Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KOLBEINN Jón Ketilsson óp- erusöngvari fær framúrskarandi dóma í nýjasta hefti virtasta óp- erublaðs Þjóð- verja, Opernglas, fyrir frammi- stöðu sína í hlut- verki Tristans í óperunni Tristan og Ísold eftir Wagner í uppfærslu óperunnar í Münster. Í dómnum segir meðal annars: „Tenórrödd Jóns Ketilssonar hentar augljóslega í margskonar söng. Hún ljómar af hetjuskap en fyrst og fremst einu: óþrjótandi úthaldi. Auk fínlegs tal- söngs, og ljóðrænna tilþrifa, tókst hann á við lýjandi átök hins deyjandi Tristans af krafti, stíl og raddfeg- urð; án þess að fela neitt eða fúska. Þetta var aðdáunarverð frammi- staða.“ Kolbeinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann legði það ekki í vana sinn að lesa dóma um sig. „Samt er það auðvitað hvetjandi að fá þetta þar sem það eru alltaf talin tíðindi þegar söngvari reynir sig við Tristan.“ Ekkert fúsk Kolbeinn Ketilsson heillar sem Tristan Kolbeinn Ketilsson óperusöngvari. Í MEIRA en öld hafa líkamsleifar leikritaskáldsins Friedrich Schill- ers valdið mönn- um heilabrotum og tvær höf- uðkúpur fundist sem átt hafa að tilheyra skáldinu. Vísindalegar rannsóknir á þeim hafa nú leitt í ljós að hvorug er í raun frá Schiller komin. Önnur var í kistu leikritaskáldsins, en hin í lít- illi ómerktri kistu við hlið hennar. „Það fannst engin samsvörun í samanburði við erfðaefni ættingja hans,“ segir Julia Glesner hjá Sam- tökum um klassískar bókmenntir í Weimar, en samtökin hafa umsjón með grafreitnum þar sem Schiller hvílir við hlið vinar síns Johann Wolfgang vonGoethe. Ráðgátan á rætur sínar í því að árið 1805 þegar Schiller lést var hann jarðaður í fjöldagröf í Weimar. Tveimur áratugum síðar valdi borg- arstjórinn eina af 23 höfuðkúpum úr gröfinni og mat það svo að þar sem hún var óvenju stór, þá hlyti hún að hafa tilheyrt skáldinu. Hún var síðan geymd með beinum skáldsins þar til þeim var komið fyrir í reitnum við hlið Goethes. Hauskúpan ófundin Friedrich Schiller YFIRSKRIFT hádegisspjalls Bandalags þýðenda og túlka í dag er „Táknmál á tímamótum: Lögverndun, málstefna og orðabækur.“ Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir, fyrrverandi varaþing- maður, flytur erindi um tákn- mál í íslenskum lögum, Ásta Baldursdóttir táknmálsfræð- ingur ræðir um íslenska tákn- málsorðabók og Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, flytur fyr- irlesturinn „Málstefna – málstöðlun: Hverju breytir það?“ Hádegisspjallið hefst klukkan 12.15 í stofu 220 í aðalbyggingu HÍ og verður túlkað yfir á táknmál. Fræði Þýðendur og túlkar ræða táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Veroniku Osterhammer messósóprans verða haldnir í Langholtskirkju í kvöld. Veronika fluttist til Íslands frá Þýskalandi árið 1994, þá liðlega tvítug. Hún er að ljúka B.Mus-gráðu í söng frá LHÍ þar sem Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir hefur verið hennar kennari. Veronika mun meðal annars flytja lög eftir Vivaldi, Mozart, Dvorák, Grieg, Þorkel Sigurbjörnsson og Sigvalda Kaldalóns. Selma Guðmundsdóttir verður meðleikari á tón- leikunum og fjöldi annarra flytjenda kemur fram. