Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 23
daglegtlíf Krakkarnir í Vesturbæj-arskóla hafa haft ínógu að snúast undan-farna daga við að teikna, mála, skreyta og æfa fyrir vorhátíð skólans sem haldin verð- ur á morgun. Hátíðin er loka- punktur þemadaga skólans sem í ár eru tileinkaðir þeim 20 þjóð- ernum sem eiga fulltrúa í skólan- um. „Mikil aukning hefur orðið á aðfluttum erlendum nemendum í Vesturbæjarskóla og við ákváðum því að hafa vorhátíð ársins alþjóðlega,“ segir Margrét Gylfadóttir mannfræðingur sem er í forsvari fyrir þemadögum en hátíðin er samstarfsverkefni for- eldrafélagsins og skólans. Á þemadögum skiptust börnin á að vinna á níu mismunandi vinnustöðvum. Allar stöðvarnar innihéldu verkefni sem tengdust þeim tuttugu heimaþjóðum barnanna sem í skólanum eru. „Ein af þessum stöðvum er for- eldrastöð og þar bjuggu krakk- arnir til hatta, fána og borða í lit- um tuttugu þjóðfána og með einkunnarorðum hátíðarinnar „vinátta og friður“,“ segir Mar- grét. Á morgun verður síðan hin eig- inlega vorhátíð sem hefst með skrúðgöngu barnanna. „Gengið verður hring um Vesturbæ áleiðis að skólanum. Þar munu börnin mynda vináttu- og friðarhring kringum skólann og kalla ein- kunnarorðin á tuttugu tungu- málum.“ Í framhaldi verða alþjóðleg skemmtiatriði, tónlist og útileikir, ásamt því að nemendur 6. bekkj- ar munu selja fjölþjóðlega rétti sem þau hafa eldað. „Vorhátíðin er kjörin leið, bæði fyrir íslensku sem erlendu börnin, til að kynn- ast heimalöndum samnemenda sinna á skemmtilegan hátt. Hvað er í raun betra en að kynnast í anda vináttu og friðar?“ segir Margrét. Hattar, fánar og borðar í litum 20 þjóðfána Stuð í Vesturbæ Börn sem og fullorðnir höfðu gaman af dansæfingunni í Vesturbæjarskóla en vorhátíð verður haldin þar hátíðleg á morgun með einkunnarorðunum „vinátta og friður“. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Litagleði Fjörug börn mála fána í litum tuttugu þjóðfána. Vorhátíðin verður haldin á morgun frá klukkan 11–1 í Vesturbæjarskóla og eru allir velkomnir. Mexíkóskur matur hefur not-ið vinsælda meðal landansí mörg ár og ætti bragð- sterkt sjónvarpsnarsl því að fara vel ofan í Evróvisjón-áhorfandann. Mexíkóskir réttir, eða öllu heldur tex-mex-réttir, sem er sú útgáfa mexíkóskrar matarmenningar sem Íslendinga þekkja best, er oftast auðveld í framkvæmd, hráefnin hvorki of mörg né flókin og með þeim er hægt að töfra fram góðan narslmat á örskotsstundu. Helgi Guðmundsson hefur trú á íslensku flytjendunum í Evróvisjón. „Lagið er flott. Ísland verður í top fimm,“ segir hann. En Helgi er eigandi veit- ingastaðarins Tabasco’s sem opn- aður var nýlega í Hafnarstræti. „Við sérhæfum okkur í mexíkósk- um mat og suðrænni stemningu. Sérkenni okkar eru frosnar marga- rítur en við bjóðum upp á tíu bragð- tegundir,“ segir Helgi og bætir við að drykkirnir hafi runnið vel ofan í viðskiptavini í góðviðrinu und- anfarna daga. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar enda er þetta ekta sumarstaður.“ Helgi gaf daglega lífinu upp- skriftir að þessum þremur mat- armiklum en einföldu narslréttum sem gætu hentað sælkerum yfir Evróvisjónglápi. Kjúklingavængir með gráðostasósu Kjúklingavængir 12 djúpsteiktir kjúklingavængir 3 msk. barbeque-sósa 3 msk. sweet chili-sósa 2 msk. hotwing sósa Öllum sósunum er blandað saman, sett á kjúklinginn og látið í ofn við 180ºC í 15 mínútur. Gráðostasósa 3 msk. sýrður rjómi 2 msk. léttmajónes 2 msk. rifinn gráðostur 1 tsk. hunang Öllu blandað saman og sósan bor- in fram með kjúklingavængjunum. Kjúklinga Quesadillas 10 tomma hveiti tortillur 70 g steikt kjúklingabringa 2-3 msk. sneiddur rauðlaukur 2-3 msk. sneidd paprika 2 msk. rifinn ostur 1 msk. ostasósa 4 sneiðar jalapeno Öll hráefnin látin í kökuna, lokað í hálfmána og hitað í örbylgjuofni í 5 mínútur. Kakan er síðan steikt á pönnu (með örlítilli ólífuolíu) í eina mínútu á hvorri hlið. Borið fram með guacamole, sýrðum rjóma og salsa- sósu. Tabasco’s Special Nachos Lítil skál af Nachos-flögum 3 msk. ostasósa 6 jalepeno piparbelgir 3 msk. steiktar kjúklingabringur eða nautahakk 2 msk. saxaður rauðlaukur 3 msk. rifinn ostur Nautahakkið, laukurinn, jalapeno og ostasósa er látið á flögurnar og ostinum síðan stráð yfir. Látið í ofn við 180ºC í 10 mínútur. Borið fram með guacamole, sýrð- um rjóma og salsasósu. Suðrænt snarl við norræna skjái Kokkurinn Ki sýnir réttu handtökin. Þegar samdráttur er kjörorð dagsins hjá stjórnvöldum landsins virðist útþensla Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eng- an enda ætla að taka. Evróvisjón stendur nú yfir þrjú kvöld. Því er ekki seinna vænna að huga að veitingum fyrir sjónvarpspartí næstu viku. Helgi Guðmundsson gaf Guðrúnu Huldu Pálsdóttur nokkrar uppskriftir að fljótlegu mexíkósku sjónvarpssnarli. Quesadillas Bragðast vel með guacamole. Morgunblaðið/Golli Kjúklingavængir Bragðsterkt og gott.Nachos Litríkt og freistandi. matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.