Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 45 Lýstu eigin útliti. Dökkhærður, um 185 cm og 80 kg. Brún augu. Hvaðan ertu? Fæddur og uppalinn á Húsavík, perlu norðursins. Pissar þú í sturtu? (spyr síðasti aðalsmaður, Regína Ósk Óskarsdóttir Evróvisjónfari) Reglulega, fer þetta ekki allt saman sömu leið?? Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Lögga var einhvern tímann málið en það hefur nú breyst með hækkandi aldri. Hvað tekurðu mikið í bekk? Erfið spurning, karlmennskan segir 100 en sannleik- urinn segir örugglega ekki mikið meira en 80-85. Á hvaða tónlist hlustar þú mest? R&B er allsráðandi hjá mér. Samt sem áður get ég hlustað á nánast alla tónlist. Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig? Það er margt. Meðal annars þegar tveir „félagar“ mínir úr KA settu upp gildru fyrir mig í Kaplakrika klukkutíma fyrir leik gegn FH. Endaði með því að ég steinlá á miðjum vellinum. Það var ekki kúl. Hvort heldurðu meira með Val eða Völsungi? Ef ég væri að spila með Val á móti Völs- ungi héldi ég með Val. En hins vegar er Völsungur alltaf minn klúbbur og mitt hjarta liggur 100 % hjá þeim. Uppáhaldslið í ensku knatt- spyrnunni? Arsenal. Þetta fer allt að koma, fullt af nýjum ung- lingum sem hægt er að ná í og selja svo, svona svo við vinnum örugglega enga titla. Á Eiður Smári að fara frá Barcelona? Ef hann vill fara á hann að gera það, ef ekki þá á hann að vera áfram. Annars væri ég til í að sjá hann í Arsenal. Besti knattspyrnumaður allra tíma? Zinedine Zidane Hvort vinnur Chelsea eða Manchester United Meistaradeildina? Hræddur um að Man Utd vinni en vona að Chelsea vinni. Einungis vegna þess að það er til svo mikið af leiðinlegum Man Utd-stuðningsmönnum hérna. Máttu fagna próflokum? Algjörlega, aftur á móti má ég ekki fagna þeim hvernig sem er. Fagna með því að bruna beint á æfingu. Viltu sjá álver á Bakka? Já, ég held það bara. Ef það verður gott fyrir Húsavík þá vil ég það! Hvaða bók lastu síðast? Viltu vinna milljarð? Og svo er Flugdrekahlauparinn í vinnslu. Fallegasta kona í heimi? Jennifer Aniston, Beyoncé Knowl- es, Jessica Alba og að sjálfsögðu mamma. Áttu þér uppáhaldskvikmynd? Cool as Ice hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hef aldrei skilið af hverju hún fékk ekki einhver verðlaun. Í hvaða sæti lendum við í Evróvisjón? Sko, ég veit ekki alveg hvað mörg sæti koma til greina en ég ætla að tippa á að við vinnum ekki. Vona samt að þeim gangi vel. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Af hverju eru einokunarfyrir- tæki ekki með framboðsfall? PÁLMI RAFN PÁLMASON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER HÚSVÍKINGUR SEM HEFUR STAÐIÐ Í STÓRRÆÐUM AÐ UNDANFÖRNU. HANN SKORAÐI ÖLL MÖRKIN Í 3-0 SIGRI VALS Á GRINDAVÍK Í FYRRAKVÖLD, FÉKK ÞRJÚ M Í MOGG- ANUM OG TÓK SVO SÍÐASTA VORPRÓFIÐ Í VIÐ- SKIPTAFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Í GÆR. Völsungur og Valsari Pálmi Rafn fagnar próflokum með því að fara á æfingu. Morgunblaðið/RAX                            SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ KL. 19 OG KL. 21 LAUGARDAGUR 17. MAÍ KL.19 OG KL.21 HVERS VIRÐI ER ÉG? NÝR GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR. ÖRFÁ SÆTI LAUS! LAUGARDAGUR 17. MAÍ KL 8:30-16 MARAÞONTÓNLEIKAR KÁRSNESKÓRANNA VOR 2008 KAFFIHLAÐBORÐ ALLAN DAGINN ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ KL. 17 PÍANÓTÓNLEIKAR – LHÍ GUNNAR GUÐJÓNSSON KL. 20 FIÐLUTÓNLEIKAR – LHÍ HULDA JÓNSDÓTTIR Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason Stuðið er á Stóra sviðinu sýn. fös. 16/5 uppselt, lau. 17/5 örfá sæti laus Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fös. 16/5 örfá sæti laus lau. 17/5 ATH. síðasta sýning „Þetta er vel unnin sýning, skemmtileg og óvenju skýrt hugsuð.” MA, MBL 8/4 Leikhús tilboð vor á m inni sviðunu m „Þetta er fjörugt verk og var vel sungið, leikið og dansað..." SA, tmm.is „Það er svona sumarfílíngur í þessu." KJ, Mannamál/Stöð 2 Skoppa og Skrítla í söng-leik e. Hrefnu Hallgrímsdóttur sýningar lau. 17/5 uppselt sýningar sun. 18/5 uppselt Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ■ Á morgun kl. 14 Maxi snýr aftur! Maxímús Músíkús og ævintýri hans með Sinfóníuhljómsveitinni hafa svo sannarlega hitt í mark hjá börnunum bæði í bókar- og tónleika- formi. Vegna fjölda áskorana verður dagskráin endurflutt á morgun. Valur Freyr Einarsson segir söguna, trúðurinn Barbara kynnir og að sjálfsögðu verður Maxi sjálfur á staðnum! Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Síðast var koluppselt. Tryggið ykkur miða! ■ Fim. 22. maí kl. 19.30 Tveir básúnuguðir Þegar tveir virtúósar eins og Christian Lindberg og Charlie Vernon leiða saman hesta sína verður útkoman göldrum líkust. Ómissandi fyrir áhugamenn um flugeldasýningar. ■ Fim 5. júní kl. 19.30 Lady and Bird – tónleikar á Listahátíð í Reykjavík Þegar Barði Jóhansson er ekki einhamur maður í tónsköpun sinni. Hér verður samstarf hans við Keren Ann Zeidel í forgrunni. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.