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Tónlist Söngtónleikar í Langholtskirkju Langholtskirkja LEIKRITASKÁLDIÐ Ibsen leitaði meðal annars fanga í goðsögnum og helgisiðum við persónusköpun og uppbygg- ingu leikrita sinna að mati Trausta Ólafssonar sem gerir grein fyrir þessum tengslum í Norræna húsinu í dag klukk- an fimm. Oft er talað um Ibsen sem hið mikla leikskáld natúral- isma og hversdagsraunsæis, en Trausti rekur hvernig í verkum hans má finna bakgrunn í röð hátíðisdaga og fornra helgisiða. Nýlega kom út bók eftir Trausta um þetta efni sem nefnist Ibsen’s Theatre of Ritualistic Vi- sions: An Interdisciplinary Study of Ten Plays. Bókmenntir Goðsagnir í verkum Ibsens Trausti Ólafsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TVÆR stórar myndlistarsýningar verða á Norðurlandi á Listahátíð, önnur í Listasafninu á Akureyri og hin í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Sýningin í Listasafninu á Akureyri verður stærsta yfirlitssýning á kín- verskri samtímalist sem hér hefur verið haldin og þar verða sýnd verk margra fremstu listamanna kín- versku þjóðarinnar í dag, að sögn Hannesar Sigurðssonar safnstjóra. Sýningin ber yfirskriftina And- spænis Kína, en verkin eru fengin að láni hjá hollenska safnaranum Fu Ruide, en hann er gjörkunnugur kín- verskri samtímalist, og þekkir alla listamennina persónulega. Fu Ruide er einungis safnaranafn mannsins, en vegna aðstæðna sinna og verðmæta verkanna hefur hann kosið að halda nafnleynd. „Fu Ruide hefur djúpstæð tengsl við Ísland, heimsækir landið oft og er einn af góðvinum þjóðarinnar. Ég komst í samband við hann fyrir tveimur árum og vissi að hann safnaði kínverskri myndlist og hafði áhuga á að sýna sína safnaeign sína. Það var upphafið að gríðarlega löngu ferli og mikilli vinnu hjá okkur báðum.“ Fylgdi innsæinu Hannes segir að Fu Ruide hafi byrjað að safna kínverskri myndlist, og sérhæfa sig í henni fyrir tæpum tveimur áratugum. Hann hafi rambað til Kína og fylgt innsæinu. „Hann féll í stafi yfir verki eftir Fang Lijun og keypti það, og þá fór söfnunaráráttan að vinda upp á sig og ferðum hans til Kína að fjölga.“ Hannes minnir á að á þessum tíma, fyrir 15-16 árum, hafi Kína rétt verið að byrja að opnast og að þessir lista- menn hafi þá verið lítt þekktir utan Kína, en notið virðingar heima fyrir. Þeir voru frekar ódýrir miðað við listamenn á Vesturlöndum og Fu Ruide safnaði verkum þeirra og keypti af einskærum áhuga. Í gegn- um þann áhuga kynntist hann lista- mönnunum persónulega. Þetta eru þeir listamenn sem ruddu brautina í þeirri listrænu byltingu sem hefur átt sér stað í Kína síðan þá – þeir eru brautryðjendur nýlistarinnar í Kína. Þetta eru jafnframt mörg stærstu, þekktustu og dýrustu nöfnin í kín- verskri myndlist í dag, og er nú hægt að finna þá í helstu samtímasöfnum og listhúsum heims. Verk eins þeirra, Zhang Xiaogang hafa verið að fara á allt að 4-5 milljónir dollara. Við erum að fá hingað rjómann af brautryðj- endakynslóð kínverskra listamanna, og ég held að margir verði glaðir að sjá málverk og skúlptúra í hæsta gæðaflokki. Þetta eru fantagóð lista- verk,“ segir Hannes. Að hans mati hefur Kínverjum tekist óhemjuvel að bræða saman sína eigin hefð við vest- ræna listasögu. Sýning á kínverskri samtímalist og greinasafn í Safnasafni meðal þess sem hæst ber á Listahátíð List brautryðjendakynslóðar Í SAFNASAFNINU hafa þau Anna Líndal, Bjarki Bragason og Hildi- gunnur Birgisdóttir unnið að rann- sóknum og undirbúningi sýningar frá því í október. Níels Hafstein safnstjóri segir að rannsóknir þre- menninganna hafi sérstaklega beinst að bæjarlæknum og um- hverfinu kringum hann. „Þau mældu lækinn og stikuðu og ljósmynduðu lengst ofan af heiði og niður í fjöru – tóku yfir 15 hundruð myndir í umhverfinu. Um áramótin brotnaði eitt stærsta tréð í garðinum í óveðri og tóku þau toppinn og færðu hann inn í þrí- skipta salinn á efri hæðinni. Þau eru að hugsa um að dæla vatni úr læknum um glæra slöngu og forma hana á