Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MÁLVERK í þremur hlutum eftir enska mál- arann Francis Bacon, frá árinu 1976, varð á mið- vikudagskvöldið dýrasta verk eftir samtímalista- mann sem hefur verið selt á upp- boði. Verkið seld- ist hjá Sotheby’s uppboðshúsinu í New York fyrir 86,3 milljónir doll- ara, eða um 6,3 milljarða króna. Degi áður var sama met slegið með sölu á málverki eftir Lucien Freud. „Kreppa? Hvaða kreppa?“ hefur The New York Times eftir gallerist- anum Barbara Gladstone þegar hún yfirgaf uppboðshúsið en útkoma uppboðsins var þvert á spár sem birst höfðu í fjölmiðlum, um að vænta mætti samdráttar á listmark- aðinum. Fjöldi úrvalsverka eftir samtímalistamenn var boðinn upp og nam heildarsalan 362 milljónum dala en yfirmenn Sotheby’s höfðu vænst þess að selja fyrir allt að 356 milljónir. Aðeins tíu af 83 verkum seldust ekki og metverð fékkst fyrir verk 18 myndlistarmanna. Þar á meðal voru verk eftir Yves Klein, Piero Manzoni, Tom Wesselman og Takashi Murakami. Tvö verk eftir Klein seldust til að mynda á 23,5 og 17,4 milljónir dala, en voru metin á um átta milljónir. Þá er til þess tekið að góð abstraktverk hafa selst fyrir háar fjárhæðir á liðnum vikum. Þannig seldist eitt eftir Gerhard Richter fyrir 15,1 milljón dala en var metið á fimm til sjö milljónir. Mesta spennan á uppboðinu var þegar „triptych“ Bacons var boðið upp, en það hefur verið sagt „lyk- ilverk í myndlist 20. aldar“. Þrír kaupendur tókust á um verkið. Bacon dýrastur Metfé greitt fyrir lykilverk málarans Hluti af verki Francis Bacons. KAFARAR með menntun í forn- leifafræði hafa fundið brjóst- mynd úr marm- ara af Júlíusi Ses- ar í ánni Rón í Suður-Frakk- landi. Í yfirlýs- ingu frá ráðu- neyti menning- armála í Frakk- landi segir að styttan, sem fannst skammt frá borginni Arles, kunni að vera elsta stytta sem til er af Róm- verjanum fræga. Hann lagði horn- steininn að Arles, þar sem er róm- verskt hringleikahús. Sérfræðingar telja að högg- myndin, sem er afar raunsæisleg og sýnir Sesar sem tekinn og mann- legan, kunni að vera frá árinu 46 fyr- ir Krist en þá var borgin stofnuð. Styttan af Sesar var ekki það eina sem kafararnir fundu. Meðal annars grófu þeir upp marmarastyttu af sjávarguðinum Neptúnusi, hátt í tveggja metra háa, sem talin er frá tímabilinu 10 til 300 eftir Krist. Þá fundust tvær bronsstyttur, hátt í eins metra háar og er önnur af satýr með hendur bundnar fyrir aftan bak. Samkvæmt ráðuneytinu liggja ræt- ur hans til Grkklands. Fornleifafræðingar reyna nú að átta sig á því hvað varð þess valdandi að þessum höggmyndum var varpað í ána en þær fundust snemma í vetur. Talsmaður stofn- unarinnar sem kafararnir vinna hjá, segir að þeir séu rétt byrjaðir að kanna staðinn þar sem verkin fund- ust og þar kunni fleiri gersemar að leynast. Sesar kem- ur úr kafi Höggmyndin af Júlíusi Sesar. Í DAG verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur sýningin Flikra. Að sýningunni standa 25 áhugaljósmyndarar sem birt hafa myndir sínar á vefsíðunni www.flickr.com. Í hópnum er fólk á öllum aldri, víðs vegar að af landinu, sem á það sameig- inlegt að hafa mikinn áhuga á ljósmyndun og sér sýninguna sem tækifæri til að sýna mynd- ir sínar og kynnast öðrum ljós- myndurum og verkum þeirra. Allir starfa þó við eitthvað annað en ljósmyndun. Flestir taka staf- rænar myndir, en sumir halda enn í filmuna. Sýn- ingin stendur til 1. júní og verður opin mánudaga til föstudaga 8-19 og kl. 10-18 um helgar. Ljósmyndun Ljósmyndir Flikru í Ráðhúsinu Mynd eftir Georg Vilhjálmsson. KAMMERKÓR Seltjarnar- neskirkju, ásamt kammersveit og einsöngvurum úr röðum kórfélaga, heldur tónleika í kirkjunni í kl. 20. Á efnisskrá er Messa í G-dúr eftir Franz Schubert auk verka eftir Alessandro Scarlatti, Jóhann Sebastian Bach, Georg Fried- rich Händel, Wolfgang Ama- deus Mozart og Anton Bruck- ner. