Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 19 MENNING Listahátíð í Reykjavík | Sjö myndlistarsýningar opnaðar síðdegis í dag Myndlistarhlaðborð í Reykjavík Þegar tilraunum dagsins á hinu alþjóðlega Tilraunamaraþoni sem stendur yfir í Hafnarhúsinu lýkur klukkan fimm verður opnaður fjöldi myndlistarsýninga á minni sýningarstöðum. Þær eiga það flestar sameiginlegt meginsýningu Listahátíðar í Reykjavík í ár að fjalla um mörkin þar sem myndlistin skarast við vísindin, byggingarlist og náttúruna. Allar hefjast þær klukkan fimm nema sýningin í Galleríi 100° sem verður opnuð klukkustund síðar. Gunnhildur Finnsdóttir kannaði úrvalið á þessu myndlistarhlaðborði. RADMILA Iva Jankovic stýrir samsýningu fimm króatískra listamanna í Galleríi 100° í Orkuveituhúsinu. Þetta er annar hluti af lista- mannaskiptum sem Jankovic skipulagði í sam- vinnu við íslenska listamanninn Ransu. Í sum- ar endurgeldur hópur íslenskra listamanna heimsóknina og sýnir í Króatíu. „Eitt aðalmarkmiðið var að skapa vinalegt andrúmsloft og velja listamenn sem ættu vel saman. Þegar við fórum að vinna þetta saman þá voru flestir með hugmyndir sem snerust um ímynd Króatíu,“ segir Jankovic. „Landið er til dæmis efnahagslega háð ferðaþjónustu. Tanja Dabo er með verk á sýn- ingunni þar sem hún er að synda og í hvert ein- asta skipti sem hún kemur upp til að anda þá segir hún: „Velkomin!“ Hún segir það á nýju tungumáli í hvert skipti til að vísa í þær mörgu þjóðir sem heimsækja landið og hvert skipti verður hún þreyttar og þreyttari.“ Hún segir listamennina mjög ólíka og hafa ólík viðhorf til samfélagsins. Slaven Toljs hef- ur fjallað mikið um krótískt samfélag í sínum verkum og hér sýnir hann „Föðurlandsvininn“ sem samanstendur af myndum af 139 ein- staklingum sem létu lífið við að verja króatísku borgina Dubrovnik í stríðinu. „Hann fjallar um bældar minningar og hnattrænan kapítalisma sem er að þurrka út öll sérkenni. Bráðum verða allar borgir eins.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Bráðum verða allar borgir eins“ Gallerí 100° HALLDÓR Ásgeirsson hefur verið að vinna með hraun og þá sérstaklega þá eiginleika þess sem koma fram þegar það er brætt. Hann hefur unnið að undanförnu í Japan, Frakk- landi, á Ítalíu og Íslandi og þaðan koma stein- arnir. „Það sem ég er að færa sönnur á er að þetta er allt saman sama efnið, þú gerir engan greinarmun á því hvað er hvað þegar ég bræði þá. Það verða nokkurskonar efnahvörf með logsuðunni, þetta er eins og að vekja upp eld- gosið í steininum,“ segir Halldór. Samverkamaður Halldórs á sýningunni í ASÍ er Frakkinn Paul-Armand Gette. „Hann er vinna með náttúruna og eldfjöllin út frá eró- tík. Hann tengir þetta við móður jörð og skaut kvenna,“ segir Halldór. Þegar sýningin opnar í dag verður Halldór úti í garði að bræða hraun, en Gette verður á meðan með myndgjörning inni. Hann nýtur þar aðstoðar tveggja kvenna við að fremja nokkurskonar helgiathöfn þar sem kreist jarð- arber, hindber og rósablóð koma við sögu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldgosið vakið í steinunum Listasafn ASÍ BRASILÍSKI listamaðurinn Ernesto Neto sérhæfir sig í innsetningum sem liggja ein- hvers staðar á mörkum arkitektúrs og mynd- listar. Þekktustu verk hans eru hvítir, mjúkir skúlptúrar sem minna á lifandi efni eða líffæri. Í sýningunni í i8 kveður við svolítið annan tón, þó að tengingin við byggingarlistina og líf- færafræðina sé enn fyrir hendi. „Þetta er skúlptúr, gerður úr þunnum ál- plötum. Plöturnar er hægt að festa saman á mjög lífrænan hátt og útkoman verður skúlptúr sem hálfpartinn svífur í rýminu í full- komnu jafnvægi. Ef þú snertir hann þá fer allt af stað,“ segir Neto. Verkið heitir „Bending Time“ og minnir svo- lítið á beinagrind eða hreistur. „Þetta tengist lífrænum arkitektúr, byggingum sem líta út eins og dýr eða frumur,“ segir Neto. „Þetta fjallar um það hvað lífið er í rauninni óstöð- ugt.