára þegar ég fór að venja komur mínar á heimili Óla og Söllu en þetta voru ekki okkar fyrstu kynni, foreldrar mínir og þau eru búin að vera vinir og nágrannar um langt áraskeið, svo ég á margar góð- ar minningar tengdar þeim. Það er margt að minnast; sum- arbústaðaferðirnar í Brekkuskóg, veiðiferðirnar á Snæfellsnesið, ætt- armótin svo eitthvað sé nefnt, því Óli vildi hafa okkur öll hjá sér, þá naut hann sín best. Hann var stoltur af hópnum sínum, börnum, barnabörn- um og langafabörnum. Bestu minningarnar okkar á Hringbrautinni eru tengdar jólun- um, því undanfarin ár var sú hefð að Salla og Óli væru hjá okkur á að- fangadagskvöld, en um síðustu jól var heilsan orðin það léleg að þau treystu sér ekki til þess að koma suður og fannst mér, Hilmari, Sig- urjóni og Hafdísi þetta vera mjög skrítin jól, þeirra var sárt saknað. Óli var mikill stuðningsmaður Hauka, var hann formaður knatt- spyrnudeildarinnar um árabil og bar sterkar tilfinningar til félagsins. Hann hafði mikinn áhuga á hand- bolta og mætti á Ásvellina til þess að styðja sína menn, jafnt kvenna- sem karlalið félagsins, lifði hann sig inn í leikinn og gat orðið reiður ef honum fannst ekki allt ganga upp. Hann var stoltur þegar hann var heiðraður af félaginu sínu í nóvember á síðasta ári. Síðustu árin, þegar heilsan var farin að gefa sig, sat hann svo dög- um saman og horfði á enska fótbolt- ann í sjónvarpinu og stytti það hon- um stundirnar, og hélt hann með Manchester United, já, það var hans lið. Hann sinnti ýmsum öðrum fé- lagsmálum, hann var virkur Alþýðu- flokks- og svo seinna Samfylkingar- maður og hafði sterkar skoðanir á því sem var að gerast í bæjarpólitík- inni í Hafnarfirði og á Alþingi og lá hann sjaldan á skoðunum sínum. Hann var félagi í Lionsklúbbi Hafn- arfjarðar til fjölmargra ára og var gerður að Melvin Jones-félaga, en það er ein æðsta viðurkenning sem Lionsfélagi getur hlotið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Salla mín, ég votta þér og öllum afkomendum ykkar mína dýpstu samúð, megi algóður Guð vera með ykkur. Kæri vinur, ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar með mér og fjölskyldu minni á liðnum árum, þín er sárt saknað. Þín tengdadóttir, Eygló Sigurjónsdóttir. Elsku afi okkar. Nú líður þér vel, ert orðinn heill aftur og farinn að sinna starfi þínu innan Lionshreyfingarinnar af full- um krafti, á milli Haukaleikjanna sem þú hefur ætíð haft unun af að horfa á. Nú færðu loksins að hitta fallegu stelpurnar ykkar ömmu aftur, sem dóu svo litlar. Nú skuluð þið tala vel saman, þú knúsar litlu englana þína og þið passið hana ömmu í samein- ingu. Börnin ykkar hlúa vel að ömmu og eru henni góð á þessum erfiða tíma. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af henni, við erum öll til staðar fyrir hana. Takk fyrir margar góðar stundir. Þú varst góður maður. Hvíl í friði. Þín afabörn, Kristjana Helga, Dagmar Silja og Ólafur. Elsku afi minn, núna þegar þú ert fallinn frá fer maður að hugsa um minningar um þig, sem eru bara góðar. Alltaf var gott að koma til afa og ömmu í Hafnarfjörðinn. Þá er mér efst í huga ísrúntur með afa og að þú leyfðir mér að sitja framí. En afi hafði óbilandi áhuga á stangveiði og hafði gaman af að fara með börnin sín og barnabörnin í veiði. Þar var ég engin undantekning. Minnisstætt er mér þegar við fórum austur að Hæðagerðisvatni við Kirkjubæjar- klaustur ásamt ömmu og Imbu frænku. Ekki var fótboltastrákurinn spenntur yfir því að eyða viku með eldra fólki í