Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is ÞAÐ er þröng á þingi í húsnæði iðjuþjálfunar á Reykjalundi, end- urhæfingarmiðstöð SÍBS. Á skrif- stofu starfsmanna er hver einasti fermetri nýttur til hins ýtrasta; göngupláss er af skornum skammti og skrifborðum þétt rað- að saman. Þar reyna einbeittir starfsmenn að athafna sig eftir fremsta megni. Frammi á gangi situr kona ein í sófa og blaðar í tímariti. Hún er sýnilega í iðjuþjálfunarmeðferð á Reykjalundi. „Við reynum að nýta plássið eins vel og við mögulega getum. Og það getur þýtt að við verðum einnig að nota ganginn undir þjónustuna,“ segir Lilja Ingvarsson, forstöðu- iðjuþjálfi á Reykjalundi. Sautján iðjuþjálfar starfa á deildinni á 9 sviðum. Fyrsti iðju- þjálfinn hóf störf á Reykjalundi ár- ið 1974 og starfsemin flutti í „glæsilegt“ húsnæði árið 1982. Þá störfuðu þar fimm iðjuþjálfar. Starfsemin er enn í þessu sama húsnæði þrátt fyrir að hafa aukið umsvif sín umtalsvert síðustu tvo áratugi. „Starfsemin er í mjög háum gæðaflokki en húsnæðið stendur okkur dálítið fyrir þrifum í því að gera enn meira og enn betur. Við reynum líka að gera eins vel úr húsnæðinu eins og við getum. Svo standa núna yfir framkvæmdir á deildinni til að skapa okkur dálítið betri vinnuaðstæður,“ segir Lilja. Happdrætti kostar uppbyggingu Hjördís Jónsdóttir, lækninga- forstjóri á Reykjalundi, segir stöð- uga uppbyggingu hafa verið á Reykjalundi frá því í kringum árið 1940. „Árið 2002 vígðum við hér glæsilega byggingu undir sjúkra- þjálfun. Þar eru aðstæður alveg frábærar. Og við gætum vel hugs- að okkur að næsta stóra verkefni yrði að byggja mun betri aðstöðu fyrir iðjuþjálfunina. Húsnæðið núna er dálítið barn síns tíma og við reynum bara að nýta það alveg til fulls.“ Allt frá árinu 1949 hefur happ- drætti SÍBS verið hornsteinn allra framkvæmda á Reykjalundi. Framlög frá einstaklingum, fé- lagasamtökum og styrktarsjóðum hafa einnig skipt miklu við upp- byggingu stofnunarinnar. Þar er skemmst að minnast landssöfn- unar SÍBS árið 1998 undir nafninu Sigur lífsins sem lagði grunn að byggingu nýs þjálfunarhúss á staðnum og gerbreytti allri að- stöðu til endurhæfingar. „Viljinn til uppbyggingar er fyr- ir hendi en það skortir auðvitað alltaf fjármagn. Uppbyggingin hér hefur ávallt byggst mikið á happ- drætti SÍBS og hagnaður af því hefur minnkað mikið að und- anförnu,“ segir Hjördís. 11.808 komur í fyrra Þörf er á iðjuþjálfun þegar fólk á í erfiðleikum með að sinna daglegri iðju á fullnægjandi hátt. Algengt er að færni við hvers kyns iðju breytist í kjölfar sjúkdóms eða annars áfalls. Fólk getur átt í erf- iðleikum með að annast sig og sína, vinna heimilisstörf, stunda atvinnu utan heimilis eða njóta þeirra möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Í iðjuþjálfun kýs skjólstæðing- urinn sér viðfangsefni og vinnur þá markvisst að því að ná fullnægj- andi færni í þeirri iðju í samvinnu við iðjuþjálfa. Til að efla færni beita iðjuþjálfar fræðslu, kennslu, ráðgjöf, aðlögun umhverfis, útveg- un hjálpartækja og þjálfun. Meðal þess sem í boði