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju, og konsertmeistari er Zbigniew Dubik. Friðrik Vignir Stefánsson lauk prófi frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar og framhaldsnámi í tónlist frá Kon- unglega danska tónlistarháskólanum 2006. Tónlist Messa í G-dúr eftir Schubert á Nesinu Seltjarnar- neskirkja LJÓÐFÉLAGIÐ Nykur sendi Morgunblaðinu svohljóðandi frétt: „Á tímum þegar ráðamenn fórna höndum, þegar Öryggisráð virðist skipta öllu máli, og þeg- ar matar- og bensínverð vex samhliða græna litnum, er ekkert sem stöðvar skáldin í að bjóða upp á ókeypis menningu. Skáldafélagið Nykur stendur fyrir þéttri og öfl- ugri ljóðadagskrá næstkomandi sunnudagskvöld, 18. maí, á efri hæð Barsins. Á boðstólum eru reynd skáld, hálfreynd skáld og fersk skáld; sannkölluð blóðljóðablöndun.“ Nykurskáldin, og gestir þeirra, Ísak Harðarson og Kristján Ketill Stefánsson, lesa eigin verk. Bókmenntir Blóðljóðablöndun Nykranna Nykur Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAU eru góðvolg og glæný tón- verkin fimm sem frumflutt verða á lokatónleikum 15:15-tónleikarað- arinnar í Norræna húsinu á sunnu- dag kl. 15.15. Þau eru svo ný að það síðasta er ekki einu sinni fullklárað á fimmtudegi fyrir frumflutning. Ann- að eins hefur nú gerst í íslenskri tón- listarsögu og vilji maður fylgjast með því því allra nýjasta í músíkinni gerist það varla ferskara en þetta. Starfa bæði með Sinfó Það er dúó Harpverk sem á heið- urinn af því að hafa lagt út net sín fyrir tónskáldin og verkin fimm eru hluti fengsins, fleiri verk eru í smíð- um fyrir dúóið, að sögn Franks Aarninks slagverksleikara og þau verða flutt síðar. Hinn helmingur dúósins er Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari, en bæði eru þau fast- ráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Dúóið stofnuðu þau í fyrra og léku þá í 15:15- tónleikasyrpunni og á UNM- hátíð- inni um haustið. Það er ekki nóg að segja að fimm verk verði frumflutt á sunnudaginn, Frank Aarnink ítrekar að hér sé um heimsfrumflutning að ræða. „Við byrjum með verk eftir Áka Ásgeirs- son, 328° en hann er ekki búinn að klára það, “ segir Frank. „Það er því rosalega spennandi fyrir okkur Kat- ie að sjá hvernig það verður. Þá verðum við með verk eftir Jónas Tómasson tónskáld á Ísafirði. Það heitir Ballett nr. 5 og er svíta með þrem litlum dönsum. Þriðja verkið er Dubhghall eftir Pál Ívan Pálsson, kontrabassaleikara. Hann kallar þetta Doom Metal Piece. Harpan er mögnuð upp með mikilli bjögun eins og gert er með rafmagnsgítar og ég spila með á stóru slagverks- hljóðfærin. Fjórða verkið er eftir Báru Sigurjónsdóttur. Hún er við nám í Noregi, en hefur samið nokk- ur verk fyrir Lúðrasveit Reykjavík- ur. Við endum tónleikana á Shadows and Silhouettes, verki eftir Úlfar Inga Haraldsson. Hann samdi líka verk fyrir okkur í fyrra. Hann er frá- bært tónskáld,“ segir Frank. Lítið melódískt slagverk Verk tónskáldanna fimm eru mjög ólík að sögn Franks. „Slagverks- heimurinn er svo stór og tónskáldin þurfa að byrja á því að ákveða hvaða hljóðfæri innan hans þau ætla að nota. Þau nota ekki mikið af mel- ódísku slagverkshljóðfærunum, eins og marimbu og víbrafóna. Þau sem eru hugsanlega líkust hvort