sjónvarpslausum bústað á sama tíma og HM í fótbolta var að byrja. Afi kom mér á óvart þegar hann mætti með lítið ferðasjónvarp, því afi hafði mikinn áhuga á fótbolta eins og ég. Þetta var frábær ferð í alla staði, nóg að gera, sól og hiti all- an tímann. Þarna fórum við að veiða milli leikja eða í ísrúnt á Klaustur, Imba frænka að kenna mér að föndra og amma að baka vöfflur. Mér finnst gott að rifja þessa ferð upp, þarna kynntist ég afa mínum vel og það er engin eftirsjá í því. Þú varst mér alltaf traustur og góður afi og ég mun sakna þín mikið. Hvídu í friði og ró. Þinn Margeir Steingrímsson. Ólafur Sigurgeirsson er róinn yfir þá miklu móðu sem allt mennskt líf siglir í fyllingu tímans. Okkur sem enn stöndum í vörinni og horfum út í fjarskann finnst að hér hafi örlaga- dísirnar lostið spjóti sínu of snemma. Það er alltaf vandfyllt það samfélagslega skarð sem nú er höggvið í raðir okkar. Fyrst hafði ég spurnir af Ólafi er við unnum saman í Álverinu í Straumsvík, þar sem hann starfaði í kerskála fyrirtækisins. Kynni okkar voru ávallt góð og var hann mér ávallt ráðhollur ef á þurfti að halda og góður starfsfélagi. Síðar kynnt- umst við betur er við störfuðum saman í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar. Ólafur var virkur félagi í klúbbnum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður hans og formaður ýmissa nefnda innan klúbbsins. Það voru forréttindi að kynnast Ólafi, fáir kunnu betur að rækta vin- áttu og tengslin við kunningjana. Jafnan var hann reiðubúinn að rétta hjálparhönd, öllum vildi hann vel og gott úr öllum málum gera. Megi sá sem ræður halda utan um ferjuna hans og við hin bera gæfu til að meta og byggja ofan á það sem hann afrekaði. Við félagarnir í Lionsklúbbi Hafn- arfjarðar sendum eiginkonu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Far vel góði Lionsmaður og félagi. F.h. Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Friðgeir H. Guðmundsson. Ólafur Geir Sigurgeirsson ✝ Vinur okkar allra, eiginkona mín, dóttir, systir, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu aðfaranótt 2. maí. Bálför hennar verður frá Neskirkju föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Sigurður Steinþórsson, Ragnheiður Vigfúsdóttir, Steinþór Sigurðsson, Valgerður Bragadóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Andrés Jónsson, systkini og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA MAGNÚSDÓTTIR, Borgabraut 4, Hólmavík, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 6. maí. Hrólfur Guðmundsson, Magnús Bragason, Elfa Björk Bragadóttir, Úlfur Hentze Pálsson, Valdimar Bragi Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST SIGURÐUR KARLSSON, Kúrlandi 19, sem lést þriðjudaginn 29. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas s. 551 5606. Rut Sigurðardóttir, Birna Ágústsdóttir, Júlíus Sigmundsson, Sigurður Karl Ágústsson, Linda Sjöfn Sigurðardóttir, Guðlaugur Ágústsson, Sigríður Ósk Pálmadóttir, Ævar Ágústsson, Ragnheiður Júníusdóttir, Ína Björg Ágústsdóttir, Magnús Ágústsson, Berglind Ágústsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES JÓSEFSSON, Flétturima 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.00. Elín Magnúsdóttir, Magnús Welding Jónsson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Gunnar Jósef Jóhannesson, Guðný Ása Þorsteinsdóttir, Elín Theodóra Jóhannesdóttir, Jóhann Snorri Jóhannesson, Anna Guðrún Kristinsdóttir, Jóhannes Örn Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.