Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 41 mér hvort helgin yrði góð eða ekki. Þú varst mikill matmaður og eftir að amma dó hringdir þú í mig endr- um og eins til að biðja mig um að elda eitthvað handa þér sem þér þætti gott eins og lambahrygg að hætti ömmu. Ég sótti þig oft á Hrafnistu og bakaði pönnsur fyrir þig og þú settist í hægindastólinn til að fylgjast með tvíburunum meðan ég undirbjó kvöldmatinn. Að sjálf- sögðu mátti ekki gleyma ísnum í eft- irrétt. Um miðjan júlí komst þú í heimsókn til okkar en þá hafðir þú ekki komist út síðan um hvítasunn- una. Þann dag baðstu mig um að elda svið þegar ég kæmi að utan í ágúst en ég bað þig að koma aftur nokkrum dögum seinna þar sem við vissum ekki hvernig heilsan yrði hjá þér eftir 8. ágúst. Í dag þakka ég guði fyrir að hafa fengið þig aftur til mín í sviðin áður en ég fór út. Elsku afi, ég á þér svo margt að þakka og vona að þú hafir það gott hjá ömmu. Tómarúmið mun ég fylla af endalausum minningum sem ég á um þig og yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Þín Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir. Elsku langafi, eða bara afi á Hrafnó eins og við kölluðum þig allt- af. Með nokkrum orðum viljum við minnast þín og kveðja þig. Við eigum alltaf eftir að muna hvað þú varst góður við okkur, gafst okkur t.d. alltaf fullt af nammi eða mola eins og þú kallaðir það og því var iðjulega skolað niður með malt- og appelsínblandi. Svo gafstu okkur stundum líka pening og spurðir allt- af hvernig okkur gengi í boltanum. Stundum varstu pirraður en það lagaðist fljótt eftir að við vorum búnir að spjalla svolítið. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir.) Við munum sakna þín sárlega. Guð geymi þig og ömmu líka. Þið verðið alltaf í okkar huga. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Karel Fannar, Aron Freyr og Adam Örn. Elsku langafi. Við kveðjum þig með þessum orð- um: Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.T.) Hvíl í friði, elsku langafi. Daníel Andri, Jón Þór, Þóra Valdís, Dagur Þór, Aníta Dögg, Árni Valur, Elísa Dís og Guðrún Eva. ✝ Kristjana Jó-hannesdóttir fæddist í Danzig 27. ágúst 1922. Hún lést miðvikudaginn 13. ágúst sl. Faðir hennar var Jóhannes Körner og móðir hennar Gert- rud Körner. Systk- ini Kristjönu eru: Ernst, f. 1920, dá- inn, Sigfrid, dáin, Anna Lisa, f. 1929, Rosi, f. 1940. Kristjana vann við verslunarstörf í Þýskalandi. Hún flutti til Íslands 1954 og starfaði sem kaupakona á Tanna- stöðum undir Ingólfsfjalli. Þar eignast hún son sinn Sigurð Hávarðsson, f. 1956. Flytur það- an á Þórdísarstaði í Eyrarsveit og ræð- ur sig sem kaupa- konu hjá Jens Kjart- anssyni. Jens og Kristjana giftast síðan og eignast soninn Jens Kristján Jensson, f. 1959. Kristjana bjó í Breiðholti seinni ár ævi sinnar, kynntist síðan Þorvaldi Guð- mundssyni og trúlofuðu þau sig veturinn 2006. Útför Kristjönu fór fram 22. ágúst síðastliðinn. Elsku amma, nú er komið að leið- arlokum og tími til kominn að kveðja. Þakka þér fyrir öll árin sem þú gafst okkur. Við minnumst þess þegar við gist- um hjá þér hve vel þú hlúðir að okk- ur og hvað þú gafst okkur gott vega- nesti til að hafa út í lífið. Við minnumst þess hversu vel var útilát- ið af mat þegar við komum til þín, en sumt af þessu var þó ekki við hæfi barna að okkar mati þá, en við létum okkur hafa það og brostum bara til þín og þú á móti. Við minnumst þess sérstaklega eitt skiptið þegar Valur reyndi að hósta svo ekki heyrðist um nótt þeg- ar við gistum hjá þér. Þú varst ekki lengi að átta þig á hvað var í gangi og