öðru eru Bára og Jónas, hin eru úr allt öðrum heimi,“ segir slagverksmaðurinn. Þegar blaðamaður vogar sér að viðra þá klisju að slagverk sé stórt og gróft og harpan fínleg í spurning- unni um það hvernig hljóðfærin passi saman, bregst slagverksmað- urinn við með því að segja að harpan geti sko alveg verið hávaðasöm og slagverksleg, eins og að slagverkið geti verið mjúkt, kvenlegt og fínlegt. „Ja, ég get bara sagt að harpan og slagverkið passa ótrúlega vel saman. Þetta er góð samsetning. “ Frank segir að leitin að verkum fyrir hörpu og slagverk hafi hafist í fyrra, þegar þeim Katie datt í hug að leita að verkum fyrir hörpu og slag- verk á netinu. Það voru nú engin ósköp sem komu út úr því. Þá var ekki um annað að ræða en að leita til tónskáldanna og það hefur gengið vel. „Tónskáldin eru upp til hópa mjög spennt fyrir því að semja fyrir hörpu. Það eru ekki mörg tónskáld hér sem hafa verið að semja eitthvað að ráði fyrir hörpuna og mörg tón- skáldanna eru að semja í fyrsta skipti fyrir hana í þessum verkum. Ég er farinn að hafa það þannig þeg- ar ég hitti tónskáld að ég spyr: „Langar þig ekki að semja eitthvað fyrir hörpu?“ Svo er bara að sjá til hvort eitthvað kemur út úr því eða ekki.“ Frank segir að þau Katie eigi auðvelt með að vinna saman og hugsi eins um tónlistina. „Þetta er auðveld og góð samvinna.“ Framundan hjá Harpverki eru tónleikar í Hafnarborg í Hafnarfirði 31. maí og á Sólheimum í Grímsnesi 12. júlí. Langar þig ekki að semja eitthvað fyrir hörpu? Fimm verk fyrir hörpu og slagverk frumflutt á tónleikum í Norræna húsinu Harpverk Frank Aarnink og Katie Buckley. „Gott og auðvelt samstarf,“ segir Frank. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er gefið út hjá allra virðu- legasta forlagi í Þýskalandi, og hún heitir Susanne Kessel sem spilar,“ segir Atli Heimir Sveinsson tón- skáld um leið og hann réttir blaða- manni nýútkomna plötu, sem ber yf- irskriftina Iceland í stórum rauðum stöfum. Íslenskt í húsi Beethovens „Hún hélt tónleika 1. apríl með þessari efnisskrá, í húsinu sem Beethoven fædd- ist í, í Bonn,“ seg- ir Atli, sem sjálf- ur var viðstaddur tónleikana sem gestur, og talaði um íslenska tón- list. „Eins og þú sérð, þá er þetta yfirlit yfir ís- lenska píanó- tónlist, allt frá Sveinbirni Sveinbjörnssyni til Bjarkar, og allt þar á milli. Susanne Kessel hefur komið hingað og spilað á Myrkum músíkdögum.“ Atli segir að Susanne hafi komið hingað fyrst fyrir tilstilli Árna Egils- sonar í Hollywood. „Hún hafði feng- ið styrk til að fara til Hollywood. Þar er þýsk menningarstofnun, og þar var hún að leita að tónlist eftir tón- skáld sem höfðu flutt frá Þýskalandi. Þar komst hún í kynni við Árna sem vakti athygli hennar á íslenskri tón- list. Hún var send á mínar fjörur og ég reyndi auðvitað að liðsinna henni,“ segir Atli, og bætir því við að Kessel sé athafnasöm og dugleg við að koma sér áfram. Flóra íslenskra tónskálda Platan er alltént orðin að veru- leika, og þar kennir margra grasa. Auk verka eftir Sveinbjörn og Björk er þar að finna verk eftir Jóhann G. Jóhannsson, Atla Ingólfsson, Hauk Tómasson, Þorkel Sigurbjörnsson, Jórunni Viðar, Jón Leifs, Victor Ur- bancic, Árna Egilsson, Pál Ísólfsson, Hafliða Hallgrímsson og Atla Heimi. Oehms classics-útgáfan gefur plötuna út, Íslensk tónverkamiðstöð og Icelandair styrktu útgáfuna, en 12 tónar dreifa plötunni hér á landi. Frá Sveinbirni til Bjarkar Úrval íslenskrar píanótónlistar gefið út í Þýskalandi Píanóleikarinn Susanne Kessel ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.