er í iðju- þjálfun á Reykjalundi er m.a. bak- og verkjaskóli, streitustjórnunar- og slökunarnámskeið. Morgunblaðið/Valdís Thor Þrengsli Skrifstofan í húsnæði iðjuþjálfunar á Reykjalundi er einatt þétt setin og gefur vísbendingu um húsnæðisskortinn sem hrjáir starfsemina. Mikið starf í litlu rými  Umsvif iðjuþjálfunar á Reykjalundi hafa aukist umtalsvert undanfarin ár  „Reynum að nýta plássið eins vel og við mögulega getum fyrir starfsemina“ „ÞAÐ hefur verið rætt um að næsta stóra verkefnið hér á Reykjalundi sé að bæta aðstöðu fyrir iðjuþjálf- unina. Það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það mál enn. Þessi eining hérna hjá okkur er mjög öfl- ug en húsnæðið mætti vera stærra,“ segir Birgir Gunnarsson, forstjóri á Reykjalundi. Komur í einstaklingsmeðferð í iðjuþjálfun á Reykjalundi voru 11.808 árið 2007. Öllum sjúklingum á Reykjalundi býðst iðjuþjálfun, hafi þeir þörf á slíkri meðferð, og talið er að um 80 sjúklingar komi við á iðjuþjálfunardeildinni dag hvern. „Happdrætti SÍBS hefur löngum fjármagnað upp- bygginguna hér en reksturinn byggist á samningi við heilbrigðisráðu- neytið. Það er athyglisvert í tengslum við alla þessa umræðu um einka- væðingu í heilbrigðiskerfinu að Reykjalundur er einkastofnun, sem SÍBS rekur. Ríkið verður ávallt hluti af starfseminni og það er eðlilegt. En það er gott að menn prófi fleira en eitt rekstrarfyrirkomulag í heil- brigðiskerfinu. Við eigum að hugsa um hvernig við getum nýtt skattpen- inga þjóðarinnar sem allra best og á sem hagkvæmastan hátt.“ „Þessi eining er mjög öflug“ Birgir Gunnarsson Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Akureyri | Andar- nefjurnar sem sáust í byrjun síð- ustu viku eru hvergi nærri farnar af Pollin- um. Sjónarvottar hafa séð til nefj- anna, sem líklega eru kálfur og kvendýr, við Höpfnersbryggjuna, auk þess sem þær hafa synt alveg yf- ir að Slippnum. Sigurgeir Haralds- son áhugaljósmyndari náði mynd af kvendýrinu á stökki í vikunni. Hann segir að svo virðist sem kálfurinn sæki í að komast í grynningar við Leirurnar, en að kvendýrið stjaki við honum og ýti honum frá. Að sögn Sigurgeirs eru dýrin alls ekki mann- fælin og í vikunni voru þau til dæmis svamlandi á Pollinum á sama tíma og krakkar í siglingaklúbbnum Nökkva voru þar á bátum. Í raun er vera hvalanna á Pollin- um utan starfssviðs nokkurra opin- berra stofnana í bænum. Umhverf- isstofnun bæjarins fer ekki með málið nema þeir hafi strandað, og ekki heldur Hafrannsóknastofnun. Íbúar geta því dáðst að listum and- arnefjanna enn um sinn. Andarnefj- urnar ætla að staldra við ÍSLENSK augnrannsókn undir stjórn Friðberts Jónassonar yfir- læknis sýnir að tóbaksreykingar hafa veruleg áhrif á ýmsa augn- sjúkdóma og daglegar reykingar í 20 ár þrefalda hættuna á skýmyndun á augasteini og þar með þörfina á skurðaðgerð. Einnig auka reykingar frumudauða í innþekju hornhimnu sem getur valdið því að græða þurfi nýja hornhimnu úr látinni mann- eskju í viðkomandi. Í þriðja lagi auka reykingar augnbotnahrörnun á háu stigi en hún er algengasta blinduorsök