“ Morgunblaðið/Frikki Óstöðugt líf i8 SIRRA Sigrún Sigurðardóttir opnar sýningu sem ber yfirskriftina Óvissulögmálið. „Það mætti kannski kalla þetta vídeóinnsetningu, þetta er svona samhangandi heild,“ segir Sirra. Sýningin samanstendur af mörgum lögum, á gólfinu er skúlptúr og myndir á veggjum og síðan er hreyfimyndum varpað yfir þetta allt. „Ég er búin að vera að skoða síðustu mánuði hugmyndir í stærðfræði, eðlisfræði og stjörnu- fræði, þessum greinum sem liggja að baki þeirri heimsmynd sem við höfum. Sýn okkar á alheim- inn og hvernig hann varð til er komin þaðan,“ segir Sirra. „En ég er kannski meira að skoða myndmálið á bak við það að útskýra þetta allt. Stöplaritið má sjá sem einhverskonar upplýsinga- miðlun, en svona stöplar finnast líka í myndlistarheiminum. Þetta er svona blanda af myndmáli myndlistarinnar og vísindanna.“ Morgunblaðið/RAX Myndmál lista og vísinda Kling & Bang „ÉG ER að sýna fjölþætta vídeó-innsetningu sem heitir „Sökkvun“, það er aðalverkið á sýn- ingunni,“ segir myndlistarkonan Rúrí. Auk þess verða minni verk á sýningunni þar sem fjölbreyttur efniviður og tækni er nýtt en vatnið er sem fyrr í aðalhlutverki. „Ég hef ver- ið að vinna með fossa og vatn um víða veröld á undanförnum árum,“ segir Rúri. Sýningin hefur ákveðin pólitískan undirtón. „Ég er að fjalla um sökkvun og skoða hvernig sambýli okkar mannkynsins er við náttúruna er háttað, hvert við stefnum. Hvaðan við kom- um og hvert við stefnum. Sýningin er pólitísk í víðasta samhengi þess orðs, það er náttúrlega allt pólitískt sem snertir mannlegt samfélag.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sambýlið við náttúruna Start Art ALLT þetta ár er afmælishátíð í Nýlistasafn- inu og framlag safnsins til Listahátíðar tengist þeirri vinnu sem nú fer þar fram við að skrá starfsemi safnisins frá upphafi. Sænski lista- maðurinn Karl Holmqvist hefur sett þar upp sýningu þar sem bæði aðrir listamenn og gest- ir taka þátt. „Ég útbjó svið þar sem verða uppákomur allt sýningartímabilið, til loka júní, og svo er hérna upptökuklefi þar sem fólk get- ur tekið upp minningar sínar úr Nýlistasafn- inu,“ segir Holmqvist. Gjörningaklúbburinn flytur fyrsta gjörninginn á sviðinu klukkan sjö í kvöld. Safnið hefur í gegnum tíðina verið vett- vangur fyrir margar listgreinar og þær fá allar inni á sýningunni. „Sviðið er opið, svo öllum er velkomið að halda upplestur, tónleika eða hvað sem er hérna. Ég er búinn að skrifa ljóðabók til heiðurs Dieter Roth sem ég ætla að lesa upp úr í dag og svo er ég búinn að þekja allt hérna í ljósrituðum textum. Það er margt í gangi.“ Holmqvist segir að í Nýlistasafninu sé breitt sjónarhorn á hugtakið list. „Þetta er í takt við þessa flúxus-hugmynd að listin takmarkist bara af ímyndunaraflinu. Þú getur alltaf gert eitthvað þó að þú sért bara með tvö blöð og einn steinhnullung.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt hægt með blöðum og steinhnullungi Nýlistasafnið ANDREA Maack er að sýna ilmvatnið „Smart“ sem hún hefur þróað síðastliðið hálft ár í sam- vinnu við ilmvatnsgerðarmenn í frönsku borg- inni Grasse. „Það eru bara til fjórar flöskur af ilmvatninu og þetta eru sérgerðar flöskur og öskjur utan um.“ Á sýningunni er líka risastór teikning sem Andrea hefur bútað niður og geta gestir fengið að velja sér hluta af henni og feng- ið nokkra dropa af ilmvatni á hana. Ilmvatnið er framhald af hugmynd sem Andrea vann með á sýningu sem hún tók þátt í á síðasta ári þar sem hún var að kanna hvernig hægt væri að umbreyta sér í hina fullkomnu veru. „Þar sýndi ég lóð sem eru með röngum þyngdarmerkingum og maður þarf að nota heil- ann til að láta virka. Það var sama hugmynd að taka þessa hluti sem við notum dags daglega til þess að gera okkur „betri“ upp á eitthvert ann- að stig. Þú byrjar á því að nota lóðin til þess að komast upp á næsta plan og svo seturðu á þig ilmvatn og þá gerist eitthvað meira.“ Morgunblaðið/RAX „Upp á næsta plan“ Gallerí Ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.