reyndir hvað sem þú gast til að stöðva hóstann. Í fyrstu var það vatn, svo komstu með heitt hun- angste, en ekkert virtist virka. En þú dóst ekki ráðalaus og ekki leið á löngu þar til þú varst komin með yl- volga svínafeiti og barst á bringuna á Val sem virtist virka furðuvel. Einnig minnumst við þess þegar þú sýndir Helenu hvernig ætti að gera krosssaum og ýmsar hannyrðir sem á eftir að lifa með henni um ævi og aldur. Ferðirnar með þér í Elliðaárdal- inn til sveppatínslu voru ekki af verri endanum. Þú kenndir okkur hvaða sveppir væru ætir og hverjir ekki. Einnig minnumst við þess þeg- ar þú tókst að þér aukavinnu við að hnýta öngla og kenndir okkur hvernig það var gert. Við þetta gát- um við setið, talað og hlegið saman langar stundir. Við munum alltaf eftir brosinu sem veitti okkur hlýju. Jákvæðni og hamingja skein frá þér og skilaði sér í hjörtu okkar. Nú ertu farin og eig- um við alltaf eftir að minnast þín sem ævintýralegrar ömmu okkar og vitum að ævintýrin munu halda áfram hjá þér. Þakka þér fyrir að jafa átt þátt í að móta okkur í það sem við erum í dag elsku amma. Megir þú hvíla í friði. Valur og Helena. Kristjana Jóhannesdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur og ömmu RAGNHEIÐAR MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR Skólabraut 6, Seltjarnarnesi. Jón Oddur Magnússon, Margrét Þ. Jónsdóttir, Björgvin H. Fjeldsted, Þórður Ingi Jónsson, Áslaug Þóra Jónsdóttir, Sigrún Ósk Jónsdóttir, Hanna María Jónsdóttir, Þórður Marteinn Adólfsson og barnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Eiginmaður min, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi PÁLL BECK, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd, Guðný Sigurðardóttir, Brynja Beck, Sölvi Stefán Arnarson, Axel Þór Beck, Sigurður Pálsson Beck Hrefna Egilsdóttir, Kristín Þóra Pálsdóttir Beck, Rögnvaldur Stefán Cook, Rikarður Pálsson Beck, Elísabet Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ADOLFSSON húsgagnabólstrari og tónlistarmaður, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Ásdís Árnadóttir, Árni H. Karlsson, Sigurður G. Karlsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Davíð K. Karlsson, Kolbrún Júlínusdóttir, Gauja S. Karlsdóttir, Björgvin Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU PÁLSDÓTTUR Sléttuvegi 23, áður Langagerði 74 Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar öllum þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar. Guðmundur Pálmi Kristinsson, Ragnheiður Karlsdóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Brynjólfur Helgason, Ólafía Pálmadóttir, Halldór Már Sverrisson, Karl Pálmason, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Kristinn Pálmason, Unnur Eir Björnsdóttir, Pálmi Örn Pálmason, og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa EINARS JÓNSSONAR stýrimanns, Laugarnesvegi 89, er andaðist sunnudaginn 20 júlí. Sérstakar þakkir færum við líknar- og vinafélaginu Bergmál, krabbameinsfélaginu Styrk og sr. Maríu Ágústsdóttur fyrir umhyggju og styrk Vera Einarsdóttir, Þorgerður J. Einarsdóttir, Snorri H. Harðarson, Ólafur Einarsson, Sólveig Björnsdóttir, Hrönn Einarsdóttir, Óskar Bjartmarz, Jón Einarsson, Guðný Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, ÞÓRIR ÁGÚST JÓNSSON Stóragerði 20, 108 Reykjavík, lést þann 13. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Sigurður G. Jónsson, Díana S. Garðarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Friðjón Alfreðsson, systkinabörn, makar þeirra og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.