langvegginn, setja svo alls konar smásöfn í sýningarkassa sem munu ýmist standa eða liggja á gólfinu. Þau sýna líka vídeóverk. Listamennirnir eru búnir að dvelja hér fjórum sinnum, og nú um helgina koma þau til að setja sýn- inguna upp og ganga frá,“ segir Níels. Hann segir þetta mjög óvenjulegt verkefni fyrir Safna- safnið og telur að það marki jafnvel tímamót í íslenskri myndlistarsögu. „Ég man ekki eftir öðru eins til- standi. Þetta er auðvitað allt gert í fagmannlegri alvöru, en með ívafi af gleði og hamingju. Þetta er unn- ið í mikilli einlægni og listamenn- irnir djúpt sokknir í þennan hug- myndaheim,“ segir Níels. Náttúran og umhverfið við Safnasafnið er einskonar „sýningargripur“ í með- förum listamannanna, eða þátttak- andi, eins og Níels orðar það. „Nátt- úran hér hefur þó áður tekið þátt í sýningum, því við höfum verið með sýningar úti í garði, og svo verður hún það aftur síðar í sumar, þegar Gjörningaklúbburinn kemur hing- að 12. júlí.“ Greinasafn Kínversk list Verkið er eftir Tang Zhigang. Án titils, 2005, olía á striga. Þetta er eitt af verkunum sem sýnd verða í Listasafninu á Akureyri. Augliti til auglitis við Kína Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SÁÐMENN sandanna, Saga landgræðslu á Íslandi 1907-2007 hefur verið valin besta fræðibók ársins 2007 af Upplýsingu, Fé- lagi bókasafns- og upplýsingafræða. Greint var frá niðurstöðu matsnefndar félagsins á aðalfundi félagsins í Þjóðarbókhlöð- unni í gær. Við það tækifæri tók höfundur bókarinnar, Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur, við viðurkenningarskjali úr hendi Sigrúnar Klöru Hannesdóttur formanns Upplýsingar. Í rökstuðningi matsnefndar segir meðal annars að mikill fengur sé í bókinni því Sáðmenn sandanna sé aðgengileg hand- bók um landgræðslu á Íslandi sem standist jafnframt fræði- legar kröfur. Bókin hafi mikið notagildi fyrir þá sem vilji kynna sér sögu elstu landgræðslustofnunar í heiminum og hvernig tekist var á við gróður- og jarðvegseyðingu með samstilltu átaki víða um land. Matsnefndin ber einnig lof á stíl bókarinnar sem hún segir fallegan og málfar frjótt og lifandi líkt og gróð- urinn sem fjallað er um. Þá segir að fagmennska og vandvirkni hafi verið í fyrirrúmi við allan frágang. „Ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik í gær. Hann kveðst hafa fylgst með viðurkenningum Upplýsingar frá upphafi. „Ég er mjög hamingjusamur og ánægður með að fá viðurkenningu frá þeim. Ég veit það að í valnefnd félagsins eru mjög nákvæm- ir einstaklingar – ég held að það séu mest konur, enda mikil kvennastétt. Það er farið yfir innihald, skrár, útlit og allt saman af mikilli nákvæmni. Það er ekki síst þess vegna sem ég er ánægður með viðurkenninguna.“ Friðrik segir að fræðibækur mættu fá mun meiri athygli en þær gera og segir að í bókaþætti Sjónvarpsins séu fræðibækur út undan í umræðunni. „En svo heyrir maður líka af því að þeg- ar ýmsir bókmenntafræðingar lesa þessar bækur þá kemur þeim svo á óvart að þær séu ekkert leiðinlegar,“ segir Friðrik og slær á létta strengi. „En það er þannig með fræðibækur í dag að það er reynt að gera þær þannig úr garði að þær séu mjög aðgengilegar. Þannig er það með Sáðmenn sandanna. Hún er vegleg og það var reynt að vanda í hvívetna til hennar.“ Að sögn Friðriks er vinna hafin við þýðingu ritsins á ensku. Sáðmenn sandanna besta fræðibókin Afhendingin Elín K. Guðbrandsdóttir, Andrés Arnalds, Frið- rik G. Olgeirsson sagnfræðingur, Sveinn Runólfsson og Sig- rún Klara Hannesdóttir, formaður Upplýsingar. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.