á Vesturlöndum. Rannsóknin var fyrst framkvæmd árið 1996 og eftir helgi munu frekari rannsóknir halda áfram. Um er að ræða rannsóknir á hundruðum Ís- lendinga og taka breskir og jap- anskir vísindamenn einnig þátt í þeim. Á undanförnum árum hafa vís- indagreinar sem kynna niðurstöður rannsóknarinnar verið birtar í flest- um þekktustu vísindatímaritum heims. Blinda rakin til reykinga Samkvæmt nýjustu tölum á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, hafa flestir laxar veiðst í Ytri-Rangá og Hólsá. Á mið- vikudagskvöldið var veiðin rétt und- ir 6.000 löxum og vikuveiðin því 1.333. Um 190 laxar hafa því verið að veiðast daglega í ánni og er veið- in því eflaust þegar skriðin yfir lokatölu síðasta árs, sem var 6.377 laxar. Eystri-Rangá fylgir fast í kjölfarið, með tæplega 4.400 laxa um miðja vikuna, með 1.150 laxa vikuveiði. Veiðimenn bíða eftir rigningu Síðustu vikurnar hefur orðið sí- fellt erfiðara að hreyfa laxa og fá þá til að taka í vatnsminni bergvatns- ánum, sem margar eru komnar í grjót eftir sumarþurrkana. Þó er merkilega góð vikuveiði í Þverá- Kjarrá, 193 laxar, og var veiðin þá komin í 2.238 laxa. Í Norðurá veidd- ust 152 og er heildarveiðin 2.653. Spáð hefur verið einhverri rigningu á svæðinu og þótt Langármenn hafi ekki fengið mikið í sinn hlut, eru samt farnar að berast fréttir af því að veiðin hafi glæðst eitthvað síð- ustu daga. Í veiðihúsinu Þrándargili við Laxá í Dölum fengust þær upp- lýsingar í gær að á föstudag hefði byrjað að rigna og þá birti um leið yfir veiðimönnum. Þrátt fyrir góða veiði miðað við aðstæður, en áin var komin niður í grjót, þá er eins og margir viti von á veislu í Dölunum þegar haustrigningarnar hefjast. Lítið vatn er líka í Vopnafjarð- aránum en engu að síður láta veiði- menn sem verið hafa í Selá afar vel af sér. Þar veiddust í síðustu viku um 25 laxar á dag. Elliðaárnar góðar Í Elliðaánum er einungis veitt út mánuðinn. Veiðst hafa um 1.300 lax- ar og samkvæmt fréttum frá SVFR stefnir í bestu veiði í ánum síðan 1993, þegar heildarveiðin var 1.390 laxar. Í sumar er veiðitíminn samt styttri og tveggja laxa kvóti á vakt, en 1993 var enginn kvóti. STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is FYRSTA maðkahollið er að klára og er með um 190 laxa. Það er mjög gott í þessu vatnsleysi,“ sagði Haf- steinn Ingvason við Langá á Mýrum í gær. Var veiðin í ánni þá komin í hátt í 1.900 laxa, sem hlýtur að telj- ast gott miðað við afar erfiðar að- stæður í laxveiðiánum á Vesturlandi síðustu vikurnar. „Það rigndi ekkert hér, þetta var bara hnerri!“ sagði hann. „Samt hefur veiðin verið framar vonum. Síðustu daga höfum við meira að segja veitt nokkra lús- uga laxa. Ég náði til að mynda ein- um níu punda hæng, grálúsugum og silfurbjartum. Sem betur fer tókst að skila honum aftur í ána.“ Vatnsleysi víða en samt veiðist furðu vel Ljósmynd/Rafn Hafnfjörð Bleikjuveisla Hjörtur Már Atlason og Jónas Orri Matthíasson fengu 12 bleikjur í Hlíðarvatni í Selvogi. Veiddust þær allar í Botnavíkinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.